Fréttablaðið - 24.08.2017, Page 50
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigríður Hermanns
Vestursíðu 9, Akureyri,
lést föstudaginn 18. ágúst.
Útför hennar hefur farið fram.
Innilegar þakkir til starfsfólksins
í Lögmannshlíð fyrir góða umönnun.
Friðrik Jóhannsson Eygló Björnsdóttir
Sólveig Margrét Jóhannsd. Sushant Sinha
Ásta Jóhannsdóttir
Guðrún Birna Jóhannsdóttir Guðmundur Örn Njálsson
ömmu- og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra
sem sýndu okkur hlýhug og samúð
vegna andláts systur okkar og frænku,
Kristínar S. Árnadóttur
Grandavegi 47.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á
hjúkrunarheimilinu Grund, deild V2.
Fjölskylda hinnar látnu.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Brynja Óskarsdóttir
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
laugardaginn 12. ágúst síðastliðinn.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sóltúns fyrir
góða umönnun og hlýju.
Edda Hilmarsdóttir Rafn Guðlaugsson
Ólöf Hilmarsdóttir Sigurður Bernódusson
barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn.
Sunnudagaskólinn er trúlega þekktasti skóli landsins en kirkjur landsins bjóða upp á starf á sunnudögum þar sem börnin mæta með foreldrum sínum, öfum, ömmum eða
eldri systkinum og eiga stund í kirkjunni.
Skólinn hefst þriðja september og var
Regína Ósk Óskarsdóttir fengin til að
syngja nýtt lag til að marka upphaf
skólaársins.
Sunnudagaskólinn er samt ekki form-
legur skóli. Hann er ekki einu sinni alltaf
á sunnudögum. Þess vegna gengur hann
víða undir nafninu barnastarf kirkj-
unnar. Barnastarfið er víða fjölsótt og
fjörugt en einnig er hægt að finna litla
og notalega sunnudagaskóla. Tónlistin
er í hávegum höfð þar sem er sungið og
dansað við fjörug lög. Fræðslan fer fram
með aðstoð stuttmynda þar sem Hafdís
og Klemmi, Nebbi eða Tófa sýna hvað
í þeim býr og er húmorinn ekki langt
undan. Að þessu sinni ber fræðsluefni
barnastarfsins yfirskriftina Í öllum litum
regnbogans þar sem lífinu er fagnað í
allri sinni dýrð.
Regína segir að hún hafi verið að
mæta í sunnudagaskólann með sínum
börnum en dóttir hennar leikur einmitt
í myndbandinu Í sjöunda himni sem
gert var fyrir tveimur árum. Þá hefur
hún og Sig ur sveinn Þór Árna son,
eiginmaður hennar, stýrt nokkrum
sunnudagaskólum í Lindakirkju.
„Ég hef verið að mæta í Lindakirkju
með krakkana mína og svo kom Guð-
mundur Karl Brynjarsson, prestur í
Lindakirkju, til mín einhvern tímann
og spurði hvort ég vildi ekki stýra skól-
anum með sér. Ég tók nokkra sunnudaga
sem gekk vel. Maðurinn minn var með
gítarinn og við áttum þar góða stund
með börnunum.“
Hún segir að þegar hún hafi verið
beðin um að syngja nýja lagið hafi hún
ekkert þurft að hugsa sig um. „Fyrir
tveimur árum gerðu þeir myndband
í fyrsta sinn sem vakti athygli. Þá lék
dóttir mín í myndbandinu. Núna var
ég beðin um að syngja þetta nýja lag
og klára ferlið sem þeir Guðmundur og
Þorleifur Einarsson höfðu byrjað. Mynd-
band fylgir og er dóttirin aftur með.“
Hún segir að lagið sé stutt og það sé smá
Grease fílingur í því. „Þetta er hnitmiðað
lag. Þetta er gleðilag, það er gleði í því
og pínulítið Grease meira að segja. Þor-
leifur leikstýrir svo myndbandinu sem
og að semja lag og texta. Við sömdum
svo hreyfingar með.
Krökkum finnst svo gaman að hafa
hreyfingar með lögum. Ég þekki það
eftir að hafa verið að kenna krökkum í
mörg ár,“ segir hún. benediktboas@365.is
Regína Ósk í grísfílingi
í sunnudagaskólanum
Regína Ósk Óskarsdóttir mun syngja nýtt lag, Í öllum litum regnbogans, fyrir sunnudaga-
skólann, eða barnastarf kirkjunnar, sem hefst eftir tíu daga. Að þessu sinni ber fræðslu-
efni barnastarfsins yfirskriftina Í öllum litum regnbogans þar sem lífinu er fagnað.
Við upptökur á laginu Í öllum litum regnbogans. Þar kom saman fjöldi krakka sem kunna sunnudagaskólalögin.
