Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. nóv. 1963 MORGUNŒLAÐIÐ Unnið að skipu arsvæða fyrir 7,12 Á SÍÐASTA borgarstjórnar- fundi var samþykkt svohljoð- andi ályktun vegna tillögu Fram sóknarmanna: 1. Á vegum skipulagsdeildar borgarinnar hafa nú verið skipu lögð ný byggingarsvæði við Kleppsveg, við Elliðaárvog cg í Ártúnsblettum og Selási fyrir um 1500 íbúðir og verið er að vinna að skipulagi byggingar svæða í Fossvogi og Breiðholti fyrir um 5650 íbúðir. 2. Unnið er að heildarskipu lagi Reykjavíkursvæðisins alls með það fyrir augum, að séð verði fyrir eðlilegri fólksfjölgun allt fram til ársins 1980. Undir búningsvinna að því skipulagi er nú langt komin. 3. Til að gera þau svæði, sem nú eru í skipulagningu, bygging arhæf, er nú m. a. að hefjast vinna við aðalholræsi í Fossvogi, keypt hafa verið ný og stórvirk tæki til gaínagerðar og fyrir hugsuð eru aukin kaup á slíkum tækjum. Með tilvísun til ofangrendra Staðreynda má sjá, að unnið er að skipulagsmálum og undirbún ingi nýrra byggingarsvæða með margra ára þörf í huga og unnið er eftir fýrirfram gerðum áætl- unum og á grundvelli þeirra verður ákveðið, hvaða svæði vcrði tekin til byggingar á hverj um tíma. Borgarstjórn telur því framkomna tilögu óþarfa og vis ar henni frá. Skipulagsáætlun Kristján Benediktsson (F) fylgdi úr hlaði tillögu þeirra borg arfulltrúa Framsóknarmanna, ^ V.'- en hún var á þá leið, að borgar- stjóri og borg- arráð gerðu svo fljótt, sem unnt er, áætlun um skipulagningu nýrra bygging arsvæða, t. d. til 5 ára í senn, hlið stætt því, sem gert hefur verið varðandi hita- v eituframkvæmdir, skólabygg- ingar og gatnagerð. f áætluninni skyldi nákvæmlega ákveðið, hvaða svæði skyldu tilbúin til útvísunar ár hvert, svo og áætl un um kostnað við að gera þau byggingarhæf. ar v-g vræiæi ðr, ða Byggingarsvæði fyrir 7128 íbúðir í undirbúningi Birgir fsleifur Gunnarsson (S) kvað ástæðu til þess, þar sem tillaga þessi væri fram komin, að gera nokkra grein fyrir, að hverju væri nú unnið í skipulagsmál- um, og hvers mætti vænta í þeim efnum. En ÆÍM/FUBk Þau byggingar- B svæði> sem nú eru í undirbún- ingi, eru sem hér segir: 1- Við Kleppsveg austan D.A.S. Um 80 íbúðir (lágmark). Svæðið skipulagt. 2. Við Elliðaárvog, norðan Njorvasunds.^ Um 270 íbúðir (þar af 14 í einbýlishúsum, 64 í 2. hæð húsum, 42 í 1. r. rað- húsum og 144 í fjölbýlishúsum (lágmark). Svæðið skipulagt. 3. Ártúnsblettir og Selás. Um 1128 íbúðir. (Þar af 147 einbýlis- hús, 570 3. h. fjölbýlishús, 76 í 2. h. raðhúsum og 335 einbýlis- hús í Selási). Svæðið skipulagt. 4. Fossvogur. Um 1100 íbúðir. Svæðið í skipulagningu. 