Fréttablaðið - 24.08.2017, Side 1

Fréttablaðið - 24.08.2017, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 9 8 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 2 4 . á g ú s t 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Guðjón Brjánsson vill knýja fram sanngjarna réttarbót fyrir námsfólk. 18 sport Þór/KA er óstöðvandi í Pepsi-deild kvenna. 26 Menning Tvær ólíkar en spenn- andi sýningar verða opnaðar í Hafnarborg annað kvöld. 36 lÍFið Litið inn á skemmtilegt heimili í Noregi þar sem litadýrð er í aðalhlutverki. 44 plús 2 sérblöð l Fólk l  heilsurækt *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 12 MANNA ÁSAMT FYLGIHLUTUM MIKIÐ ÚRVAL VERÐ FRÁ KR. 24.990 HNÍFAPARATÖSKUR LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955 landbúnaður Bóndi fær ekki að nefna hryssuna sína Mósuna, en samkvæmt nýlegum lögum Alþjóða- samtaka um íslenska hestinn verður nefnd að leggja blessun sína yfir nöfn hreinræktaðra hrossa. Nafn- inu Mósan var til dæmis hafnað því að nöfn með greini brjóta í bága við íslenska nafna- hefð. Atvinnu- vegaráðuneytið skoðar nú á hvaða lagagrunni þessi nefnd telji sér heim- ilt að banna fólki að nefna hrossin sín hvaða nafni sem er. – bb / sjá síðu 2 Skoða hvort sé heimilt að banna hestanöfn Tristan Bergmann Einarsson, rauðklæddur fyrir miðri mynd, ætlar sér að skapa framtíðina ef eitthvað er að marka klæðnað hans. Tristan, sem er í sex ára bekk í Ísaksskóla, er einn af tug- þúsundum grunnskólabarna sem settust á skólabekk í gær. Starf flestra grunnskóla landsins fór þá að rúlla á nýjan leik eftir sumarfrí. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK stJórnsÝsla Áformað er að rekstur kísilverksmiðju United Silicon verði stöðvaður 10. september næstkom- andi svo unnt sé að gera nauðsyn- legar úrbætur. Mögulegt er að slökkt verði fyrr stöðvist ofn hennar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megawött. Þetta kemur fram í bréfi sem Umhverfisstofnun (UST) sendi fyrir- tækinu í gærkvöldi. Fyrirtækið hefur viku andmælafrest. Kristleifur Andr- ésson, upplýsingafulltrúi United Sili- con, segir ótímabært fyrir fyrirtækið að tjá sig um málið. „Þetta er bréf sem felur í sér upp- gjör á frávikum sem hafa verið greind við eftirlit hjá fyrirtækinu. Það felur líka í sér viðbrögð við hvernig hefur gengið frá því að þau fengu heimild til endurræsingar í maí. Það hafa komið upp frekari bilanir síðan þá með tilheyrandi lyktarmengun,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá UST. Ekki verði gefin heimild til að ræsa verksmiðjuna að nýju ef úrbætur verða ekki gerðar. „Það þarf að gera umræddar úrbætur og UST þarf að taka tíma til að yfirfara þær ef gefin verður heimild til ræsingar að nýju.“ „Þetta er mjög leiðinlegt og sorg- legt að mál þurfi að æxlast svona eins og verið hefur með mál United Silicon. Þetta hefur verið sorgarsaga alveg frá byrjun,“ segir Björt Ólafs- dóttir, umhverfis- og auðlindaráð- herra. Björt segir enn fremur að henni þyki undarlegt að þeir sem fari með fé almennings fjárfesti í fyrirtæki sem almenningur í nágrenninu hefur lýst yfir að hann sé á móti. „Hvernig geta stjórnendur lífeyrissjóða fundið út hjá sér að peningur almennings sé best ávaxtaður í fyrirtæki sem fólk er á móti og öll viðskiptasaga þess er á þennan veg?“ – jóe Áforma að slökkva á kísilverksmiðjunni Verði ekki ráðist í úrbæt- ur á verksmiðju United Silicon verður slökkt á henni í upphafi næsta mánaðar. Umhverfis- stofnun sendi bréf þess efnis til fyrirtækisins í gærkvöldi. 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 8 F -A D A 4 1 D 8 F -A C 6 8 1 D 8 F -A B 2 C 1 D 8 F -A 9 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.