Fréttablaðið - 24.08.2017, Qupperneq 43
Svona var Kim klædd þegar hún
mætti í veislu í Beverly Hills nýlega.
Kim Kardashian lét lítið á sér bera eftir að hún var rænd á hótelherbergi í París á síðasta
ári. Nú er hún hins vegar komin
á fullt aftur í samkvæmislífinu
og vekur athygli sem aldrei fyrr.
Ástæðan er ekki síst klæðaburður
hennar. Kim er óspör á að birta
sjálfsmyndir á samfélagsmiðlunum,
sérstaklega á Instagram.
Sumir hneykslast á klæðnaðinum
en Kim hefur gríðarleg áhrif á
tískuheiminn og er leiðtogi á því
sviði. Undanfarið hefur hún oft sést
án brjóstahaldara eða lætur hann
duga sem topp. Brjóstahaldaraleysið
er líklegt til vinsælda hjá yngri
konum, eftir því sem tískulöggur
segja. Sú tíska var allsráðandi á
hippaárunum.
Kim Kardashian er fædd 21.
október 1980. Hún er þekktust
sem fyrirsæta og leikkona í eigin
raunveruleikaþáttum, Keeping Up
with the Kardashians og Dancing
With the Stars. Hún hefur verið gift
bandaríska rapparanum Kanye
West frá árinu 2014. Þau eiga tvö
börn. Bæði Kim og Kanye eru elskuð
af ljósmyndurum um allan heim.
Þau hafa tvisvar heimsótt Ísland.
Leiðir tískuna
Rauð kúrekastígvél verða hæstmóðins í vetur.
Stóru tískuhúsin hafa þegar lagt helstu línurnar fyrir skótískuna í vetur og þar
leynist margt skemmtilegt. Há
stígvél eru áberandi og þau eru
ýmist loðin, í áberandi litum eins og
skærrauðum, eða jafnvel glitrandi.
Kúrekastígvél sem ná yfir hnén
koma sterk inn og þar er hællinn
fremur lágur. Dansdrottningar
geta dregið fram glimmerskóna því
glitrandi skór með silfurglimmeri
verða eitt af því allra heitasta
á djamminu. Glitrandi sokkar
innan undir hælaskó, bandaskó og
sandala verða leyfðir og svo verða
hvítir eða svartir skór með lógóum,
mynstri og texta áberandi. Tvílitir
skór í svörtu og hvítu skora hátt í
vetrartískunni en einnig verða skór
í skærum jarðlitum í tísku. Líkt og
undanfarið verða íþróttaskór í tísku,
enda þægilegir og hentugir við mörg
tækifæri en þeir verða í einföldum
litum með glitrandi mynstri eða
öðru sem lífgar upp á þá.
Rauðir, glitrandi eða loðnir
Gallabuxur eru alltaf vin-sælar og margir sem eiga sínar uppáhaldsgallabuxur sem
þeir fara helst ekki úr. Þótt galla-
buxur séu mikið notaðar er óþarfi
að þvo þær oft í mánuði. Sumir
vilja meina að þær þurfi aðeins að
þvo á hálfs árs fresti því gallabuxur
eiga að laga sig að vexti hvers og við
þvott tapa þær þessu lagi. Auðvitað
er þetta smekksatriði en hins vegar
er hægt að fríska upp á gallabuxur
með því að láta þær hanga inni á
baði þegar farið er í sturtu. Einnig
er hægt að setja þær í plastpoka og
setja í frysti í tvo daga. Ef vafi leikur
á hvaða númer af gallabuxum eigi
að kaupa er best að kaupa alltaf
minna númerið því gallabuxur
víkka alltaf með tímanum. Ef stytta
þarf gallabuxur er best að þvo þær
a.m.k. tvisvar áður því þær styttast
í þvotti. Gallabuxur á alltaf að þvo
á röngunni við fremur lágan hita.
Þær á ekki að þurrka í þurrkara en
ef það er bráðnauðsynlegt á að nota
lægsta mögulega hita og taka þær
úr þurrkaranum áður en þær eru
orðnar alveg þurrar, slétta úr og láta
þær þorna á herðatré.
Góð
gallabuxnaráð
Sé vafi á hvaða númer af gallabuxum
eigi að kaupa, á alltaf að velja minna
númerið. MYND/GETTY
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s k
h
ön
nu
n
Velkomin í okkar hóp!
Komdu, við kunnum þetta!
Innritun stendur yfir í síma 581 3730. Nánari upplýsingar á jsb.is
fundur fyrir alla TT hópa 27. ágúst kl. 17:00
Ný TT námskeið að hefjast
innritun hafin
TT-1 námskeiðin okkar fyrir konur fela
í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsrækt,
sjálfsstyrkingu, fundi, vigtun og mælingar. Þessi
sívinsælu námskeið hafa margsannað ágæti sitt og
reynst konum afburðavel til að ná markmiðum sínum.
Við bjóðum hvorki skyndilausnir né sveltikúra,
heldur raunhæfar leiðir til að lifa góðu lífi.
TT-3 námskeiðin okkar eru fyrir 16-25 ára
stelpur. Þetta eru sérsniðin lífsstílsnámskeið fyrir
þær sem vilja taka mataræðið í gegn og komast í gott
form. Við byggjum námskeiðin á áralangri reynslu
af því að kenna ungmennum líkamsburð og listdans
ásamt þekkingunni sem við höfum byggt upp af því að
veita konum sambærilega þjónustu í gegnum tíðina.
Mótun BM
Áhersla lögð á styrk, liðleika
og góðan líkamsburð.
Mótandi æfingar fyrir kvið,
rass- og lærvöðva.
Fit Form 60+
Alhliða líkamsrækt
sem stuðlar að auknu
þreki, þoli, liðleika og
frábærri líðan.
Opna kerfið 1-2-3
Bjóðum röð af 30
mínútna krefjandi
tímum í opna kerfinu.
Einkaþjálfun
Þjálfarar JSB eru fagmenn og vita
nákvæmlega hvað þarf til að ná
settum markmiðum og aðstoða
við aðhald ef þess er óskað
Kynntu þér fjölbreytt úrval af námskeiðum og opnum tímum á jsb.is
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 2 4 . ág ú s t 2 0 1 7
2
4
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
9
0
-0
6
8
4
1
D
9
0
-0
5
4
8
1
D
9
0
-0
4
0
C
1
D
9
0
-0
2
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K