5. Breiðholt Um 4550 íbúðir. Samtals eru þetta um 7128 íbúðir. Auk þess má geta þess, að nú er verið að vinna að heildar- skipuiagningu Reykjavíkursvæð isins, og er gert ráð fyrir, að tillögur að því verði tiibúnar fyrri hlula næsta árs. Hitt liggur svo í eðli málsins, að í skipulagsmálum er nauð- synlegt að vinna mörg ár fram í tímann, og nær heildarskipu- lagning bæjarins þannig til árs- ins 1980. Auk skipulagningar koma mörg önnur störf til, áður en svæðið verður byggingar- hæft, svo sem holræsagerð, gatnagerð, vatn og rafmagn Loks benti borgarfulltrúinn að í þessum málum væru áætl anir ekki einhlítar, ávallt gætu ófyrirsjáanlegar tafir orðið m. a. af vinnuaflsskorti. Að svo mæltu lagði hann fram þá til lögu, sern fyrr er getið og sam þykkt var, fyrir hönd borgar- fuiltrúa Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Vigfússon (K) lýsti stuðningi við tillöguna og kvað skynsamlegt að gera slíka áætlun. Það væri rétt, að mikið væri unnið að skipulagsmálun- um, en það vantaði miðstöðina. sem stjórnaði verkinu. Varhugavert að draga börn um of í dilka Á F U N D I borgarstjórnar sl fimmtudag bar m.a. á góma, hvort koma skyldi á fót sérstakri stofnun fyrir börn með fulla greind, sem þó eiga erfitt um lestrarnám. Kristján Gunnarsson (S) benti þá á, að slík flokkun barna eftir því, hvort þau eiga erfitt með lestrarnám, gæti orðið þeim skaðleg og því skaðlegri, sem börnin væru betur gefin. Slík kennsla ætti að vera í skólunum sjálfum, eftir því sem því yrði við komið, og sem mest í kyrr- Þey. TORLÆS BÖRN Adda Bára Sigfúsdóttir (K) fylgdi úr hlaði tillögum sínum þess efnis, 1. að hjálparbekkur með 15 börn, með hámarkstölunni 15 hverri deild, skuli starfræktir öllum skólum borgarinnar og aukin áherzla lögð á hjálpartæki til slíkrar kennslu; 2. að komið verði á fót sér kennslustofnun fyrir börn með fulla greind, en eiga erfitt með lestrarnám; 3. að unnið sé að skipulagn ingu á kennslu afbrigðilegra barna; 4. að tekin sé upp almenn leik skólaskylda fyrir 6 ára börn; 5. að stefnt sé að því, að nám fari að mestu fram í skólunum, en heimavinna minnki að sama skapi og að skólar verði einsetnir. UM 30 HJÁLPARBEKKIR Kristján Gunnarsson (S) leið- rétti í upphafi máls síns þann misskilning ÖBS, að hvergi væru starfandi hjálparbekkir með færri en 15 nemendum. T.d. væri svo háttað um þrjá bekki í þeim skóla, er hann veitti forstöðu. Hins vegar gæti hann vel fallizt á, að æskilegt væri að talan væri sem næst 15, þótt óheppilegt væri að rígbinda það um of, t.d. er nemendur flyttust milli skóla- hverfa. Nú eru hér í borg um 30 hjálparbekkir og tala nemenda í þeim 12—20. UNDANÞÁGUR VARHUGAYERÐAR Þá fcenti KG á, að varhugavert væri, að kennurum, sem önnuð- ust slíkar deildir, fengju skil- yðislaust fulla styttingu kennslu- tíma án tillits til þess, hvort þeir hefðu lokið sérnámi eða ekki. Af því gæti leitt hvort tveggja í senn, að e.t.v. beztu kennararnir hættu kennslu, þar sem með því væri aukið á misrétti kennara- stéttarinnar vegna þess, að sízt er erfiðara að kenna 15 börnum slíkum bekk en fullskipuðum bekk barna, sem eru á svipuðu greindarstigi. Hins vegar væri reynslan sú, að menn færu síður út í sérnám, ef undanþágur væru veittar. SÉRMENNTAÐIR MENN BEZTA HJÁLPIN Þar sem í tillögum ÖBS er tal- að um að „leggja aukna áherzlu á öflun hjálpargagna við kennslu afbrigðilegra barna", undirstrik aði KG, að í sérmenntuninni er bezta hjálpin fólgin. Hjálpar- gögnin