Fréttablaðið - 24.08.2017, Síða 35

Fréttablaðið - 24.08.2017, Síða 35
Heilsuborg hefur þroskast vel,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir yfirlæknir, annar stofnandi Heilsuborgar. „Við áttum góð ár í Faxafeninu en vorum búin að sprengja utan af okkur húsnæðið og því kominn tími á að færa út kvíarnar. Við byrjuðum fyrir átta árum með aðaláherslu á vandaða líkamsrækt og drauminn um heildstæða þjónustu þar sem hægt væri að vinna vel með marga þætti heilsunnar. Sá draumur er að rætast í dag með stórum og fjölbreyttum hópi fagfólks sem starfar í Heilsuborg, en í dag eru starfsmenn um 90. Sá góði andi sem fylgt hefur starfinu okkar var fluttur með viðhöfn yfir í nýja húsnæðið. Við munum kappkosta að halda umhyggjunni og okkar heimilislega og hlýja andrúmslofti.“ Vönduð líkamsrækt Hjá Heilsuborg verður áfram boðið upp á vandaða líkams­ rækt þar sem hægt er að æfa á eigin vegum, sækja námskeið eða nýta sér aðstoð þjálfara sem allir eru háskólamenntaðir. „Fólk vill vanda sig. Meðvitund um mikil­ vægi heilsunnar hefur aukist og fólk vill gera það sem það getur sjálft til að halda góðri heilsu. Þá er mikilvægt að fá fagfólk með sér í lið, hvort sem verið er að fyrirbyggja vanda eða vinna með einhvers konar heilsubrest. Sumir þurfa bara ráðgjöf til að koma sér af stað, aðrir þurfa meðferð í lengri tíma og jafnvel hjá fleiri en einum fagaðila í einu.“ Breið þjónusta Þegar heilsan fer að bila er vand­ inn oft fjölþættur, eins og verkir, svefnleysi, depurð, hreyfingar­ leysi, streita og ofþyngd. „Varan­ legur árangur næst ekki nema tekið sé á vandanum í heild sinni og þá er gott að hafa Heilsuborg í bakhöndinni,“ segir Erla Gerður. Sérstaða Heilsuborgar liggur í hversu breið þjónusta er í boði, hvernig unnið er með alla þætti heilsunnar samhliða og hvernig þjónustan er fléttuð saman við daglegt líf viðskiptavinanna. Þessi sérstaða Heilsuborgar hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og þykir einstök í sinni röð. „Við höfum möguleika á að breikka þjónustuna enn frekar í þessari góðu aðstöðu, ásamt samvinnu við Heilsugæsluna Höfða sem er í sama húsi. Nú hafa bæst í hópinn nokkrir sérfræðilæknar úr ýmsum sérgreinum og hópur annarra fagaðila hefur stækkað til muna. Sem dæmi má nefna að nú starfa 13 sálfræðingar og 16 sjúkraþjálfarar í Heilsuborg,“ segir Erla Gerður. Heilsumat fyrir heilsueflingu Heilsumat hjá hjúkrunarfræðingi er góð byrjun á að taka heilsuna föstum tökum en þá er farið yfir stöðu mála og helstu áhættuþætti, gerðar mælingar á líkamssamsetningu og skilgreind áætlun um næstu skref. „Enn ein nýjungin í þjónustu okkar er mæling á gæðum svefns, en hann verður of oft útundan. Svefninn er einmitt afar mikilvæg undirstaða góðrar heilsu. Þar sem þjónusta okkar er svo víðtæk getur verið erfitt að átta sig á hvað hentar og því bjóðum við fría ráðgjöf til að fá leiðsögn um bestu leiðina,“ segir Erla Gerður. Ráðgjöf sjúkraþjálfara Hólmfríður Berglind Þorsteins­ dóttir sjúkraþjálfari er fagstjóri hreyfingar og stoðkerfis hjá Heilsuborg. Hún segir að í þróun sé ný nálgun til að hjálpa fólki að finna sinn stað í úrræðum Heilsuborgar. „Þetta heitir Stoð­ kerfismóttakan og er m.a. byggt á viðtali og spurningalistum sem hlotið hafa alþjóðlega viðurkenn­ ingu. Ef niðurstaðan er sú að við­ komandi þurfi nánari skoðun hjá sjúkraþjálfara ættu svörin að gefa vísbendingu um hvaða sjúkra­ þjálfari eða námskeið hentar best fyrir það vandamál sem vegur þyngst en sjúkraþjálfarar Heilsuborgar eru margir hverjir sérhæfðir á ákveðnu sviði. Svörin gefa jafnframt vísbendingar um fleiri þætti vandans sem aðrir heilbrigðisstarfsmenn hjá Heilsu­ borg geta aðstoðað við. Þetta er stór þáttur í að aðstoða einstakl­ inginn á heildrænan hátt eins og Heilsuborg stendur fyrir.