Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 6
MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. nóv. 1963 Færð skánar á vegum BLAÐIÐ hafði í gærkvöldi sam- band við Vegamálaskrifstofuna og spurðist fyrir um færð á veg- um. Austurvegur er fær bæði um Þrengsli og Hellisheiði, svo og allir vegir fyrir austan Fjall, en nokkuð var þung færð í upp- sveitum Árnessýslu á dögunum. Hvalfjarðarleið er vel fær öll- Guðmundur Pálmason hraðskákmeistari TR HRAÐSKÁKMÓT Tafl- félags Reykjavíkur var haldið sl. sunnudag. Þátttakendur voru 48, og voru þar næstum allir fremstu skákmenn okkar saman komnir nema Friðrik og Ingi og var það að vísu mikil vöntun. Eigi að síður var mótið mjög spennandi, skemmtilegt og tví- sýnt um úrslit fram á síðuslu stundu. Endanleg úrslit urðu þessi: 1. Guðmundur Pálmason 15% 2. -3. Guðm. S. Guðmundsson 14% vinning 2.-3. Þórir Ólafs- 9 4000 manns hafa ritað nafn sitt í minningar- bóhina MORGUNBLAÐIÐ fékk þær upplýsingar hjá bandaríska sendiráðinu síðdegis í gær, að um 4000 manns hafi komið í sendiráðið tii að skrifa nafn sitt í minningarbókina og votti með því bandarísku þjóðinna hluttekningu vegna fráfalls Kennedys forseta. Ambassador Bandaríkjanna á íslandi, James K. Penfield, bað blaðið fyrir eftirfarandi orðscndingu: „Ég óska að endurtaka við fslendinga, hve áhrifaríkt og hjartnæmt það hefur verið fyrir Bandaríkjamenn, eink- um okkur sem búsettir erum hér á landi, að sjá þann ein- læga vott samúðar sem menn hafa auðsýnt okkur í sam- bandi við hið hörmulega frá- fall forseta okkar.“ Báta rak upp Ólafsfirði 18. nóv. Aðfararnótt sunnudags hvessti af norðaustri í Ólafsfirði með brimi og snjókomu. Um nóttina slitnaði mb. Ármann upp og rak upp í fjöru, og sömuleiðis slitnaði upp lítil trilla og rak upp. Brotnaði trillan -allmikið. í gær og í morgun var unnið að því að ná mb. Ámanni út, og komst hann á floþ um hádegis- bilið í dag. Ekki eru neinar skemmdir sjáanlegar á bátnum sem er 27 tonna þilfarsbátur. Hér í Ólafsfirði hefur verið vonzkuveður af og til s.l. hálfan mánuð og eru allir vegir orðn- ir illfærir, en þó hægt að brjót- ast með mjólk og annan varn- ing um sveitina. — Jakob son 14% v. 4. Björn Þorsteins- son 13% vinning. 5.-6. Jóhann Sigurjónsson 13 v. 5.-6. Trausti Björnsson 13 v. 7. Lárus Johns- son 12% v. 8.-10. Guðmundur Ágústsson 12 v. 8.-10. Jón Frið- jónsson 12 v. 8.-10 Óli Karlsson 12 vinninga. um bílum, nema hvað hált er þar víða og sama er að segja um fjölda vega. Eftir að rigna tók í gær fór mjög að gæta hálku. Fært er um allan Borgarfjörð svo og eru allir vegir færir á Snæfellsnesi. Öllum bílum er Brattabrekka fær, nema þar er mjög hált og fært er allt vestur í Saurbæ, en Gilsfjörður ófær. Vegir vestur á Strandir hafa ver- ið mokaðir og er nú fært til Hólmavíkur. Norðurlandsvegur er fær öll- um bílum norður í Skagafjörð og stórum bílum og jepppum úr því til Akureyrar, en þar er verið að laga vegina. Ekki hefir verið mokað að ráði í Þingeyjarsýsl- um og þar því léleg færð. Á Austurlandi hafa Oddskarð og Staðarskarð verið rudd svo fært