Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.12.2006, Blaðsíða 48

Víkurfréttir - 14.12.2006, Blaðsíða 48
Síðustu Víkurfréttir fyrir jól koma fimmtudaginn 21. desember Skurðdeild virk á dagvinnutíma! Suðurnesjum hefur íbúafjölda vaxið fiskur um hrygg. I Reykja- nesbæ ein- göngu, hafa tæp 2000 ný íbúð ar hús- næði hafa verið byggð á umliðnu ári eða eru í bygg- ingu þeg ar þessi orð eru hripuð niður. Nærþjónusta sveitarfélaga við íbúa sína hefur stórauk- ist á öllu svæðinu og ekkert lát virðist vera á vinsældum svæðisins. Það er þekkt stað- reynd að sveitarfélög standa í mikilli samkeppni gagnvart fólksfækkun- eða hækkun. Þrátt fyrir þá miklu raun sem brotthvarf varnarliðsins setti á herðar sveitarfélaga á Suður- nesjum hafa þau öll brugðist rétt við. Af frumkvæði og skyn- samlegri framtíðarsýn hafa kjörnir fulltrúar á svæðinu staðið sig með mikilli prýði. Skólamál, æskulýðsstörf, þjón- usta við eldri borgara og barna- fjölskyldur er betri en annars staðar þekkist á landinu. Hver er framtíðarsýn heilbrigðisráðherra ? Nýverið svaraði heilbrigðisráð- herra fyrirspurn frá alþingis- manninum Jóni Gunnarssyni ■ Elvar Geir Sævarsson skrifar: um hvort unnt verði að starf- rækja sólarhringsbráðavakt á skurðstofum Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja á næsta ári. I svari ráðherra kemur m.a. fram að hún telji eðlilegt að sjá hvernig starfsemin fer af stað í nýju umhverfi áður en vöktum verður fjölgað. Einnig svarar ráðherra því til að hafa verði sérstaklega í huga að tíðni út- kalla sé frekar lág og að akst- ursleið sé stutt til mjög öflugrar skurðstofu á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi og að akst- ursleiðin þangað hafi verið stór- lega bætt með tvöföldun Reykja- nesbrautar. Svar ráðherra er óviðunandi að mínu mati. Þekkingarleysi Svar ráðherra er einnig vitnis- burður um algjört þekking- arleysi á þeirri þróun sem ég hef getið um hér fyrr hér í pistl- inum. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er að finna þriðju stærstu fæðingardeild landsins. Þá er um þessar mundir mikil sókn hjá barnafjölskyldum inn á svæðið. Eitt verður ráðuneytið og ráðherra að skilja sem er að markaðssetning á stofnuninni sem slíkri er ógerleg á meðan þjónustan er óstöðug vegna tak- markaðs opnunartíma á skurð- deildinni. Án efa gæti stofnunin létt verulega á Landspítala Há- skólasjúkrahúsi ef þjónustan væri eðlileg. Nýting á húsnæði hlýtur að skipta máli í þessum geira sem öðrum. Svar ráðherra veldur mér ákaflega miklum vonbrigðum. í svari sínu hallar hún sér að breytingum á Reykja- nesbrautinni. Ég spyr á að loka sólarhringsvöktun á skurðdeild- inni á Akranesi vegna hinna nýtilkomnu Hvalfjarðarganga? Auðvitað ekki. Ótraust þjónusta fyrir 18-19.000 manns Það lýsir ekki skynsamlegri fram- tíðarsýn að bjóða upp á ótrausta þjónustu fyrir 18 -19.000 íbúa eins og raun ber vitni. Ekki bætir úr skák að íbúafjöldinn fer vaxandi á svæðinu. Ég sem þingmaður á Alþingi íslend- inga skora á ráðherra heilbrigð- ismála, Siv Friðleifsdóttur, að endurskoða málið í heild sinni og taka tillit til þeirra þúsunda sem krefjast breytinga. Þó svo skurðdeildin sé opin 2-3 nætur á viku vegna gangsetninga og vöktunar á barnshafandi konum - þá verður aldrei viðunandi að slegið sé í lás að kveldi annarra daga vikunnar. Bráðatilfelli og veikindi spyrja ekki um tíma né vikudag. Á tiltölulega stuttum tíma hafa 5 bráðatilvik sem krefjast viðbragða innan 20 mín- útna átt sér stað á Suðurnesjum. Breytingar til fullnægjandi þjón- ustu munu kosta okkur örfáa tugi milljóna króna árlega. Þakka þeim sem lásu. Guntiar Örn Örlygsson Alþingismaður - Reykjanesbœ VI'KURFRÉTTIR I 50. TÖtUBLAÐ -JÓLABLAÐIÐ 2006 I 27.