Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 23
! Miðvikudagur 27. nóv. 1963 MORGUNBLABIÐ 23 Jón Þorláksson þá einnig skáldastyrk, af því að hún var „sá fyrsti kvennmaður, sem hefur sent bænaskrá til þingsins um s-tyrk til bók- mennta.” Seinni hluti bókarinnar fjal'lar om skáldskap Jóns Þorlákssonar, og er honum gerð hin ýtarleg- iustiu skil, einkuim sálmakv&ð- skapnum, enda 'hefur síra Sigurð ur rannsakað þann þátt gaum- gæfilega. Hann rekur I aðaldrátt- um samskipti skáldsins á Bægisá og Magnúsar Stephensens út af „Messu- saungs- og Sálmabók” þeirri, sem út kom um aldamót- in 1800 og almenningur kallaði í daglegu tali -Leirgerði. Eins og kunnugt er, tók Magnús Stephen sen aðeins fáa sálma Jóns upp í bókina og bætti svo gráu ofan á svart með því að breyta þeim án leyfis höfundar. Gat Jón þá ekki stilt sig um ag kveða níð um útgáfuna og sannaðist þar, að fár veit, hvað framtíðin metur. .r.ou cí unnar, að . . . sumar óþvegnustu skammavísur síra Jóns í atlögu hans ag sálmabókinni og for- varsmönnum hennar skuli ætla að reynast lífseigari en lofgerðin frá hörpu hans, söngurinn, sem átti að stíga hæst og lifa lengst” (bls. 196). Síðasti kafli bókarinnar heitir Arfurinn, og er þar greint frá niðjum Jóns Þorlákssonar og verðmætum þeim, sem hann lét eftir sig. Aftast í bókinni eru svo skýringar og tvær nafnaskrár, önnur yfir mannanöfn, en hin yfir staðanöfn, og að lokum myndaskrá. I fonmála þeim, sem síra Sig- urður Stefánsson ritar fyrir bók sinni, getur hann þess, að hann hafi unnið verk sitt á löngum tíma. Þótt hann hefði ekki getið þess, væri vandalaust að ráða það af lestri bókarinnar. Hann hefur dregið saman geysimikinn fróðleik og skipað honum niður af sta'kri nákvæmni. Slífct er ekki álhilaupaverk og vinnst ekki á skömmum tíma. Það má segja, ag rannsókn ís- tllenzkra bókmennta sé enn á frumstigi. Einikum er margt óunn ið á þeim sviðum, sem lýtur að tímabilinu 1400—1800. Ótöluleg- ur fjöldi skáldverka hefur aldrei prenti, og mörg góðskáld bíða 'komið fyrir almenningssjónir á andi skil. Þar eru óteljandi skörð, Dulheimar ingar Einars Guðmundssonar, ritaðar „eftir sögu kunnugra Hreppamanna.” Kvæði af því tagi, sem Magnús Andrésson lét eftir sig, hafa ver- ið ort og víða, og hafa þau að geyma merkilegar heimildir, þótt skáldskapargildi þeirra sé oWkj ávall't mikið. Þá er að finna í bókinni þátt um fálkatamning og fá'lkaveiðar, og er þar greint næsta fróðlega frá þeim konunglegu íþróttum. Sagnabók Einars laetur ekki mikið yfir sér innan um alla bókamergðina, en það er fengur að henni. — Erlendur Jónsson þess, að þeim séu gerð viðlhlít- sem þarf að fylla. En þeim skörð- um fækfcar þó smiátt og smátt, sem betur fer. Síra Sigurður Stefánsson hef- ur nú gert Jóni Þorláksj'ni svo góð skil að verða mun til ómet- anlegs hagræðis öllum þeim, sem fást við sögu íslenzkra bók- mennta. Og bók hans hefur einn- ig þann stóra kost með sér, að hún er aðgengileg og alþýðleg til lestrar. Hann hefur unnið verk sitt af slíkri alúð, að vel sómir því efni, sem hann hefur valið sér. A'lmenna bókafélagið hefur leitazt við að gera bókina sem bezt úr garði, svo sem henni hæfir. Prýða hana allmargar myndir og rithandasýnishorn, hvort tveggja prentað á sér- stakan pappír. Tómas Tómasson hefur gert einkar smekklega, en látlausa káputeikningu. Er það harpa svipuð þeirri, sem greypt er á legstein skáldsins, þann er stendur í kirkjugarðinum á Bæg- isá. Nokkrar