er bæði til Neskaupstaðar og Fáskrúðsfjarðar, svo og er Fagridalur vel fær. íslenzkt sjónvarp Útvarpinu falið að gera tillögur um, með hverjum hætti sem fyrst verði efnt til þess BLAÐINU barst í gær eftir- farandi frá mcnntamálaráðu- neytinu Menntamálráðuneytið hefur í dag ritað útvarpsráði og út- varpsstjóra svofellt bréf varð- andi íslenzkt sjónvarp. „í framhaldi af umræðum og athugunum, sem fram hafa farið um stofnun ísienzks sjónvarps felur ráðuneytið hér með útvarpsráði og út- varpsstjóra að gera tillögur um, með hverjum hætti sem fyrst verði efnt til íslcnzks sjónvarps á vegum Ríkisút- varpsins. Ráðuneytið óskar eftir nákvæmum áætlunum um stofnkostnað sjónvarps- stöðvar. Verði talið æskilegt að byrja með byggingu lítillar stöðvar, sem síðan verði stækkuð, annarsvegar þannig að sendistyrkur hennar verði efldur og hinsvegar að hún nái til æ stærra svæðis, þá sé gert eins nákvæmlega grein fyrir því og unnt er, hvað hver áfangi kostar. Þá æskir ráðuneytið til- lagna um starfsrækslu slíkrar sjónvarpsstöðvar, daglegan sendingartíma fyrstu starfs- árin og skipulag dagskrár- stjórnar. Er þess sérstaklega óskað, að athuguð verði skil- yrði til hagnýtingar sjónvarps í þágu skóla. Jafnframt er þess beiðzt, að gerð verði áætl un um árlegan rekstrarkostn- að sjónvarpsins. Að síðustu er óskað tillagna um fjáröflun til greiðslu stofn kostnaðar og árlegs rekstrar- kostnaðar. Slgurður Grímsson lætur af störfum, sem leikgagnrýnandi SIGURÐUR Grímsson hættir nú samkvæmt eigin Ó9k að sltrifa leikdóma í Morguhblaðið. Hefur hann gegnt því starfi síðan 1943. Sigurður A. Magnússon tekur við af honum og skrifar leikdóma fyrir Motrgunblaðið, auk þess sem hann heldur áfratm að skrifa um bækur. Sigm-ður Grímsson skrifaði nokkur ár í Morgunblaðið um útvarpið undiir nafninu Almar. Udanfarin ár hefur hann einnig skrifað um kvikmyndir ásamt Pétri Ólafssyni, sem nú mun gegna því starfi einn, að minnsta kosti fyrst um sinn. Sigurður Grímsson hefur verið ötull og afkastamikill starfsmað- ur Morgunblaðsins, og hefur hann^ skrifað ýmislegt fleira en áður er nefnt, greinar um marg- vísleg efni bæði í Lesbók og Morgunblaðið og einnig orti hann um skeið gamankvæði í Dagbók- ina. Fyrir öll þessi störf, sem Sigurður Grímsson hefur innt af hendi í þágu Mbl. undanfarna tvo áratugi af lipurð og sam- Sigurður Grímsson. vizkusemi, þakkar blaðið honum nú þegar hann dregur sig í hlé frá erli blaðamennskunnar. Sementsverksmiðfan byggir garð til að hefta sandfok SEMENTSVERKSMHDJA ríkis- ins á Akranesi hefur nú í bygg ingu garð umhverfis sandbinginn mikla þar í fjörunni. Vonazt er til, að garðurinn muni hefta sand fok að mestu þegar lokið er bygg ingu hans. Búið er að byggja garðinn að suð-vestan og sunnan verðu, en eftir að vestan og norðan. Garð- urinn verður hið mesta mann- • Menntaskólinn og frá- fall Kennedys Kæri Velvakandi! Nemendur Menntaskólans i Reykjavík hafa lengi velt því fyrir sér, hver ástæða sé til þess, að ýmissa merkisatburða skuli ekki minnzt innan veggja skólans. Vitag er, að í mörgum skól- um landsins