Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 21
 Miðvikudagur 27. nóv. 1963 MORGU N BLAÐIÐ 21 segir Jóhannes Bjarnason, verkfræðingur, sem nýlega kynnti sér erlendis iiýjungar á sviði áburðarframleiðslu og sements- iðnaðar og aðrar skyldar stóriðjugreinar á vegum N A T O JÓHANNES Bjarnason, verk- fræðingur, er nýkominn heim eft- ir að hafa kynnt sér erlendis nýj- ungar í áburðarframleiðslu og sementsverksmiðjuiðnaði og ckyldan stóriðjurekstur. Voru at- huganir hans m.a. styrktar af Vísindasjóði Atlantshafsbanda- lagsins. Jóhannes er, eins og kunnugt er, verkfræðilegur ráðu- nautur Áburðarverksmiðjunnar cg Sementsverksmiðjunnar, en hjá báðum þessum stóriðjuverum eru nú í undirbúningi viðbætur cg útfærsla rekstursins. Áburðarverksmiðjan, sem er orðin mikið of lítil til þess að fullnægja þörfum íslenzks land- búnaðar, er nú að undirbúa etækkun verksmiðjunnar og Sementsverksmiðjan er með í at- hugun að hefja flutninga á ó- pökkuðu sementi til Reykjavíkur og ef til vill víðar, eins og áður hefur komið fram í fréttum. Jóhannes samdi á sínum tíma á vegum ríkisstjórnarinnar áætl- anir þær um Áburðarverksmiðj- una, er fjárhagsaðstoð Marshall- stofnunarinnar var byggð á, en sú aðstoð gerði það kleift að hefja byggingu verksmiðjunnar. Einnig átti Jóhannes sæti í verkfræðinganefnd þeirri, er und irbjó tæknilegan grundvöll fyrir Sementsverksmiðjuna á Akra- nesi, og hefur verið vélaráðunaut ur verksmiðjunnar síðan starf- semi hennar hófst. Blaðið hafði tal af Jóhannesi og bað hann að segja eitthvað frá athugunum sínum. í hverju voru þessar athuganir einkum fólgnar? Á Sementsverksmiðju sviðinu kynnti ég mér almennar nýjung- ar á þeim vettvangi, en gerði mér þó sérstaklega far um að kynna mér nýjustu tækni í flutningi á ópokkuðu sementi. Það ryður sér nú mjög til rúms erlendis að flytja sementið ópakkað frá verk smiðjunum og beint til notenda. Er þetta venjulega gert þannig, að sement úr sementsgeymum verksmiðjanna er ýmist flutt á þar til gerðum tankbílum beint til notenda, eða þá að þar sem svo hagar til, er sementið flutt á sementsstankskipum til viðkom- andi hafna. Það síðan losað þar í sementsgeyma. Úr þeim geymum er það svo ýmist flutt á tankbíl- um til notenda, eða hluti af því er sekkjað, allt eftir því hvernig aðstaða notenda er til að taka á móti því. Sementinu er ýmist dælt með þrýstilofti út í skipin eða það er flutt með færiböndum, og skipin eru losuð ýmist með þrýstilofti, færiböndum eða skrúfuflytjur- um. Sementstankbílarnir losa síð- an sementið ýmist í fasta sements geyma, eins og tíðkast víðast við steypustöðvar, eða þá færanlega minni geyma, eins og margir byggingarmenn setja upp, þar sem verið er að reisa stórbygg- ingar, eða við vegasteypufram- kvæmdir. Þessi aðferð hefur í för með sér ýmsa augljósa kosti. Sparast við það bæði pappírspokar, vinna við sekkjun, útskipun og stöflun, uppskipun og yfirleitt alla með- höndlim sementsins. Notandinn sparar sér menn við að.opna og losa sementspokana, auk þess sem alltaf er töluverð- ur óþrifnaður af tómum pokum á vinnustað. Á móti þessu kemur svo að cjálfsögðu töluverð fjárfesting í 6tofnkostnaði. En það er aðeins reikningsdæmi að finna út, hve mikið magn þarf að flytja á þenn an hátt til þess að aðferð þessi borgi sig í heild fyrir framleið- endur og notendur. Hugmyndin um að flytja og selja umbúðalaust sement frá sementsverksmiðju hér á landi er enganvegin ný. f áætlun þeirri, er við sömdum, er sæti áttum í Sementsverksmiðjunefndinni 1949, er fyrst var gerð áætlun um Sementssverksmiðjuna á Akra- nesi, gerðum við þegar ráð fyrir þeim möguleika að flutt yrði og selt beint til neytenda ópakkað sement, umbúðalaust. Hugmynd- in um þessa framkvæmd er því orðin