Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2017, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 27.09.2017, Qupperneq 30
Stóllinn Sayl frá stólaframleiðand- anum Herman Miller er notaður í þjálfunarbúðum British School of Osteopathy en skólinn sér- hæfir sig í skekkjulækningum. Golden Gate brúin í San Francisco var hönnuðinum Yves Béhar að yrkisefni við hönnun stólsins. Vinnuvistfræði í stólum Vefsíðan IndyBest á vegum bresku Independent-fréttasíðunnar gerði úttekt á bestu vinnu- vistfræðilegu skrifstofustólunum og valdi þá níu sem þóttu standa upp úr. Mera Klimastuhl frá Klöber eftir hönnuðinn Jörg Bern- auer er einn frumlegasti stóllinn á listanum. Stóllinn hefur innbyggða miðstöð sem leyfir fólki að stilla hita og kælingu eftir því sem við á en notuð er tækni úr bíla- iðnaðinum. Einnig er hægt að stilla stólinn á marga vegu, bæði bak, sæti og arma. Murray vinnuvistfræðilegi skrifstofustóllinn frá John Lewis þykir flottur. Hann gefur góðan stuðning og er með net í bakið sem leyfir loftun. Ekki skemmir verðið sem þykir afar hagstætt. Stólinn er hægt að stilla á marga mögulega vegu. Don Chadwick og Bill Stumpf hönnuðu Aeron stólinn árið 1992 en hann varð fljótlega einn söluhæsti skrifstofu- stóll í Bandaríkjunum. Hann þykir æði merkilegur í hönn- unarsögunni enda notuðu hönnuðirnir nútíma tækni og nýstárleg efni. Stóllinn hefur nú verið endurhannaður fyrir stólafram- leiðandann Hermann Miller. Til gamans má geta að þegar teikni- myndafígúran Homer Simpson fór til himna og hitti guð sat sá í Aeron stól. Back App stóllinn lítur kannski ekki út fyrir að vera mjög þægi- legur, en þar sem fæturnir hvíla á fót- skemli á stólnum getur fólk snúið sér á alla kanta án nokkurra vandræða. Þetta þykir einnig styrkja bakvöðvana sem oft vilja slappast við setu í venjulegum stólum. Mögulega fær fólk aðeins illt í mjóbakið fyrst um sinn meðan bakið er að styrkjast en það ætti að ganga yfir á um viku. Sæti hins skandínavíska HÅG Capisco Puls stóls er mótað eftir reiðhnakki. Hægt er að snúa í ýmsar áttir í stólnum. Þá er hægt að stilla stólinn nokkuð háan til að auka möguleika fólks til að tylla sér hálf standandi, auk þess sem hann passar þá vel við borð sem má hækka og lækka en þau eru orðin nokkuð vinsæl á skrifstofum. Einn kostur til viðbótar er að stóllinn er búinn til úr endur- unnum stuðurum af bílum. Markus stóllinn frá IKEA er með ódýrari skrifstofustólum sem þó stenst flestar þær kröfur sem gerðar eru til vinnu- vistfræðilegra skrifstofustóla sem henta jafnt almennum starfsmönnum og forstjórum. Býður upp á góðan stuðning, netið í bakið gefur góða loftun og hann má stilla á marga vegu. Hann fær einnig plús fyrir góðan stuðning við höfuð. Hins vegar þarf að setja hann saman sjálfur ... að sjálfsögðu. Pacific stóllinn frá Vitra var hannaður af Barber og Osgerby árið 2016. Þeir höfðu tækni og vinnuvistfræði að leiðarljósi við hönnunina en lögðu einnig áherslu á nútímalegt og mínímalískt útlit enda telja margir að hér sé kominn klassískur stóll sem muni lifa vel og lengi. Humanscale stóllinn er hann- aður af Niels Diffrient sem er einn af frumkvöðlum í vinnu- vistfræðilegri hönnun. Þetta er fyrsti stóllinn frá honum með neti í bakið. Stóllinn vegur ekki nema 11 kíló og er hann að mestu leyti búinn til úr endurunnu efni. Stóllinn lagar sig sjálfkrafa að líkam- anum. 8 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . S e P t e M B e R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U RSKRIfStofAN 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D B -9 B 5 8 1 D D B -9 A 1 C 1 D D B -9 8 E 0 1 D D B -9 7 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.