Fréttablaðið - 24.08.2017, Side 20
Á forsíðu Fréttablaðsins föstudaginn 18. ágúst mátti lesa helstu frétt blaðsins
þann daginn. Hún var um aflífun
ótaminna slasaðra graðhesta, en
margt er þar rangt og annað spuni.
Matvælastofnun birti samdægurs
leiðréttingu við fréttina og hefur
Dýralæknafélag Íslands harmað
fréttaflutning blaðsins á Fésbókar-
síðu sinni.
Að lina þjáningar
Matvælastofnun kom að þessu máli
ásamt sjálfstætt starfandi dýra-
læknum til að lina þjáningar lítt
eða ótaminna graðhesta sem voru
slasaðir eftir átök. Ekki var unnt
að fanga hrossin og setja á þau múl
eða skorða þannig að hægt væri að
meðhöndla þau svo öruggt væri.
Dýralæknir úrskurðaði að aflífa
þyrfti nokkur hross þar sem með-
höndlun sára þeirra var ekki mögu-
leg. Í samráði við eiganda var aflífun
því framkvæmd á staðnum með
skjótum hætti. Matvælastofnun
gekkst síðan í ábyrgð fyrir greiðslu
kostnaðar við þjónustu dýralækna
vegna slasaðra hrossa sem hægt var
að meðhöndla.
Tortryggni
Í umfjöllun Fréttablaðsins er sáð
tortryggni í garð héraðsdýra-
læknis sem upplýsti að mannúð-
lega hafi verið staðið að verki og
að hrossin hafi drepist samstundis,
en þau voru skotin af stuttu færi og
blóðguð strax. Í texta með mynd
í blaðinu er fullyrt að tveir grað-
hestar hafi ekki drepist fyrr en þeir
voru komnir nokkuð langt frá gerði
þar sem aflífun fór fram. Auk þess
er fullyrt að eitt hross hafi flækst
í girðingu. Ýjað er að því sama í
texta fréttarinnar. Hið rétta er að
hræin voru dregin til eftir aflífun
til að koma þeim úr augsýn hrossa
sem átti eftir að aflífa. Eitt hrossið
féll undir gerðið við aflífun og valt
niður brekkuna fyrir neðan. Það
útskýrir hvers vegna það hræ er
lengra frá gerðinu en önnur. Dýra-
læknir sem var á svæðinu hefur
einnig staðfest eftir skoðun mynda
að hræ hafi verið flutt enn frekar
til eftir að dýralæknarnir yfirgáfu
svæðið.
Brot á lögum og reglum
Fullyrt er að Matvælastofnun hafi
ekki farið að reglum um velferð
hrossa við aflífun. Þetta er rangt.
Undir þeim kringumstæðum sem
þarna voru, villtir og skelfdir grað-
hestar sem ekki var hægt að nálgast
nema leggja sig í lífshættu, var ekki
val á öðru en að aflífa hrossin á
staðnum. Það væri andstætt lögum
um velferð dýra að bregðast ekki við,
því eigandi er skyldugur að láta með-
höndla slösuð dýr eða aflífa. Var gætt
að öllum þáttum sem varða kröfur
um aflífun með sársaukalausum
hætti og þannig að önnur dýr yrðu
þess ekki vör og að hrossin yrðu ekki
að þola óþarfa þjáningu og hræðslu.
Það er ólíku saman að jafna að aflífa
tamið hross sem hægt er að fanga og
halda rólegu þannig að skot í höfuð sé
nákvæmt eins og reglur segja til um.
Ábyrgð eiganda og förgun hræja
Þá var fullyrt að Matvælastofnun hafi
tekið hrossin úr vörslu eiganda, en
dýralæknar engu að síður gengið burt
að lokinni aflífun og falið eigendum
förgun hræjanna. Hið rétta er að engin
vörslusvipting fór fram. Því hafði Mat-
vælastofnun hvorki ábyrgð eða for-
ræði á förgun. Það sem eftir stendur í
fréttinni er því sú staðreynd að eigandi
hrossanna hafði ekki flutt hræin í gám
sveitarfélagsins sem til þess er ætlaður
en úr því var bætt að kröfu Matvæla-
stofnunar.
Lokaorð
Markmið Matvælastofnunar með
aðkomu að þessu máli var að koma
dýrum í neyð og eigendum þeirra til
aðstoðar. Það sama á við um dýra-
lækna sem kallaðir voru til. Þeir
sem hafa átt við ótamda og hrædda
graðhesta þekkja að það getur verið
hættulegt og er velferð manna þá
einnig í húfi. Það er því ekki verjandi
að tortryggja að ósekju störf fólks sem
setur sig í hættu við að lina þjáningar
slasaðra graðhesta. Nálgast má nán-
ari upplýsingar og leiðréttingar við
umrædda umfjöllun á heimasíðu Mat-
vælastofnunar, mast.is.