meira en 14 ára gömul. Síð- an hefur sú aðferð tekið fram- förum og rutt sér mjög til rúms, eins og fyrr var sagt, bæði vestan hafs og austan, og því mjög eðli- legt, að nú sé þessi hugmynd tek- in hér til nánari athugunar. Tæknilega séð tel ég þessa að- ferð mjög fýsilega. Ef hún yrði tekin upp hér á landi, tel ég ekki ósennilegt að til greina komi, með tímanum, að laust sement verði ekki aðeins flutt ópakkað til Reykjavíkur, heldur einnig til annarra helztu neyzlusvæða úti á landi. Þess er skylt að geta hér, að athuganir mínar varðandi nýj- ungar á sviði sementsiðnaðarins voru kostaðar af Vísindasjóði Atlantshafsbandalagsins, sem greiddi þar götu mína á ýmsan hátt. í sömu ferð gerði ég einnig töluverðar athuganir varðandi nýjungar á sviði áburðarverk- smiðja. Þær athuganir voru kost- aðar bæði af Vísindasjóði Atlants hafsbandalagsins og Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi. Eins og komið hefur fram áður eru nú í undirbúningi athuganir á verulegri stækkun Áburðarverk- smiðjunnar, enda hún orðin mik- ið of lítil til þess að fullnægja þörfum landsmanna. Enda fer nú að nálgast það, að verksmiðjan hafi starfað í áratug. í áætlunum þeim, er ég samdi fyrir Marshallstofnunina á árun- um 1948—1949 var reiknað með, að þessi stærð, sem byggð var, ætti að nægja þörfum landsins í 8—10 ár, miðað við þær ræktun- aráætlanir, sem þá lágu fyrir hér heima, og þótti ráðamönnum hjá Marshallstofnuninni sú áætlun full stórhuga. Flestum er kunn- ugt um hversu stórfelld ræktun- araukningin hefur orðið síðast- liðin 10 ár, og miklu víðtækari en menn létu sér detta í hug fyrir 15 árum. Auk þess nota bændur yfirleitt meiri áburð nú á hið ræktaða land en þá var gert, m.a. til þess að þurfa ekki að heyja á útengi. Það er því engin furða, þótt nú sé svo komið, að nauðsynlegt sé að stækka verksmiðjuna. Á síðari árum hafa að sjálf- sögðu orðið miklar framfarir og nýjungar komið fram á þessum sviðum. Mjög er þýðingarmikið að hafa hliðsjón af öllum slíkum nýjungum í sambandi við stækk- unaráform Áburðarverksmiðj- unnar. Á þessu ári varð verksmiðjan að flytja inn um þriðjung alls köfnunarefnisáburðar, sem notað ur var í landinu. Slíkt má kallast ófremdarástand, og nauðsynlegt að vinda að því bráðan bug að stækka verksmiðjuna allveru- lega. Athuganir mínar á þessu máli beindust að nýjungum almennt á sviði áburðarverksmiðja, en þó hafði ég augun sérstaklega opin á þeim sviðum, sem einkum snert ir íslenzkar aðstæður. Ég get ekki hér farið út í einstök atriði, en aðeins minnzt á það, sem ég tel mestu máli skipta. Það er áberandi, að áburðar- iðnaðurinn hefur tekið mjög í sína þjónustu svokallaða sjálf- virkni á flestum sviðum. Er hér um að ræða sjálfvirk tæki, sem geta sparað vinnuafl, og hefur það að sjálfsögðu ekki litla þýð- ingu fyrir okkur til þess að spara framleiðslukostnaðinn. , Sjálfvirkni ryður sér nú mjög til rúms í flestum iðngreinum, þó alveg sérstaklega á sviði stóriðj- unnar, svo að í ýmsum iðngrein- um má tala um hreina byltingu á því sviði. Iðulega stjórna að- eins einn eða tveir menn heilum, stórum verksmiðjudeildum, þann ig að vélar vinna þar öll verk undir þeirra eftirliti. Áburðariðn- aður, eins og flestar efnaiðnaðar- greinar hafa lengi notað allmik- ið af sjálfvirkum tækjum í sinni þjónustu, en einnig hér hefur sú þróun aukizt verulega, og vert að taka tillit til þess við væntan- lega stækkun Áburðarverksmiðj- unnar. Annað, sem hefur alveg undir- stöðuþýðingu varðandi stækkun- aráform Áburðarverksmiðjunn- Jóhannes Bjarnason ar, er það, hvort byggja skuli í framtíðinni áfram vinnsluna á notkun raforku, eins og nú er gjört, eða hvort fara eigi út í það að byggja hana að mestu á inn- fluttri olíu, eins og raddir hafa