Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 09.02.2006, Blaðsíða 8
Viðskipti og atvinnuiíf á Suðurnesjum: Sterk staða Sparisjóðsins Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2005 nam 1.150 m. kr. eftir skatta og að sögn Geir- mundar Kristinssonar spari- sjóðsstjóra er afkoman sú besta í sögu sjóðsins. Arðsemi eigin fjár var einnig sérstaklega góð eða 42,9%. Markaðsaðstæður hafa verið sparisjóðnum afar hagstæðar á síðastliðnu ári og var aukning gengishagnaðar upp á 735 m. kr. á milli ára sem skýrir að mestu góða af- komu. Viðskiptastofan jók starfsemi sína bæði í eigna- stýringu og miðlun verðbréfa. Útlánaaukning var mikil og hreinar vaxtatekjur jukust um tæp 18,1% á milli ára. Starfsemi Sparisjóðsins hefur styrkst mikið og tekjustoðum hefur fjölgað. Geirmundur greindi frá því að breytingar hafi verið gerðar á innra skipulagi sjóðsins og skilaði það sér í auk- inni hagræðingu og markvissari útlánastýringu. Vanskilahlutfall er nú í sögulegu lágmarki og var mikil vinna lögð í þann mála- flokk á árinu 2005 og er stefnan að gera enn betur árið 2006. Árið 2005 einkenndist af mikilli hörku í samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði. Sparisjóður- inn í Keflavík fór ekki varhluta af þessari þróun og hefur fjár- festing í markaðsaðgerðum og styrkjum til samfélagsins aldrei verið meiri. Með því móti hefur verið hægt að standast samkeppnina og halda góðri markaðsstöðu. Sparsjóðurinn lagði höfuðáherslu á að styrkja það góða samband sem hefur myndast við viðskiptavini í gegnum tíðina og virðist það skila árangri því sjötta árið í röð voru viðskiptavinir Sparisjóð- anna ánægðustu viðskiptavinir fjármálafyrirtækja á Islandi samkvæmt niðurstöðu íslensku ánægjuvogarinnar 2005. Umtalsverð þróun var á þjón- ustuframboði Sparisjóðsins árið 2005. Vildarþjónusta Sparisjóðs- ins var kynnt til sögunnar en það er tryggðarþjónusta þar sem viðskiptavinir fá betri kjör og meiri fríðindi eftir því sem umsvif þeirra aukast. Félagar í Vildarþjónustu fá ýmis sérkjör hjá þeim samstarfsaðilum sem tengjast þjónustunni og sem dæmi má nefna viðbótarafslátt á iðgjöldum VÍS. Viðskiptavinum heftir fjölgað og mun Sparisjóð- urinn áfram kappkosta að bjóða þeim upp á fjölbreytt og gott vöruúrval. Geirmundur segir að Sparisjóð- urinn í Keflavík muni áfram sterkur sinna hlutverki sínu og skila góðri afkomu í harðri samkeppni. „Hagnaður hefur verið góður og þjónustustig hátt og stefnan er að svo verði áfram. Markaðsstaðan er góð og samskipti Sparisjóðsins við samfélagið góð sem endranær. Sparisjóðurinn hefur ávallt látið samfélagið og þannig alla viðskiptavini njóta ágóðans af rekstri hans og með því móti gert viðskiptavinum sínum jafn hátt undir höfði. Flest íþrótta- menningar- og líknarfélög á Suðurnesjum hafa notið góðs af þessari stefnu Sparisjóðsins og síðasta ár fóru rúmar 30 milljónir króna í þessi verkefni. Hagnaður Sparisjóðsins fer því ekki eingöngu til að styrkja reksturinn heldur einnig til að að styrkja félagslegar og menn- ingarlegar stoðir samfélagsins.” Reykjanesbær: VÍKURFRÉTTIR ! 