Morgunblaðið - 27.11.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 27.11.1963, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MiSvHtudagur 27. nóv. 1963 rau Börnum Kennedys var tilkynnt lát hans á föstudagskvöld PIERRE Salinger, blaða- fulltrúi Kennedys Banda- ríkjaforseta, hefur skýrt fréttamönnum frá því, að börnum forsetans, Caroline og John, hafi verið til- kynnt lát föður síns að kvöldi föstudags, dagsins, sem hann lézt. Ekki lét Salinger þess getið hver hefði borið börnunum þessa sorgarfregn. Móðir þeirra Jacqueline Kennedy kom ekki til Hvíta hússins fyrr en á laugardag, en um nóttina vakti hún við kistu manns síns. Börn forsetans voru við- stödd minningarguðsþjón- ustu í Hvíta húsinu á sunnudagsmorgun og minn ingarathöfn í þinghúsinu í Washington sama dag. — Einnig voru þau viðstödd jarðarför föður síns á mánudag og fylgdu kistu hans til Arlington kirkju- garðsins. John litli, sem varð þriggja ára, daginn, scam faðir hans var jarðaður. virtist ekki skilja fyllilega hinn sorglega atburð. Caroline systir hans, sem verður sex ára á morgun, hefur gengið hljóð og sorg- mædd við hlið móður sinnar og sýnt mikla stilling'u. Að kvöldi dagsins, sem for- setinn var myrtur, fór barn- fóstra Caroline og Johns með iþau til móðurömmu þeirra, frú Auuhinclosis, sem býr í útborg Washington, og þar snæddu þau kvöldverð. Síðan fór barnfóstran, Maud Shaw, sem verið hefur í þjónustu Kennedy hjónanna frá því Caroline var 11 daga gömul, með börnin aftur til Hvíta hússins. Á sunnudagsmorguninn voru bömin viðstödd messu í Austunherbergi Hvíta húss- ins ásamt móður sinni. í því herbergi stóð kista föður þeinra þar til hún var flutt í þinghúsið í Washinigton um hádegi á sunnudag. Náinn vinur Kennedyfjölskyldunar, John J. Cavanagh, söng mess- una og viðstaddir vor 75 ætt- þeirra tvö, John og Caroline, horfa á eftir kistu forsetans, er hún var flutt frá Hvíta húsinu til þinghússins í Washington. John yngri teygir höndina á eftir kistimni. Hann sleppti hðnd móður sinn ar og ætlaði að athuga stöp- ulinn nánar, en þá var litli drengurinn afhentur bam- fóstru sinni, sme bar hann fram í fordyrið. Caroline stóð róleg við hlið móður sinoar meðan athöfnin í þinghúsinu fór fram. Að henni lokinni gengu mæðgurnar að kistunni og krupu við hhð hennar. Frú Kennedy lyfti faldi fánans, sem huldi kistuna og snerti hana með vörunum. Börnin voru viðstödd útför föður síns í St. Mattheus dómkirkjunni á mánudaginn. Var þeim ekið til kirkjunnar Og á tröppum hennar slógust þau í för með móður sinni. Þau fylgdu kistu föður síns til Arhngton kirkjugarðsins og voru viðstödd, er móðir þeirra tendraði ljósið, sem loga mun á gröfinni. Jacqueline og Caroline Kennedy krjupa við kistu hins látna Bandaríkjaforseta í Washington í þinghúsinu ingjar og vinir forsetans. Talið er að þetta só fyrsta rómversk-kaþólslca messan. sem fram fer í Hvíta húsinu. Að messunni lokinni var kista forsetans flutt til þing- hússins í Washington. Jacque- hne Kennedy leiddi börn sín niður tröppur Hvíta hússins á eftir kistunni. Á leiðinni tog- aði John htli nokkrum sinn- um í ermi móður sinnar og hún beygði sig niður til þess að svara spurningum hans. Er ekið var til þinighússins sat litli drengurinn á hnjám föð- urbróður síns, Roberts Kenne dy, dómsmiálaráðherra. Er til þinighússins kom tólc Jacqueline Kennedy börnin við hönd sér og leiddi þau inn eftir dregli, sem lá að kistu föður þeirra. Bronzstöp- uill, sem hélt uppi snúru, er strengd var meðfram dregliin- um, vakti atliygli Johns htla. Samgöngumál Vestm.eyinga A FUNDI Neðri deildar í gær | urðu nokkrar umræður um samöngumá.1 Vestmanneyj- inga og frumvarp Ágústar I>or- valdssonar o. fl. um. smíði nýs strandferðaskips fyrir siglinga- leiðina Vestmannaeyjar—Þor- lákshöfn. Til máls tóku við um- ræðuna Guðlaugur Gíslason (S), Ágúst Þorvaldsson (F), Lúð- vík Jósepsson (K) og Eysteinn Jónsson (F). Var frumvarpinu síðan vísað til 2. umræðu og samgöngumálanefndar. Ágúst Þorvaldsson (F) gerði