heyrzt um, upp á síðkastið. Þessa hlið málsins gerði ég mér alveg sérstakt far um að kynna mér. Norðmenn, sem eru, eins og kunnugt er, brautryðjendur á sviði köfnunarefnisáburðariðnað- arins, byggðu upp sinn geysistóra áburðariðnað á raforku, sem framleidd er með þeirra mikla fossa-afli. Og það var einmitt það, sem fyrst beindi augum ým- issa hugsjónamanna okkar á fyrsta og öðrum áratug þessarar aldar að þeim möguleikum okk- ar íslendinga til þess að koma hér upp köfnunarefnisáburðariðn aði. Allar athuganir og áætlanir, sem hér voru gerðar, byggðust á því að nota raforku til þessara hluta. Það er líka ákaflega eðli- legt, því að fossa-afl okkar hefur löngum verið talið meðal helztu náttúruauðæfa okkar, og ekki um ýkjamargar orkufrekar iðn- greinar að ræða, sem liggja eðli- legar við fyrir okkur til að byrja á, ef koma á upp stóriðju, byggða á raforku, og breyta þannig fossa orku okkar í útflutningsverð- mæti. Til þess þurfti ekki að flytja inn nein erlend hráefni til framleiðslunnar. Seinna komu svo fleiri orku- frekar iðngreinar til mála, og hef ur þar aluminiumframleiðslu bor ið hæst. Þar er um iðnað að ræða, sem byggja myndi á íslenzkri orku og innfluttum hráefnum. Hér á landi er vissulega pláss fyrir báðar þessar stóriðjugrein- ar, og að sjálfsögðu eigúm við næga óbundna fossaorku til þeirra hluta. Þessar iðjugreinar þarf að athuga báðar samtímis. Á seinni árum hefur það nokk- uð rutt sér til rúms erlendis að nota olíu til áburðarframleiðsl- unnar, einkum meðal þjóða, sem ekki hafa yfir ódýrri vatnsorku að ráða, en eiga greiðari aðgang að olíu. Einnig er köfnunarefnis- áburðurinn unnin úr kolum og jarðgasi, þar sem það er fyrir hendi. Á síðari árum hefur iðnþróun, t.d. í Noregi orðið svo ör, að mörg raforkufrek stóriðjuver hafa risið þar upp og keppt við áburðar- iðnaðinn um raforku og hafa í sumum tilfellum getað boðið fyr- ir hana hærra verð en áburðar- iðnaðurinn. Hafa því Norðmenn í seinni tíð jafnframt hafið áburð- arframleiðslu,' sem byggð er á olíunotkun, en það er þó fyrst og fremst á þeim stöðum, þar sem samkeppnin um raforkuna er mikil. Nú, eftir seinni heimsstyrjöld- ina, hafa Norðmenn byggt heilan áburðarverksmiðjubæ í Norður- Noregi, norður við heimskauts- baug, og byggist sú framleiðsla eingöngu á raforkunni, sem þar er framleidd með vatnsafli. Þetta sýnir það m.a., að jafnvel hjá Norðmönnum á áburðarfram- leiðsla, byggð á raforku, ennþá fullan rétt á sér. Þá má einnig geta þess, að at- huganir á því, hvort til greina komi að flytja inn hálfunninn köfnunarefnisáburð í formi fljót- andi ammóníaks til þess að bæta upp þann rafmagnsskort, sem Áburðarverksmiðjan á nú við að stríða, sýna það að hægt er að kaupa ódýrara ammóníak fram- leitt með raforku í Noregi, held- ur en ammóníak, sem framleitt er á meginlandi Vestur-Evrópu úr olíu, kolum eða gasi. Gefur þetta einnig bendingar um, að það sé engan veginn víst, eða jafnvel líklegt að við íslend- ingar eigum að hætta við raf- magnsleiðina og snúa okkur að olíunni. En allt þarf þetta að sjálfsögðu að athugast gaumgæfi- lega. Við eigum geysimikla ónotaða vatnsorku, sem er meðal helztu náttúruaufæfa okkar, og er mjög þýðingarmikið, að við reynum að notfæra okkur hana til þess að byggja upp okkar stóriðju- rekstur, frekar en að vera háðir innflutningi á erlendri olíu, sem myndi kosta okkur að sjálfsögðu mikinn og dýrmætan erlendan gjaldeyri. Og í því sambandi mætti spyrja: Hvað verður um okkar marg- umtöluðu sérstöðu til stóriðju- reksturs, ef raforka okkar frá stórvirkjunum getur ekki keppt við innflutta olíu á svipaðan hátt og gert er t.d. í Norður-Noregi? Útlit er fyrir það, að næstu vatnsvirkjanir okkar verði það stórar, að nauðsynlegt sé að tryggja