Fréttablaðið - 07.10.2017, Blaðsíða 18
Málstofa um Smugudeiluna
Haldin í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4,
mánudaginn 9. október milli kl. 12 og 13.30
Í tilefni af útgáfu bókar Arnórs Snæbjörnssonar sagnfræðings
um Smugudeiluna gangast Hafréttarstofnun Íslands og
Bókaútgáfan Sæmundur fyrir málstofu í Sjávarútvegshúsinu
að Skúlagötu 4, Reykjavík, fyrirlestrasal á 1. hæð, mánu-
daginn 9. október 2017 kl. 12 - 13.30.
Í uppha málstofunnar ytur forseti Íslands, hr. Guðni Th.
Jóhannesson, stutt ávarp en Arnór Snæbjörnsson ytur
síðan erindi og kynnir bók sína.
Að loknum fyrirspurnum og umræðum áritar höfundur bók
sína og boðið verður upp á léttar veitingar.
Málstofustjóri er Tómas H. Heiðar, forstöðumaður
Hafréttarstofnunar Íslands.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyr.
Martin Lúther
10. nóv.1483 – 18. feb.1546
Fyrirlesturinn 10. október kl. 20:00 verður um persónu, uppeldi, menntun og hina innri baráttu hins
unga Lúthers í leit að friði og hamingju, hér og nú, og um alla eilífð.
Fyrirlesturinn 17. október kl. 20:0o fjallar um umbyltinguna miklu í huga og lífi Lúthers þegar hann
finnur fagnaðarerindi Jesú Krists og loforð hans um eilíft líf þar sem réttlæti býr.
Fyrirlesturinn 24. október kl. 20:00 greinir frá Lúther sem „uppgötvara samviskufrelsisins“, sem
er undirstaða allra mannréttinda. Við það breyttist framtíð mannkynsins svo um munaði.
Fyrri myndin verður sýnd 31. okt. kl. 20:oo og ber heitið LÚTHER. Þetta er afar vel leikin mynd með Joseph
Fiennes í aðalhlutverki og Sir Peter Ustinov í aukahlutverki.
Seinni myndin verður sýnd 7. nóv. kl. 20:00. Titill hennar er: Martin Lúther. Hún fjallar um ævi Lúthers í
stórum dráttum, en aðallega um hann sem boðbera samviskufrelsisins og áhrif þess á framvindu
mannréttinda og lýðræðis. Viðmælendur eru þekktir prófessorar svo sem Oxford-prófessorinn Alister McGrath.
Björgvin Snorrason PhD í guðfræði flytur fyrirlestrana. Ókeypis aðgangur. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
Þrír fyrirlestrar og tvær kvikmyndir verða í boði á þriðjudögum í
Loftsalnum, Hólshrauni 3, Hafnarfirði í október 2017.
365.is Sími 1817
333 krá dag*
Tryggðu
þér áskrift
*9.990.- á mánuði.
Noregur Samtökin ICAN, eða
Alþjóðlegt átak um eyðingu kjarn-
orkuvopna, hlutu í gær friðarverð-
laun Nóbels. Berit Reiss-Andersen,
formaður norsku Nóbelsnefndar-
innar, sagði við tilkynninguna að
það væri vegna vinnu samtakanna
að samþykkt sáttmála um bann og
eyðingu kjarnavopna.
ICAN var drifkraftur á bak við
samkomulag sem 122 ríki undir-
rituðu í júlí. Samkomulagið er hins
vegar ekki líklegt til að hafa mikil
áhrif á stöðu mála enda skrifaði ekk-
ert kjarnorkuveldi undir það.
„Við búum í heimi þar sem beit-
ing kjarnorkuvopna er líklegri en
hún hefur verið lengi,“ sagði Reiss-
Andersen og vísaði til ástandsins á
Kóreuskaga. Kallaði hún jafnframt
eftir því að kjarnorkuveldi heims
kæmu að borðinu og ræddu um að
eyða vopnunum með tíð og tíma.
