Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.11.1963, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 27 nóv. 1963 --f-r+“—rvu, r t."!"—4ró MORGU N BLAÐtÐ -.- . ^ u—í” U.M- 15 MEB núverandi fiskveiðaland- helgi eru flest hin þýðingarmestu, hrygningar- og uppeldissvæði nytjafiska okkar komin undir ís- Qenzka lögsögu. Mikið hefur því áunnizt á þeim rúmlega 25 árum frá því er byrjað var að ræða um að loka Faxaflóa fyrir öllum botnvörpuveiðum í nokkur ár undir vísindalegu eftirliti, til fþess að sjá, hver áhrif það hefði á hina ofveiddu íslenzku fiski- Btofna. Hugmyndin um lokun Faxaflóa var ákaflega merkilegur áfangi í fiskfriðunarmálum Evrópuþjóða almennt og ber vott um framsýni íslendinga og rétt mat á þróun veiðanna og ástandi þeirra fiski- stofna, sem þær byggjast á. Því miður varð ekkert út framkvæmdum, þrátt fyrir það, ««« ■■ -y/x-x —■ swjmj « • ... 'aww ■» ii SSSSfSíSÍSS <• w« •• »■ Hús Fiskifélagsins við Skúlagötu. riöun íslenzku fiskistofnanna og framtíð þeirra efJir Jón Jónsson, fiskifræðing að alþjóðleg nefnd fiskifræðinga staðfesti í öllum meginatriðum niðurstöður og tillögur íslend- inga. Þegar kom til kasta hinna einstöku ríkisstjóma að taka ékvörðun í málinu, skarst brezka orðið hefur síðan 1952, er ekki einungis fólgin í lokun þýðingar- mikilla hrygningar- og uppeldis- stöðva, heldur er hér einnig um að ræða verulega stækkun á at- hafnasvæði íslenzkra veiðiskipa. ríkisstjórnin úr leik af ótrúlegrj Þetta leggur okkur þær skyldur 6kammsýni og fyrirhyggjuleysi. Árið 1952 færðu því íslending- ar fiskveiðalandihelgi sína út í 4 mílur, og með fækkun grunnlmu- punkta var lokað ýmsum þýðing- armiklum uppeldisstöðvum, þ. á m, Faxaflóa, Breiðafirði og ýms- um fjörðum og flóum við norður- ströndina. Er hér um að ræða hið þýðingarmesta skref, er við höf- um stigið fyrr og síðar til friðun- ar fiskistofnunum. Árið 1958 var landhelgin enn aukin upp í 12 mílur og bættust þá við mikils- verð veiðisvæði og hrygningar- svæði, t. d. Selvogsbanki, og með samningnum við Breta árið 1961 bættust einnig við nokkur veiga- inikil svæði, t. d. frekari aukning á hinu þýðingarmikla hrygning- arsvæði á Selvogsbanka og í Mið Sj- Hinn fiskifræðilegi grundvöllur þessara aðgerða er auðsær. Fiski- skýrslur íslendinga, Breta og ann arra þjóða, er hér stunda veiðar, sýna greinilega, að ýsu-, skar- kola- og lúðustofnarnir voru þeg- ar orðnir ofveiddir á árunum fyr ir síðari heimsstyrjöldina. Skar kolaveiði Breta við ísland féll úr 58 vættum á 100 togtímum árið 1922 í 18 vættir á 100 togtímum érið 1937. Vegna friðunar stríðs- éranna jókst stofninn svo mjög, að árið 1947 var afli Breta af skarkola 84 vættir á 100 togtím- um, en var kominn niður í 2-3 vættir árið 1953. Eftir það fór stofninn að réttta við, og var veiði Breta orðin 61 vætt á 100 togtímum árið 1956. Fiskirann- sóknir okkar hafa sannað, að cukning þessi er bein afleiðing af lokum Faxaflóa árið 1952. Samtímis því að fiskinum fjölg aði á uppeldisstöðvunum vegna friðunarinnar, hafði hún einnig þaú áhrif, að meðallengd og meðalþyngt fisksins jókst til tnuna. Sem dæmi má nefna, að meðalþyrigd ýsu í veiði rann- 6óknarskipa í Faxaflóa á árunum 1924—48 var 330 grömm, en var komin upp í 1550 grömm árið 1956, fjórum árum eftir friðun flóans. Sú aukning landhelginnar, sem a herðar að gæta vel þessara