hér einhvern raforku- frekan stóriðnað til þess að standa undir virkjunarkostnaðin- um, ásamt smærri notendum. Hefur oft verið minnzt á aluminiumiðjuver í því sam- bandi og hefur að undanförnu verið rætt um það á opinberum vettvangi, að stór, erlendur auð- hringur hafi áhuga á að fá að- stöðu hér fyrir framleiðslu sína. Vonandi er, að um það semjist, þannig að báðir aðilar njóti góðs af. Vissulega er þörf á að auka fjölbreytni atvinnulífs okkar ís- lendinga. En er ekki ástæða til þess að athuga samtímis mögu- leika stórrar áburðarverksmiðju til þess að standa undir hluta af stórvirkjunarkostnaði? Væri þá ef til vill hægt að virkja í einu það stórt að nægja myndi alu- miniumveri og stækkun Áburðar verksmiðjunnar, jafnframt því sem fengist raforka til almenn- ingsþarfa fyrir næstu framtíð. En ef hinsvegar færi þannig, að ekki yrði úr framkvæmdum á aluminiumsviðinu að sinni, mætti snúa sér að enn stærri köfn unarefnisverksmiðju með útflutn ing fyrir augum. Köfnunarefnissamböndin eru nú jafnframt mjög notuð til plast iðnaðar erlendis og er mikill markaður fyrir slík hráefni er- lendis. Markaðurinn fyrir köfn- unarefnisáburð er sívaxandi með fólksfjölguninni í heiminum, sem stöðugt krefst meiri matvæla- framleiðslu. En aukin matvæla- framleiðsla fæst nú orðið aðal- lega með betri ræktun og meiri áburði. Ég hef áður sýnt fram á bæði í útvarpi og tímaritum, hversu geysilega arðbært gæti orðið fyr- ir okkur íslendinga að hefja stór- iðju á sviði köfnunarefnisáburð- ar og plastefnaframleiðslu, og ætla enn að víkja að því hér fá- einum orðum að lokum. Áburðariðnaður Norðmanna er geysistór þáttur í útflutnings- verzlun þeirra. Hjá þeim er inn- anlandsnotkunin ekki nema lítið brot af framleiðslu þeirra og út- flutningurinn svo arðvænlegur, að norska stjórnin lætur verlc- smiðjurnar selja norskum bænd- um áburðinn, sem þeir nota, fyrir neðan framleiðsluverð, og segir verksmiðjunum að vinna það upp á útflutningnum. Áburðarframleiðsla gæti auð- veldlega átt tiltölulega miklu stærri þátt í atvinnulífi og út- flutningi okkar íslendinga. Til þess að athuga þetta nánar skul- um við taka dæmi. Við skulum leggja Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi til grundvallar þessum athugunum, því þar höfum við öruggar upplýsingar varðandi rekstur og kostnað. Síðan skal athugað, hvað 20 sinnum stærri verksmiðja myndi þýða fyrir okkur gjaldeyrislega séð. Við höfum nú þegar í landinu sjálfu nægilega tæknifróða og reynda menn á þessu sviði til þess að annast sjálfir að mestu leyti uppbyggingu slíkrar verk- smiðju og að öllu leyti rekstur hennar. Við höfum fengið nægi- lega þjálfun fyrir íslenzka starfs- menn í áburðarverksmiðju okk- ar til þess að geta án hjálpar nokkurra útlendra manna þjálfað nægilegan hóp innlendra manna til þess að reka tíu, tuttugu eða jafnvel hundrað sinnum stærri verksmiðju. Tuttugu sinnum stærri verksmiðja en Gufunes- verksmiðjan gæti framleitt 150,- 000 tonn af köfnunarefni á ári og eru slíkar verksmiðjur npkkuð algengar erlendis, svo hér er ekki um neinar fjarstæðukennd- ar áætlanir að ræða. Slík verk- smiðja myndi framleiða fyrir allt að 600 milljón krónur á ári, mið- að við það verð, sem Gufunes- verksmiðjan hefur fengið fyrir framleiðslu sína, sem seld hefur verið á erlendum markaði, og allmiklu meira, ef framleitt væri plasthráefni. Lauslegir útreikn- ingar sýna, að hreinn hagnaður af þessari framleiðslu myndi nema geysiháúm upphæðum, þeg ar miðað er við hlutfallslegan reksturskostnað, sem reynsla okk ar í Gufunesi sýnir. Það er eitt, sem ég vil sérstak- lega benda á, og það er, að til ?ess að mynda þessi gífurlegu verðmæti, og þennan stórkost- Framh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.