Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 25
Miðvikudagur 27. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 25 * Leskfélag Hafnarfjarðar: Jólaþyrnar Leikstjéri: lilemens Jonsson efiir Wynyard Brown A FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ frum- sýndi Leikfélag Hafnarfj arðar í Bæjarbíói sjónleikinn ,Jólaiþyrna‘ eftir Wynyard Browne, brezkan höfund sem aflað hefur sér vin- Bælda 1 heimalandinu með nokkr- Um leikritum. í leikskránni seg- ir t. d. að „Jólaþyrnar“ hafi ver- ið sýndiir samfleytt í rúm tvö ár i leikhúsi í Ludúnum. Leikritið lætur ekki mikið yfir Bér. Það fer fram í látlausri setu- stotfu á gömlu prestsetri um jóla- leytið og fjallar um vanda sem víða virðist steðja að, þar sem trúarhrögðin eru annars vegar: viðhorf og viðbrögð aldraðs prests og bama hans þriggja við etaðreyndum lífsins; ótta barn- anna við ímyndaðan strangleik ©g „heilagleik" föðursins sem leiðir þau til bakferlis; efasemdir ©g innri baráttu prestsins í starfi sem hann veit aldrei hvort ber nokkum ávöxt. Leikritið er laglega samið, framvindan samfelld og eðlileg etígandi. samflétting hinna ýmsu Btefja hugkvæm, en á stöku stað bregður fyrir óþarfri tilfinninga- semi, og persónumar eru allar fremuir litlausar og lítt frumleg- er manngerðir frá hendi höfund- erins.. Ýmislagt í samtölum þeirra er einhvern veginn utan- g'arna við sjálfa hina dramatísku framvindu leiksins og fellur því í grýttan jarðveg hjá áheyrend- Um. Þó hér sé engan veginn um neitt stórvirki að ræða, er það vissulega fagnaðarefni að Leik- félag Hafnarfjarðar skuli hafa tekið til meðferðar svo veigamik- ið venk 1 stað þeirra innantómu grínleikja og farsa sem leikfélög utan höfuðstaðarins virðast vera svo hörmulega ginnkeypt fyrir. Þessi sýning verðskuldar góða aðsókn, þrátt fyrir ýrnsa ágalla, því hér er af djörfung glímt við alvarlegt verkefni. Ágallarnir eiru helzt þeir, að hér leika sarna-n langþjálfaðir „atvinnuleikarar" og litt reyndir eða óskólaðir „áhugaleikarar“ og kemur þetta misræmi fram bæði í framsögn og látbragði. Þar við bætist að sviðsetningin er víða Cijcig kyrrstæð og oft dauft yfir sýningunni, vantar meiri hraða og snerpu, en á milli oru fjör- sprettir. Sýningin í heild er því óþarflega skrykkjótt, og er þar um að kenna bæði ósamstæði lei-kenda og ekki síður skorti hnitmiðun og plastískri mýkt, Leikstjóranum, Klemens Jóns syni, hefur verið mikill vandi höndum að samhæfa liinn sund urleita hóp og hefur ekki tekizt það nema miðlungi vel, sem kannski er ekki nema eðlilegt, Að vonum báru „atvinnuleik- aramir“ langt af „áhugaleikur- unum“, og má segja að Gestur Pálsson, sem nú leikur í fyrsta sinn fyrir Leikfélag Hafnar- fjarðar, hafi staðið með pálmann í höndunum. Túlkun hans á hlut- verki gamla prestsins var í senn nærfærin ag myndug — það var gott og ánægjulegt að sjá.Gest aftur á leiksviði eftir alllan.gt hlé, og var honum að verðleikum innilega fagnað á frumsýningu. Jóhanna Norðfjörð lék eldri dóttur prestsins, Jenný, og gerði hlutverkinu mjög góð skil, eink uc : þegar líða tók á leikinn, en í byrjun var framsögn hennar helzti upplestrarleg. Hún túlkaði vel hina þrúiguðu og þreyttu sjálfsfómarkonu sem sér að lífið er að renna henni úr greipum. Emilía Jónasdóttir lék systur prestsins, brussu mikla sem oft vakti hressilegan hlátur, enda læddist margt gott út úr kellu, en mér fannst persónan samt hiálflaus í reipunuim, túlkuinin alls ekki nægilega fastmótuð. Auróra Halldórsdóttir lék mág- konu prests, mælska og skiln- ingsríka gæðasál sem lifði á end- urminningunni um löngu liðið tveiggja ára hjónabandssæluskeið Fór hún þokkalega með þetta litla hlutverk, þó ekki sé mál- hreimurinn, sem leikkonan hef- ur tamið sér, tiltalcanlega geð- íelldur. Auður Guðmundsdóttir lék yngri dóttur prestsins, Margréti, nokkurs konar hliðstæðu við glataða soninn sem snýr aftur heim til föðurhúsanna. Margt í túlkun hennar var sannfærandi og áhrifasterkt t. d. uppgjöcrið við prestinn, en annars staðar sló twnnia jnajina Norðfjorð í hlutverkuin sínum. Gestur Palsson sem gamli presturinn. út í fyrir henni, eins og t. d. í ölvunaratriðinu. Ragnar Magnússon lék son prestsins, ungan og ærslafenginn hermann, sem á erfitt með að sætta sig við ímyndaða harð stjórn föður síns, en er undir niðri alvarlega þenkjandi. Leik- ur Ragnars var ærið rykkjóttur, en á stöku stað tólcst honum að gera unga manninn sannfærandi og viðfelldinn. Valgeir Óli Gíslason lék mið- aldra hermann, tengdan gamla prestinum, og átti í miklum brös- um við framsög.nina, þó fyrir kæmi að hann segði setningu hnyttilega. Leikur hans allur var dálítið þunglamalegur og ekki var hann mjög hermannlegur í framigöngu, þó gervið út af fyrir si; væri gott. Sigurður Kristinsson lék von- biðil eldri prestsdótturinnar og átti í miklum erfiðleikum bæði með framsögn og látbragð; var engu likara en hann læsi beint upp úr bók, og hann var í stök- ustu vandræðum með hendurnar á sér. Sviðsmynd er aðeins ein í leiknum, setustofa prestsins, og hefur Magnús Pálsson gert lát- laus en mjög hugkvæm og við- eigandi leiktjöld, Þýðiniguna gerði Þorsteinn Ö. Stephensen og vax hún víðast lipur, en hefði að mínu viti gjarna mátt vera nær dagle.gu mæltu máli og fjær bókmálinu, sem spillir svo mörgum leikhús- Gosið í sjón- varpinu i 22 löredum S JÓN VARPSF YRIRTÆKIÐ Independent Televison News Ltd. í London sýndi laugar daginn eftir gosið sjónvarps mynd þá sem Magnús Jó- hannsson tók af gosinu við Vestmannaeyjar fyrir fyrir tækið og var filman síðan send til sjónvarpsstöðva í 22 löndum um allan heim, þar á meðal Ameríku, Ástralíu og Japan. Fyrirtækið hefur skrifað Sverri Þórðarsyni, útbreiðslu stjóra ' Morgunblaðsins, sem hafði fyrirgreiðslu um kvik- myndatökuna, og tjáð honum að ITN hafi með þessari frétta kvikmynd orðið vel á undan BBC og öðrum fréttastofnun um og er mjög ánægt með það. verkum hér, bæði þýddum og inn lendum. Leikendum og leikstjóra var vel fagnað að lokinni frumsýn- ingu, og barst þeim fjöldi blóm- vanda. Vonandi heldur Leikféla.g Ka.fnarfjarðar áfram á þeirri braut að velja til flutnings verk