prentvi'llur fyrirfinn- ast í bókinni. Á bls. 7 er t.d. talað um Háskóla, þar sem átt mun vera við Hólaskóla. Og í nafna- skrá eru þeir feðgarnir, Gísli Brynjúlfsson skáld og faðir hans, dr. Gísli Brynjólfsson, gerðir að einni og sömu persónunni. Erlendur Jónsson. •> rnm Þórður Guðjohnsson „Endurmtnningar fjailgöngumanns" endurminningar Þórðar Bæknis Guðjohnsens komnar út Sigurður Stefánsson. Jón Þorláksson, þjóðskáld Islend inga Almenna bókafélagið. Bók n:án aðarins — Október 1963. Jón Þorláksson, þjóðskáld ís- lendinga, nefnir síra Sigurður Stefánsson víkslubiskup bók sína, þá er Almenna bókafélagið hefur nú gefið út. Sumum kann að virð ast, að 'höfundur hafi gerzt stór- tækur á virðingariheiti skáldinu til handa, þar sem þjóðskálds- titi'll er nú ekki lengur sérheiti eins skálds fremur en annars, Iheldur veittur öllum þeim, sem fram úr skara. En skýringuna er að finna í bókinni: „Síra Jón á Bægisá var fyrstur íslenzkar ananna sæmdur þjóðskáldsheiti. Það var Magnús Stephensen, sem gaf sínurn brotlega vini þetta virðulega nafn, og fetist það við ihann síðan.” Bók sira Sigurðar er ein þeirra, sem verulega athygli vekur á Ibókamarkaði þessa árs, og liggja til þess ýmsar ástæður. Það er fcunnugt, að hann er sjálfur lær- dómsmaður, og ævi og skáldverk Jóns Þonlákssonar eru okkur enn iharla hugstæð. Það er langt frá, að hann sé gleymdur þjóð sinni, Þó að meginverk hans hafi nú um sinn verið torfengin. >,— Einn iherrans þjónn og eitt Iheimsins barn,” fcvað Einar Ben- ediktsson um klerkinn á Mos- felli. Ekfci er nú auðvelt að dæma um, hvort slík uimmæli hefðu getað átt við Jón Þorláksson. Hins vegar er ekki langt frá, að svo hafi verið í vitund þjóðar- innar. Það er efckert launungarmá'l, að ýmsir prestar áfyrri tíð voru furðu iðnir að k»mg ruglingi á ættartölur, svo að það er í raun og veru ævarandi verkefni fyrir ættfræðinga að telja afkomendur þeirra. Nú mun séra Jón á Bæg- isá hafa átt fjögur börn utan fcjónabands, tvö rétt feðruð og tvö rangt. samkvæmt niðurstöð- um síra Sigurðar Stefánssonar, srvo að hann hefur ekki látið sinn hlut eftir liggja. Hefur það ekki einmitt verið fiil að afsaka slika drottins þjóna, að Helgi Hálfdánarsson laumaði inn í sitt alkunna Helgakver þess um varnagla: „Breyskleikasyndir koma þráfalf fyrir hjá guðhrædd um mönnum.” Bók síra Sigurðar skiptast í ótján kafla auk formála. Fyrsti fcaflinn heitir Öld Og umhverfi, og bregður höfundur þar ljósi yfir aldarfarið á dögum Jóns IÞorlákssonar. „Hann var barn 18. aldarinnar”, segir þar um skáld- ið, og er það vissulega rétt. Um öldina segir í sama kafla: „Skær- asta skin og dimmiustu skuggar kiptust ört á í þjóðlífinu um þess ar mundir, svo að 18. öldin er, þrátt fyrir a'llt, ekkert samfellt svartnætti í sögu íslendinga.” Sama skoðun kemur fyrir síðar í bókinni, þar sem því er haldið fram, að Jón Þorláksson hafi lifað „einhverja mestu breytinga og byltingatima liðirinar íslenzkr ar sögu.” Það er hverju orði sannara, að átjánda öldin bar með sér dimm- ustu skugga í sögu íslendinga. En hvert er það „skærasta skin”, sem höfundux getur um? Og (hverjar voru þessar mifclu breyt- ingar og byltingar í íslenzku þjóð lífi á tímum Jóns Þorlákssonar? Það má auðvitag skoða söguna frá mörgum sjónarmiðum. En það er vandi að geta sér til um, Ihverjum augum síra Sigurður Stefánsson lítur á þetta tímabil hennar. Er hægt að benda á stór- feldara breytingar á stjórn lands | ins? Urðu hér breytingar