Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 27. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 11 HINN heimskunni brezki rit- höfundur, Aldous Huxley, er látinn, 69 ára a3 aldri. Hann hafði í þrjú ár þjáðst af krabbameini, er leiddi bann til bana sl. föstudag, 22. sept. Hann lézt að heimili vinafólks síns, þar sem hann hafði búið ásamt konu sinni, fiðluleikar- anum Laura Archera, frá því hús þeirra eyðilagðist af eldi árið 1961. Útförin fór fram þegar ‘á laugardag. Huxley átti aðeins einn son bama, af fyrra hjónabandL Aldous Huxley var um ára- tugi viðurkenndur sem einn hinn fjölhæfasti persónuleiki meðal rithöfunda. í verkum hans sameinuðust margbreyti- legir eiginleikar og skoðanir. Aldous Hann hafði ágæta rithöfund- arhæfileika, grundvallarþekk- ingu á bókmenntum og menn ingu og óvenjulega þekkingu á vísindum nútímans. Gáfur hans voru óvenjulegar, þekk- ing hans framúrskarandi og víðtæk, enda hafði hann „Encycjopodia Britannica" jafnan við höndina, hvar sem hann fór. Huxley var nákunnugur enskri menningu og í fjöl- skyldu hans var margt vit- manna, — föðurafi .hans yar hinn frægi Ifffræðingur Thomas Henry Huxley, er afl- aði kenningum Darwins sem mest fylgis; í móðurætt var hann náskyldur gagnrýnand- anum Matthew Arnold; móð- ursystir hans vár skáldkonan frú Humphrey Ward og bróð- ir hans er hinn frægi líffræð- ingur Sir Julian Huxley. • Augnsjúkdómur réði örlögum hans. — Aldous Huxley fæddist í Godalming í Surrey, 26. júlí Huxley 1894. Foreldrar hans voru Julia Arnold og Leonard Hux- ley og var faðir hans ritstjóri tímarits. Aldous Huxley hafði í hyggju að læra læknisfræði, en á skólaárum hans í Eton fékk hann augnsjúkdóm, er olli honum nær algerri blindu. Neyddist hann þá til þess að láta af þessari ákvörð un sinni og sneri sér að bók- menhtanámi, með það fyrir að geta unnið fyrir sér sem kennari. Hann lærði blindra- letur og vélritun og byrjaði þegar um þetta leyti að skrifa smávegis, skrifaði þá eina eða •tvær smásögur, en handritun- um týndi hann — „því mið- ur ég hefði haft gaman af því að lesa fyrstu smásöguna mína“, sagði hann jafnan. — Um þetta leyti skrifaði hann éinhversstaðar: „Hér éftir verður metnaður minn og ánægja falin í því að skilja, ekki að framkvæma". Um það bil sem Huxley hóf háskólanám í Oxford, hafði sjón hans lagazt svo, að hann gat stundað námið með því að nota stækkunargler. Frá Oxford fór hann með beztu vitnisburði í öllum prófgrein- um. Síðustu tvö ár heimstyrjald arinnar fyrri vann Huxley á opinberri skrifstofu. Árið 1919 kvæntist hann Mariu Nys, belgískri konu, sem lézt af krabbameini árið 1955. Þau áttu einn son. Um líkt leyti kynntist Huxley gagnrýnand- anum John Middleton Murry, er ritstýrði tímáritinu „Ath- enaeum" og fóru þau kynni svo, að Huxley réðist til tírha- ritsins. Starfaði hann þar í nokkur ár, skrifaði greinar og umsagnir um alls konar list- ir — tónlist, leiklist, bók- menntir o. sv. frv. Einnig skrif aði hann mikið um húsagerð- arlist og híbýla skreytingar. Á árunum milli 1930—40 ferðaðist Adlous Huxley mik- ið en átti þá heimili í Suð- ur-Frakklandi. f byrjun heims styrjaldarinnar síðari fluttist hann til Kaliforníu, þar sem hann hefur síðan búið. • Forspár? Aldous Huxley var af- kastamikill rithöfundur. skrif- aði einar fjörutíu skáldsögur, nokkur leikrit og ljóð, og þúsundir ritgerða um ýmiss efni. Árið 1921 kom út fyrsta skáldsaga hans“ Crome yel- low“, ári síðar smásagnaheft- ið „Mortal Coils“, árið 1923 sagan „Antic Hay“, en þar þótti útgefendum Huxley taka full frjálslega á kynferðisleg- um efnum og voru tregir að gefa söguna út Meðal annarra verka