Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 31
T Miðvikudagur 27. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 51 28 millj.tonn af hrauni hafa runnið á sólarhring við Eyjar í 10 daga Gísli Halldórsson. verkfræðing ur, hefur nú gert nýja útreikn- inga byggða á upplýsingum dr. Sigurðar Þórarinssonar sl. sunnu dag um stærð og lögun hinnar nýju eyju. Af útreikningum þess um virðist koma í ljós að hraun- flóðið hefur verig líklega fimm- ialt það s©m hann áætlaði í fyr- stu, enda gat hann þess að svo kynni að vera. Hann segir: Ef eyjan, eins og 'hún er orðin 10 dögum eftir ag gdsið hófst, er nær hringlaga, eða réttara sagt keilulaga, með um 800 metra Hugstæður vöru- skiptujöfnuður í oktöber 1 VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN var í október hagstæður um 11,5 millj. kr., en fyrstu 10 mánuði ársins óhagstæður um 695,4 millj. kr. í október var útflutt fyrir 409,3 millj., en innflutt fyrir 397,7 millj. Útflutningurinn fyrstu 10 mánuði ársins nam 3075,8 millj., en innflutningur 3.771,2 millj., þar af skip og flug vélar fyrir 133 millj. Til samanburðar sömu mánuði í fyrra: f október var vöruskipta jöfnuður hagstæður um 20,7 miilj., en óhagstæður fyrstu 10 mánuði 1962 um 81,3 millj. kr. þvermáli að ofan og um 30 gráðu | halla, þá er hún í botninn um' 1050 metrar. Og sé hæð hennar í yfir sjómál allt að 90 metrar, en reiknuð 80 metrar að jafnaði, þá reiknast rúmmál hennar niður að sjávarbotni um 140 miljón rúmmetrar. Hraunið sem þarna hefur runn ið á 10 sólarhringum ætti þá. með eðlisþyngd 2, að vega um 280 mlljón tonn. I Gerir þetta 28 miljón tonn á | sólarhring eða yfir milljón tonn ' á klukkutima að jafnaði þessa 10 sólarhringa. í rúmmáli næmi þetta um 150 rúmmetrum á sek. hverri. Ég læt fylgja riss af lögun eyj- unnar, eins og hún kynni að vera. Skip það sem sýnt er á sjónum er 200 metra frá eyjunni, en það mun vera hið næsta sem farið hefur verið að henni. Tugþúsundir við leiði Kennedys — miðnæturheimsókn Jacqueline og Roberts Kennedy Washington, 26. nóv. - AP, TUGIR þúsunda lögðu leið sína fram hjá gröf Kennedys, forseta í dag. í þeirra hópi voru margir þeirra þjóðhöfð- ingja, sem voru viðstaddir jarðarförina í gær, m.a. Frederika, Grikklandsdrottn- ing, sem lagði krans við leiðið. • Ethel Kennedy, eiginkona r Robert Kennedy, dómsmálaráð- herra, kom að leiðinu um há- degisbilið í dag. Fáir tóku eftir, hver var á ferð. • Á miðnætti sl. nótt kom Jaqueline Kennedy og Robert Kennedy til grafar forsetans. — Stóðu þau þar við stutta stund. Svo margir hafa komið til grafarinnar, að gerðar verða ráð stafanir til að reisa veigameiri girðingu umhvefis reitinn, til að firra hann átroðningi. Þrátt fyrir óskir um, að blóm yrðu ekki send, hafa syrgjandi borgarar lagt blóm allt umhverf- is grafreitinn. Grettir Jöhunns- son n 25 nrn stnrfsaímæli Kennedys minnzt c Allsherjarþinginu Gubmundur I. Guðmundsson, utan- rikisráðherra meðal ræðumanna um að ræða neina breytingu á afstöðu Bandarikjanna til Sam- einuðu þjóðanna. Skýrði Stevenson frá því, að Lyndon Joihnson, forseti, hefði beðið sig að gera grein fyrir því, að ekki yrði um að ræða neina „Jothnson stefnu", að því er varðar S. Þ., frekar en um hefði verið að ræða „Kennedy — stefnu“. • U Thant, framkvæmdastjóri S. Þ., flutti einnig ræðu, þar sem hann bar lof á forsetann látna, nefndi hann vin friðar og alls mannkyns. • Guðmundur f Guðmundsson, utanríkisráðherra, fór lofsam- legum orðum um Kenndey, for- seta, og kvað hann hafa lagt ómetanlegan skerf til lausnar alþjóðavandamála, og