Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 3
3 Miðvikudagur 27. nðv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ Dallas, 26. nóv. — (NTB) NÆTURKLÚBBAEIG- ANDINN Jack Ruby var í dag opinberlega ákærður fyrir morðið á Lee H. Os- wald, sem talinn er hafa myrt Kennedy, forseta. — Það var saksóknarinn í Texas, Henry Wade, sem tilkynnti ákæruna og sagði hann jafnframt, að mál Ruby muni koma fyrir kviðdóm 9. desember. Ákæran hljóðar á morð að yfirlögðu ráði. • Lögfræðingur Ruby, Tom Howard (52 ára), sagði frétta mönnum, að hann myndi byggja vörn sína á stundar- geðtruflun, sem valdið hefði því, að Ruby hefði ekki verið ábyrgur gerða sinna, er hann framdi morðið. • Wade, saksóknari, sagðist Þessar Rub; sogufrægu myndir (su neðri birtist á baksíðu blaðsins í gær) voru teknar þegar Jauk Ruby skaut Oswald. Takið eftir grandvaraleysi lögreglumanna (efri mynd), og undrun þeirra (neðri mynd). Aðeins sekúndubrot leið milli þess, sem myndirnar voru teknar. Jack Ruby var í gær ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði ECviðdómur ræður öBBu um eðBi refsingar — fyrrverandi starfsstúSka Ruby fullyrðir9 að honum hafi verið greitt fyrir morðið mundu leggjast gegn því, að Ruby yrði látinn laus gegn tryggingu, þar sem hér væri um að ræða afbrot, sem kynni að leiða af sér dauðarefsingu. Sagðist Wade vonast til þess, að mál Ruby fengi óhlutdræga meðferð í réttinum. • Ýmsir fréttamenn telja, að kviðdómendur kunnu að verða fyrir áhrifum af al- menningi, og muni því hafa tilhneigingu til _að beita ekki harðri refsingu. í Texas er það alveg í höndum kviðdómsins, hvers konar refsingu er beitt, og hve lengi, ef ekki er um dauðarefsingu að ræða. • Lögreglan í Dallas skýrði frá þVí £ dag, að hún hefði fundið enn eitt sönnunargagn gegn Oswald. Hefðu klæðis- agnir úr fötum hans fundizt á skefti riffilsins. ^ Stúlka nokkur, sem unn- ið hefur í næturklúbb Rubys, en er nú leigubílstjóri, lýsti því yfir við fréttamann frönsku fréttastofunnar APF í dag, að hún væri þess fullviss, að Ruby hefði verið greitt fyr- ir að myrða Oswald. Hún hló að yfirlýsingu lögfræðings Ruby, þess efnis, að nætur- klúbbaeigandinn hefði þjáðst af stundargeðtruflun. Sagði stúlkan, að Ruby ætti til að beita ofbeldi, en hann vissi alltaf, hváð hann gerði. „Þeir sem fólu honum verkið, munu vernda hann — hann verður ekki lengi í fangelsi“, sagði stúlkan að lokum. Hún bað fréttamanninn um að Iáta nafns síns ekki getið. I stuttu máli Oporto 24. AP. — Portugalsk- nr togari fórst við norðurströnd Portugals aðfaranótt mánudags. SO sjómanna er saknað. Helsingfors 25. 11. N.T.B. ____ Finnska stjórnin tilkynnti í dag, að ekki væri áformað, að Finn- land tæki þátt í störfum Evrópu- ráðs Sameinuðu þjóðanna. París 25. 11. NTB. — „Femina verðlaunin" frönsku, að upphæð 5000, frankar voru í dag veitt franska rithöfundinum Roger Vrigni fyrir skáldsöguna „La- nuitde mougins“. Enn viða sorg I gær London, 26. nóv. - AP - NTB. ÞJQÐARSORG var í írlandi í úag, og var skólum, kvikmynda- húsum og mörgum atvinnufyr- irtækjum lokað. Minntust lands- menn Kennedys, Bandaríkjafor- seta, en hann var af írsku bergi brotinn. Víða um lönd voru í dag haldnar minningarguðsþjónust- ufj og víða tóku menn sér hlé frá störfum. Þannig var í dag frestað