Morgunblaðið - 27.11.1963, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.11.1963, Qupperneq 16
MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 27. nóv. 1963 ÖLL nútíma jþjóðfélög leggja stöðugt og í æ ríkari mæli á- herzlu á stundun íþrótta og al- menna líkamsrækt, enda öllum það ljóst að aukin vélvæðing, vax andi sérhæfing á öllum sviðum og lengri kyrrsetur við störf og nám, gerir nauðsyn hollra tóm- stundaiðkana brýnni en áður fyrr, fyrir unga sem aldna. íþróttaiðkanir eiga vaxandi vinsældum að fagna í öllum aldursflokkum, en sérstaklega er það mikilvægt, að íþróttafélögin laði til sín unglinga og gefi þeim kost á að æfa og iðka íþróttir innan sinna vébanda. Þar hefur æskan fengið holl viðfangefni, sem hún þiggur fegins hendi, enda þrá ungra til leikja lítt tak- mörk sett. Á íþróttavöllunum gefst unglingunum tækifæri til hollrar keppni við sína jafnaldra í heilbrigðum leik. Æskufólki lærist þar að hlíta lögum og sett- um reglum, skráðum og óskráð- um, og þar á því að lærast að temja sér drengskap og samstarfs ‘ vilja. íþróttahreyfingin er nú fjöl- mennasta æskulýðshreyfing landsins. Innan vébanda ÍSÍ eru um 25.000 meðlimir, þar af 16.200 virkir félagar. Þessi fjöldi starfar Iþróttaleikvangurinn í Laugardalnum. Framtíð íþróttanna eítir Gísla Halldnrsson, forseta ÍSI í 230 félögum viðs vegar um land ið. Til þess að hægt sé að skipu- leggja starf allra þessara félaga, hefur þeim verið skipað í 27 hér- aðssambönd og 7 sérsambönd. En auk þess vinna svo mörg sérráð og nefndir innan héraðssamband- anna við að skipuleggja einstak- ar íþróttagreinar. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda þarf enn að leggja áherzlu á, að fjölga virkum þátttakendum á næstu árum, en forsenda fyrir slíkri fjölgun, er að hægt verði að byggja fleiri íþróttamannvirki úti um landsbyggðina og fjölga íþróttakennurum og leiðbeinend- um til muna. Áður en skipulagðar félags- heildir innan íþróttahreyfingar- innar komu til, vory ekki gerðar svo miklar kröfur til íþrótta- mannvirkja. Þátttakendur gerðu sér að góðu sléttar flatir til æf- inga, sem aðallega voru iðkaðar utanhúss. Með skipulagningu móta og æfinga jafnt utanhúss, sem innan, verða kröfurnar meiri <• um bætta aðstöðu. Þá þarf að byggja jafnt iþróttahús, sem velli til þess að hægt sé að gefa öllum kost á að iðka íþróttir, eftir gild- andi reglum fyrir hverja íþrótta- grein. Að undanförnu hefur verið unnið markvisst starf að upp- byggingu íþróttamannvirkja í landinu. Með íþróttalögunum frá 1940, viðurkenndi ríkisvaldið þörfina fyrir auknu íþróttalífi. En með þeim lögum var ákveðið að koma á fót íþróttanefnd ríkis- ins og skipaður íþróttafulltrúi sem skyldi vinna að framgangi íþróttamála. Þá var einnig í þeim lögum kveðið svo á, að stofna skyldi íþróttasjóð, er skyldi hafa það hlutverk að styrkja bygg- ingu íþróttamannvirkja og í- þróttakennslu, er fram færi á vegum einstakra félaga. Skyldi Alþingi veita árlega fé í þennan sjóð og hefur svo verið gert. Lög þessi hafa veitt íþróttahreyfing- unni mikilsverðan stuðning á undanförnum árum, bæði við upp byggingu íþróttamannvirkja og við aukna íþróttakennslu. Það var mikil viðurkenning fyrir íþróttahreyfinguna, sem fólst í þessari lagasetningu á sínum tíma. Á síðastliðnu ári hafði íþrótta- nefndin styrkt að verulegu leyti byggingu 150 íþróttamannvirkja, frá