til var- anlegs friðar í heiminum. Fundur Allsherjarþingsins var síðasti þáttur fjögurra daga sorgartímabils hjá Sameinuðu þjóðunum. ILLUGASTÖÐUM, 26. nóv. — Fimmtudaginn 28. þ.m. á Grettir Jóhannsson, ræðismaður íslands í Vesturríkjum Kanada 25 ára starfsafmæli. Er hann aldurs- forseti íslenzkra ræðismanna. Meðal annars má telja það táknrænt atriði í menningarlegu tilliti að 1. desember 1938 sá hann um fyrsta millilandaút- vafp frá Winnipeg til íslands og var þáttunum endurvarpað frá íslandi til Winnipeg og stóð yfir í eina klukkustund og 20 mínútur ,sem setti met hjá út- varpsstöðvum í Norður Ameriku hvað tímalengd snertir og endur sendingu á þætti frá landi aust- an hafs. í dag afhendir Grettir ræðis- maður Thor Thors ambassador í afmælisveizlu í New York áletr að ávarp í skinnbandi með 45 nöfnum ræðismanna íslands á sviði ambassadorsins, ásamt nöfnum forseta íslenzkra félaga í Vesturheimi. — Robert Jack. Skerðingurinn kominn alla leið fyrir Ólafs- víkurenni New York, 26. nóv. - NTB. KENNEDYS, forseta, var í kvöld minnzt á fundi Alls- herþings sameinuðu þjóð- anna. Margir ræðumenn stigu í stólinn, þeirra á meðal Guð- mundur í Guðmundsson, utanríkisráðherra íslands. • Adlai Stevenson, aðalfulltrúi Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði frá því á fundi AUsherjarþingsins, að ekki yrði — V estmannaeyjar Framhald af bls. 32 sopann af þökunum í vatnsból- in. Flestir munu þó hafa tekið rennurnar frá áður en þeir fóru að sofa á mánudagskvöld. En sumir gerðu það þó ekki og fengu óhreinindi í brunana. í gær var mjög dimmt yfir í Vestmannaeyjum og erfitt að aka, enda lélegt og komið skammdegi. Slökktu Vestmanna eyingar varla ljós hjá um há- degið í gær. Fyrsta gosfýlan Allan daginn í gær var vindur svipaður, á S og SV, og fylgdi rigning. Undir kvöld varð hann heldur vestlægari og gekk því ekki eins yfir bæinn aska. Er spáð hagstæðari átt í dag, svo vonandi fer þetta að lagast í gær fundu Vestmannaeying- ar í fyrsta sinn gosfýlu af eld- stöðvunum.. Og reyndar eru þetta fyrstu yerulegu óþægindin, sem Eyjabúar hafa af þessu eld- gosi við bæjardyrnar hjá þeim. ÓLAFSVÍK, 26. nóv. — í gær var þeim merka áfanga náð við vegarlagningu um Ólafsvíkur- enni, að lokið var við að sprengja skerðinginn í Ennið. Þetta gerðist um 4 leytið síð- degis og komust ýturnar þá i gegn. Þá er eftir ýtuvinna við að breikka sneiðingin niður í þá hæð sem vegurinn á að liggja. Búizt er við að um næstu helgi verði hægt að fara að hleypa mönnum í gegn á jeppunum í neyðartilfellum. Engar tafir hafa orðið á vegavinnunni vegna veðurs, enda láta vegavinhu- menn ekkert trufla sig. ---Fréttaritari. ■SOOm 3H, KOV ?A GOm — Iþróttir Framhald af bls. 30. Valgarðsson IBK 2.24.4 Ungi. met. 200m skriðsund kvenna. Hrafnh. Guðmundsd. ÍR 2.28.2 ísl. met 4x50 m bringusund kvenna Ármann 2.51.2 ísl met IBK 2.01.8 SH 3.08.8 4x50m fjórsund karla Blönduð sveit 2.07.2 ÍR 2.09.0 Ármann 2.09.9' — Alþjóðaástand Framhald af bls. 1. samlegri sambúð, eins og hann nefnir það. Hún gefur til kynna, að styrjöld sé óhugsandi, og því verði tvö mestu stórveldin að komast að samkomulagi uni þau atriði, sem hættulegust eru. Fram kvæmd þessarar stefnu hefur reynt á þolrifin — t.d. vegna Kúbu og Berlínar. — Stefna Kennedys var kunn, og sovézkir róðamenn báru virðingu fyrir honum, þótt þar væri andstöðu- maður. Johnson, forseti, er ó- kunnur maður í augum sovézkra, og þeir fyllast alltaf grunsemd- um í garð þess, sem þeir ekki þekkja eða skilja. Ráðamennirnir í Kreml hafa farið sér hægt að undanförnu. Má m.a. marka