Velferð dýra og manna
Nýverið voru kynntar niður-stöður úttektar Evrópumið-stöðvar (European Agency
for Special Needs and Inclusive
Education) á framkvæmd stefnu um
menntun án aðgreiningar á Íslandi.
Viðstaddir kynninguna voru ráð-
herrar menntamála, velferðarmála
Skólar fyrir öll börn og ungmenni
Þeir sem hafa átt við ótamda
og hrædda graðhesta þekkja
að það getur verið hættu-
legt og er velferð manna þá
einnig í húfi. Það er því ekki
verjandi að tortryggja að
ósekju störf fólks sem setur
sig í hættu við að lina þján-
ingar slasaðra graðhesta.
og heilbrigðismála ásamt fulltrúum
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
Heimilis og skóla, Kennarasam-
bands Íslands og Skólameistara-
félags Íslands. Sýna niðurstöður
úttektarinnar að lög og stefnumótun
hér á landi styðja vel við hugmynda-
fræði um menntun fyrir alla og skóla
án aðgreiningar. Lög um leikskóla,
grunnskóla og framhaldsskóla og
aðalnámskrár allra skólastiga leggja
áherslu á rétt barna til að afla sér
góðrar menntunar í heimabyggð við
hlið vina sinna og jafnaldra.
Af hverju eru skólar á Íslandi
fyrir öll börn og ungmenni?
Niðurstöður úttektarinnar sýna að
sameiginlegur skilningur á því að öll
börn sæki almenna skóla á Íslandi
er ekki fyrir hendi. Víða ríkir sá
skilningur að til séu „eðlileg“ börn
og svo „börn með sérþarfir“. Væn-
legra þykir að líta á börn og ung-
menni sem fjölbreyttan hóp með
fjölbreyttar þarfir og að hlutverk
kennara sé fyrst og fremst að koma
til móts við nám hvers nemanda og
að sjá til þess að hann taki framför-
um. Einnig þarf að ganga út frá því
að börn og ungmenni hafi rétt á því
að sækja almenna skóla í samfélagi
þar sem jöfnuður og umburðarlyndi
ríkir. Er það í samræmi við lög og
stefnumótun á Íslandi og þann
grunn sem íslenskt samfélag byggir
á. Í skóla fyrir alla læra börn og ung-
menni grunnþætti menntunar, læsi,
sköpun, heilbrigði, sjálfbærni, lýð-
ræði og jafnrétti. Með því að sækja
þann skóla sem næstur er taka þau
þátt í að móta nærsamfélag sitt og
læra að tilheyra því.
Hvernig geta allir skólar verið
fyrir öll börn og ungmenni?
Í úttekt Evrópumiðstöðvar á skólum
á Íslandi kemur fram að eitt helsta
verkefni sem hagsmunaaðilar
íslensks skólakerfis standa frammi
fyrir á næstu árum er að öðlast sam-
eiginlegan skilning á því hvernig
standa skuli að því að öll börn fái
menntun við hæfi í öllum skólum á
Íslandi. Þar höfum við góðan grunn
að byggja á í lögum og námskrám.
Hagsmunaaðilar þurfa að sameinast
um hvernig grunnnám, símenntun
og stuðning kennarar þurfa til að
sinna fjölbreyttum þörfum barna
og ungmenna með fjölbreyttum
kennsluháttum með það fyrir
augum að hvert barn taki fram-
förum. Nám er í eðli sínu félagslegt,
börn læra í samneyti við önnur börn
og fullorðna. Talið er að teymis-
vinna þar sem kennarar vinna
saman með hóp barna sé vænlegri
til árangurs en að einn kennari
kenni hópi barna. Á Íslandi er kraf-
ist M.Ed.-gráðu við úthlutun leyfis-
bréfa til kennara og þarf grunnnám
kennara að taka í ríkari mæli mið
af því að þeirra bíði að kenna fjöl-
breyttum nemendahópi. Rætt hefur
verið um að koma á einhvers konar
kandídatsnámi kennaranema þar
sem þeir öðlast leikni í að beita
þeirri þekkingu sem þeir öðlast í
kennaranáminu.
Niðurstöður Evrópumiðstöðv-
arinnar sýna að í skólakerfinu er
nægilegt fjármagn fyrir hendi til að
sinna fjölbreyttum þörfum nem-
enda, meira fjármagn en tíðkast í
þeim löndum sem við berum okkur
saman við. Vandi íslenska kerfisins
er að fjármunir eru oft bundir við
greiningar á sérþörfum barna sem
hefur leitt til þess að greiningar hér
eru töluvert fleiri en í samanburðar-
löndum. Þessu þarf að breyta og má
hugsa sér að fjármunum sé einkum
úthlutað til skóla eftir fjölda nem-
enda, samsetningu barnahópsins
og félagslegri stöðu viðkomandi
sveitarfélags í stað þess að úthluta
fé vegna tiltekinna einstaklinga.