eru að mestu leyti efni, er þeir búa sjálfir til, eða þá tæki, sem ekki þýðir að fá öðrum í hendur en sérmenntuðum mönn- um. SEM MEST f KYRRÞEY Þá varaði ICG við því, að sér- stakri stofnun yrði komið á fót í lestri fyrir börn, sem hafa fulla greind, en eiga erfitt um lestrar- nám, þar sem of mikið mætti gera af því að draga börn í sér- staka dilka. Benti hann á, að á Norðurlöndum væru menn nú mjög hugsandi vegna þessa, þar sem reynslan hefur orðið sú, að það sem vinnst á einu sviði með slíkum sérstofnunum, tapast á öðru, þar sem með því er aukin áherzla lögð á hið afbrigðilega í fari barnanna og slíkt er nei- kvætt. Þess vegna taldi KG bezt að annast slíka kennslu eftir því sem við verður komið í skólun- um sjálfum og sem mest i kyrr- þey. En jafnframt sé áherzla lögð á að sem flestir afli sér sérmennt- unar. Þá kvað hann og nauðsyn- legt, að fá föst ákvæði sett, er mótuðu slíka starfsemi. KOSTAÐI UM 100 MILLJ. KR. Viðvíkjandi þeim lið í tillögum ÖBS að koma á leikskólaskyldu fyrir 6 ára börn, benti KG á, að í aldursflokknum eru nú 1700— 1800 börn. Ef byggja ætti fyrir þau venju- lega barnaskóla, gæti hann kost- að allt að 80 millj. kr. Sennilega yrði ekki ódýrara að byggja leik- skóla fyrir þennan fjölda og gæti slíkur kostnaður e.t.v. nálgast 100 millj. kr. Það hefði því mátt búast við því, að ABS hefði séð ástæðu til þess í frumræðu sinni, að vikja eitthvað að kostnaðar hlið þessa máls, sem hún ekki gerði. Hins vegar kvað hann skiptar skoðanir um, hvort æskilegt væri að færa niður skólaskyldualdur inn. Því væri þó ekki að neita, að með aukinni iðnþróun hefði reynslan orðið sú erlendis, að heimilin gætu ekki almennt ann azt börnin og af þeim sökum hefði komið fram krafa til hins opinbera um skólaskyldu 6 ára barna. En meðan slík nauðsyn væri ekki almenn hér, taldi KG ekki æskilegt að lækka skóla- skyldualdurinn. Hitt væri allt annað mál, að eins og sakir stæðu, skorti leik- skóla fyrir 6 ára börn. Það mál þyrfti að leysa, t.d. með því að færa út starfsemi Sumargjafar og væri að því stefnt. EINSETNING ÆSKILEG Loks kvað KG æskilegt, að unnt yrði sem fyrst að einsetja í skólana, svo að nemendur gætu leyst heimavinnuna af hendi skólunum sjálfum, áður en þeir færu heim, og kennarar unnið úr verkefnum sínum þar um leið. Loks lagði hann til, að 2. og 4. lið tillagna ÖB yrði vísað frá, en hin um til fræðsluráðs og var það samþykkt. Kristján Benediktsson (F) tal- aði nokkur orð um nauðsyn sér- menntunar við kennslu afbrigði- legra barna og var sumpart sam- mála ÖBS og sumpart KG. Úlfar Þórðarson (S) kvað um 80% þeirra barna, sem erfitt ættu með lestrarnám, þrátt fyrir fulla greind, haldið tilteknum kvilla, sem batnaði yfirleitt með aldrin- um. Þessum börnum væri holl- ast að vera um kyrrt í sínu um- hverfi, en fá þó um leið sérfræði- lega meðferð. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) ræddi nokkuð tillögur sínar, en kvartaði jafnframt yfir, að sum- um þeirra skyldi vísað til fræðslu ráðs. Kristján Gunnarsson (S) kvað öll skynsamleg rök benda til þess, að svo yfirgripsmiklar til- lögur væru sendar fræðsluráði til séríræðilegrar athugunar, enda væru slík vinnubrögð t.d. ávallt viðhöfð ó Alþingi. Wý*" bátur ■ Bolungarvík Sl. föstudag (8. nóv.) kom til Bolungarvíkur nýr fiskibátur, sem smíðaður er hjá Frederiks- sunds Skibsværft A/S í Dan- mörku. Heitir hann Þorlákur Ingimundarson, ÍS 15. Þetta er 115 lesta eikarbátur búinn 420—460 ha. Alpha-Diesel- vél og 30 ha. BUKH-ljósavél. II .turinn er með hvalbak og stýrishús yfir vélarreisn. Báturinn er búinn kraftblökk og öl’lum nýtízku siglinga- og komu í Hundested og Klakksvik í Færeyjum. Við fengum ágætis veður fyrstu dagana, en þegar við áttum eftir um 100 mílur að Ingólfshöfða fengum við NA- storm, um 10 vindstig, og reynd- ist báturinn þá mjög gott sjó- skip. Þorlákur Ingimundarson er með beitningarskýli bakborðs- megin, sem fljótlegt er að taka niður. Talið er að hann geti bor- ið 1800—2000 tunnur sildar. Bát- fiskileitartækj um; Simrad-asdic j ufinn- fef fljótlega á veiðar með og dýptarmæli, Decca-radar af nýjustu gerð, Codan-miðunar- LOFTRÆSAR fyrir stór og rmá húsakynni skapa hreinlæti og vellíðan heima og á vinnustað. — Margar stærðir, m. a. BAHCO SILENT með innbyggðum rofa °S lokunarbúnaði úr ryðfríu stáli. Hentar mjög víða og er auð- veld í uppsetningu: lóðrétt, lárétt, í horn, í rúðu o. s. frv. stöð og au'k þess er kallkerfi um allt skipið. í reynsluferð, sem farin var 30. okt. sl. gekk báturinn 10,3 sjómílur. Leifur Jónsson skip- stjóri í Bolungarvík sigldi bátn- um heim, og er þetta fimmti nýi báturinn, sem Leifur siglir heim til Bolungarvíkur. — Við fórum frá Frederiks- sund á föstudag og höfðum við- ! 'línu. Skipstjóri verður Jakob Þorláksson, 1. vélstjóri Ragnar Ingi Hálfd'ánarson og stýrimaður Finnbogi Jakobsson. Eigandi bátsins er Fiskveiði- hlutafól. Græðir, en framkvæmda stjóri þess er Benidikt Bjarna- son. Um.boðsmaður skipasmíðastöð- varinnar hér á landi, Eggert Krist jánsson, veitti ágæta fyrir- greiðslu við smíði bátsins — HT | ^bankett ELDHUSVIFTA með skermi, fitusíum, inn- byggðum rofa, stilli og ljósi. BAIICO er sænsk gæðavara. BAIICO ER BEZJ í Sendum um allt land. O.KORWEKIIf-HAllltEÍu áimi'l2ó0'6 - Suðurgöúi IÖ - Roykjavík. EIMSKIP A næstunnj ferma skip vor til Islands. sem hér segir: NEW YORK: Selfoss 3.—9. des. Brúarfoss 24.—30. des. KAUPMANNAHOFN: Gullfoss 28. nóv. — 3. des. Tungufoss 6.—7. des. LEITH: Gullfoss 5. des. ROTTERDAM: Dettifoss 10.—11. des. Selfoss 2.—3. jan. ’64. HAMBORG: Brúarfoss 23.—27. nóv. Dettifoss 14.—18. des. ANTWERPEN: Bakkafoss 9. des. HULL: Bakkafoss 11.—12. des. GAUTABORG: Mánafoss 29. nóv. Tungufoss 9. des. KRISTIANSAND: Gullfoss 4. des. VENTSPILS: Fjallfoss 20. des. GDYNIA: Fjallfoss 10. des. Tröllafoss 18. des. STETTIN Tröllafoss 20. des. KOTKA: Fjallfoss 17. des. LENINGRAD: Fjallfoss 19. des. VÉR áskiljum oss rétt til að breyta auglýstri áætlun, ef nauðsyn krefur. Góðfúslega a t h u g i ð að geyma auglýsinguna. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.