Fréttablaðið - 27.09.2017, Side 10

Fréttablaðið - 27.09.2017, Side 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Sumir stjórnmálamenn sem sátu á Alþingi á árunum fyrir og eftir hrunið segja að skynja hafi mátt eðlisbreytingu í samskiptum við kjósendur fyrir og eftir 6. október 2008. Eðlis-breytingin var sýnileg í þeim skilningi að hún fólst í breyttu viðmóti. Vantraustið var áþreifanlegt. Leiða má líkur að því að aldrei hafi almennilega gróið um heilt vegna þessa djúpstæða vantrausts sem varð í íslensku samfélagi gagnvart löggjafanum og fram- kvæmdarvaldinu eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Röð erfiðra mála og misheppnaðar tilraunir til að endurheimta traust á stjórnmálunum á Íslandi á síðustu árum hafa síðan gert þessa stöðu enn brot- hættari. Wintris-málið og Panamaskjölin eyðilögðu þá uppbyggingu sem hafði átt sér stað í sjö ár þar á undan. Mikil útbreiðsla og notkun samfélagsmiðla og kvik umræða á netinu hefur síðan ýtt undir vænisýki stjórnmálamanna sem glíma stundum við óöryggi fyrir. Í bergmálsherbergjum samfélagsmiðlanna er erfitt fyrir stjórnmálamenn að glöggva sig á eigin stöðu þar sem frammistaða þeirra er mæld í rauntíma. Segja má að samfélagsmiðlarnir byrgi stjórnmálamönnunum sýn í þessum skilningi. Þetta er óheppileg og jafnframt flókin staða. Hinn 28. október næstkomandi fara fram þriðju alþingiskosningarnar hér á landi á fjórum árum. Ef marka má skoðanakannanir geta engir tveir flokkar myndað meirihluta í kosningunum. Ákall Bjarna Bene- diktssonar forsætisráðherra um sterka tveggja flokka ríkisstjórn ætlar ekki að speglast í raunveruleikanum. Hætt er við því að eftir kosningar verði of mikil dreifing á fylginu sem mun leiða til þess að sú pólitíska óvissa sem skapaðist eftir síðustu kosningar og leiddi að lokum til stjórnarkreppu láti á sér kræla á ný. Þetta er staða sem allir tapa á. Að þessu virtu er mikilvægt að kjörnir fulltrúar skynji skyldur sínar og ábyrgð. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, áréttaði þær eftir fund með forsætisráðherra þegar hann féllst á þingrof 18. september: „Engin meiri- hlutastjórn í sögu lýðveldisins hefur setið skemur en sú sem baðst lausnar í fyrradag. Fólk hlýtur að vænta þess að þeir, sem kjörnir verða til setu á Alþingi í næsta mán- uði, geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð og skyldu að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. (…) Þingið er þunga- miðja stjórnskipunar okkar; þangað sækja ráðherrar og ríkisstjórn umboð sitt, þangað horfir fólk þegar það æskir endurskoðunar á lögum landsins, og því er svo mikilvægt að þingið njóti virðingar manna á meðal, að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði forsetinn. Í ríkjandi andrúmslofti vantrausts og í ljósi þeirrar óvissu sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur fjölflokka- kerfisins er mikilvægt að kjósendur upplifi það ekki sem hugmyndafræðileg svik ef flokkar sem eru á önd- verðum meiði í pólitískum skilningi hefji samstarf á grundvelli málamiðlana. Stjórnmálamenn þurfa að kyngja stoltinu og kjósendur einnig ef tryggja á stöðugt stjórnarfar hér á landi sem er orðið löngu tímabært. Heilræði Guðna Að þessu virtu er mikilvægt að kjörnir fulltrúar skynji skyld- ur sínar og ábyrgð. Roar og Maríella Fréttablaðið greindi frá úrskurði mannanafnanefndar í gær. Kom þar fram að nefndin hefði hafnað karlmannsnafninu Roar og millinafninu Breiðfjörð. Hins vegar voru nöfnin