Niðurstöður úttektarinnar sýna
einnig að við þurfum að vera
vakandi fyrir dreifðari byggðum
landsins, en í fjölda sveitarfélaga
eru fámennir skólar. Því þarf einnig
að úthluta fjármagni með það fyrir
augum að jöfnuður ríki í menntun
barna um allt land, hvort sem þau
læra í fámennum skólum eða fjöl-
mennum.
Hvað þarf að gera á Íslandi?
Fyrir liggur að þeir sem að skóla-
starfi koma þurfa á næstu mán-
uðum að öðlast sameiginlegan
skilning á því hvernig best verði
staðið að menntun fyrir öll börn
í öllum skólum. Fyrirhugað er að
halda ráðstefnur og málstofur víða
um land til að fylgja eftir úttekt Evr-
ópumiðstöðvar. Augljósasta verk-
efnið er að grunn- og símenntun
kennara taki mið af fjölbreyttum
nemendahópum og margvíslegum
kennsluaðferðum til að mæta þeim.
Allt stuðningskerfi skóla þarf að
standa við bakið á kennurum, efla
samstarf þeirra og lærdómssamfélag
í skólum og milli skóla, þar sem rætt
er um fjölbreyttar þarfir barna og
hvernig þeim skuli mætt frá degi
til dags. Endurskoða þarf úthlutun
fjármagns svo að þeim mikla tíma
sem varið hefur verið í greiningar sé
varið í að skipuleggja og þróa nám
og kennslu þar sem árangur og vel-
líðan barna er leiðarljósið.
Aðkoma ráðherra menntamála,
heilbrigðismála, velferðarmála,
fulltrúa Sambands íslenskra sveitar-
félaga, Heimilis og skóla, Kennara-
sambands Íslands og Skólameist-
arafélags Íslands að málinu sýnir
að íslensk stjórnvöld taka málefnið
alvarlega og hyggjast fylgja því eftir
af fullum þunga. Stofnaður hefur
verið stýrihópur með tengiliðum
fyrrgreindra aðila sem munu móta
aðgerðaráætlun og vinna að mál-
inu næstu árin. Fögnum fjölbreyti-
leikanum og látum drauminn um
að allir skólar á Íslandi séu fyrir öll
börn og ungmenni verða að veru-
leika.
Stjórn Grunns – félags
fræðslustjóra og stjórnenda
á skólaskrifstofum.
Anna Magnea Hreinsdóttir
sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Borgarbyggðar
María Kristjánsdóttir
forstöðumaður skóla- og
velferðarþjónustu Árnesþings
Sigurlína Jónasdóttir
leikskóla- og daggæslufulltrúi
Grindavíkurbæjar
Valgerður Janusdóttir
sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Akraneskaupstaðar
Þorsteinn Hjartarson
fræðslustjóri í Sveitarfélaginu
Árborg
Fyrir liggur að þeir sem að
skólastarfi koma þurfa á
næstu mánuðum að öðlast
sameiginlegan skilning á
því hvernig best verði staðið
að menntun fyrir öll börn í
öllum skólum.-
30 %
Verð áður 3749 kr. kg
2624 kr.kg
Lamba innralæri
Athugasemd ritstjórnar
Fréttablaðið fagnar því að geta
birt athugasemdir Matvæla-
stofnunar (MAST). Ritstjórnin
vekur athygli á því að fyrr í
síðustu viku var birt leiðrétting
á atriðum upphaflegu fréttar-
innar er vörðuðu vörslusviptingu
á hrossum. Ritstjórn hefur
leitað upplýsinga hjá þeim sem
þekkja vel til hrossaræktar sem
staðfesta athugasemdir MAST
varðandi þá hættu sem skapast
þegar átt er við skelfda grað-
hesta og þær aðferðir við aflífun
sem eru mögulegar undir slíkum
kringumstæðum. Leiðréttist það
hér með. Ritstjórn hefur hins
vegar hvorki fengið útskýringar
á því af hverju hræ hrossanna
voru flutt til né af hverju þeim
var ekki fargað fyrr en nokkrum
dögum eftir að hrossin voru
aflífuð.
Jón Gíslason
forstjóri Mat-
vælastofnunar
2 4 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R20 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð
2
4
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
8
F
-B
C
7
4
1
D
8
F
-B
B
3
8
1
D
8
F
-B
9
F
C
1
D
8
F
-B
8
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K