auðæva, svo og að nýta þau eins vel og framast er kostur og stofn- arnir þola. Skynsamleg nýting fiskistofnanna og annars dýra- lífs sjávarins er eitt af megin- verkefnum íslenzkra fiskirann- sókna. Það þýðir ekki „að friða fiskinn, en drepa fólkið“, eins og mætur stjórnmálamaður íslenzk- ur sagði fyrir nokkrum árum, Óttinn við ofveiði má ekki koma í veg fyrir, að fiskistofnarnir séu nýttir eftir því sem þeir frekast þola. Það má í rauninni segja, að okkur beri siðferðileg skylda til þess að nýta til fulls þau veiði- svæði, sem eru undir okkar eigin lögsögu og aðrar þjóðir fá ekki að nota. Hvað er þá að segja um ástand íslenzku fiskistofnanna í dag og hvers má vænta af framtíðinni? Því miður eru rannsóknir okk- ar ekki það langt komnar, að við getum svarað þessu nema að litlu leyti.Hitt er þó hægt að fullyrða, að ekki eru í augnablikinu sjáan- leg nein merki ofveiði í helztu fiskistofnunum. Hve nálægt há- marksnýtingu við erum komnir vitum við ekki, nema þá helzt að því er snertir þorskstofninn. Þorskveiðin hefur löngum ver- ið um helmingur af heildarafla landsmanna, og því mun þróun þessara veiða ráða miklu um framtíð íslenzks sjávarútvegs. Útfærsla landhelginnar lokaði ýmsum mikilsverðum uppeldis- stÖðvum fyrir þorsk, en áhrifa þess hefur þó ekki gætt jafn aug- ljóslega og hjá ýsunni. Við vitum nú með nokkuð mik- illi vissu, hver eru áhrif veiðanna á þorskstofninn. Heildardánartal- an í þeim hluta stofnsins, sem kominn er í gagnið, er rúmlega 60%, þ. e. á hverju ári hverfa 60 af hverjum 100 fiskum af völd- um veiðanna eða öðrum orsökum. Það er nauðsynlegt að geta greint á milli þeirrar dánartölu, er or- sakast af veiðunum og þess, sem fer forgörðum á anna hátt. Með sérstökum aðferðum hefur okkur tekizt að skilja þetta tvennt að, og kemur í ljós, að % heildar- dánartölunnar eru af völdum veiðanna, en y5 af „eðlilegum or- sökum. Við höfum reiknað út heildar- dánartöluna á hverju ári síðan 1928 og borið hana saman við sóknina í þorskinn á þessu tíma- bili. Til glöggvunar skal hér tek- ið fram, að sóknin er mæld í milljón tonntímum, þ. e. tekið er virðist því vera f-ræðilegur grund völlur fyrir því að auka heildar- sóknina í íslenzka þorsstofninn um 16% áður en óæskilegri dán- artölu yrði náð. Reynslan ein getur skorið úr um það, hvort þessar áætlanir eru réttar, en hitt er víst, að þessar niðurstöður gefa til kynna, að við erum komnir mjög nálægt hámarksnýtingu þorskstofnsins. Hlutur íslendinga í heildar- þorskveiðinni á íslandsmiðum hefur að meðaltali verið rúmle.ga 50%. Hve mikið hann hefur auk- izt við tilkomu aukinnar land- helgi, er enn ekki vitað nákvæm- lega. Við verðum þó á næstunni að reikna með, að veiði útlend- inga verði talsverður hluti heild- arveiðinnar. Er þá hægt að bæta stofninn á nokkurn hátt, svo að hann skili af sér meiri veiði? Þótt flest uppeldissvæði þorsks séu nú komin innan íslenzkrar lögsögu, eru þó ennþá nokkur svæði utan hennar, þar sem held ur sig talsvert af smáfiski. Má hér nefna sem dæmi, að brezkir togarar veiða allmikið af smá- þorski á veiðisvæðum djúpt út af Langanesi og Sléttu. Með því að stækka möskvann í botnvörpunni er hægt að koma í veg fyrir veiði smáfisks, og nýlega hefur verið ákveðið að auka möskvastærð í botnvörpum allra togara á ís- landsmiðum úr 110 m/m í 120 m/m. Þetta mun hafa í för með