“ Sjúkraþjálfarar og íþrótta­ fræðingar kenna æfingar, ýmist einum í einu eða í hópum. Fjöldi námskeiða er í boði, þar sem markvisst er unnið með vanda­ mál sem tengjast stoðkerfinu. „Teymi starfsmanna kemur að slíkum námskeiðum. Þann­ ig viljum við hafa samvinnuna í Heilsuborg, því reynslan og vísindin sýna að á þann hátt er frekar hægt að leysa úr flóknum vandamálum,“ segir Hólmfríður. Andleg heilsa mikilvæg Mikil vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi andlegrar heilsu og fólk er ekki eins hikandi að tala um vanlíðan og leita sér aðstoðar og áður, að sögn Sigrúnar Ásu Þórðardóttur, sál­ fræðings og fagstjóra hugarhreysti og geðræktar hjá Heilsuborg. „Hjá okkur starfa 15 sérfræðingar á þessu sviði; sálfræðingar, geð­ læknir og félagsráðgjafi. Við bjóðum upp á einstaklingsvið­ töl og námskeið. Í þjóðfélaginu er mikil streita sem getur átt sér flóknar birtingarmyndir. Fólk er undir miklu álagi, bæði í einkalífi og starfi. Einkennin geta komið fram í stoðkerfinu, með verkjum og líka breytingum á hugsunum, minni og verri almennri líðan. Sumir þróa með sér alvarlegan kvíða og þunglyndi út frá streitu og sjálfsmynd fólks getur jafnvel beðið hnekki,“ upplýsir Sigrún og bætir við að þegar unnið sé með andlega heilsu sé mikilvægt að hugsa heildrænt. „Andleg og líkamleg heilsa spilar saman. Einkenni geta verið líkamleg en orsakirnar geta verið aðrar og það er mikilvægt að horfast í augu við það og vinna með það líka.“ Sálfræðiþjónusta fyrir börn og unglinga Hjá Heilsuborg er nú boðið upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn og unglinga, en lengi hefur verið óskað eftir slíkri þjónustu. „Við verðum í samstarfi við Heilsu­ gæsluna Höfða og munum þjónusta viðskiptavini Heilsu­ gæslunnar, sé þess óskað, bæði á fullorðins­ og barnasviði. Áherslan verður áfram að veita sem heildstæðasta meðferð bæði fyrir börn og fullorðna með ýmiss konar tilfinningavanda. Við munum áfram bjóða upp á námskeið eins og Hugarlausnir, Andlega líðan og verki og Sjálf­ styrkingu og sjálfsöryggi. Í haust munum við bjóða upp á sérsniðið námskeið fyrir einstaklinga með ofsakvíða og eftir minni bestu vitund er það hið eina sinnar tegundar hér á landi,“ segir Sig­ rún. Kynningarfundur í dag kl. 17.30 Heilsulausnir hafa verið vinsæl­ asta námskeið Heilsuborgar frá upphafi. Sólveig Sigurðardóttir ástríðukokkur (Lífsstíll Sólveigar) verður áfram með sýnikennslu í matargerð og gefur hagnýt ráð og smakk af góðum mat. „Eitt er að vita hvað maður þarf að gera en annað að koma því inn í daglega lífið. Þess vegna erum við að flétta nýja nálgun inn í námskeiðið sem er að fara af stað. Þar er lögð enn meiri áhersla á það hvernig auðvelt verður að koma góðum áformum í framkvæmd og líða vel með það. Nýja nálgunin er að bandarískri fyrirmynd og flétt­ ast vel inn í Heilsulausnanám­ skeiðið okkar, enda allt efnið byggt á bestu þekkingu sem völ er á. Námsefnið var þróað fyrir einstaklinga sem greinast með forstig sykursýki og hentar vel til að fyrirbyggja sykursýki en það nýtist líka vel fyrir þá sem komnir eru með sjúkdóma svo sem sykur­ sýki, offitu eða hjartasjúkdóma. Leiðbeinendur okkar hafa fengið þjálfun hjá bandarískum sam­ starfsaðilum og þetta er fyrsta námskeiðið af þessum toga hér á landi. Við verðum með kynn­ ingarfund um þetta námskeið í dag kl. 17.30 og allir eru hjartan­ lega velkomnir því námskeiðið hentar mjög breiðum hópi fólks,“ segir Erla Gerður. Heilsuborg er við Bíldshöfða 9. Síminn er 560 1010. Nánari upp- lýsingar eru á vefsíðunni www. heilsuborg.is. Við byrjuðum fyrir átta árum með aðaláherslu á vandaða líkamsrækt og drauminn um heildstæða þjónustu þar sem hægt væri að vinna vel með marga þætti heilsunnar. Sá draumur er að rætast í dag með stórum og fjölbreyttum hópi fag- fólks sem starfar í Heilsu- borg en í dag eru starfs- menn um 90. Sá góði andi sem fylgir okkur var fluttur með viðhöfn yfir í nýja húsnæðið. Erla Gerður Sveinsdóttir KYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 2 4 . ág ú S t 2 0 1 7 HEILSURæKT Erla Gerður, Sigrún Ása og Hólmfríður Berglind taka vel á móti viðskiptavinum Heilsuborgar. Í dag kl. 17.30 er kynn- ingarfundur um Heilsulausnir, vinsælasta námskeið Heilsuborgar frá upphafi. MYND/EYÞÓR Aðstaðan er öll hin glæsilegasta. MYND/EYÞÓR Heilsuborg er flutt og er nú við Bíldshöfða 9. MYND/ANTON BRINK Heilsuborg blómstrar Heilsuborg hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði að Bíldshöfða 9. Vönduð líkamsrækt og heild- stæð þjónusta verður í fyrirrúmi. Allir sérfræðingar og þjálfarar eru með háskólamenntun. 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 8 F -D 0 3 4 1 D 8 F -C E F 8 1 D 8 F -C D B C 1 D 8 F -C C 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.