þá varúð af því, hve lítt þeir létu til sín heyra nú nýverið, er sovézkir sendi- menn voru niðurlægðir og rekn- ir frá Kongó. Þá var tilkynnt í Moskvu, að ekki yrði reynt að hella olíu á þann eld, sem þeg- ar logaði glatt í Afríku. „lzvestia“ segir í almennum ummælum um morðið á forsetan- um, að undanfarið hafi margt áunnizt, sem dregið hafi úr spennu á alþjóðasviðinu. Minnzt er á takmarkað bann við tilraun- um með kjarnorkuvopn, og sagt, að „menn hafi eygt frekari skref í áttina til betri sambúðar Banda ríkjanna og Sovétríkjanna." — Blaðið segir, að Kennedy forseti hafi verið mikils metinn fyrir til- raunir sínar til þess að leggja réttan dóm á deilumál, og til frið- samlegrar lausnar þeirra. Hins vegar segir ,',Izvestia“, að óhugnanlega margt sé líkt með morðinu og þinghúsbrunanum í Þýzkalandi 1933, sem leiddi Hitl- er til valda í Þýzkalandi. Þá, bendir blaðið á, voru kommún- istar sagðir standa að baki. Ber blaðið atburðina 1933 saman við morðið, og segir, að í báðum til- fellum sé jafn fráleitt að ætla að skella skuldinni á kommúnista. Öll þessi skrif Moskvublaða, og ummæli ráðamanna þar, benda til, að Krúsjeff og meðráðamenn hans vilji fá áþreifanle^a sönn- un þess iiínan skamms, að John- son ætli sér í raun og veru áð fylgja stefnu Kennedys í utan- ríkismálum, — sönnun þess, að öfgasinnum hafi ekki vaxið ós- megin við ofbeldisverkin síðustu daga. — Johnson Framhald af bls. 1. frá því, að ákveðinn hefði verið fundur utanríkisráðherra Banda ríkjanna, Dean Rusk, og R. A. Butler, utanríkisráðherra Breta, í næsta mánuði, 1 París. • HAROLD WILSON, leiðtogi Verkamannaflokksins brezka, kom til London í dag, en hann var viðstaddur jarðarför Ken- nedys. Sagði Wilson, að hann hefði ákveðið að halda til fund- ar við Johnson, nú innan tíðar. Lét Wilson í ljós þá skoðun, að Johnson muni í engu víkja frá stefnu látna forsetans. Sömu- leiðis sagði hann fréttamönnum, að hann væri þeirrar skoðunar, að lögin um full borgararéttindi blökkumanna myndu hljóta af- greiðslu í bandaríska þinginu. • ANASTAS MIKOYAN, vara- forstætisráðherra Sovétríkjanna, ræddi í eina klukkustund við Johnson, forseta. Ekki vildi Mikoyan neitt um einstök atriði viðræðnanna segja við frétta- menn. Hann sagði þó, að ekki hefði verið rætt um fund John- son og Krúsjeffs, forsætisráð- herra Sovétríkjanna. „Samtal okkar var vinsamlegt, og við ræddum mörg sameiginleg á- hugamál', sagði Mikoyan að lok- um. • LUDWIG ERHARD, kanzl- ari V-þýzkalands, hitti í dag Johnson að máli. Að fundi þeirra loknum skýrði Erhard frá því, að hann myndi halda aftur vest- ur um haf, eftir nokkrar vikur. Kanzlarinn sagði, að v-þýzkir ráðamenn teldu stuðning Banda- ríkjanna vísan, og V-þýzkaland myndi standa við allar fyrri skuldbindingar. Sagði Erhard, að hann hefði notað tækifærið til að leggja áherzlu á sam- stöðu V-þjóðverja með öðrum frjálsum þjóðum. — Er Erhard hélt frá Hvíta húsinu í dag, hafði hann meðferðis silfurbúinn vindlakassa. Hafði forsetinn látni ætlað að færa kanzlaranum hann, en von hafði verið Erhards vestur um haf í þessari viku. Johnson forseti, ræddi einnig í dag við forseta Filipsseyja, DIOSDADO MACAPAGAL, og ISMET INÖNU, forsætisráð- herra Tyrklands. Macapagal sagði eftir fundírin með Johnson, að þeir hefðu rætt vandamál SA-Asíu, m.a. Malaysia-ríkj asambandið. Seint í kvöld var það staðfest í Hvíta húsinu, að undirbúning- ur að fundi Johnson og De- Gaulle, Frakklandsforseta, váéri þegar hafinn. Ekki hefur þó fundartími enn vexið ákveðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.