sér nokkra framtíðaraukningu þorskaflans, en þó ekki mikla, rúmlega 1%. Aukningin mun verða meiri í ýsuveiðinni, eða allt að 5%. Frekari aukning möskvastærð- ar myndi þó auka afkastagetu stofnsins, t. d. hefði 140 m/m möskvastærð í för með sér framtíðaraukningu, er næmi um 5%, miðað við þá veiði, er fæst með 110 m/m möskvastærð. Af því, sem að framan greinir, er ljóst, að ekki virðist fræðileg- ur grundvöllur fyrir því að auka þorskveiðina að neinu verulegu leyti frá því sem nú er. Með auk- inni sókn er hægt að auka heild- arveiðina nokkuð, en það er hætt við, að dýrara verði að veiða síð- ustu 25 þúsund tonnin úr stofn- inum en þau fyrstu. Ef þjóðinni fjölgar eðlilega á næstu áratugum mun hún verða orðin rúmlega tvisvar sinnum fjölmennari um næstu aldamót en nú. Það er því fyrirsjáanlegt, að þorskveiðin mun þá ekki geta staðið undir lífsafkomu þjóðar- innar í jafn ríkum mæli og hún gerir nú. Fiskveiðar munu þó verða þýð- ingarmesti þátturinn í atvinnu- lífi þjóðarinnar næstu áratugina. Hver er hámarksnýting síldar- stofna þeirra, sem hér veiðast, vitum við ekki ennþá, og eru um það skiptar skoðanir fræði- manna. Okkur hefur tekizt að auka mjög veiðina með vísinda- legum rannsóknum og endur- bættri veiðitækni, en við vitum ekki ennþá, hver eru áhrif þess- ara auknu veiða á stofninn, né heldur hve mikla veiði hann þol- ir. Hitt vitum við, að í þessum stofni eins og öðrum fiskistofn- um eru miklar sveiflur, sem or- sakast af ýmsum ytri skilyrðum, er mannlegur máttur ræður ekki við. í síldveiðunum eru þessar sveiflur einnig fjárhagslega mjög tilfinnanlegar, þar sem veiðar- færi og öll hjálpartæki eru mjög kostnaðarsöm. Eftir því sem þjóðinni fjölgar verða óvæntar sveiflur í afla- brögðum mjög tilfinnanlegar fyr- ir allt þjóðarbúið. Það er því augljóst mál, að við verðum að kosta kapps um að fullnýta öll verðmæti sjávarins og auka þau og efla þar sem því verður við komið. Ræktun á þorski og síld er þó ennþá óframkvæmanleg, en hins vegar eru miklar vonir bundnar við laxa- og silunga- rækt. Allar aðgerðir okkar í þessum málum verða að byggjast á ná- inni þekkingu á eðlisháttum fisks ins sjálfs og áhrifum veiðanna og umhverfisins á hann. Okkur, sem við þessi mál fáumst, er ljós vanþekking okkar á fjölmörgum sviðum, en þeim mun meiri er nauðsynin til þess að auka enn að miklum mun allar rannsóknir á þessu sviði. Þeim peningum er örugglega vel varið. Jón Jónsson. Jón Jónsson tillit til stærðar togaranna og um leið veiðihæfni hverju sinni. Það kemur nú í ljós, að náið samhengi er á milli sóknar og heildardánartölu, hlutfall þetta er sem næst bein lína. Núverandi dánartala, 60% ár- lega, virðist enn ekki hafa or- sakað ofveiði í stofninum, en við höfum ástæðu til þ«ss að ætla, að hætta sé á ferðum þegar dán- artalan er komin yfir 65%. Nú- verandi dánartala ivarar til heild arsóknar, er mælist .620 milljón tonntímar árlega, en 65% dánar- tala myndi fást með sókn, er næmi 720 milljón tmvritímú'm. Það Takið eftir! @ VETRARKÁPUR með loðskinnum ® VETRARKÁPUR án loðskinna H LEÐURKÁPUR g) S V AMPKÁPUR ® Fóðraðir SKINNHANZKAR H SLÆÐUR — UNDIRFATNAÐUR Tízkuverzlunin ISÉLA Skólavörðustíg 15 — Sími 21755. Afgreiðslustúlkur óskast hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í verzluninni. Miklatorgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.