Regína Ósk
Óskarsdóttir
flytur lag Þorleifs
Einarssonar en
hún hefur stýrt
söngskóla Maríu
Bjarkar við góðan
orðstír.
FRéttaBlaðið/EyÞÓR
Áhorfendur Stöðvar 2 sitja margir límdir
við skjáinn á sunnudögum þegar þátta-
röðin Baby Boy Blue er sýnd. Þættirnir
segja frá hinu óhugnanlega morði á Rhys
Jones sem var aðeins 11 ára þegar hann
var skotinn. Þáttaröðin hefur fengið mikið
lof frá gagnrýnendum.
Á þessum degi fyrir áratug voru tveir
unglingspiltar, 14 og 18 ára, handteknir í
Bretlandi í tengslum við morðið. Guttinn
var á leiðinni heim til sín af fótboltaæfingu
ásamt tveimur félögum sínum þegar
unglingspiltur kom að á reiðhjóli og skaut
þremur skotum úr byssu. Eitt skotið lenti í
hálsi Jones og var hann úrskurðaður látinn
á sjúkrahúsi stuttu síðar.
Rhys Jones bjó heima hjá foreldrum
sínum og sautján ára bróður. Breskir
fjölmiðlar höfðu eftir Bernard Hogan-
Howe, yfirlögregluþjóni í Liverpool, að
morðið væri ekki aðeins hræðilegt fyrir
fjölskylduna heldur bæjarfélagið í heild.
Í tilkynningu frá lögreglunni voru bæði
íbúar í nágrenninu og allir sem tengjast
glæpasamfélaginu þar hvattir til að að-
stoða lögregluna við að upplýsa málið.
„Við höfum oft áður lent á þagnarmúr
en nú er nóg komið og þegar ellefu ára
drengur er skotinn verður samfélagið að
taka höndum saman,“ sagði Simon Byrne
aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Eins og áhorfendur hafa fengið að
kynnast í gegnum þáttaröðina var það
einmitt það sem gerðist. Allir sem voru
grunaðir í málinu sögðu ekkert og sýndu
engan samstarfsvilja.
Sean Mercer var að lokum dæmdur
fyrir morðið og þeir James Yates, Nathan
Quinn, Gary Kays og Melvin Coy fengu
allir þunga dóma. Þá fékk móðir Mercers
þriggja ára dóm fyrir að hindra réttvísina
en hún laug ítrekað að lögreglunni. – bb
Þ ETTA G E R ð i ST 2 4 . ÁG ú ST 2 0 0 7
Fyrstu handtökur í máli Rhys Jones
79 Vesúvíus gýs. Borgirnar Pompeii, Herculaneum og Stabiae
grafast í ösku.
1215 Innósentíus 3. páfi lýsir Magna Carta ógilt.
1608 Fyrsti opinberi fulltrúi Bretlands stígur á land við Surat á
Indlandi.
1841 Bjarni Thorarensen, amtmaður og skáld, deyr 54 ára
gamall. Jónas Hallgrímsson yrkir um hann erfiljóð sem hefst
þannig: Skjótt hefur sól brugðið sumri...
1899 Jorge Luis Borges, argentínskur rithöfundur og skáld,
fæðist.
1906 Ritsími á milli Skotlands og Íslands um Hjaltland og
Færeyjar er opnaður og er sæsímastrengurinn 534 sjómílur á
lengd.
1944 Sveinn Björnsson, forseti Íslands, og Franklin D.
Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, ræðast við í Hvíta
húsinu í Washington, en Sveinn var í opinberri heimsókn í
Bandaríkjunum.
1968 Norræna húsið í Reykjavík er vígt. Finnski arkitektinn
Alvar Aalto teiknaði bygginguna. Norðmaðurinn Ivar Eskeland
er ráðinn fyrsti forstöðumaður hússins.
1980 Fyrstu alþjóðlegu rallkeppni á Íslandi lýkur eftir fimm
daga keppni.
1983 Fjölmennur fundur í Reykjavík, sem haldinn er í
veitingahúsinu Sigtúni af svokölluðum Sigtúnshópi, krefst
breytinga á húsnæðislánakerfinu.
1991 Úkraína fær sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
2006 Á þingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga er samþykkt að
telja Plútó ekki lengur til reikistjarna sólkerfisins.
2008 Ísland vinnur silfurverðlaun í handbolta á
Ólympíuleikunum í Peking.
2012 Dómur er kveðinn upp yfir fjöldamorðingjanum Anders
Behring Breivik, sem myrti 77 manns sumarið 2011, með
öflugri bílasprengju í miðborg Óslóar og svo með skotárásum
í Útey.
Merkisatburðir
2 4 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R30 t í M A M ó t ∙ F R É t t A B L A ð I ð
tímamót
2
4
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
8
F
-D
F
0
4
1
D
8
F
-D
D
C
8
1
D
8
F
-D
C
8
C
1
D
8
F
-D
B
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
_
2
3
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K