Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2017, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 27.09.2017, Qupperneq 26
NÝI HEIMSMEISTARINN Fyrsti stóllinn sem er hannaður með nútíma tækni í huga. https://innx.is/vara/gesture/ GESTURE InnX Skrifstofuhúsgögn | Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogi | Sími 577 1170 | innx@innx.is | Opið virka daga frá 9:00 til 17:00 Guðmundur, eða Mummi eins og hann er jafnan kallaður, stofnaði fyrirtækið Ice Group utan um útflutning á sjávarafurðum árið 1997. Ári síðar kom Halla inn í líf hans og saman gengu þau í heilagt hjónaband. „Mér fannst aldrei neitt spursmál að vinna með Mumma,“ segir Halla sem vann vaktavinnu í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli áður en hún hóf störf hjá eiginmanninum árið 2003. „Okkur Mumma fannst við ekki hittast nóg og því hentaði vakta- vinnan ekki lengur. Ég vann alltaf aðra hverja helgi og það þótti okkur of mikil fórn í hjónabandinu. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt svo ég ákvað að breyta til og prófa að vinna hjá Mumma, þrátt fyrir að hafa aldrei unnið á skrifstofu fyrr né setið á rassinum allan daginn. Það kom á óvart hvað vinnan var skemmtileg og ég er hér enn, fjórtán árum síðar,“ segir Halla, sem sér um tollskýrslu- gerð og útflutningspappíra á skrif- stofu Ice Group, þar sem Mummi er framkvæmdastjóri. „Við hjónin erum samstíga, sam- hent og einhuga. Það hefur mikið að segja. Við erum líka mjög góðir vinir og ætli það sé ekki vegna vináttunn- ar sem þetta hefur gengið eins og í sögu. Við höfum allavega ekki fengið nóg af hvort öðru þótt við séum alltaf saman og ég hef aldrei upplifað þá tilfinningu. Auðvitað er fullt af fólki sem botnar ekkert í því hvernig við getum verið saman dagana langa, en í okkar tilfelli er það mjög auð- velt; við vinnum saman og erum í hestunum saman,“ segir Halla. Mummi er fæddur og uppalinn í Sandgerði en Halla í Keflavík, þar sem þau hjónin búa og starfa. Þau eru einnig með annan fótinn á hestabúgarði sínum á Litla-Landi í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. „Okkur hjónin vantaði sameigin- legt áhugamál inn í hjónabandið. Mummi hafði verið í hestum á yngri árum og þegar hann spurði mig hvort ég væri til í að prófa hesta- mennsku árið 2006, ákvað ég að slá til. Ég hafði þá aldrei farið á hestbak en hef svo sannarlega ekki séð eftir því. Nú fer frítími okkar mestmegnis í hestana og förum við allar helgar og öll sumarfrí austur á Litla-Land,“ segir Halla, en hrossin koma til Keflavíkur þegar haustar. „Það eru samantekin ráð að tala ekki um vinnuna þegar vinnudegi lýkur og það hefur tekist mjög vel. Á kvöldin erum við hjónin heimakær og reynum ekkert að splitta okkur sitt í hvora áttina heldur förum bara í hestagallann og í hesthúsið,“ segir Halla, en þau Mummi eiga fjögur börn og sex barnabörn, þar af eitt sem er með þeim í hestamennsk- unni. „Vitaskuld er þetta ekkert alltaf hallelúja en kostirnir eru miklu meiri en gallarnir og við rífumst aldrei í vinnunni,“ segir Halla, en þá gellur í Mumma: „Ekki enn þá!“ og þau hjónin skella upp úr. „Ég mæli hiklaust með því að hjón vinni saman ef þau eru góðir vinir í hjónabandinu,“ segir Halla. „Mér finnst mikill kostur að geta verið með Mumma allan daginn og það er alveg frábært að vinna með honum. Flestir vinna allan daga frá sínum nánustu og koma svo þreyttir heim á kvöldin. Því eru það forréttindi að geta átt fleiri samverustundir en ella og notið lífsins saman í starfi og leik. Ég vildi allavega ekki snúa aftur í gamla farið eftir þessa góðu reynslu sem við hjónin höfum af því að vinna saman og stunda áhugamál okkar saman.“ Fá ekki nóg af hvort öðru Hjónin Guðmundur Gunnarsson og Þórhalla Maggý Sigurðardóttir eyða öllum vinnudögum saman á skrifstofu fyrirtækis síns, Ice Group í Keflavík. Þau eru samstíga vinir í hjónabandinu, hafa enn ekki rifist í vinnunni og segja dýrmæt forréttindi að mega eiga sem flesta daga saman. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@365.is Hjónunum Guð- mundi Gunnars- syni og Þórhöllu Maggý Sigurðar- dóttur þykja það forréttindi að mega eiga sem flestar samveru- stundir í lífi, starfi og leik. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . S e p t e M B e R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U RSKRIFStoFAN 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D B -A A 2 8 1 D D B -A 8 E C 1 D D B -A 7 B 0 1 D D B -A 6 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.