Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 22
22 MORGURBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. nóv. 1963 Eiginkona mín HALLDÓRA KATRÍN ANDRÉSDÓTTIR andaðist 26. þ.m. í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði. ' Illugi Guðmundsson. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir HELGI JÓHANNESSON loftskeytamaður, andaðist í Borgarspítalanum 26. nóvember síðastliðinn. Dagmar Arnadóttir, Anna Fríða Björgvinsdóttir, Jóhanncs L. L. Helgason. Erændi minn ÞÓRHALLUR MAGNÚS HJÁLMARSSON varð bráðkvaddur að heimili sínu í San Diego 2. okt sl. Sigfríð K. Þormar. Kveðjuathöfn um föður okkar HANNES ÓLAFSSON frá Austvaðsholti vei’ður frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. nóvember kl.'l,30 e.h. Jarðsett verður á Árbæ, föstudaginn 29. nóvember kl. 1,30 e.h. og hefst athöfnin með bæn að heimili hins látna kl. 11. — Ferð frá BSÍ ltl. 7. Guðrún Hannesdóttir, Ólafur Hannesson. Faðir okkar VALDEMARJÓHANNSSON sem lézt .19. þ.m. á Hrafnistu verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 27. þ.m. kl. 10,30 f.h. Fyrir hönd aðstandenda. Jóhann Valdemarsson. Systir okkar ANNA PÁLSDÓTTIR sem andaðist 24. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 28. nóvember kl. 3 e.h. Fyrir höhd systkinanna. Björg Pálsdóttir. Minningarathöfn um son minn, föður okkar og bróður KNÚT GUÐJÓNSSON sem lézt af slysförum 23. okt., fer fram í Fríkirlcjunni í Reykjavík föstudaginn 29. þ.m. kl. 2 e.h. Fyrir hönd barna og systkina. Jónína í. Jónsdóttir, Hringhraut 39. Hugheilar þakkir færi ég hinum fjölmörgu vinum okkar, nær og fjær, er auðsýnt hafa okkur einstakan vinarhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns KRISTJÁNS SÓLMUNDSSONAR Flyt ég einlægar þakkir útgáfustjórn og framkvæmda- stjóra Morgunblaðsins, svo og samstarfsfólki Kristjáns heitins á Morgunblaðinu. Svava Jónsdóttir. Innilegt þakklæti til allra, sem auðsýndu samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför HÖGNA GUNNARSSONAR forstjóra Gunnar Högnason og vandamenn. Innilegt þakklæti sendum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa DANÍELS JÓNSSONAR frá Tannstöðum. Sveinsína Benjamínsdóttir, Daníel Daníclsson, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, Ólína Daníelsdóttir, Héðinn Sveinsson, Ingibjörg Daníelsdóttir, Sigurður Sveinsson, Sólvcig Daníelsdóttir, Róbert Young og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlut- tekningu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður KATRÍNAR BJÖRNSDÓTTUR fyrrverandi húsfreyju á Votmúla. Einnig færum við læknum og öðru starfsfólki á sjúkra- húsinu á Selfossi beztu þakkir fyrir góða hjúkrun í veikindum hennar. Dætur, tengdasynir og barnabörn. Guðný Hrób|arfssióttár frá Þfotanda — IHinning MIÐVIKUDAGINN 20. þ. m. var jarðsett hér í gamla kirkjugarð- inum merkiskona. Ég, sem þessar línur rita,. var svo lánsamur að vera heimilismaður á Þjótanda um tveggja ára skeið. Var ég þá óharðnaður unglingur, enda kom hún íram við mig eins og eitt barna sinna. Ég minnist þess ekki, að hún hafi nokkurn tíma reiðst mér, þótt ég væri kannske baldinn stundum. Þótt ég kæmi oft að Þjótanda eftir að ég varð fulltíða maður og misjafnlega á mig kominn, tók hún ætíð á móti mér með broshýrum svip og góð- vild. Vorið 1897 giftist þessi kona Einari Brynjólfssyni