er ýmissa meiri háttar merkisdaga minnzt, svo sem stofndags Sameinuðu þjóð- anna, t.d. með því að halda ræðu um sögu, hlutverk og gildi samtakanna, og dreifa bæklingi um starfsemi þeirra. í Menntaskólanum í Relkjavík er þetta með öliu óþekkt. Þegar í ljós kom, að skólinn ætlaði ekiki að minnast Kenne- dys Bandarikjaforseta á annan hátt en flagga í hálfa stöng, vaknaði sú spurning, hvers vegna skólinn hundsar alveg að minnast slíkra atburða á þann hátt, sem skólanum sæmir. Skólayfirvöldin ota alltaf fram þeirri afsökun, að nægilegt húsrými sé ekki fyrir hendi til þess að hekningur nemenda geti safnazt saman í einu (heim ingur fyrir hádegi, helmingur eftir hádegi). Þessi afsökun fellur um sjálfa sig, því að haldnir hafa verið útbreiðslu- fundir um bindindismál, og þá var „nægilegt búsrými fyrir hendi”. Hér vakir ekki fyrir okkur að herja út frí á einhvern hátt, heldur viljum við benda á, að risið hlýtur óhjiákvæmilega að lækka á þeirri menntastofnun, sem ekki minnist abburða á borð við fráfall Kennedys. Þessa hörmulega atburðar var minnzt í Menntaskólanum á Akureyri, sem og sjálfsagt var. Einnig var hans minnzt í ýms- um skólum hér á landi, sem og erlendis. — Nokkrir fjórðubekkingar • Einkennilegur hugs- unarháttur í sambandi við bréf fjórðu- bekkinganna hér að ofan lang- ar Velvakanda til þess að minn- ast á einkennileg ummæli, sem einn kennara Menntaskólans í Reykjavík hafði við nemendur sína á útfarardegi Kennedys. Svo sbóð á, að einn bekkur skólans hafði fengið leyfi einn bíma um morguninn, svo að nemendur gætu ritað nöfn sin í minningabók hjá bandaríska sendiráðinu. Fóru nemendur, allir sem einn, til þess að votta hinum látna forseta virðingu virki og kostar mikið fé, en vegna fjárskorts verður bygging hans að fara fram í áföngum. A Akranesi hefur fólk talsvert kvartað undan því, að í hvass- viðri berist sandurinn um bæinn, valdi óþægindum og tjóni. Fram til þessa íiafa hvorki kærur né skaðabótakröfur vegna sandfoks- ins boriat til verksmiðjunnar. sína og bandarisku þjóðinni samúð • sina, eins og þúsundir annarra íslendinga gerðu. Svo bar við síðar um daginn í táma hjá einum kennaranna, að hann hafði orð á því að sér virtist þetta abhæfi „broslegt”. Engin ástæða væri ti'l þess að skrifa nöfn sín í bók, sem kæmi aldrei fyrir nokkur manns augu. Lét kennarinn að því liggja með háðshreimi, að hér hefði verið um bragð að ræða, til þess að betla út fri. Nemendurnir, sem sögðu Vel vakanda frá þessu, kváðust ekki skilja hugsunarhátt kenn- arans, — og það gerði Velvak- andi reyndar ekki heldur. Hvorki er neitt broslegt við þebta, né heldur kemur það nokkuð málinu við, að nöfnin verða ekki birt. Hér var ekki um auglýsingastarfsemi að ræða, eins og kennaranum virðisf fyrst hafa dottið í hug. Þótt annarlegar stjórnmála- skoðanir geti villt mönnum sýn, jafnvel í viðkrvæmum mál- uim, þá ættu kennarar með þennan hugsunarhátt helzt ekki að sýna nemendum hugarfar sitt í slíkum tiifinningamálum í kennslustundum. ÞURRHLÖDUR ERU ENDINGARBEZTAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.