því að nefndin tók til starfa. En það er eins með íþróttamann- virki sem önnur, félagsleg þróun leiðir af sér auknar kröfur um starfsskilyrði, í þessu tilviki betri aðstöðu til iðkunar hinna ýmsu íþróttagreina. íþróttanefnd in hefur því ekki getað sinnt öll- um þeim mörgu beiðnum, sem borizt hafa um styrkveitingar til uppbyggingar fyrir íþróttastarfið. Af þessum orsökum verður á næstunni að bæta aðstöðu íþrótta sjóðs, svo að hann geti leyst það hlutverk, sem honum var ætlað í upphafi. Til þess að hægt sé að æfa og iðka skipulega íþróttir, verður sérhvert sveitarfélag að koma upp viðunandi völlum og húsum til íþróttaiðkana. En mikið skort- ir á að svo sé. Hér er því mikið verkefni að vinna í öllum byggð- arlögum. Um þetta, sem annað, þarf að gera heildaráætlun fyrir allt landið. Þar þarf að koma fram, lágmarksþörf fyrir einstök byggðarlög. Eftir að slík áætlun væri fyrir hendi, væri án efa heppilegast að framkvæma hana í nánu samstarfi við viðkomandi iþróttafélög og leitast þannig við að þau leggðu fram nokkuð af því fjármagni, sem til þarf, í formi sjálfboðavinnu. Á þann hátt yrðu félögin strax virkir þátttakendur í þessu starfi og yrði það mörgum æskumönnum kærkomið verkefni. Við samningu slíkrar áætlunar þarf að vanda vel allan undirbún ing, og mun það verk taka nokk- urn tíma. Heildaráætlunin mun þegar vera í undirbúningi, en síðar þarf að halda áfram og sundurliða hana í samvinnu við íþróttabandalögin og héraðssam- böndin, svo að á tlunin geti orð- ið leiðarvísir og traustur grund- völlur fyrir skipulagða uppbygg- ingu iþróttamannvirkja, víðsveg- ar um landið á næstu árum. íþróttafulltrúi ríkisins hefur á undanförnum árum unnið mjög þýðingarmikið starf til undirbún- ings þessa máls. Hann hefur safn að miklu af gögnum um þarfir og aðstöðu, sem fyrir hendi eru. Það væri því eðlilegt framhald, að honum yrði falið að undirbúa endanlega slíka áætlun, sem síð- an yrði tekin upp í þjóðhags- og framkvæmdaáætlun ríkisins fyr- ir næstu ár. Framkvæmdir samkvæmt slikri áætlun munu taka langan tíma. Á meðan þær standa yfir, þarf að vinna að því að koma upp nokkr- um íþróttamiðstöðum á heppileg- um stöðum. Á þeim gætu farið fram námskeið að sumar.agi fyr- ir unglinga. Slíkar miðstöðvar gætu orðið mikil lyftistöng fyrir viðkomandi héruð. Staðirnir eru nú þegar fyrir hendi, og vil ég benda á nokkra þeirra, sem eru ákjósanlegir: Varmaland í Borg- arfirði, Núpur í Dýrafirðifirði, Reykjaskóli í Hrútafirði, Laugar í Þingeyjarsýslu, Eiðaskóli og íþróttakennaraskólinn að Laug- arvatni. Að sjálfsögðu eru fleiri staðir, sem kæmu til greina, en þetta eru staðir, sem nú þegar hafa svo margt til brunns að bera, sem mælir með því að á þessum stöðum væri starfið haf- ið. Ágætt tækifæri væri hér fyrir héraðssamböndin að sameinast um þetta mál, með aðstoð frá heildarsamtökunum og sveitar- stjórnunum. Gera má fastlega ráð fyrir því, að slíku máli yrði mjög vel tekið af öllum. Þarna væri hægt að halda uppi námskeiðum og kennslu um gildi íþróttanna, en jafnframt færu fram nám- skeið fyrir leiðbeinendur og leið- toga úr nærliggjandi héruðum. Framkvæmdastjórn ISI og sér- samböndin mundu senda sína færustu íþi’óttakennara og leið- toga til þessara staða og hvetja æskuna til _aða. ’arna væri tæki færi til þess að kenna nýjar í- þróttagreinar og örva til þátttöku í öðrum. Þá