frá Sóleyjar bakka, en hún var frá Grafar- bakka. Þau fluttust að Þjótanda í Villingaholtshreppi sama árið sem þau giftust. Einar missti heils una eftir fá ár, og varð hin unga húsfreyja að stjórna búinu bæði innanhúss og utan, enda vann hún á við hvern meðal karlmann. Þau Þjótandahjón eignuðust fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku. Þegar börnin voru orðin fulltíða dóu þrjú þeirra með nokk urra ára millibili. Svo kom röðin að húsbóndanum, fjórða reiðar- slagið. Var hún þá búin að missa þrjú börn og mann sinn, en ekk- ért bugaði þessa sálarstyrku og líkamlega þróttmiklu konu. Nú var yngsti sonurinn eftir, Ólafur. Fannst mér umhyggja hennar og ást til hans margfaldast þegar hér var komið. Ólafur kvæntist myndarkonu. Fyrsta barn þeirra var dóttir, greind — og fallegt barn. Var hún líka yndi allra á heimilinu, þó sérstaklega ömmu sinnar. Mig minnir, að það væri ekki nema fimm ár, sem Guðný naut samveru við sonardótturina, því að hún mun hafa dáið, þegar hún var fimm ára gömul. En sál- arstyrkur Guðnýjar gaf sig ekki, enda er það eins dæmi, að allur þessi ástvinamissir skyldi ekki buga hana. Nei, hún stóð teinrétt eftir öll þessi áföll. Var hún á- fram jafn alúðleg og gestrisin við alla sem áður, enda var mikil gestakoma á Þjótanda, því að þ.ar var lengi póstafgreiðsla, og síma- þjónusta. Svo var það vorið 1961, að Ól- afur, eina eftirlifandi barn henn- ar, veiktist og var fluttur í Lands Virtist sem væri ósýnilegur lífs- þráður á milli móður og sonar. Enda sagði hún við mig, þegar ég kom með hann heim, að hún kviði því, að hann fgeri á undan sér. Reyndist það rætast, því að hann dó um Jónsmessuleytið 1962 og var jarðsunginn á sex- tugasta afmælisdaginn sinn. En hin aldna móðir var þá komin á. hvíldarheimili aldraðs fólks. Ég kom til hennar daginn eftir að síðasta barn hennar var borið til hinztu hvíldar. Sá ég þá í fyrsta sinn tár í augum þessarar sterkbyggðu konu. Tók hún þá í hönd mína og spurði, hvort búið væri að jarða Óla sinn. Ég jánk- aði því. Þá segir hún meira við sjálfa sig en mig: Ég bíð lengur. Ég vona bara að guð gefi, að sú bið verði ekki löng og erfið. Guðný mín. Ég þakka þér og þínum börnum og manni fyrir allt gott mér til handa og bið svo af hjartans einlægni, að sálir ykk ar sameinist í dýrðarsölum guðs okkar allra, og bið hann að varð- veita sonarbörn þín og alla ykkar ættingja. í guðs friði. — Island Framh. af bls. 21 1 lega erlenda gjaldeyri, þarf að- eins um 250 menn. Má því gera sér í hugarlund, hve verksmiðja sem þessi, og þessir 250 menn gætu bætt lífsafkomu allrar þjóð- arinnar. Mannaþörf áburðarverk- smiðju eykst lítið þótt hún fram- leiddi 20 sinnum meira. Á þvi sézt, hve miklu lægri reksturs- kostnaður pr. tonn af framleiðslu frá stórum verksmiðjum er. Þess vegna þyrftum við umfram allt að geta byggt stórL En hvað sem líður getu okkar til þess að hefja stóriðju á þessu sviði, þá má það alls ekki drag- ast, að við verðum aftur sjálfum okkur nógir hvað snertir köfnun- arefnisáburðarframleiðslu, og megum ekki í þessu landi foss- anna láta raforkuskort standa okkur til lengdar fyrir þrifum á þeim vettvangi, og hindra eðli- lega þróun þessarar tiltölulega lillu verksmiðju, sem eingöngu var byggð fyrir innanlandsþarfir. En ef reist yrði hér stórverk- smiðja með útflutning fyrir aug- um, yrði