Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.05.2006, Page 41

Víkurfréttir - 18.05.2006, Page 41
Sigur í fyrsta leik eflavíkurkonur höfðu sigur í sínum fyrsta deildarleik í Lands- bankadeildinni á þriðjudag er þær lögðu nýliða Fylkis að velli 2-0 í Árbænum. Nína Ósk Kristinsdóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir gerðu mörk Keflavíkur í leiknum en Keflavík var mun sterkari aðilinn allan tímann og hefðu hæglega getað gert fleiri mörk í leiknum. „Við fengum aragrúa af færum og hefðum getað bætt við mörkum, það gekk allt upp hjá okkur nema að skora fleiri mörk,“ sagði Gunnlaugur Kára- son, þjálfari Keflavíkurkvenna í samtali við Víkurfréttir. „Þetta er góð byrjun og mikilvæg þrjú stig fyrir okkur en við höldum okkur á jörðinni," sagði Gunn- laugur að lokum. Næsti leikur Keflavíkurkvenna er gegn Breiðablik þann 23. maí n.k. á Keflavíkurvelli kl. 19:15. Framtíðarhetjur á KFC móti Ivetur hafa farið fram knattspyrnuæfingar hjá Keflavík fyrir allra yngstu iðkendurna og hefur æfinga- sókn verið mjög góð, eða um 60 piltar að jafnaði á æfingum. Þessir iðkendur sem eru á aldr- inum 3-6 ára kepptu á sínu fyrsta fótboltamóti laugardag- inn 6. maí s.l. Þá fór fram KFC-mót 8. flokks á vegum knattspyrnudeildar Víkings í íþróttahúsinu Víkinni og sendi Keflavík 6 lið í mótið. Það var mikil eftirvænting hjá krökkunum að fara að keppa og klæðast Keflavíkurbún- ingnum en það sem toppaði allt var að fá sinn fyrsta verð- launapening! Allir skemmtu sér vel, jafnt krakkarnir sem og þeir fjölmörgu foreldrar sem fylgdu íþróttasnillingum fram- tíðarinnar á sitt fyrsta mót; mót sem skilur eftir margar góðar og skemmtilegar minningar. Reynir með stórsigur í fýrsta leik Reynir vann góðan sigur á Aftureldingu í fyrstu umferð annarar deildar karla í knattspyrnu á sunnu- dag. Lokatölur voru 3-0, en mörk þeirra Sandgerðinga skoruðu þeir Adolf Sveinsson, Ólafur Ivar Jónsson og Hafsteinn Frið- riksson. Þess má einnig geta að Reyn- ismenn komust upp úr fyrstu umferð Bikarkeppni KSÍ fyrir síðustu helgi þegar þeir lögðu ut- andeildarliðið Tunglið. Sumarið fer því vel af stað hjá Sandgerð- ingum. Næsti leikur liðsins er á sunnudag gegn Sindra á útivelli og hefst leikurinn kl. 14:00 Æfíngaaðstaða í Keflavík Nú er fótboltinn farinn að rúlla enda komið vor. Þegar maður lítur yfir þá aðstöðu sem í boði er hér í Reykjanesbæ og ber það saman við Garð, Sandgerði og Grindavík þá sér maður hvað við erum langt á eftir. Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur í dag æfingasvæði á gömlu Iðavöllum sem varla eru boðlegir og annað ekki. I dag er enginn völlur fyrir yngri flokka til að æfa eða spila á og er ástandið þannig að yngri flokkar félagsins þurfa að not- ast við Reykjaneshöllina. Það getur ekki verið að mönnum finnist þetta viðunandi. Ekki ætla ég að fara að agnúast út af þessu máli pólitískt en vil benda á að þetta er hlutur sem allveg hefur gleymst í öllum þeim framkvæmdum sem átt hafa sér stað hér í bæ. Nú veit ég að byrjað er að byggja æfingasvæði fyrir Njarðvík en ekkert er farið að huga að svæði fyrir Keflavík sem hefur nánast enga aðstöðu í dag. Við verðum að átta okkur á að Keflavík sem leikur í efstu- deildum bæði karla og kvenna hefur nánast enga aðstöðu. Sundkjallarinn sem áður fyrr var notaður sem búninga- aðstaða og skrifstofur hefur fengið nýtt hlutverk án þess að nokkuð hafi komið í staðinn. Hvernig verður þetta næsta ár, spilar Njarðvík líka á Sunnu- brautarvellinum? Hvernig halda menn að það gangi upp með tilliti til álags ? Kveðja, Einar H Aðalbjörnsson Talsmaður 2 ftokks karla Keflavík Síniun gerði fyrsta mark sumarsins Keflvíkingar hófu leik- tíðina í Landsbanka- deild með 2-1 tapleik gegn ÍBV á Hásteinsvelli í Vest- mannaeyjum. Símun Samuelsen kom Kefla- vík yfir á 20. mínútu, 1-0, og var það jafnframt fyrsta mark sumarsins í deildinni en Símun hefur verið drjúgur hjá Keflavík að undanförnu. Símun fékk góða sendingu inn fyrir vörnina frá Daniel Severino og kláraði færi sitt af miklu öryggi. Markið var ekki beint í takt við leikinn þar sem lítið hafði gengið hjá þeim fram að því. Heldur tók að syrta í álinn hjá Keflvíkingum eftir það og á 32. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu þegar knötturinn hafnaði í hendi Guð- jóns Árna Antoníussonar og Bo Henrikssen skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. f síðari hálfleik dró enn fyrir sólu þegar Páll Hjarðar, fyrirliði ÍBV, skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Þar við sat og fBV hafði betur 2-1. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, sagði marga sam- verkandi þætti liggja að baki tap- inu. „Við vorum alls ekki að ná okkur á strik og náðum ekki að spila okkar bolta,“ sagði hann og átti þar við að völlurinn hafi verið afar erfiður yfirferðar. Hann hafi verið ósleginn og þurr þannig að ekkert gekk að leika eftir jörðinni. „Þá reyndum við að spila háa bolta og þeir voru sterkari í loftinu og unnu skallaboltana. Ég var að vona að markið okkar myndi kveikja í okkur, en það gerðist ekki.“ Kristján var ómyrkur í máli þegar kom að dómgæslunni í leiknum sem hann segir að hafi verið fyrir neðan allar hellur. „Það er skammarlegt að Guðjón hafi fengið víti á sig því að hann sá aldrei boltann, fyrir utan það að boltinn fór ekki í hendina á honum. Hann fór í öxlina, eða í mesta lagi ofarlega á upp- handlegginn. I seinna markinu var svo hangið í treyjunni hans Ómars þannig að bæði mörkin þeirra voru kolóiögleg.“ Hann segir sína menn þó staðráðna í að koma sterkir inn í næsta leik sem er gegn nýliðum Víkings á Keflavíkurvelli annað kvöld kl. 19:15. „Við verðum að rífa okkur upp og spila Keflavíkur- bolta og ég er að vona að völlur- inn okkar hjálpi okkur í því.“ Kvennalið Grindavíkur þakka fyrir sig Meistaraflokkur, 2. flokkur og 3. flokkur kvenna í Grindavk fóru í knattspyrnuæfingaferð til Spánar í vor. Hóparnir vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem veittu þeim stuðning til fararinnar. IÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU i BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASiÐUR 41

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.