Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2017, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 27.09.2017, Qupperneq 38
Heimurinn er fullur af hljóðum sem við viljum fylgjast með – tali, hlátri, lækjarnið, fugla­ söng og þyt í laufi eða hljóði frá reið­ hjóli á gangbrautinni. Þegar heyrnin fer að daprast er mikilvægt að nýta sér nútímaheyrnartæki til að geta sinnt lífi og starfi óhindrað,“ segir Ellisif Katrín Björnsdóttir, heyrnar­ fræðingur hjá Heyrn í Kópavogi. Skert heyrn hafi áhrif á daglegt líf og líðan fólks. „Því miður gerist það að fólk fer að einangrast félagslega og getur ekki sinnt starfi sínu vegna heyrnar­ skerðingar. Það er í flestum tilfellum til lausn sem felst í heyrnartækjum. Háþróuð tækni tekur að fullu tillit til eðlilegs hæfileika heilans til að heyra og beina athyglinni að því sem þér finnst mikilvægt og gefur þér skýra og eðlilega tilfinningu fyrir hljóðunum í kringum þig. Í flóknu hljóðumhverfi tryggir gervigreind að þú getir einbeitt þér að því sem þú vilt án þess að missa af því sem er að gerast kring um þig,“ segir Ellisif. „Fólk með heyrnarskerðingu er það sem allt okkar starf snýst um. Okkar margverðlaunuðu ReSound Smart Hearing heyrnartæki hjálpa þeim sem eru heyrnarskertir við að taka meiri þátt, vera betur tengdir og hafa stjórn á hlutunum. Í stöðugt „snjallari“ heimi hugsum við stórt og setjum ný viðmið svo við getum breytt lífinu með krafti hljóðsins og með hjálp heyrnarfræðinga,“ segir Ellisif. Bætt heyrnarupplifun „Þú getur stýrt og sniðið virkni tækjanna eftir þínum persónulegu þörfum með nýja ReSound Smart 3D appinu svo þau virki sem best. Appið gefur einnig leiðbeiningar um heyrnartækin, með því geturðu fundið tækin ef þú manst ekki hvar þú lagðir þau frá þér og jafnvel notað fjarþjónustu heyrnarfræð­ ings.“ Tenging heyrnartækja við farsíma var þróuð í samvinnu við tæknirisann Apple og tækin virka sem heyrnartól við símann. Nánari upplýsingar eru á www.heyrn.is. „ReSound heyrnartækin eru svo haganlega gerð að maður verður að taka þau af sér til þess að sýna þau. Þau eru þar að auki svo þægileg að fólk gleymir því jafnvel að það sé með þau tækin,“ segir Ellisif. Ýmsir þráðlausir aukahlutir eru í boði frá ReSound sem nota má við heyrnartækin til að heyra betur úr fjarlægð eða við háværar aðstæð­ ur. Þeir vinna með tækjunum sem ein snjöll heild, t.d. slokknar á hljóðinu frá sjónvarpinu þegar síminn hringir en kviknar aftur þegar símtali lýkur. „Það er oft fjallað um kostnað við heyrnartæki en gleymist að fjalla um ávinninginn af því að heyra betur og að eiga snurðulaus sam­ skipti,“ segir Ellisif. „Mikilvægt er að velja sér heyrnartæki með aðstoð heyrnarfræðings sem getur leið­ beint um val og virkni réttu tækj­ anna. Hafa ber í huga að hjá flestum endast heyrnartæki að meðaltali um 5 ár, tækin eru í daglegri notkun frá morgni til kvölds og því lykil­ atriði að fólki líði vel með tækin og geti treyst á þau. Með því að mæta í endurstillingar og að láta þjónusta heyrnartækin reglulega fæst betri heyrnarupplifun og tækin endast lengur. Þetta ferli er endurhæfing á heyrninni og tekur mislangan tíma. Því fyrr sem heyrnarskerðing upp­ götvast og endurhæfing hefst, því betri árangur verður. Ekki láta heyrnarskerðingu aftra þér. Taktu til þinna ráða og fáðu tíma í heyrnargreiningu og jafnvel að prófa heyrnartæki. Þú veist ekki af hverju þú ert að missa fyrr en þú heyrir það.“ Snjöll heyrn er framtíðin ReSound Smart Hearing heyrnartæki gera fólki kleift að sinna lífi og starfi óhindrað eftir að heyrn daprast. Ellisif Katrín Björnsdóttir, heyrnarfræðingur hjá Heyrn, segir mikilvægt að nýta tæknina. ReSound heyrnar- tækin eru haganlega gerð og þægileg. Ellisif Katrín Björnsdóttir, heyrnarfræðingur hjá Heyrn. mynd/Anton BRinK 20% afsláttur af húsgögnum og ljósum Ármúla 23, 108 Reykjavík S : 553-0605 www.amira.is 10 KynninGARBLAÐ FÓLK 2 7 . S E p t E m B E R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D B -A A 2 8 1 D D B -A 8 E C 1 D D B -A 7 B 0 1 D D B -A 6 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.