grein fyrir frumvarpinu sem hann flytur ásamt Birni Fr. Björnssyni (F). Er lagt til í fruimvarpinu að rikissjóði verði veitt heimild til að láta smíða 500-1000 lesta strandferðaskip er verði í förum á milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar. Guðlaugur Gíslason (S) sagði að hér væri hreyft miklu á- hugamáli Vestmanneyinga, en tovaðst þó álíta að málið þyrfti meiri athugunar við, heldur en | komið hefði fram í frumvarp- inu eða greinargerð þess. Rakti G. G. siðan ástandið í sam- gönguirijium Vestmianneyinga á undanförnum árum og hvað áunnizt .hefði í þeim málum. Fram að síðarf heimstyrjöld- inni höfðu flest þau skipafélög er sigldu milli Reykjavíkur og útlanda, haft fasta vikulega viðkomu í Vestm'annaeyjum. En eftir að styrjöldinni lauk hefðu þessar föstu viðkomur fallið niður. Mikil bót hefði þó verið ráðin í þessum efnum þegar flugvöllurinn í Vestmannaeyj- um hefðj verið tökin í notkun árið 1945 og ennfremur þegar strandferðaskipið Herjólfur hefði verið tekið í notkun árið 1959. Guðiaugur Gíslason sagði að nokkru áður en Herjólfur hefði verið byggður, hefði kom- ið upp hreyfing meðal Vest- manneyinga, að eyjarskeggjar létu sjálfir smíða skip og hefðu verið gerðar nokkrar athuganir í því skyni. Úr því hefði þó ekki orðið þar eð niálið hefði verið tekið til meðferðar á Alþingi og fengið þá af- greiðslu að ákveðið var að byggja Herjólf. Hefðu kunn- ugir menn þá talið, að með þessu skipi væri fengin nokkur frambúðarlausn á samgöngu- málum Vestmanneyinga. Reynsl an hefði þó sýnt að svo væri ekki. Með tilkomu Herjólfs hefði farþegaflutningurinn auk- izt stórlega og nú væri ljóst að skipið fullnægði ekki flutninga- þörfinni. Af þessari ástæðu kvaðst Guðláugur hafa farið fram á það við samgöngumála- ráðuneytið og sltipaútgerð ríkis- ins að Herjólfur yrði látin hætta hinum föstu Hornafjarðarferð- um og yrði eingöngu hafður í fastri áætlun mi'lli Vestmanna- eyja og Reykjavíkur. Ennfrem- ur að um leið yrði athugað fyrir áramótin hvort ekki yrði hægt að koma áætlun annarra skipa skipaút.gerðarinnar þannig fyrir að þau hefðu viðkomu á Horna- firði í stað Herjólfs. Að lokum sagði Guðlaugur að það væri mikil nauðsyn að fólki sem byggi við aðstæður eins og Vestmanneyingar yrði séð fyrir öruggum og daglegum sam- göngum, en frumvarp það sem nú væri til umræðu þyrfti að sínu áliti nánari athugun t. d. þyrfti að athuga það, að nýtt skip yrði ekki einungis miðað við siglingaleiðina milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar heldur þynfti einnig að miða við lengri leiðir t. d. til Reykjavik- ur. Einnig þyrfti að athuga þann áhuga sem áður hefði komið fram hjá Vestmanney- ingum um að eignast sjáifir strandferðarskip. Þing- fréttir FRUMVARP um bráðabirgða breyting og framlenging nokkurra laga var í gær af- greitt sem lög frá Alþingi. Eru þetta fyrstu lögin sem það Alþingi er nú situr, hefur samþykkt. Á FRUMVARP um fullnustu norrænna refsidóma var til 2. umræðu í gær. Einar Ingi- mundarson hafði orð fyrir allsherjarnefnd sem leggur til að frumvarpið verði sam- þykkt með smávægilegri orðalagsbreytingu. Var frum- varpinu síðan vísað til 3. um ræðu. Á Á FUNDI Efri deildar í gær fylgdi Emil Jónsson, sjávar- útvegsmálaráðherra, úr hlaði frumvarpi um að heimilt verði að taka af hverri út- flutningsmetinni síldartunnu, matsgjald er nemi 6.00 kr. Sagði ráðherrann að kostnað- ur við síldarmatið hefði stór- hækkað á undanförnum ár- um og því væri nausynlegt að hækka matsgjaldið úr kr. 0.50 samkvæmt núgildandi lögum í 6.00 kr. Var samþykkt að vísa frum varpinu til 2. umræðu og sam göngumálanefndar,- * HJÖRTUR ELDJÁRN ÞÓR- ARINSSON (F) tók í gær sæti á Alþingi í fjarveru Ingvars Gíslasonar (F) 5. þm. Norðurlandskj. eystra. FullveldisfagnaÓur S. R. FULLVELDISFAGNAÐUR Stú dentafélags Reykjavíkur verður að Hótel Borg kl. 7 e.h. á laug- ardag. Og er fjölbreytt lagskrá. Aðgöngumiðar eru til söiu í Bókaverzlun Sigfúsar Eymund- sonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.