Fréttablaðið - 24.08.2017, Síða 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Aukin þekking og menntun í hvaða mynd sem er leiðir almennt til víðsýni og umburðarlyndis, eflir og bætir samfélög. Á Íslandi hafa viðhorfin
til fyrirgreiðslu við námsfólk þróast með öðrum hætti
en í nágrannalöndum. Síðasta aldarfjórðung hefur
verið horft á fjárhagslega námsaðstoð í meginatriðum
sem hefðbundin lán sem greiðast skuli til baka að fullu,
verðtryggð. Að þessu leyti skiljum við Íslendingar okkur
algjörlega frá öðrum norrænum þjóðum sem er til
vansa fyrir þjóð sem byggir æ meira á þekkingarleit og
menntun.
Sanngjarnar lagfæringar
Samfylkingin hefur ítrekað lagt fram frumvarp til laga
um sanngjarnar lagfæringar á núverandi lögum um
námslán, síðast á nýliðnu þingi. Þær lúta að tveimur
þáttum. Annars vegar, að skuldbindingar ábyrgðar-
manna á eldri lánum falli niður þegar viðkomandi
nær 67 ára aldri eða við fráfall hans. Dæmi eru um það
í núgildandi lögum að háaldrað fólk verði fyrir veru-
legum búsifjum vegna ábyrgða. Ákvæðin ganga út yfir
gröf og dauða og afkomendur standa jafnvel andspænis
óvæntum og óréttlátum skuldbindingum. Hin breytingin
er sú að námslán falli niður á því ári sem skuldari nær
67 ára aldri. Með því er verið að nálgast viðmót Norður-
landaþjóðanna þar sem endurgreiðslutíminn er mun
styttri eða jafnan um 15 til 20 ár. Þar eru reyndar styrkir
verulegur hluti náms aðstoðarinnar.
Ágreiningur um mikilvæg atriði
Í fyrravor var lagt fyrir Alþingi frumvarp um námslán
og námsstyrki sem ekki náði fram að ganga þar sem
ágreiningur var um mikilvæg atriði. Efnislega hneig
þó frumvarpið í þá átt sem ásættanlegt getur talist en
verulega galla þarf að sníða burt. Ef hin umkomulausa
ríkisstjórn sem nú situr við völd hugsar sér ekki til
hreyfings varðandi ný lög um námslán og námsstyrki
strax á næsta þingi mun Samfylkingin endurflytja frum-
varp sitt enn einu sinni í þeirri viðleitni að knýja fram
sanngjarna réttarbót fyrir námsfólk og ábyrgðarmenn
eldri lána.
Eitt eilífðar námslán
Guðjón S.
Brjánsson,
þingmaður
Samfylkingar-
innar
Samfylkingin
hefur ítrekað
lagt fram
frumvarp til
laga um
sanngjarnar
lagfæringar á
núverandi
lögum um
námslán,
síðast á
nýliðnu þingi.
IS.WIDEX.COM
Hlustaðu nú!
Nánari upplýsingar
á vefsíðunni
Góð auglýsing
Fataverslunin H&M setti upp
auglýsingaskilti á Lækjar-
torgi til þess að vekja athygli
á versluninni sem opnuð
verður í Smáralind á laugar-
daginn. Skiltið fór fyrir brjóstið
á mörgum og í gær greindi
umhverfis- og skipulagssvið
frá því að leyfi fyrir skiltinu
hefði verið gefið fyrir mistök. Í
framhaldi var það svo fjarlægt
að viðstöddum blaðaljósmynd-
urum og myndatökumönnum
sjónvarpsstöðvanna. Það upp-
nám sem varð þann litla tíma
sem skiltið stóð uppi verður í
minnum haft næstu dagana og
vekur væntanlega miklu meiri
athygli á versluninni en skiltið
hefði nokkurn tímann gert, þó
það hefði staðið áfram.
