Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2015, Side 13

Skinfaxi - 01.11.2015, Side 13
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 13 Ungmennafélagið Stjarnan í Garðabæ varð Norðurlanda- meistari í hópfimleikum 2015 en mótið fór fram í Vodafone- höllinni að Hlíðarenda 31. októ- ber sl. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem félagið vinnur þennan titil. Þess má geta að Gerpla var handhafi síðustu tveggja Norðurlandameistara- titla þ.e. 2011 og 2013. S tjarnan fékk 17.350 stig fyrir æfingar á trampólíni og frábær frammistaða í gólfæfingum gaf liðinu 22.533 stig. Þar með var tónninn gefinn, en Stjarnan háði harða keppni við sænska liðið Örebro um efsta sætið. Síðasta greinin var æfingar á dýnu. Stjarnan hélt áfram sínu striki og framkvæmdi dýnuæfingarnar frá- bærlega sem skilaði liðinu 18.050 stigum. Það dugði alla leið en samtals fékk Stjarnan 57.933 stig. Norðurlandameistaratitillinn var í höfn og Stjarnan fagnaði glæstum sigri. Örebro fékk silfurverðlaun með 56.650 stig og Höganås hreppti bronsverðlaun með 55.700 stig. Gerpla hafnaði síðan í fjórða sæti með 54.600 stig. Ungmennafélagið Stjarnan Norðurlandameistari í hópfimleikum: MIKLAR FÓRNIR EN VEL ÞESS VIRÐI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.