Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. nóv. 1963 ✓ JNtttgÉulditfrtikr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vi"’’r Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að\!stræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. LISTAMAT KOMMÚNISTA Að vísu eru það engin ný sannindi, að kommúnist- ar leggi pólitískt mat á alla listastarfsemi. Þeir hafa marg lýst því yfir, að bókmennt- irnar og listirnar eigi að þjóna kommúnismanum. En samt hafa hér á landi verið til þeir menn, sem hafa trú- að því, að íslenzkir kommún- istar væru eitthvað frábrugðn ir skoðanabræðrum sínum er- lendis að þessu leyti og væru einlægir listaunnendur. íslenzkum kommúnistum tókst að safna í kringum sig hóp manna, sem ekki voru kommúnistar, en þjónuðu þeim þó með stuðningi við út- gáfufélag kommúnista og með því að taka undir skipu- lagðan róg um þá listamenn, sem ekki gengu kommúnism- anum á hönd. Þetta hefur sem betur fer breytzt að undan- förnu. Menn hafa séð betur en áður hver var tilgangur kommúnista með bókmennta- og listastarfsemL ★ Og nú er svo komið, að menn þurfa ekki um þetta að deila, vegna þess að komm- únistar hafa sjálfir lýst því yfir, að listamaður, jafnvel Nóbelshöfundur, sé einskis virði, ef hann ekki túlkar kommúnískar skoðanir eða a.m.k. hlífir sér við að and- mæla þeim. Þannig segir til dæmis Gunnar Ben. í ritdómi um Skáldatíma Halldórs iKlj- ans Laxness: „Halldór hefur mikið reynt á þolgæði alþýðu manna með ýmis konar tilgerð og tildri, sem fjarri er hennar tjáning- armáta. Hún kvartar ekki meðan henni þykir vænt um mann, annars gæti út af því borið.“ Og síðan hellir hann úr skálum reiði sinnar yfir Nóbelsskáldið. Hann telur það ekki einungis réttmætt, heldur sjálfsagða skyldu, þar sem alþýðunni þyki ekki lengur vænt um Laxness. „Al- þýðan“ þýðir sem kunnugt er á máli kommúnista þeir, sem aðhyllast kommúnisma, og þar sem Halldór Kiljan Lax- ness hefur bent á glæpastarf- semi kommúnista getur þeirri alþýðu, sem Gunnar Ben. tal- ar um, ekki þótt vænt um hann. Þess vegna er hann óal- andi og óferjandi — og ekkert skáld lengur. Frekar þurfa menn ekki vitnanna við. Héðan í frá þýð- ir ekki fyrir kommúnista að ætla sér nýja menningarsókn Lá íslandi. Þeir standa ber- skjaldaðir og áhrifum þeirra í íslenzkum menningarmálum er lokið. HÆKKUN TRYGGINGABÖTA ¥>íkisstjórnin hefur fyrir **• skömmu lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um hækkun á bótum almanna- trygginganna. Er gert ráð fyr- ir að þær hækki frá og með 1. júlí sl. og nemur hækkunin 15%. Er með þessari hækkun verið að hækka framlög til bótaþega í samræmi við kaup hækkanir sem launþegar hafa fengið. Ákvæði um persónufrá- drátt munu nú vera í endur- skoðun hjá ríkisstjórninni og er almennt gert ráð fyrir, að persónufrádrátturinn verði hækkaður allverulega. Engin ríkisstjórn hefur sýnt eins mikinn áhuga á efl- ingu almannatrygginganna og Viðreisnarstjórnin. Hún hef- ur beitt sér fyrir fjölmörgum breytingum, sem til heilla horfa fyrir aldrað fólk og sjúklinga, barnmargar fjöl- skyldur, öryrkja og þá sem orðið hafa fyrir slysum og á- föllum í lífinu. Allar tegundir bóta almannatrygginganna hafa verið stórhækkaðar, og miklu meira en sem nemur aukningu dýrtíðarinnar. Er því óhætt að fullyrða, að eng- in ríkisstjórn hafi gætt hags- muna almennings eins vel að þessu leyti og Viðreisnar- stjórnin. "Ar Sjálfstæðismenn telja full- komnar tryggingar og félags- legt öryggi mikilsvert í nú- tíma þjóðfélagi. En þeir benda þjóð sinni jafnan á, að frumskilyrði þess, að félags- legt öryggi verði skapað og því viðhaldið sé heilbrigður rekstur atvinnutækjanna, tryggur fjárhagslegur grund- völlur hins íslenzka þjóðfé- lags. Því miður hafa íslend- ingar ekki alltaf gætt þess sem skyldi að tryggja þennan hyrningarstein hins félags- lega öryggis. Þess vegna hef- ur verðbólga og dýrtíð magn- azt og margvíslegt jafnvægis- leysi skapazt. Höfuðviðfangs- efni þings og stjórnar nú er að hindra að nýtt verðbólgu- flóð steypist yfir þjóðina og gera ráðstafanir til þess að viðhalda efnahagslegu jafn- vægi og treysta grundvöll ís- lenzkrar krónu: Með því verð- ur félagslegt öryggi framtíð- arinnar einnig tryggt. Svæðið gegnt Christ Church-dómkirkjunni, þar sem fornleiíarnar fundust. Uppgröftur fornminja frá víkingaöld í Dyflinni ' Að undanförnu hafa forn- leifafræðingar unnið að upp- grefti fornleifa frá víkinga- öld í Dyflinni. Uppgreftinum er nú lokið og fundust á þrið- ja þúsund nv.nja. Er fornleifa fundur þessi talinn mjög merk ur. Uppgröfturinn fór fram á svæði í gamla horgarhlutan- umi Dyflinni, gengt Christ Church-dómkirkjunni, en þar telja fornleifafræðingar, að víkingar hafi haft hústað á tímabilinu frá 900—1400. Fornleifafræðingar segja, að minjarnar, sem fundust í Dyfl inni séu fyllilega sambærileg- ar við minjar, er fundizt hafa í fornum bústöðum. víkinga og haugum í Svíþjóð, Norður- Þýzkalandi og Hollandi. Meðal þeirra muna, sem fundust í Dyflinni voru mót til þess að steypa í silfur- t stengur, brjóstnál og náJaask- | ja úr bronzi og taflmenn úr | borðtafli. , Hinir írsku fornleifafundir ! eru sagðir sérstaklega merki- , legir vegna þess, að þar fund- ( ust leifar af fornum híbýlum og gefa minjarnar því innsýn í í lifnaðarhætti og efnahag al- 7i mennings á víkingaöld. 7 NYJA EYJAN ¥|in nýja eldey fyrir suð- vestan Vestmannaeyjar er nú orðin um 100 metra há og tæpur km á lengd. Til sam- anburðar má geta þess, að Helgafell á Heimaey er 226 m hátt og Heimaklettur 283 m hár. Drangey er hinsvegar 140 m há. Myndun þessarar nýju eyj- ar er náttúruundur, sem verð- ur öllum þeim, sem með því hafa fylgzt ógleymanlegt. Ýmsar tillögur hafa verið uppi, bæði í gamni og alvöru, um nafn á þessari nýju eyju. Æskilegast væri að örnefna- nefnd gæfi henni sem fyrst nafn. Þetta litla eldland verð- skuldar vissulega sjálfstætt heiti og sinn sess í sögu ís- lands og jarðar vorrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.