skálds ins má nefna, „Those Barren Leaves“, 1925; „Ppint Coun- ter Point", 1928; „Brave New World“ 1932 — framtíðarspá- sagan, er aflaði Husley, sem kunnugt er, mestrar frægðar —; „Eyeless in Gaza“, 1936; „After Many a Summer", — 1939; „Grey Eminence“, 1941; „Time must have a Stop“, 1945 og „Ape and Essence", 1949 — þar sem Huxley lýsti hugmynd sinni um heiminn á árinu 2018. Skammt er síðan síðasta bók Huxleys kom út, en hún nefnist „Science and Litterature". Um Aldous Huxley hefur margt verið ritað og rætt. — Hann hefur verið kallaðiw- „snillingur", „spámaður“, — „siðapostuli," „samvizka mannkyns“ „flautaþyrill'* og hvað eina annað. „Hann hafði til að bera ókjör af viti og þekking — segir t.d. Ole Storne gagnrýnandi Politik- en — „hann virtist vita allt, geta rætt öll mál frá öllum sjónarmiðum og leikið sér að því að stefna rökum hverju gegn öðru. Eins og kameljón gat hann skipt um liti og skoðanir og rökrætt af jafn- miklu öi-yggi út frá guðfræði- legum, siðfræðilegum, vísinda legum, stjórnmálalegum og hreint fagurfræðilegum sjón- armiðum“. Aldous Huxley hafði mikl- ar áhyggjur af framtíð mann- kynsins. Bók hans „Brave New World“, eða „Fagra nýja veröld“, eins og hún nefndist í íslenzku þýðingunni, var viðvörun til mannkynsins. — Um þessa bók sína sagði hann í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum: Það er ógnvekjandi að sumt það, sem skrifað stend- ur í þeirri bók og gert er ráð fyrir, að gerist eftir hundruð ára, hefur nú þegar á þrjáliu árum komið fram. Mér virð- ist ekki aðstaða okkar gegn þeim öflum, er ógna okur, hafa batnað svo neinu nemi á síðustu árum. Við — mann- kynið — verðum að gera eitt- hvað til þess að svo verði, en það er vafamál hvort við gerum það. Framtíð þjóða heimsins eru í höndum hópa nokkur hundruð stjórnmála — manna, hershöfðingja og tæknifræðinga, og fáir . eða engir þeirra búa yfir sérstak- lega miklum vitsmunum eða þekkingu. Ef við höldum áfram að hugsa og fram- kvæma eins og við nú ger- um, er útlitið ekki bjart. — Mennirnir ættu að rannsaka miklu betur okkar eigin piá- netu áður en þeir hefjast handa um rannsóknir á himin geimnum!“ Á árunum fyrir heimstyrj- öldina fyrri fylgdist Huxley vel með þróun alþjóðastjórn- mála og áhyggjur hans fóru dagvaxandi. Hann gerðist ötull talsmaður pacifisma og gaf út „An Encyclopædia of Pacifism“ og bækling með heitinu „Hvað hafið þið hugs- að ykkur að gera við þessu?“ — Evrópublöð Framhald af bls. 1. manna, byr undir báða vængi“. ,4L GIORNO“, Mílanó, gagn rýnir harðlega lögregluna í Dallas, „sem“, segir blaðið, „kom tragi-komisk fyrir al- heimssjónir .... og hafði, skv. ummælum yfirmanns hennar, lokið hlutverki sínu, er einn morðingi féll fyrir hendi annars.“ í kommúnistablöðum gætir í senn gagnrýni og fullyrð- inga. „PRAVDA“, Moskvublaðið, segir, að morðið á Oswald „hafi verið framið af sama fólkinu, sem undirbjó og fram kvæmdi árásina viðbjóðslegu á Kennedy, þ. e. hægrisinn- uðum öfgamönnum, sem reyni nú að koma sökinni á banda- ríska kommúnista, og samtök- in „Fair Play for Cuba“. „Rabotnichesko Delo“, mál- gagn búlgarska kommúnista- flokksins, segir: „Þau gögn, sem lögreglan segist hafa und- ir höndum, og telur óyggjandi sönnun þess, að Oswald hafi verið sekur — atriði, sem er langt frá því að vera óumdeil- anlegt — voru ekki birt, fyrr en Oswald gat ekki lengur varið sig.“ Blaðið, stærst þeirra, sem gefin eru út í Búlgaríu, krefst þess, að sann- leikurinn verði leiddur í ljós. Það spyr: „Eru morðin í Tex- as afleiðingar undirbúnings illra afla.