Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2015, Side 16

Skinfaxi - 01.11.2015, Side 16
16 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands U ngmennafélag Íslands hefur í gegnum árin veitt styrki ungu fólki sem hefur stundað nám við lýðháskóla í Danmörk. UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn hafa gert með sér samstarfssamning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna við lýð- háskóla í Danmörku. Højskolernes Hus held- ur utan um alla lýðháskólana og því er náms- framboðið mjög fjölbreytt. Markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Þetta er tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið. „Áhuginn fyrir námi í lýðháskólunum í Danmörku hefur verið að taka mikinn kipp. Sérstaklega í ljósi þessa samstarfssamnings hefur skólunum verið gert kleift að koma hingað til Íslands og kynna starfsemi sína. Dönsku aðilarnir hafa verið duglegir að fara í framhaldsskólana og kynna íslensku krökkun- um hvað er í boði. Aukinn áhuga má örugg- lega rekja til uppgangs í þjóðfélaginu, fólk hefur meiri á milli handa, og fer fyrir vikið í nám. Á móti kemur líka að kynningarnar eru að skila sínu,“ segir Sabína Steinunn Halldórs- dóttir, landsfulltrúi UMFÍ, í spjalli við Skinfaxa. Áhugi fyrir námi í lýðháskólum fer vaxandi - Hvernig upplifun er að stunda nám í Dan- mörku og kynnast nýjum menningarheimi? „Ef það er eitthvað sem ég sé eftir í lífinu þá er það að hafa ekki farið í lýðháskóla. Ég sé það bara á þessum krökkum sem hafa far- ið að þau þroskast almennt gríðarlega mikið. Þar takast þau á við verkefni sem eru krefj- andi og skemmtileg. Þetta er óformlegt nám, engin próf, og það hentar mörgum vel. Eftir það finna þau enn frekar hvað þau vilja læra í framtíðinni,“ sagði Sabína Steinunn. Aðspurð hvenær næst verði hægt að sækja um styrk fyrir þá sem hyggja á nám í skólunum sagði Sabína Steinunn ómögulegt um það að segja. Það er háð því að ná bæði samningum við Højskolernes Hus og hvort fáist styrkir úr stærri sjóðum. Það er um að gera fyrir áhugasama að fylgjast vel með en væntanlega verður það ekki fyrr en í vor eða sumar. Sími 470 8100 / Fax 4708101 / sth@sth.is / www.sth.is Højskolernes Hus, Nytorv 7, Kaupmannahöfn.Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.