Fréttablaðið - 27.09.2017, Page 32

Fréttablaðið - 27.09.2017, Page 32
Fernando Abellanas hannar ljós og húsgögn á vinnustofu sinni sem hangir í margra metra hæð undir brú. Myndir/ Jose MAnuel PedrAJAs Aðstaðan virðist nokkuð þægileg undir brúnni.Hægt er að loka öllum hliðum á skrifstofunni til að fá næði. Fernando geymir sæng og kodda uppi í hillu og getur gist á skrif- stofunni þegar honum sýnist. Undir dynjandi umferðarnið Valenciaborgar á Spáni situr Fernando Abellanas og hannar ljós og húsgögn á útiskrif- stofunni sinni. Skrifstofan er undar- lega staðsett en hún hangir í margra metra hæð undir steinsteyptri brú. Í umfjöllun á vefsíðunni dezeen. com vill hönnuðurinn ekki gefa upp nákvæmlega hvar skrifstofan hans er staðsett. Hann segist oft langa til að teikna kofa eða afdrep á fáförnum eða vanhirtum stöðum og burðarvirkið undir þessari brú hafi strax kveikt með honum hugmynd um hvernig hægt væri að nota það sem loft og veggi, hann þyrfti einungis að búa til gólf. Það tók hann tvær vikur að hanna og smíða einfaldan pall úr járnprófílum og krossviðarplötum. Pallurinn rennur á hjólum eftir burðarbitunum undir brúnni og knúinn áfram með sveif. Upp í pallinn kemst hann við hinn enda brúarinnar. Fernando segir að með þessu nálgist hann aftur hugmyndina um leynikofa og afdrep sem krakkar útbúa sér gjarnan, til að vera í friði með sitt en samt í nálægð við heimilið. Í hans tilfelli í nálægð við hávært borgarlífið. Staðir sem þessir veki yfirleitt ekki athygli fólks og fari fram hjá flestum. Á skrifstofunni er hann með hill- ur, skrifborð og stól og litla gaslukt. Hann geymir sæng og kodda uppi í hillu og ef honum sýnist svo getur hann lokað hliðunum á pallinum og lagst til svefns. Útiskrifstofa á leynistað Fernando Abellanas, sjálflærður hús- gagna- og ljósahönnuður hefur kom- ið sér upp allsérstöku skrifstofurými, á færanlegum palli undir steinsteyptri brú í borginni Valencia. Á skrifstofunni er hann með hillur, skrifborð og stól og litla gaslukt. Hann geymir sæng og kodda uppi í hillu og ef honum sýnist svo getur hann lokað hliðunum á pallinum og lagst til svefns. TRANAVOGUR 1 104 REYKJAVIK, ICELAND TEL.: +354 588 9200 VARMA@VARMASF.IS WWW.VARMASF.IS BRYNJÓLFUR SCHRAM Tranavogur 1 • 104, Reykjavík S : 588 9200 • www.varmabok.is varma@varmabok.is DAGBÓKIN 2018 ER FARIN Í DREIFINGU! Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is 10 KynninGArBlAÐ 2 7 . s e P t e M B e r 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U RsKriFstoFAn 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D B -A F 1 8 1 D D B -A D D C 1 D D B -A C A 0 1 D D B -A B 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.