Fréttablaðið - 07.10.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 07.10.2017, Síða 4
Tölur vikunnar 01. 10. 2017 Til 07. 10. 2017 Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasam- takanna sagði samtökin ekki hafa sóst eftir tilnefn- ingarrétti í verð- lagsnefnd búvöru. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að nefndin vinnur eftir fyrirfram gefnum forsendum sem nefndarmenn hafa lítið um að segja.“ Neytendasamtökin hafi oft gagnrýnt landbúnaðarkerfið því ekki sé nægilegt tillit tekið til hagsmuna neytenda. Gunnar Helgason leikari og rithöfundur sagði það vanda- mál hversu barnabækur kæmust illa til þeirra sem þær væru ætl- aðar. Það seldust kannski 3.000 bækur en markhópurinn væri 25.000. „Það er bara einn áttundi sem fær bók, hinir þurfa að nálgast þær á bókasafni.“ Söfnin væru hins vegar svo fjársvelt að þau gætu ekki keypt bækur nema á bókamörkuðum. Þar væru ekki nýjustu bækurnar. Reimar Pétursson formaður Lögmannafélagsins kvaðst leiður að heyra að ein- hverjir væru ósammála ályktun félags- ins þar sem segir að máls- meðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grund- vallarréttindum hælisleitenda. Í ályktuninni er meðal annars skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði. Þrjú í fréttum Búvara, bækur og réttarvernd VETRARSÝNING JEEP Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 Í DAG Á MILLI KL. 12 - 17 ® SJÓÐANDI HEITT LAVAZZA KAFFI Á KÖNNUNNI. LION OG APPELSÍN FYRIR BÖRNIN. VERTU KLÁR Í VETURINN Á JEEP ALVÖRU JEPPAR MEÐ ÖFLUGT FJÓRHJÓLADRIF ® 49% vilja að nýr Landspítali verði annars staðar en við Hringbraut. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. 1.214 km eða hringferð um landið þurftu Ás- dís Gunnarsdóttir og sonur hennar að aka til að komast heim að Hofi í Öræfum eftir verslunarferð til Hafn- ar í Hornafirði. Þjóðveginum hafði verið lokað við Hólmsá á Mýrum vegna vatnavaxta. 44% kvenna en 17 prósent karla nefna heilbrigðismálin það málefni sem skiptir mestu máli í kosningabaráttunni, að því er skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sýnir. 150% var hækkun meðallauna starfs- manna Stefnis á átta árum. Meðal- launin voru 820 þúsund árið 2009 en 2.070 þúsund krónur fyrstu sex mánuði þessa árs. Stefnir er sjóða- stýringarfélag. 25.850 bílaleigubílar voru á skrá í byrjun septembermánaðar. 8,4% var hlutur ferðaþjónustu í lands- framleiðslu árið 2016. Hlutur ferða- þjónustunnar var 6,7% árið 2015 og 5,6% árið 2014. reykjavík Ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa velt upp í tengsl- um við vandann sem blasir við vegna skemmda á vesturhúsi höfuð- stöðva fyrirtækisins er að kaupa húsið aftur. Endurkaup gætu verið forsenda þess að hrinda sumum val- kostanna sem í boði eru til endur- bóta í framkvæmd. Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykja- víkur (OR) þann 24. ágúst síðast- liðinn kynnti Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, m.a. hugmyndir um möguleg endurkaup OR á fasteigninni að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Daginn eftir stjórnarfundinn, þann 25. ágúst, hélt Bjarni Bjarna- son, forstjóri OR, blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að vest- urhús höfuðstöðvanna væri afar illa farið vegna rakaskemmda. Á fund- inum voru kynntir sex valkostir að úrbótum sem áætlað er að kosti frá 1,5 upp í allt að þrjá milljarða króna. Þetta eru leiðir sem skipta má í lag- færingu, endurbyggingu útveggja eða að rífa húsið að hluta. Á fund- inum var þó ekki minnst á mögu- leikann á að kaupa húsið aftur. Þess kann þó að vera þörf. OR seldi höfuðstöðvar sínar árið 2013 á 5,1 milljarð króna til Foss fasteignafélags slhf. sem stofnað var sérstaklega utan um fasteignirnar að Bæjarhálsi og er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða. Salan var hluti af Planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR sem síðan leigir höfuðstöðvarnar af Fossi til 20 ára. Í samkomulaginu er kveðið á um þann möguleika að kaupa fast- eignirnar aftur eftir 10 ár af samn- ingstímanum og aftur eftir 20 ár. Nú hafa þær hugmyndir verið til skoðunar hvort hægt væri að kaupa húsið jafnvel fyrr. „OR hefur endurkauparétt á hús- eignunum við Bæjarháls. Hann hefur komið til umræðu í tengsl- um við þann vanda sem blasir við,“ segir Ingvar. Hann segir að ákvörðun um aðgerðir vegna galla og skemmda á vesturhúsinu verði ekki teknar nema í nánu samráði við eigendur húsanna. Engin tillaga hafi þó verið lögð fram né ákvarð- anir teknar. „Í lausnunum felst að við erum ekki að fara að gera mikið fyrir hús sem við eigum ekki. Því höfum við varpað því fram hvort skynsamlegt sé að kaupa húsið en þetta er algjör- lega á hugmyndastigi enn þá,“ segir Ingvar. Aðspurður telur hann að gróflega megi áætla að það gæti kostað um 5,5 milljarða að kaupa húsið aftur. mikael@frettabladid.is Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. Endurkaup gætu verið forsenda einhverra þeirra sex möguleika sem kynntir hafa verið til úrbóta á vesturhúsi höfuðstöðvanna. Gæti kostað allt að 5,5 milljarða að kaupa húsið aftur. Orkuveita Reykjavíkur seldi höfuðstöðvarnar á 5,1 milljarð árið 2013 og leigja þær af Fossi. FRéttablaðið/Vilhelm Í lausnunum felst að við erum ekki að fara að gera mikið fyrir hús sem við eigum ekki. Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri OR 7 . o k T ó b e r 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E C -2 5 4 0 1 D E C -2 4 0 4 1 D E C -2 2 C 8 1 D E C -2 1 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.