Ava, Gnádís, Maríella, Dáð og Erasmus samþykkt. Þótt nefndin eigi að samþykkja og hafna nöfnum eftir fyrirfram ákveðnum reglum er afar undarlegt og raunar ósann- gjarnt að yfirvöld ákveði hvað fólk megi og megi ekki heita. Íslensk tunga glatast ekki þótt einn og einn maður heiti Roar og Roar yrði ekki verri mann- eskja en hver annar. Vonandi verður þessi nefnd lögð niður á komandi kjörtímabili. thorgnyr@frettabladid.is Stöngin út Kosningabaráttan er skammt á veg komin. Þó er líklegt að eftirminnilegustu ummæli baráttunnar hafi þegar verið látin flakka. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að jafn mikilvægt væri að bjarga búum og fjölskyldum bænda og að bjarga ungum börnum sem hingað höfðu leitað frá Afganistan og Nígeríu. Ummælin kunna að gagnast Gunnari Braga í baráttunni við Ásmund Einar Daðason um efsta sæti á lista bændaflokksins góða í Norðvesturkjördæmi. En senni- lega munu þau ekki fara vel í kjós- endur almennt í þingkosningum. jonhakon@frettabaldid.is IS.WIDEX.COM Hlustaðu nú! Nánari upplýsingar á vefsíðunni Um nokkurt skeið hef ég sagt að líklega hafi aldrei verið jafn bjart fram undan hjá okkur Íslend-ingum og í dag. Við höfum með afar farsælum hætti leyst úr helstu viðfangsefnum eftirhrunsáranna og lifum nú okkar lengsta samfellda hagvaxtarskeið. Því samhliða vex bjartsýni landsmanna enda eru tækifærin víða. Fólk vill láta til sín taka, gera betur, sækja fram og byggja upp landið okkar. Ein mikilvæg forsenda þess að úr tækifærum lands- manna rætist er að stjórnmálin virki. Eins og sakir standa er augljóst að svo er ekki. Við töpum dýrmætum tíma með því að efna til kosn- inga, einungis ári eftir þær síðustu. Pólitískur óstöðug- leiki býður einnig heim ýmiss konar hættu og kostnaði. Þegar hefur komið fram að stjórnarslitin hafi á fyrsta degi þurrkað út 32 milljarða sparnað landsmanna. Væntingar um verðbólgu hækkuðu á mörkuðum en það getur leitt til hærri vaxta. Fleira mætti tína til, fjár- festar, bæði innlendir og erlendir, hafa tilhneigingu til að halda að sér höndum þar sem pólitísk óvissa ríkir. Slíkt dregur úr hagvexti og störf tapast. En jafnvel þótt við horfum fram hjá bæði tíma og fjármunum þá er endurheimt stöðugleika í stjórnarfari mikils virði sem sjálfstætt mál. Líkur á því að samstaða og samheldni meðal landsmanna vaxi helst í hendur við að stjórnmálin fari að virka á nýjan leik. Í því einu og sér eru þess vegna fólgin mikil samfélagsleg verðmæti. Með hjálp kjósenda getum við komið aftur röð og reglu á stjórnarfarið. Við eigum að hafna því að stjórn- málin hrökkvi í baklás þegar á móti blæs. Það er ekki til árangurs fallið að setja öðrum í sífellu afarkosti þegar mynda þarf starfhæfa ríkisstjórn eða fá niðurstöðu í stór framfaramál. Það þarf meiri ábyrgð, festu og sátt- fýsi. Kosningarnar nú eru vissulega merki um óstöðug- leika og óvissan kostar tíma og fjármuni. En um leið eru þær stórkostlegt tækifæri til að skapa betri grundvöll fyrir sterkari stjórnmál sem virka. Nýtum þetta tæki- færi vel. Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson formaður Sjálf- stæðisflokksins Ein mikilvæg forsenda þess að úr tæki- færum landsmanna rætist er að stjórnmálin virki. Eins og sakir standa er augljóst að svo er ekki. 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U D A G U r10 s K o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D B -B 4 0 8 1 D D B -B 2 C C 1 D D B -B 1 9 0 1 D D B -B 0 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.