fundi landbúnaðarnefnd- ar Efnahagsbandalags Evrópu, sem fram átti að fara í Briissel. Franska þjóðþingið kom í dag saman til að minnast for- setans látna, en þingið hefur ekki komið saman, frá því and- lát hans bar að höndum. Tímabær spurning Eftir forystugrein Tímans í gær að dæma eru Framsóknarfor ingjarnir farnir að velta því fyr- ir sér, hver sé tilgangur flokks þeirra í íslenzkum stjórnmálum. Aðrir hafa áður velt þessari spurningu fyrir sér og tíðum átt erfitt með að finna við henni viðhlítandi svar. Forystugrein Tímans hefst á þessum orðum: „Gerum ráð fyrir að ókunnur útlendingur spyrði: Hvað er það sem einkennir Framsóknarflokk- inn og hefur gert hann svo lang- lífan á sviði þjóðmálanna? — Gerum ennfremur ráð fyrir að fyrir svörum yrði einhver þeirra traustu og góðu drengja, víðs vegar um land, sem lengst og bezt hafa lagt fram lið sitt til að efla þessi samtök í heima- byggð sinni í sveit eða við sjó. Hvernig mundi hann þá svara? Honum myncy í svari sínu áreið anlega farast orð eitthvað á þessa leið: Eitt aðaleinkenni Framsókn- arflokksins er landnáms- og landsbyggðarhugsjón hans. Hann hefur orðið og mun enn verða Ianglífur í landinu, af því að hann trúir á landið og sýnir það í verki.“ Magurt svar Tíminn telur það sem sagt full- nægjandi skýringu á eðli Fram- sóknarflokksins, að hann trúi á landið. Morgunblaðinu er raunar ókunnugt um það, að nokkurs staðar í veröldinni starfi lýðræð- islegur flokkur, sem ekki „trúir á Iandið“, þannig að erfitt er að byggja flokkaskiptingu á því. f rauninni er Tíminn þess vegna að lýsa því yfir, sem menn vissu fyrir, að Framsóknarflokkurinn hefur enga ákveðna stjórnmála- stefnu. Hann hefur það sameig- inlegt með öllum lýðræðisflokk- um „að trúa á landið". En þar fyrir utan segir aðalmálgagn flokksins að ekkert þurfi til að koma, ef lýsa á Framsóknar- flokknum. En heppilegra væri hiris vegar að gefa hinum „ó- kunna útlendingi“ ekki þetta vé- fréttarsvar, heldur segja hrein- skilnislega, að Framsóknarflokk- urinn sé hentistefnuflokkur, sem ætíð ekur seglum eftir vindi. Krónan varin f Þór, blaði Sjálfstæðismanna á Austurlandi, er rætt um þensl- una í íslenzku efnahagslífi. Þar segir: „Það er óhjákvæmilegt að ein- hverjar ráðstafanir verði gerðar til að Iétta af þessari spennu. Stjórnarandstæðingar breiða það mjög út, að enn verði gengis- lækkun þrautaráðið. Þeir vita sem er, að ef fólkið missir trú á spariféð og leitast við að eyða því, þá er það afl að verki, sem er öllu öðru sterkara til að fella gengið. Þess vegna er nauðsyn- legt að fólkið viti það, að það er ákveðinn vilji stjórnarflokkanna að vernda krónuna og allar aðr- ar ráðstafanir til að skapa jafn- vægi koma fyrr til greina. Bank- arnir -hafa þegar hafið ráðstaf- anir með því að draga mjög úr útlánum. Það er tilraun til að létta ögn á spennunni. Skiljan- lega er löngun fólksins til að bæta aðstöðu sína á ýmsan hátt einkum þegar tekjurnar vaxa, eins og verið hefur síðustu ár. Og alls staðar blasa við verkefni, sem þarf að vinna og eru í verka- hring ríkis- eða sveitarfélaga. En fyrst og fremst er nauðsynlegt að kunna sér hóf, umfram allt má sparnaðarhneigðin ekki fjara út með þjóðinni. Það veltur á miklu að vel sé stjórnað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.