á búnað arháttum? Varð bylting í öðrum atvinnugreinum, svo sem sjávar- útvegi, verzlun Og iðnaði? Urðu sýnilegar framfarir í húsagerð, híbýlaháttum eða heillbrigðis- málum? Gerðust einhver undur og stórmerki á sviði fræðslu- mála? Breytti þjóðin um lifnað- arhætti? Flestir mundu áreiðanlega svara þessum spurningum neit- andi, og er þá vandséð, í hverju þessar breytingar og byltingar gá'tu verið fólgnar. Þjóðin eign- aðist að vísu fáeina afreksmenn eins og á öilum öldum. En var 'það ekki einmitt gkýrasta dæmið um hina lamandi stöðnum, hver- su litlu þeir fengu áorkag þrátt fyrir ærna viðleitni. Höfundur telur „furðulega hljótt um aldarfarið og samtíðar- viðburði í Ijóðum” Jón Þorláks- sonar. Satt er ag vísu, að þeir hlutir urðu honum ekki að yrkis- efni. Hins vegar er það engin furða, því að um þau mál var svo lítið hægt að segja, hvað þá yrkja. Einn embættismaður stakk upp á því, að íslendingar legðu niður 'islenzku og tækju upp dönsku í staðinn. Og nokkrum árum eftir dauða Jóns Þorláks- sonar skrifaði annar ritgerð um fólksfjölda á landinu (sem hafði staðið í stað í margar aldir) og taldi, að það gæti ekki framfleytt fleirum en þeim fáu hræðum, sem þá byggðu landið. Var furða, að slíkt aldarfar örvaði skáldin litt til að yrkja um samtíðarvið- burði? Höfundur rekur ævisögu Jóns Þorlákssonar í fyrri helmingi bók arinnar, og er sú saga glögg og skilmerki'leg. Er það getið um fjölmarga einstaklinga og ættir rabtar. Er þar áreiðanlega stuðzt við fjölda gagna, og hefur verið unnig úr þeim gögnum á hinn skipulegasta hátt. Fyrst er sagt frá uppvexti Jóns Þorlákssonar og skólagöngu í Skálholtsskóla. Þar hlaut hann þann vitnisburð á prófskírteini, að hann væri „ekfci ólaglegt skáld”, og er skemmtilegt til að vita, að það skyldi þá vera ta'lið skólapilti til gildis. Þá er greint frá prests- skap hans í Saurbæ í Dalasýsilu. Þar gat hann barn við Jórunni, dóttur Brynjólfs í Fagradal. Honum var meinað að eiga stúlk- una, svo að hann hrökklaðist frá prestsskap, 'hvarf úr héraðinu og hafði á sér reiði föður hennar, að ekki sé meira sagt. En yfir- völd'in litu mildum augum á þet-ta fyrsta brot hans, hann fékk upp- reist æru og veitingu fyrir Stað í Grunnavik, þangað sem hann fluttist. En þá gerðist nokkuð óvænt. Jórunn elur annað barn, seem hann gengst við. Hvar gat fudum þeirra borig saman? Um pað getur höfundur ekki. í kaflanum Að leiðarlokum stendur meðal annars: „Árið 1819 bárusit honum (Jóni Þorlákssyni) tvenn skáldalaun, í einu svo að segja, og hafði slík sæmd aldrei áður hilotnazt íslenzkum manni. Gerðist hliðstætt dæmi ekki á ny fyrr en um það bil 80 árum siðar, er Alþingi íslendinga veit'ti sinn fyrsta ská'ldastyrk á fjár- lögum. Sat þá enn þjóðskáld í Eyjafirði, svo dýrt metið.” Hér er ekki miklu haliað. Þó má geta þess, að þag mUn hafa verið árið 1891, sem Aliþingi samþykkiti í fyrsta skipti til- lögur um skáldastyrki. Og þá voiu fleiri dýrt metnir en síra Matthías, sem síra Sigurður mun eiga vig í framangreindri til- vitnun. Thoi'fhildur Hólm hlaut Einar Guffmundsson. DULHEIMAR, þjóffsögur og þættir. Setberg 1963. Jón Árnason og Magnús Gríms" son hófu að safna þjóðsögum laust fyrir miðja nítjándu öld. Síðan hafa margir lagt hönd að söfnun íslenzkra þjóðsagna, og hefur það verk aldrei niður fal'l- ið. Aðstaða til þjóðsagnasöfnunar er nú orðin harla ólík því, sem gerðist á dögum Jóns Árnasonar Langar kvöldvökur með sagna- skemmtun eru fyrir