“ Sakir þess, að morðingi Os- walds, Jack Ruby, er Gyðing- ur, hafa blöð Araba í Sýrlandi og Líbanon lýst því yfir, að Zíonistar standi að baki morð- inu á Kennedy. „AL SIASSA“, gefið út í Beirut, segir, að alþjóðasam- tök Zíonista eigi alla sök á morðinu á Kennedy, enda hafi samtökin verið andvíg Kenn- edy, „er hann lagðist gegn því, að hætt yrði aðstoð við Egypta land, og þegar Bandaríkin stóðu að baki frumvarpi því, sem fram.kom hjá Sameinuðu þjóðunum, og kvað á um bæt- ur til þeirra, sem orðið hefðu að flýja frá Palestínu". Þekktur sovézkur glæpa- sérfræðingur i Sovétríkjunum Dr. I. Kirpets, ritar í „Izvest- ia“ í dag um morð Kennedys forseta, og segir hann allt benda til, að Dallas-lögregl- an hafi ekki áhuga fyrir að finna raunverulegan morð- ingja forsetans. Gagnrýni Kirpets er I mörgum atriðum: • Ekki hafi verið farið að öllum öryggisreglum, sem komið hefðu getað í veg fyrir morðið. • því hafi morðinginn átt opna undankomuleið frá byggingunni, þar sem hann beig komu forsetans. • lögreglan hafi ekki rann- sakað aðra möguleika, eftir handtöku Oswalds. • lögreglan hafi leitt Os- wald fyrir fréttamenn, með- an sannanir fyrir sekt hans voru ekki nægjanlegar, og meðan hann neitaði algerlega sekt sinni. Þótt Oswald hafi raun- verulega verið sekur, segir Kirpets, þá telur hann þess- um spurningum ósvarað: G Hvers vegna var lögregl- unni svo í mun að telja Os- wald kommúnista, þótt komm únistaflokkurinn bandaríski hafi neitað því, að Oswald væri meðlimur í honum. • hvers vegna lögreglan vill ekki viðurkenna, að slíkt morð gat Oswald efcki undir- búið einn. Fréttastofan TASS segir f fréttatilkynningu í kvöld. að slíkt morð gat Oswald ekld undirbúið einn. # Því var Oswald svo illa gætt? Fréttastofan TASS segir í fréttatilkynningu í kvöld, að Rubinstein (Ruby) hafi verið borgað fyrir að myrða Os- wald. Segir enn fremur, að einungis þeim, sem óttuðust heilbrigða stefnu Kennedys — þ. á. m. afstöðuna til Sov- étríkjanna, sem leitt hefði getað til varanlegs friðar — — bafi hagnazt á afbrotinu. Telur TASS fráleitt, að Ruby hafi látið stjórnast af skaphita, hann hafi ætlað að slétta öll spor. Á öðrum stað í „Izvestia" er því lýst, hvernig endur- varpshnöttur Bandaríkjanna hafi gert Sovétborgurum kleift að sjá það til fram- ferðis bandaríska borgara, sem fæstir myndu trúa að átt gæti sér stað, nema á mið- öldum á Spáni. „Hafi Jcthn Kennedy verið tákn dugnaðar og heilbrigðrar skynsemi í augum bandarísku þjóðarinnar, þá eru aftur- haldsseggir í Dallas einkenni villimennsku og glæpastarf- semi í bandarískum stjórn- málum, spillingar í blaða- heiminum og mútuþægni lögreglunnar.“ — Ný skáldsaga Framíhald af bls. 32 ábyrgðarlausu eftirstríðskynslóð- ar, sem er vel á sig komin um margt, en skemmdur af miklu sjálfstæði og eftirlæti og á upp- lausnaranda þeim, sem af styrj- öldinni leiðir. Hið rótgróna menningarheim- iii, „Húsið“, verður hér vett- vangur hinna stríðandi þjóðfé- lagsafla. Þar eigast við andstæð urnar, varðveizla og sóun, ábyrgð artilfinning og léttúð, virðuleiki og stráksskapur." Húsiff er 23. ritverk höfundar- ins, sem er löngu þjóðkunnur höf undur. Hefur hann skrifað, auk skáldsagna, ljóð, viðtöl, smásög- ur og ferðasögur. Bræffurnir í Grashaga hlaut á sínum tíma ágætar viðtökur. Sag an gerist í sunnlenzkri sveita- byggð á fyrsta fjórðungi þess- arar aldar. Árni Hallgrímsson, ritstjóri, Iðunnar sagði á sínum tíma um bókina, að hún væri nærri furðulegt fyrirbæri í bók- menntaheimi okkar. Guðmund- ur Daníelsson er gæddur alveg óvenjulegri frásagnar og stíl- gáfu, sagði Árni Hallgrímsson. Bræffurnir í Grashaga er 172 bls. að stærð og er sögunni skipt í 27 kafla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.