Fréttablaðið - 27.09.2017, Side 12

Fréttablaðið - 27.09.2017, Side 12
 SAMGÖNGU- OG SVEITARSTJÓRNARRÁÐUNEYTIÐ Samgönguráð Samgönguþing 2017 28. september 2017 á Hótel Örk í Hveragerði Dagskrá Kl. 10:00 Bæjarstjóri Hveragerðis, Aldís Hafsteinsdóttir, býður fundargesti velkomna Ávarp Jóns Gunnarssonar ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála Kl. 10:15–11:15 Samgönguáætlun – staða Formaður samgönguráðs, Ásmundur Friðriksson Forsvarsmenn samgöngustofnana – pallborð Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið – Sigurbergur Björnsson Vegagerðin – Hreinn Haraldsson Samgöngustofa – Þórólfur Árnason Isavia – Björn Óli Hauksson Kl. 11:15 Framtíðarsýn í samgöngum – Guðmundur Freyr Úlfarsson prófessor við HÍ 11:45 Hádegishlé Kl. 12:20 Hvítbók: Ákvarðanataka í samgöngum – dr. Gunnar Haraldsson hagfræðingur Kl. 12:45 Flug sem almenningssamgöngur og mikilvægi þess fyrir búsetugæði á landsbyggðinni – Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar Kl. 13:10 Góðar samgöngur, grunnur samkeppnishæfs samfélags – Haukur Óskarsson tæknifræðingur Kl. 13:25 Framkvæmdir á stofnvegum út frá höfuðborgarsvæðinu – dr. Eyjólfur Árni Rafnsson verkfræðingur – kynning – umræður Kl. 14:15 Málstofur a. Umferðaröryggi – nýjar áskoranir og verkefni b. Orkuskipti í samgöngum og loftslagið c. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu d. Hafnamál og nýjungar í útgerð Kl. 15:15 Kaffi Kl. 15:30 Samantekt úr málstofum Kl. 16:00 þinglok – léttar veitingar Fundarstjóri er Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar Boðið verður upp á ókeypis far með rafrútu á þingið. Farið verður frá samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu við Sölvhólsgötu kl. 09:00 og komið við á bensínstöðinni í Norðlingaholti um kl. 09:15. Lagt verður af stað til Reykjavíkur frá Hótel Örk kl. 17:00. Komið verður við á bensínstöðinni í Norðlingaholti á leiðinni að samgöngu- og sveitar stjórnarráðuneytinu. Þangað verður komið um kl. 18:00. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: kristin.hjalmarsdottir@srn.is. Þátttakendur eru jafnframt beðnir að taka fram hvort þeir þiggja far með rútu á þingstað. 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U D A G U r12 s p o r t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð sport Liverpool þurfti að sætta sig við annað jafntefli Liverpool þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Spartak Moskvu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Níu ár eru síðan liðið komst síðast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool átti sautján marktilraunir í gær, en tókst ekki að tryggja sér sigurinn. Er liðið því með tvö stig eftir tvo leiki í E-riðli. Fréttablaðið/getty Nýjast meistaradeild evrópu S. Moskva - liverpool 1-1 1-0 Fernando (23.), 1-1 Philippe Coutinho (31). Man. City - Shaktar 2-0 1-0 Kevin de Bruyne (48.), 2-0 Raheem Sterling (90). aPOel - tottenham 0-3 1-0 Harry Kane (39.), 2-0 Kane (62.), 3-0 Kane (67). Dortmund - real Madrid 1-3 0-1 Gareth Bale (18.), 1-2 Cristiano Ronaldo (50), 1-2 Pierre-Emerick Aubameyang (54.), 1-3 Ronaldo (79.) Sevilla - Maribor 3-0 Napoli - Feyenoord 3-1 besiktas - rb lepzig 2-0 Monaco - Porto 0-3 Í dag 18.15 Meistarad.messan Sport 18.40 CSKa - Man. Utd Sport 2 18.40 atletico - Chelsea Sport 3 18.40 PSg - bayern Sport 4 18.40 Sporting - barcel. Sport 5 20.45 Meistarad.mörkin Sport KR eR úR leiK Íslandsmeistarar KR í körfubolta eru úr leik í evrópukeppninni eftir tap fyrir Belfius Mons-Hainaut. lokatölur urðu 84-71 fyrir Belfius. Fyrri leikur liðanna fór 67-88 í Frostaskjólinu, svo KR tapaði því einvíginu samanlagt 172-138. Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamestur KR-inga með 20 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar. Næstur kom Darri Hilmarsson með 17 stig og 2 fráköst. Staðan í hálfleik var 41-38, en þá var orðið ljóst að KR-ingar næðu ekki að vinna upp muninn frá fyrri leiknum. FótboLtI Manchester United á góðar minningar frá Moskvu. Þar varð félagið Meistaradeildarmeist- ari árið 2008 eftir dramatískan úrslitaleik gegn Chelsea þar sem úrslit réðust ekki fyrr en eftir víta- spyrnukeppni. Það eru engin slík verðlaun í boði í kvöld er liðið sækir CSKA Moskvu heim í A-riðli Meistara- deildarinnar. Þetta er toppslagur í riðlinum enda unnu bæði lið sína leiki í fyrstu umferð. Man. Utd lagði Basel á heimavelli á meðan CSKA sótti sterkan útisigur gegn Benfica í Portúgal. Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið lenda saman í riðli í Meistara- deildinni og CSKA hefur aldrei náð að vinna. liðin hafa þó tvisvar gert jafntefli í fjórum leikjum. Í Moskvu fór 0-1 fyrir United en árið 2015 gerðu liðin 1-1 jafntefli. Man. Utd verður án Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Car- rick en þeir eru allir meiddir. Allt miðjumenn og munar um minna. „Við eigum ekki margar lausnir en munum reyna að setja saman lið fyrir þennan leik sem hefur gæði og jafnvægi. Takmarkið er alltaf að sækja til sigurs,“ segir Jose Mour- inho, stjóri Man. Utd, en hann segist eiga eftir að sakna Fellaini sérstaklega mikið en hann meidd- ist í leiknum gegn Southampton á dögunum. „Hann var heppinn að meiðast ekki verr en ella. Hann hefði getað verið lengur frá en ég reikna ekki með honum næstu vikurnar.“ gaman að mæta Neymar Margir bíða slefandi af spennu fyrir leik PSG og Bayern en þar fær franska ofurliðið loksins verðugan andstæðing í vetur. lið PSG var mjög gott en viðbótin með Neymar og Kylian Mbappé gerir liðið auð- vitað stórkostlegt. Joshua Kimmich, varnarmaður Bayern, bíður mjög spenntur eftir því að fá tækifæri til þess að glíma við Neymar. „Ég er ekkert hræddur við að mæta Neymar. Bara spennt- ur. Neymar er sá besti í heiminum einn á einn þannig að það verður einstaklega gaman að glíma við hann,“ sagði Þjóðverjinn brattur. „Maður æfir alla daga fyrir svona leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta.“ Þessi lið munu klárlega berjast um toppsætið í þessum riðli en PSG valtaði yfir Celtic í fyrstu umferð, 5-0, á meðan Bayern vann sann- færandi 3-0 sigur á Anderlecht. henry@frettabladid.is Moskva bíður eftir Manchester United Mjög áhugaverðir leikir eru á dagskrá Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Man. Utd fer til Moskvu og hið moldríka félag PSG tekur á móti Bayern München. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United Fréttablaðið/getty 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D B -A 0 4 8 1 D D B -9 F 0 C 1 D D B -9 D D 0 1 D D B -9 C 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.