Sterkur leikur
Eiríkur Jónsson blaðamaður
birti í fyrradag bjánaleg skrif
á vef sínum um Kolbrúnu
Benediktsdóttur saksóknara. Í
stað þess að leiða Eirík og skrif
hans hjá sér ákváðu nokkrir
femínistar að svara Eiríki á
veraldarvefnum. Vissulega
tókst þeim að fanga athygli
fjölmiðlamanna með gagnrýni
sinni. En þökk sé þeim var það
þó Eiríkur Jónsson sjálfur, og
vefur hans, sem fékk mestu
athyglina. Sem var væntanlega
það sem Eiríkur sjálfur lagði
upp með allan tímann.
jonhakon@frettabladid.is
Margir hafa bent á að ná verði utan um þann fjölda ferðamanna sem hingað sækir árlega áður en það verður hreinlega um seinan. Því miður er það enn svo að meðan barnið heldur áfram að vaxa, þá er
það enn íklætt sömu brók.
Hættan er ekki bara sú að unnin verði óafturkræf
spjöll á landi og mannvirkjum, heldur einnig að Ísland
missi aðdráttarafl sitt í augum umheimsins. Gleymum
því ekki að hingað sækir fólk í fámenni, hreinleika og
náttúrufegurð. Þetta eru ekki þættir sem taka má sem
sjálfsögðum hlut.
Of mikill átroðningur á ferðamannastöðum getur
valdið því að fámennið fer fyrir lítið. Flestum þeirra
ferðamanna sem hingað rata er, þrátt fyrir allt land-
flæmið, smalað á sömu staðina á suðvesturhorninu.
Hreinleikanum og náttúrufegurðinni þarf líka að
viðhalda. Hvort tveggja getur horfið eins og dögg fyrir
sólu, með til að mynda einni illa ígrundaðri virkjunar-
framkvæmd.
Kannski má því segja að íslenska ferðamanna undrið
hafi hafist á því herrans ári 2010 þegar Eyjafjalla-
jökull gaus og Ísland komst í heimsfréttirnar fyrir
alvöru. Síðan hefur ferðamannafjöldinn fimmfaldast,
en í millitíðinni höfum við vanist því að taka við
áður óþekktum fjölda. Yfirvöld og aðrir sem vinna í
greininni hafa því ekki lengur þá afsökun að glímt sé
við nýtt og óþekkt vandamál.
Í umfjöllun Wall Street Journal um Ísland var því
haldið fram að ferðamennirnir sem bjargað hafi
Íslandi úr fjárhagskröggum, séu nú að því komnir að
sliga þjóðina. Venjulegt fólk þurfi að glíma við hús-
næðisskort og himinháar leigugreiðslur vegna útleigu
á íbúðum til ferðamanna. Hreinleiki landsins sé einnig
í hættu vegna þess rusls og ágangs sem óhjákvæmilega
fylgir svo miklum fjölda sem smalað er á sömu staðina.
Innviðirnir hreinlega beri ekki allan þennan fjölda.
Kannski er þetta orðum aukið hjá stórblaðinu, en
þó er þarna sannleikskorn.
Annað sem veldur áhyggjum er upplifun þeirra
ferðamanna sem við er rætt á okurverðlagi. Þar á
krónan vissulega stóran þátt, en þeir sem starfa í
geiranum geta ekki firrt sig ábyrgð. Allt of víða ríkir
gullgrafaraæði. Slíkt gengur varla til langs tíma, fólk
lætur ekki plata sig oft.
Sáralítið hefur borið á heildrænni stefnumótun hjá
yfirvöldum í málefnum ferðamanna síðan náttúru-
passinn var sleginn út af borðinu. Vonandi breytir
nýr ferðamálaráðherra því nú í vetur. Þeir sem starfa
í geiranum verða þó einnig að líta sér nær. Ekkert
yfirvald kemur í veg fyrir að vondur matur sé seldur á
uppsprengdu verði í vegasjoppu, eða að hótelgisting á
gömlu svefnpokaplássi kosti það sama og á fínu hóteli
í stórborg.
Löngu er tímabært að við látum af vertíðarhugsun
þegar kemur að ferðaþjónustunni. Orðspor byggist
hægt upp, en hverfur eins og dögg fyrir sólu. Ef ekki er
að gáð geta ferðamennirnir horfið einn daginn eins og
síldin forðum.
Vöndum okkur
Yfirvöld og
aðrir sem
vinna í grein-
inni hafa því
ekki lengur
þá afsökun að
glímt sé við
nýtt og óþekkt
vandamál.
2 4 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R18 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð
SKOÐUN
2
4
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
8
F
-C
1
6
4
1
D
8
F
-C
0
2
8
1
D
8
F
-B
E
E
C
1
D
8
F
-B
D
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K