6.TÖLU81AÐ I 27. ÁRGANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! §|ávamréftS:- ®g Dk áHiraii Ckv® 3 d] Hið árlega kútmagakvöld Unglíngaráðs Víðís í Garðí verður í samkomuhúsinu Garðí þann 18. febrúar n.k. Miðasala í Víðíshúsínu laugardagínn 11. feb. frá kl. 14-18. Veíslustjórí: Þorgrímur Þráinsson Ræðumaður: Árnijohnsen Grænir vínír leíka fyrir dansi Húsið opnar kl. 19:00 Borðhald hefst kl. 20:00 • Meðal skemmtíatríða má nefna: Happdrætti að hætti Sigurjons # Ragnheíður Gröndal Þóranna og Elmar Jónbjörnsbörn 18 ára aldurstakmark Miðaverð kr. 3500,- ^ • Unglíngaráð Víðís KIRKJUPAGUR Kirkjudagur Vestfirðingafélagsins er sunnudaginn 12. febrúar. Guðsþjónusta kl. 11 og sunnudagaskóli á sama tíma. Prestur séra Kjartan Jónsson. Kirkjukór Keflavikurkirkju leiðir söng, organisti Hákon Leifsson. Aðalfundur Vestfirðingafélagsins og veitingar að lokinni messu. Fjölmennum til messu á sunnudaginn kemur, Vestfirðingar sérstaklega hvattir til að mæta. Vestfirðingafélagið Keflavíkurkirkja starfí eldri borgara Aukning í Ahersla á líkamsrækt í tómstundastarfi eldri borgara virð- ist hafa skilað sér á síðasta ári ef merkja má mikla aukningu í þátttöku þeirra í tómstundum er snúa að alls konar hreyfingu. Þetta kemur fram í ársskýrslu Tómstundastarfs eldri borgara 2005 sem er kynnt á heimasíðu Reykjanesbæjar. Forstöðumaður Tómstunda- starfs eldri borgara sem heyrir undir Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið er Jóhanna Arn- grímsdóttir. Bryddað var upp á þeirri ný- breytni á árinu að halda sér- stakan kynningarfund s.l. haust þar sem vetrarstarfíð var kynnt fyrir eldri borgurum. Mjög gótt mæting var á fund- inn en þar fengu eldri borgarar afhentar stundaskrár fyrir vet- urinn. Fengu kynningu frá leiðbeinendum auk þess sem hægt var að skrá sig á fjölbreytt námskeið. Af helstu viðburðum ársins má nefna hið árlega boccia- mót sem Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra stendur fyrir en þar sigruðu eldri borgarar frá Reykjanesbæ með glæsi- brag. Eldri borgarar kynntu sér handverkssýningar hjá öðrum félagsmiðstöðum en hand- verkssýning eldri borgara í Reykjanesbæ er haldin annað hvert ár. Sá viðburður á árinu sem stendur uppúr er ferð um 40 eldri borgara til Kanaríeyja þann 18. nóvember sl. á íþrótta- mót og sýningu eldri borgara. Alls sýndu 1100 manns frá 22 Evrópulöndum leikfimi og dansa og kynntu sér mikilvægi hreyfmgar. Þjálfari hópsins var Eygló Alexandersdóttir og hóp- stjóri Jóhanna Arngrímsdóttir. Árleg aðventuhátíð eldri borg- ara var haldin í Stapa í sam- vinnu við Kvenfélag Keflavíkur og Sparisjóðinn í Keflavík en aðrir samstarfsaðilar Tóm- stundastarfs eldri borgara eru m.a. Félag eldri borgara og 88 Húsið. Rekstur tómstundastarfs- ins gekk samkvæmt áætlun en heildarupphæð hans var 19.813.970. Aukning í starfinu Aðsóknartölur sýna aukningu í starfinu frá árinu 2004. Heild- armæting árið 2005 var sam- tals 9.146 skipti. Alls sóttu 392 eldri borgarar námskeið á vor- önn og 506 á haustönn. Mæt- ingar árið 2004 voru samtals 7.847 skipti.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.