hún ekki aðeins lyfti- stöng landbúnaðarins, heldur allrar þjóðarinnar. Til slíks átaks þarf einhuga stuðning allrar þjóðarinnar, manna úr öllum flokkum, á sama hátt og unnið var óskipt að því að koma upp Áburðarverksmiðj- unni og Sementsverksmiðjunni. Við áburðar- og sementsiðnaðinn má síðan prjóna nýjar stóriðju- greinar, byggðar á innlendum hráefnum og íslenzku fossaafli. Úr köfnunarefnissamböndum og skeljasandi má framleiða Urea, sem notað er bæði til á- burðar- og plastframleiðslu, og úr skeljansandi og sjó má vinna magnesium-málminn, sem nú er mikið notaður vegna léttleika og styrkleika. Þannig má því með sanni segja, að Áburðarverksmiðjan og Sementsverksmiðjan séu fyrstu skref okkar Islendinga til stór- iðju, og að við stöndum á þrös- kuldi stóriðjunnar, en nú þarf umfram allt að fylgja vel eftir sigrum okkar á þessu sviði. Vinur. Fagranes / fyrstu áætl unarferðinni spítalann. Þar lá hann mest allt sumarið. Eftir að hann fór af Landsspítalanum, ók ég honum heim að Þjótanda. Þá sá ég að móðir hans var farin að gefa sig. Smurt brauð og snittur Opið frá 9—11,30 e.h. Sendum heim Brauðborg Frakkastig 14. — Simi 18680 Þúfum, 23. nóvember. HINN nýi djúpbátur, Fagra- nes fór í sína fyrstu áætlunar- ferð um Djúpið í gær, 22. nóv- er.nber. Þriðjudaginn áður, 19. nóvember fór skipið inn í Reykja nes og kom við á leiðinni til að heilsa upp á fólk og staði. Mikil ánægja er meðal fólks með hið fagra og nýja skip, sem er hið glæsilegasta og vel búið tækjum og öðrum nauðsynlegum tækjum. Stjóm Djúpabáturinn hf er skipuð 7 mönnum, 2 kosnum af sýslun-efnd Norður-ísa.fjarðar oig þrem af öðrum hluthöfum. Þessi skipan hefur gilt í mörg ár og hef Öllum þeim, sem glöddu mig á áttatíu og fimm ára afniæli mínu sendi ég mitt hjartanlegasta þakklæti. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Þórarinsson frá Hallsteinsnesi. Hjartanlega þakka ég öllum, sem glöddu mig með blómum, gjöfum og heillaskeytum á sjötíu ára afmæli mínu 2. nóv. sl. Sérstaklega þakka ég börnum, tengda- börnum og barnabörnum, sem gerðu mér daginn ógleym anlegan. Guð blessi ykkur öll. Ölöf Fertramsdóttir, Njörvasundi 31. Þökkum af heilum hug auðsýnda samúð við fráfall ur lítil breyting orðið á stjórn- inni. Af hálfu sýslunefndar eru kosnir Jón G. Ólafsson, sýslunefndar- maður og Páll Pálsson. hrepp- stjóri, Þúfum, af hálfu bæjar- stjórnar eru kosnir Jóhann T. Bjarnason, kaupfélagsstjóri, og Böðvar Sveinbjamarson, kaup- maður, frá ýðmm hluthöfum eru kosnir Bjarni Sigurðsson, hrepp- stjóri, Vigur, Sigurður Pálsson, skrifstofumaður, og ólafur ólafs- son, Bón, Skálavík. Stjórnarfor- maður er Páll Pálsson. Þúíum, en framkvæmdastjóri Matthías Bjamason, kaupmaður oig alþing ismaður, ísafirði. Hafa sumir stjórnarmenn setið í stjóm fé- lagsins allt frá stofnun þess. — P.P. Árekstnr í Grímsnesi HARKALEGUR árekstur varð 1 Grímsnesi, skammt frá Minni- Borg, laust fyrir kl. níu á mánu- dagsmorgun. Rákust þar saman á blindhæð fólksbíll úr Árnes- sýslu og sendifeirðabíll frá Reykjavík. Meiðsli urðu ekki á mönnum, en bílarnir eru báðir mjög skemmdir. og jarðarför GUÐRUNAR HANNESDOTTUR Nokkrir árekstrar urðu fyrir austan fjall um helgina, en eng- Fáll Zóphóníasson og fjölskylda. inn alvarlegur. Gott færi er eystra, en nokkur hálka á stöku stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.