löngu úr sögunni. Trú á huldar vættir, jálfa, drauga og útilegumenn, sem var taisvert almenn á þeirri tíð, á nú tiltölulega lítið ítak í hugum fólks. Samt er það nú svo, að ýmiss konar hjátrú er enn algeng með- al þjóðarinnar, þótt hún komi fram með öðrum 'hætti en á fyrri ö'ld. „Sannar draugasögur” verða enn til og geta enn vakið þægi- legan taugahroll í mörgu brjósti. Og þó að unga fól'kið kunni nú orðið Lítil sfcil á hinni gömlu þjóð trú, ag minnsta kosti sumum greinum hennar, er hún ekki öllum gleymd. Fólk, sem nú er gamalt að árum, man eldri tíð, þegar menn voru ekki óttalausir, að þeir kynnu að mæta útilegu- manni eða draugi á förnum vegi. I hugarfylgsnum elztu kynslóð- arinnar er enn mörg sagan, sem aldrei hefur komizt á prent. Svo eru auðvitag annars kon- ar sögur, sem alltaf eru að skap- ast og verða að þjóðsögum, svo sem frásagnir af einkennilegum mönnum og minnisstæðum at- burðum. Einar Guðmundsson hefur ver- ið meðal mikilvirkustu þjóðskgna safnara á síðari árum. Bók sú, sem hann sendir nú frá sér, er sú áttunda í röðinni, svo að safn hans er orðig mi'kið að vöxtum. Hann hefur skráð munnmæli, viðað að sér gömlum handritum °g safnað allmiklu af kvæðum ogvísum. I hinni nýj,u bók Einars kennir margra grasa. Þar eru á'lfasögur og feigðarspár, og þar er Ijóöa- bréf, ort af Jóni Hreggviðssyni. Þá er þar búendatal í Hruna- mannahreppi eftir Magnús And- résson alþingismann. Tilgreinir Magnus artal kvæðisins í vísu, svo sem þá var títt: Þá 'hlífa lundur hljóðs úr stíu hleypti báru dýri Lits, átján hundruð tólf og tíu töldust ár frá burði Krists. Aftan við kvæðið eru svo skýr- KOMIN er út bókin „Endur- minningar fjallgöngumanns”, nokkrar endurminningar Þórðar Guðjohnsens, læknis í Rönne, en hann var sonur Þórðar Guðjohn- sens, verzlunarstjóra á Húsavík, Péturssonar Guðjónssonar organ- ista í Reykja'V'ik. Jakob Guðjohansen skrifar eft irmála að bókinni, og segir þar m.a.: „Þórður læfcnir var ein- lægur náttúruskoðari, og á fjöU- um hafð,i hann rniklar mætur. Matterhorn kal'laði 'hann alltaf „hornið”. Klifraði hann Matter- horn árig 1911, fyrstur Dana og íslendinga. Ferðaðist hann mikið í Noregi, Alpafjöllum og sérstak- lega í Lapplandi í Norður-Sví- þjóð, alltaf fótgangandi og bar hann þá oft vistir og tjöld á bak- inu, sérstaklega í Lapplandi, en þar var hann oftast á slóðum, þar sem greiðasala var engin og langir áfangar á milli sæluhúsa. Lappneskuna lærði hann til nofck urrar hlítar, til þess að auðvelda viðskiptin við Lappa, sem fæstir töluðu sænsku.” Síðar segir: „Rit þetta er stutt- ur úrdráttur og glefsur úr ferð- um hans. Gaf hann Hglea Jónas- syni frá Brennu rit þetta, en þeir höfðu hitzt aí tilviljun uppi í Þjórsárdal og setið á tali um fjöll og öræfi eina bjarta sumarnótt." Bókin skiptist í þrjá megin- kafla: í Noregi, Suður í löndum og Lapplandsferðir . . Hún er prýdd fjölda teikninga, sem höf- undur gerði efninu til skýringar. Útgefandi er ísafoldarprentsmið- ja h.f. Flugróð beðið um skýruri umsögn EINS og kunnugt er, leitaði Sam- göngumálaráðuneytið álits Flug- ráðs á beiðni Loftleiða um að fá að lækka fargjöld á vissum flug- leiðum. Morgunblaðið hefur frétt, að í svari Flugráðs til ráðuneytisins sé engin afstaða tekin til málsins. Þar sem Flug- ráð er ráðgefandi aðili að þessu máli, hefur flugmálaráðhenra sent Flugráði málið aftur til um- sagnar og óskað eftir skýrara svari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.