Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 10
M MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 27. nóv. 1963 R3 Mi aV. ■* V&ftLllí Matar- listin er giæpur málverk Ferrós, sem seldist á 100 þús. kr. 1 París GUÐMUNDUR Guðmundsson Ferro hélt málverkasýningu í Galerie Saint-Germain í París 23. október til 16. nóvember. Á sýningunni voru 15 málverk og seldust 10 þeirra á 3 fyrstu dögunum, sem er alveg eins- dæmi hjá ungum málara í París. Áður en sýningunni lauk höfðu 13 myndir selzt, þar af ein, 2x3 m á stærð, fyr- ir hvorki meira né minna en 2500 dollara eða um 100 þús. er frú Michel Maurice Bokan- owski, kona franska iðnaðar- málaráðherrans. Við opnunina var mikil þröng þess lista- og samkvæm isfólks er mest ber á í París. Á svipuðum tíma var opin sýning á verkum eftir Ferro í Galerie Sydow í Frankfurt. Ekki er okkur kunnugt um hvernig hún hefur gengið. Þá mun Ferro vera á förum til New York í byrjun desember. f sýningarskránni sem gefin var út í París eru gefnar skýr- ingar á sex verkunum, þar á meðal dýru myndinni sem seldist. Þar sem Mbl. telur að lesendur vilji gjarnan kynnast mynd sem hefur selzt fyrir svo hátt verð á heimsmarkaðin- um, birtum við myndir af mál- verkinu, ásamt skýringunum úr sýningarskránni í lauslegri þýðingu: Matarlistin er glæpur (eða Málverk eldhússins eða Hundr að þúsund matartegundir eða Maðurinn er það sem hann borðar eða Næringarefni í skrokkum vorra tíma o.s.frv.) 200x300 sm málverk. Hafið 9. júlí 1963, verk fellt niður 9. september, til sýnis óákveðinn tíma. Askja með 550 vitamínpill- um (A = vöxtur; B = anti- beinkröm; E = sexuelt jafn- vægi; C = antiskyrbjúgur; B1 = innbyrðing sykurefna; B2 = innbyrðing almennt) og hitaeiningar úr 180 næringar- efnum voru notuð í þessa mynd. Þunga formið, í neðri hlutanum til vinstri (dulbúið í gervi mannsmynda), er form ið á brennsluhólfi olíutúrbínu Esso York. Upplímingarsería, „Lifandi kökur“, var notuð í fjölda af mannsmyndunum. Vangamyndirnar fjórar (í ein- Málverkið „Matarlistin er glæpur" er 2x3 m að stærð Það seldist á um 100 þúsund íslenzkar krónur. um hóp) tákna það að rífa í sundur og bíta með tönnun- um, hakka í sig og mala í sundur, og renna svo niður (með viðeigandi dýratáknum í heilunum). Ræman við sjón- deildarhringinn sýnir, til hægri smáþarma, í miðjunni í fjarska „ódauðlegar frumur“. Á himininn hefur málarinn sett kolibrifugla, af því „þetta stöðuga dansandi flug á þeim eyðir gífurlegri orku, sem krefst 50—60 máltíða á dag“. Smáatriði: Á myndinni til vinstri er eftirlíking af HeiP agri guðsmóður E1 Grecos. Ap- inn bak við myndina er beina- grind, sem endurhárast og verður „lifandi“ eftir að hafa farið í gegnum „Hina heilögu mey“. Annað smáatriði: Undir þörmunum við sjóndeildar- hringinn má lesa á litlu skilti orðtakið (á þýzku): Kúltúr- inn gerir manninn brjálaðan. Útskýring: Matarlistin er glæpur (svolítið aflöguð ljóð- lína tekin úr Frelsisyfirlýsing- unni eftir A. J.) er ekki neinn „Sældargarður". Samt engin ógnun eða nokkur refsing, heldur ofgnótt, gnægð í haug- um. Við sjóndeildarhring mannkynsins benda „ódauð- legu' sellurnar", sem sýnilega lokast af þörmunum, til lof- orðs um áframhaldandi líf á jörðinni. Við stöndum fyrir framan þá efnishyggjulegustu mynd sem máluð hefur verið síðan á dögum Breughels. Ekki er litið á hinn skýrslu- lega vöxt, offjölgunina, upp- gang vanþróaðra landa og um- byltingu á verðmætum vegna fjölda og magns, sem hættu heldur sem heillavænlega á- komu. „Glæpurinn" býr samt sem áður í samvizku átvagls- ins sem aldrei fær nóg, þ.e.a.s. í ofmati á saðningunni (þar af kemur þýzka orðtakið, sem hér er tekið upp í háði, þar sem kúltúrinn er „saðning"). Hluti af vinstri helmingi málverksins. Þar sést m.a. Guðsmóður- myndin (til hægri á miðju), sem apabeinagrindin skríður í gegnum og endurhárast. Hluti af hægra helmingi málverksins. Þar má m.a. sjá vanga- myndirnar méð dýratáknunum í heilanum, sem tákna það að rífa í sundur, bíta, hakka í sig, mala sundur og renna' svo niður. Dagar figurativrar og abstrakt listar eru taldir segir Gubmundur Guðmundsson Ferro AP-einkaskeyti 26. nóv. ÉG er þeirrar skoðunax að í list- uzn verði maður að hofja sína eiigin „öldu“ eða hreyfingu, sagði Guðmunduir Guðmundsson Ferro, hinn efnilegi Ustamaður frá ís- landi, sem vakti styr meðal franskra listunnenda með sýn- ingu sinni í Gallery Saint Germain á vinstri árbakka Signu. Flestir þeirra létu í ljós mikinn áhuiga á verkum hans. Ferro sagði á þriðjudag í við- tali, sem fram fór í vinnustofu hans á 6. hæð í gömlu sérkenni- legu húsi í Latínuhverfinu: Dagar figurativrar og abstrakt listar eru liðnir. Allt hefur verið sagt, allt hefur verið gert, og þessháttar myndir eru orðnar akademískar. Þær ættu að hverfa og það er einmitt það sem er að gerast. Það vottar fyrir Picasso f villt- um stíl Ferros og málarinn játar að hann se hrifinn af spænsku meisturunum. Sú af myndum hans sem mest lof hefur fengið, er „Matarlistin er glæpur", sem sýnir ógrynni af matarmvndum í stíl Salvadors Dali. — Ég vann f hálfan annan mánuð, 10 tíma á daig, að þessu málverki, sagði Ferro, og viður- kennir að þetta sé ein af sínum eftirlætismyndum. Feriro hefux verið í París í 3 ár og búið í hinu þe’.ckta Latínu- hverfi, sem franskir listamenn hafa í margar kynslóðir gert frægt. Á vinnustofu hans eru stórir gluggar og útsýni úr þeim yfir alla Parísarborg. — Hér hefi ég hina fullkomnustu birtu, segir hann. Ferro kvaðst fara 14. desember með frönsku' skipi til Banda- ríkjanna, þar sem hann ætlar að vinna fram á vor og sennilega halda nokkrar sýningar í New York, meðan hann er þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.