ÁRGANGUR rísa hvað sem tautar og raular. Nú segja mér fróðari menn að stækkun álversins í Straums- vík sé óumflýjanleg staðreynd og það sem verra er: Það sjón- armið er ríkjandi að til þess að njóta hagkvæmi stærðarinnar þurfi álver að hafa framleiðslu- getu sem nemur 500 - 600.000 tonnum. Erum við þá ekki að tala um 500.000 tonna álver eða svo hér í Helguvíkinni? Og ef álver rís þar, þá er Reykja- nesskaginn rammaður inn á milli álvera austan og vestan til og Ferðamálasamtök Suður- nesja munu þá þurfa að starfa þar á milli. Þetta er í besta falli stórundarlegt. Ég spyr þig þá Kristján: Dettur þér í alvörunni í hug að álver gæti á nokkurn hátt verið að- laðandi kostur fyrir ferðamenn eins og ferðaþjónustan á íslandi er markaðssett í dag? Nú starfa ég við ferðaþjónustu og get full- yrt að fólk sem kemur hingað er ekki hér til þess að horfa á og dást að mannvikjum og ekki kemur það til þess að horfa á álver. Alveg sama hversu vel þau „falla að umhverfinu" Sjón- mengun er ekki helsta ástæða andúðar umhverfissinna á ál- verum. Það eru frekar öll tonnin af brennisteinsoxíð sem fjúka yfir okkur, brátt bæði í austan- og vestanátt. Ef aðeins þyrfti að laga álver betur að umhverf- inu til þess að lægja reiðiöldur vegna álvera þá væri öll þessi umræða löngu til lykta leidd. Ferðaþjónustan á Islandi snýst um útivist fyrst og fremst, og Álver fyrir ferðamenn? Þann 9. nóvember síðast- liðinn birtist í Víkur- fréttum bréf frá Krist- jáni Pálssyni þar sem hann lýsir þeirri ný stár legu skoðun að ál- ver geti verið vinsæll við- komustaður ferðamanna, að vísu með þeim formerkjum að umhverfi þeirra verði gert meira aðlaðandi. Þannig ætti að vera hægt að slá tvær flugur í einu höggi: Bjarga atvinnuá- standinu á Suðurnesjum eftir brotthvarf varnarliðsins ann- arsvegar, og koma til móts við ferðaþjónustuna hinsvegar. Nú er ég ekki viss hver skrif- aði bréfið, Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja eða Kristján Páls- son frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjör- dæmi, en hér er hann að tala fyrir álveri í Helguvík. Álver í Helguvík hefur ekkert verið í umræðunni og lætur fólk eins og nú þegar hafi verið tekin ákvörðun, og þar muni það til þess að fá hingað ferðamenn til að skoða álver þarf allt aðra markaðssetningu. Erum við þá að tala um tvískiptingu í ferða- þjónustu og að Ferðamálasam- tök Suðurnesja verði sjálfstæð eining innan geirans? Til að byrja með set ég spurn- ingamerki við þá fullyrðingu að atvinnuástandinu verði að bjarga sérstaklega en það er ljóst að Kristján lítur ekki á það sem möguleika að hægt sé að bjarga því með ferðaþjónustunni einni og sér. Þessi skrif Krisjáns eru mikil vonbrigði því þegar formaður ferðasamtaka er far- inn að færa rök fyrir stóriðju þá er fokið í flest skjól og aug- ljóst er að ekki eru framsæknar hugmyndir um uppbyggingu ferðaþjónustu á Suðurnesjum upp á borðinu þar. Við þessar vangaveltur vakna tvær spurn- ingar: „Hvers vegna situr hann í þessu embætti?“, og „Ætti hann ekki frekar að einbeita sér að flokkspóltíkinni og leyfa hug- myndaríkara fólki að taka við ferðaþjónustunni?“ Elvar Geir Sœvarsson, Keflvtkingur LESTU NÝiUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.