gætu hin stærri hér- aðsmót farið þarna fram, sem mundu fljótlega tryggja að slikir staðir yrðu e "tirsóknarverðir fyr- ir yngri sem eldri í byggðarlag- inu. Gísli Halldórsson. Á síðustu árum hafa mörg sveitafélög gert myndarlegt átak í því að koma upp sundaðstöðu, enda má segja að nú þegar sé all- vel séð fyrir þeirri íþróttagrein víðast hvar. Sundfærni þjóðar- innar er ágæt, en því miður stunda of fáir þessa íþróttagrein sér til heilsubótar. I skýrslu iþróttanefndarinnar kemur það fram, að styrkur hef- ur verið veittur til 53 sundstaða á undanförnum árum, en ekki nema til 7 íþróttahúsa og 46 knattspyrnuvalla, sem margir eru ófullgerðir ennþá. Vegna hins takmarkaða fjár- magns íþróttasjóðs hafa nokkrir kaupstaðir veitt verulegt fjár- magn til uppbyggingar íþrótta- mannvirkja. Vil ég sérstaklega nefna eftirtalda þrjá staði: Akur- eyri, Húsavík og Reykjavík. All- ir þessir staðir hafa fengið sér- staka heiðursviðurkenningu frá ÍSÍ fyrir framtak sitt í þessum málum. Það yrði of langt mál að lýsa þessari uppbyggingu hér, en vegna þess að framkvæmdir í Laugardalnum verða ein vegleg- i asta íþróttamiðstöð landsins, þyk ir mér rétt að skýra nokkuð frá þeim. Það eru nú rétt 20 ár síðan bæjarstjórn Reykjavíkur sam* þykkti að byggja aðalíþróttaleik- vang ásamt öðrum tilheyrandi mannvirkjum, í Laugardal við hliðina á hinum gömlu sundlaug- um. Jafnframt skyldi þar verða útivistarsvæði fyrir almenning. Eins og kunnugt er var sem fyrsti áfangi íþróttaleikvangur með grasvelli. Var það fyrsti op- inberi keppnisvöllurinn af þeirri gerð fyrir knattspyrnuna. Hér var um mikilvægt nýmæli að ræða, þar sem það hafði verið ósk allra, er knattspyrnu æfðu, að þessi áfangi yrði að veruleika. Áður höfðu aðeins nokkrir æf- ingavellir verið gerðir á þennan hátt. Það voru ekki aðeins iðk- endur, sem fögnuðu þessu, held- ur einnig hinir áhugasömu áhorf- endur, sem áttu þess nú kost að sjá betri leik en áður. Völlur þessi markaði tímamót í knatt- spyrnusögu okkar, og er nú talið sjálfsagt að byggja grasvelli, sem eiga að vera til keppni. Vegna veðurfars hér, verðum við þó ávallt að hafa malarvelli til æf- inga vor og haust. Nokkru eftir að knattspyrnu- völlurinn var tekinn í notkun var lokið við hlaupabrautina og aðra aðstöðu fyrir frjálsíþróttir. — í stúkubyggingu eru búningsher- bergi og fimleikasalur, en siðar verður þar gerð innanhúss hlaupa braut, 65 metrar að lengd, svo að frjálsíþróttamenn fái aðstöðu til þess að æfa við beztu skilyrði vetur sem sumar. Áhorfendarými er nú fyrir 12.000 manns, en hægt verður að stækka það fyrir 18.000 manns í viðbót, svo að alls á völlurinn að rúma 30.000 áhorfendur fullgerð- ur. — Næsti áfangi verður að stækka stúkuna, svo að hún rúmi 4.000 manns í sæti og byggja þak yfir hana alla. Norðan við leikvanginn er ver- ið að byggja sundlaugarnar. Eiga þær að leysa gömlu sundlaugarn- ar af hólmi, en þær eru með elzta íþróttamannvirkjum okkar. Hin- ar nýju sundlaugar verða mikið mannvirki, þrískiptar. Þar verð- ur 50 metra keppnislaug, vaðlaug fyi'ir börn og sérstök dýfingar- laug. Við keppnislaugina verður komið fyrir áhorfendasætum, en undir þeirri stúkubyggingu verða búningsherbergi og böð. Allt verður búið þarna 1 hag. inn svo að þetta verði okkar bezti útisundstaður í framtíðinni, þar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.