Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 17
Hópshverfið rís nú með mklum hraða og verður lóðum undir 230 íbúðir úthlutað á næstunni. inu austanmegin við Grindavík- urhöfn. Þessar lóðir verða til- búnar til úthlutunar í júlí og ný- lega hefur verið úthlutað fjórum lóðum undir iðnaðarhúsnæði. Ólafur Örn segir að bæjaryf- irvöld séu vel í stakk búin til að taka við aukinni eftirspurn á atvinnuhúsnæði. „Við höfum líka verið að styrkja nýsköpun í atvinnulífi bæjarins og má þar nefna parketfyrirtækið Geo- Plank sem gengur vel. Annars erum við opnir fyrir öllum þeim fyrirtækjum sem vilja koma til okkar og eigum nóg af landi og lóðum. Við verðum tilbúin með slíkt eftir því sem þörfin kallar á.” Fyrir utan íbúða- og atvinnuhús- næði er gert ráð fyrir aukinni þjónustu í nýja hverfinu þar sem m.a. verður nýr grunnskóli. Eins og Grindvíkingar vita hefur gamli grunnskólinn fyrir löngu sprengt húsnæðið utan af sér og fjölgaði nemendum við skólann um 50 á síðasta skóla- ári. Ef fram fer sem horfir mun börnum á grunnskólaaldri í Grindavík fjölga um 250 á allra næstu árum þannig að Grind- víkingum er ekki til setunnar boðið og mun undirbúningur hefjast á árinu. Leikskólarnir í bænum hafa einnig verið þéttsetnir en nýtt og glæsilegt húsnæði leikskól- ans Lautar þar sem verða fjórar deildir verður opnað á næstu vikum. Íþróttalífið í Grindvík stendur í miklum blóma sem endranær og er nú unnið að enn frekari framþróun á þeim vettvangi. Nýtt deiliskipulag íþróttasvæða verður kynnt á næstu mánuðum þar sem ber hæst byggingu á fjölnota íþróttahúsi sem gerir knattspyrnufólki kleift að æfa við toppaðstæður allan ársins hring. Þá er einnig mikil vakning meðal hestamanna á svæðinu. Þegar hefur tveimur hesthúsa- lóðum verið úthlutað norðan við núverandi hverfi og bráðlega hefjast framkvæmdir við nýjan reiðveg. Þá er líklegt að reiðhöll og fjögur ný hesthús rísi fyrir lok árs. „Ég er að vonast til þess að deiliskipulagið verði tilbúið sem fyrst, en það er grundvöll- urinn fyrir öflugu íþróttastarfi eins og er hér í bænum,” segir Ólafur. „Það er lagt mikið upp úr íþróttum í Grindavík þar sem bærinn reynir að styðja afreks- fólkið af fremsta megni. Hins vegar eru það auðvitað einstak- lingar hér í bænum sem bera fyrst og fremst hitann og þung- ann af starfinu.” Framtíðin virðist björt hjá Grindavík sem vex og dafnar af miklum móð og segir Ólafur að mikils sé að vænta í framtíðinni. „Það er margt sem nýir bæj- arbúar sækja í hjá okkur og það virðist sem það sé heildar- myndin sem kallar á. Það er at- vinnuástandið, íþróttalífið, gott orðspor bæjarins, og ódýrt hús- næði og byggingarkostnaður auk góðra samgangna. Það virð- ist sem fólk á Höfuðborgarsvæð- inu sé orðið þreytt á umferðinni þar og sér að það er ekki mikið lengur að keyra í vinnuna frá Grindavík heldur en t.d. frá Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Það virðist vera hagkvæm stærð að hafa fólksfjölda um 4000 manns þar sem það á vel við tvo grunnskóla og tvo til þrjá leikskóla. Sú hagkvæmni er það sem við stefnum að og okkur sýnist það geta orðið að veru- leika innan nokkurra ára.” IVlikið fjölmenni á Styrktartónleikum fyrir Bryndísi Evu: HÚSFYLLIR Fjölmenni var á styrktartónleikumn fyrir Bryndísi Evu á Ránni og var húsið fullt út úr dyrum. Vinir og vandamenn Bergþóru Ölafar Björnsdóttur og Hjör- leifs Jóhannssonar, foreldrar Bryndísar Evu, stóðu fyrir tónleik- unum, en Bryndís er tæplega níu mánaða og hefur legið á Barnaspít- ala Hringsins án meðvitundar síðan 5. desember. Á tónleikunum gafst öllum kostur á að styrkja þau í baráttunni og hlýða á góða tónlist í kaupbæti. Aðstandendur tónleikanna hvetja alla til að senda Bryndísi Evu og foreldrum hennar styrk, kærleika og orku og minna á heimasíðuna þeirra. www.bebbaoghjolli.blog- spot.com. Fram komu þau Hanna Björg, Hlynur Vals, Matti Óla, Óli Þór, Rúnar Júlíusson, Svavar Knútur og Tabula Rasa. Styrktarreikningur Bryndísar Evu er í Sparisjóðnum í Keflavík : 1109-05-410900 og kennitalan er 290681-5889. Styrktartónleikarnir sem haldnir voru fyrir Bryn- dísi Evu, litlu stúlkuna sem liggur í dái á Barnaspítala Hringsins, og foreldra hennar heppnuðust með eindæmum vel og söfnuðust alls 611.874 kr. Mest munaði um glæsilegt fram- lag Lionsklúbbsins í Njarðvík, en þeir gáfu 200.000 í söfnun- ina. Við afhendinguna hvöttu Lionsmenn önnur samtök og fyrirtæki til að fylgja þeirra for- dæmi og styrkja litlu fjölskyld- una í baráttunni. Auk þess stóð Hjálmar Árnason, þingmaður, á svið og tilkynnti að heilbrigðisráðherra hyggðist gefa 50.000 kr. í söfnunina. Þakkarkveðjur Við vilj um koma á framfæri innilegum þökkum til ykkar allra sem komu að styrktartón- leikum í nafni dóttur okkar. Ekki síður viljum við þakka ykkur sem komuð. Við vorum mjög djúpt snortin að sjá hve margir höfðu áhuga á að spila og mæta til að veita okkur styrk og stuðning. Það var ótrúlegt að sjá hvernig Suð- urnesjamenn standa saman á erfiðum stundum, og við erum ekki minna snortin yfir því hversu margir komu lengra að. Á svona stundum er alveg ómet- anlegt að finna allan þennan samhug og hlýhug sem þið sýnið. Það er svo góð tilhugsun að hugsa til ykkar til baka og vita af öllum þeim bænum sem eru tileinkaðar Bryndísi Evu, finna styrkinn sem þið sendið henni og vita af ykkur hugsa hlýtt til hennar. Við erum sjaldan orðlaus en þessi tilfinning, að vita hversu ótrúlega margir hugsa til okkar gerir okkur alveg agndofa. Það er ekki hægt að tjá sig nógu vel með orðinu þakklæti. Við erum og verðum ykkur æv- inlega ótrúlega þakklát fyrir að sýna svona mikinn samhug í erf- iðustu raunum lífs okkar. Kœrar kraftaverkakveðjur, Bebba, Hjörleifur og Bryndís Eva þyrnirós. STÆRSTA FRÉTTA- 0C AUGIÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VÍKURFRÉTTIR FIMMTUOAGURINN 9. FEBRÚAR 2006 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.