sem ekki eru tómt píp og grín- froða, því það eitt sæmir leik- félagi sem tekur hluitveirk sitt alvarlega. Sigurður A. Magnússon. Nýfar Penguin E N S K A útgáfufyrirtækið PENGUIN BOOKS hefur sent Morgunblaðinu þrjár n ý j a r Penguin-bækur, sem komu út í október. Ein þeirra er „Iron in the Soul“ eftir Jean-Paul Satrtre. Bók þessi (La Mort dans l’ame) er þriðji og síðasti hluti hins mikla skáld- verks (trílógíu) Sartres, „Les OLemins de la liberté“ (Frelsis- vegir), sem gerist í Frakklandi seinustu árin fyrir seinustu heimsstyrjöld og fyrsta stríðsár- ið. Fyrri bækurnar tvæir fást báð- ar í Penguin-bókaflokknum (The Age of Réason o.g The Reprieve). Bókin „Iron in the Soul“ fjallair um fall Frakklands, uppgjöfina fyrir Þjóðverj u.m og hernámið. Er þetta ein þekktasta skáldsaga hins franska skálds. Önn.ur bókin nefnist „The Wayward Wife and other stor- ies“, smásagnasafn eftir hinn heimskunna ítalska rithöfund, Alberto Moravia. Eru þær valdar úr sagnasafninu „I racconti", sem Moravia gaf út á árinu 1952. Átta sögur eru í bókinni, og fjalla þær allar um samband karls og konu. Þriðja bókin er úr bókaflokk- inum „New English Dramatists" (Ný, ensk leikskáld). Er þessi bók sú sjöunda í flokkinum. í henni eru þrjú leikrit, „Cliips With Everything“ eftir Arnold Wesker, „Afore Night Come“ eftir David Rudkin, og „Every- thing in the Garden“ eftir Giles Coopeir. Fyrsta leikritið birtist fyrst árið 1962, en hin tvö á þessu ári.. J. W. Lambert skrifar inn- gang að bókinni. Sá svarti senuþjófur Ævisaga Haralds Björnssonar leikara skriíuð af Nirði P. Njarðvík Haraldur Björnsson og Njörður P. Njarðvík lesa saman hand- ritið. Nýlega er komin í bókaverzl- anir bókin Sá svarti senuþjófur, eftir Njörð P. Njarðvík. Þetta er ævisaga Haralds Björnssonar leikara og rekur feril hans allt frá æskudögum og fram til ársins 1961, er hann lét af störfum sem fastráðinn leikari við- Þjóðleik- húsið. Haraldur tók sig upp með fjölskyldu sína á fertugs aldri, fór úr vel launaðci stöðu á Akur- eyri til að nem'a leiklist við Konunglega leikihúsið í Kaup- mannahöfn. Hann er fyrsti atvinnumaður í lenklist, er tók til starfa á íslandi og því braut- ryðjandi í því erfiða starfi að breyta íslenzkri leiklist úr því að vera stundargaman áhuga- manna í meðvitaða listsköpun menntaðra leikara. Þess vegna er bókin öðrum þræði saga ís- lenzkrar leiklistar á þessari öld. Haraldur Björnsson er fyrir löngu þjóðkunnur maður, ekki aveins fyrir leik sinn, heldur einnig fyrir að vera opinskár og hispurslaus í frásögum, bæði af sjálfum sór og ölrum. í sögu sinni segir hann frá miklum fjölda þekktra samferðamanna. Hér er í fyrsta skipti skráð saga íslenzks leikara og jafn- framt fyrsta bók ungs höfundar, er áður hefur vakið á sér at- hygli fyrir greinar i blöð og tíma rit. Sá svarti senuþjófur er 264 lesmálssíður í stóru broti, auk 25 myndasíðna. Bókin er vönduð og smekkleg að allri ytri gerð. Hún er prentuð í prentsmiðjunni Odda hf., útgefandi er Skál- holt hf. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.