Fréttablaðið - 24.08.2017, Page 48

Fréttablaðið - 24.08.2017, Page 48
MarkMenn Hreiðar Levý Guðmundsson Aron Rafn Eðvarðsson Hægra Horn Leó Snær Pétursson Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss. Handbolti Það stefnir allt í að Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili verði sú sterkasta í áraraðir. Deildin var mjög góð á síðasta tímabili en í sumar hafa 13 leikmenn komið heim úr atvinnumennsku og þeir munu styrkja deildina til mikilla muna. Að sama skapi hafa fáir leikmenn farið út í atvinnumennsku í sumar. Hér á síðunni má sjá hvaða tólf atvinnumenn eru komnir heim. Þeirra á meðal eru þrír sem voru í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2 0 0 8 o g bronsverðlauna á EM 2010; Snorri Steinn Guðjónsson, B j ö r g v i n P á l l G ú s t avs s o n o g H r e i ð a r L e v ý Guðmundsson. Þar fyrir utan eru tveir fastamenn í landsliðinu komnir heim, Bjarki Már Gunnarsson og Aron Rafn Eðvarðsson, líkt og Atli Ævar Ingólfsson sem átti góð ár í Svíþjóð og hefur bankað á landsliðsdyrnar. Þá er besti leikmaður Olís-deildarinnar 2014-2015, Björgvin Hólmgeirsson, kominn aftur heim eftir tveggja ára dvöl í Dúbaí sem og Árni Þór Sigtryggsson, Einar Ingi Hrafnsson og Pétur Pálsson sem spiluðu sem atvinnumenn í fjölda ára. Þorgrímur Smári Ólafsson og Leó Snær Pétursson stoppuðu styttra við í atvinnumennskunni en gerðu ágæta hluti. Það eru ekki bara tólf atvinnumenn sem eru komnir heim heldur er Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, kominn aftur í Olís- deildina eftir tveggja ára hlé. Patrekur er tekinn við Selfossi sem endaði í 5. sæti deildarinnar í fyrra. „ Ég m a n a ð deildin var ágætlega góð þegar ég var með Haukana 2013-2015. En hún er töluvert sterkari núna,“ sagði Patrekur þegar Fréttablaðið leitaði álits hans á heimkomu atvinnumannanna. „Þetta eru í sumum tilfellum menn sem eru búnir að vera lengi úti og í öðrum tilfellum menn sem eru yngri og hafa ekki verið jafn lengi úti. Það eru misjafnar ástæður. En ég held að þetta sé mjög gott fyrir deildina og íslenskan handbolta.“ Patrekur segir að þótt Olís-deildin sé ekki atvinnumannadeild sé umgjörðin í kringum liðin góð. „Við erum með marga góða þjálfara og bjóðum upp á eins gott umhverfi og hægt er. Auðvitað er þetta ekki 100% atvinnumennska en flest lið eru að gera vel miðað við aðstæður,“ sagði Patrekur og bætti því við að reynsla leikmannanna sem eru komnir heim geti reynst yngri samherjum þeirra vel. „Það er mikilvægt að þeir sem hafa verið í atvinnumennsku geti miðlað af reynslu sinni til yngri leikmanna. Blandan er mikilvæg,“ sagði þjálfarinn. Olís-deild karla hefst með leik Hauka og ÍR sunnudaginn 10. september nk. ingvithor@365.is Við erum komnir heim Þrettán atvinnumenn hafa snúið heim og spila í Olís-deild karla í handbolta í vetur. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, segir þetta jákvætt fyrir deildina. vinstri skytta Þorgrímur Smári Ólafsson Magnús Óli Magnússon Björgvin Hólmgeirsson Snorri Steinn Guðjónsson 2 4 . á g ú s t 2 0 1 7 F i M M t U d a g U R28 s p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Skemmtanir Árshátíðir Grímuböll Dimmisjón ofl. & ofl. Ykkar skemmtun.... ....okkar fókus Full búð af nýjum vörum! Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34 Síðan 1918 Hægri skytta Árni Þór Sigtryggsson Björgvin Páll Gústavsson Leikstjórnandi Atli Ævar Ingólfsson Bjarki Már Gunnarsson Einar Ingi Hrafnsson Pétur Pálsson LínuMenn 2 4 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 8 F -F 2 C 4 1 D 8 F -F 1 8 8 1 D 8 F -F 0 4 C 1 D 8 F -E F 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 2 3 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.