ICAN samanstendur af hund-
ruðum samtaka víða um heim og
er með höfuðstöðvar í Sviss. Beat-
rice Fihn, framkvæmdastjóri ICAN,
sagði við blaðamenn í gær að verð-
launin hefðu komið á óvart en að
þau sýndu að vinna hópsins væri
nauðsynleg.
„Stríðslög kveða á um að ekki
megi beina spjótum að almennum
borgurum. Kjarnorkuvopn eru hins
vegar gerð til að drepa almenna
borgara, þau eiga að eyða heilu
borgunum. Það er óásættanlegt,“
sagði Fihn enn fremur.
Það kom fleiri en Fihn á óvart að
fá Nóbelsverðlaun í vikunni. BBC
kom breska rithöfundinum Kazuo
Ishiguro til dæmis algjörlega í opna
skjöldu þegar blaðamaður spurði
hann um viðbrögð við því að hafa
fengið bókmenntaverðlaun Nóbels.
„Ég held ég hafi gefið þér nokkuð
raunveruleg viðbrögð. Þau viðbrögð
að ég spyr þig hvort þú getir sannað
að þetta sé satt. Við umboðsmaður
minn höfðum heyrt að ég gæti
hafa unnið og vorum að fara að gá
hvort þetta væru nokkuð falsfréttir.
En greinilega ekki. Þetta er gríðar-
legur heiður,“ sagði Ishiguro. Hann
hefur meðal annars skrifað bækur á
borð við Dreggjar dagsins og Veröld
hinna vandalausu.
Ishiguro er fæddur í Japan en
fluttist til Bretlands þegar hann var
fimm ára. Fjölmargir Japanir brugð-
ust hins vegar reiðir við ákvörðun-
inni en dyggir aðdáendur hins jap-
anska Haruki Murakami bíða þess
enn að hann fái verðlaunin. Hefur
hann lengi verið talinn einna lík-
legastur í veðbönkum, ár eftir ár.
Fyrr í vikunni fengu Jeffrey C.
Hall, Michael Rosbash og Michael
W. Young læknisfræðiverðlaunin
fyrir rannsóknir á líkamsklukk-
unni. Eðlisfræðiverðlaunin fengu
þeir Rainer Weiss, Barry C. Barish
og Kip S. Thorne fyrir mælingar á
þyngdarbylgjum. Þá féllu efnafræði-
verðlaunin í hlut Jacques Dubochet,
Joachims Frank og Richards Hend-
erson fyrir að einfalda ferlið við að
mynda lífrænar sameindir.
Enn á eftir að tilkynna hver hlýtur
hagfræðiverðlaunin. Það verður gert
á mánudaginn.
thorgnyr@frettabladid.is
Fengu Nóbelsverðlaun
fyrir baráttuna gegn
kjarnorkuvopnum
ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna.
Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. Fimm
af sex Nóbelsverðlaunum hafa verið veitt í ár og hafa þau öll farið til karlmanna
eða samtaka. Stuðningsmenn Murakami ósáttir við bókmenntaverðlaunin.
ICAN-liðar voru einkar ánægðir með verðlaunin. NordICphotos/AFp
Kjarnorkuvopn eru
hins vegar gerð til
að drepa almenna borgara,
þau eiga að eyða heilu
borgunum.
Beatrice Fihn, framkvæmdastjóri ICAN
SpáNN Talsmaður spænsku ríkis-
stjórnarinnar í Katalóníu bað þau
hundruð sem spænska lögreglan
slasaði um síðustu helgi afsökunar í
gær. Lögregla reyndi á sunnudag að
koma í veg fyrir kosningar um sjálf-
stæði héraðsins sem spænski stjórn-
lagadómstóllinn taldi ólöglegar.
Enric Millo, talsmaðurinn sem um
ræðir, sagði ekki annað hægt en að
sjá eftir atvikinu og baðst afsökunar
fyrir hönd lögreglu. Hann sagði sök-
ina þó liggja hjá héraðsstjórn Kata-
lóníu sem hafi boðað til ólöglegra
kosninga.
Nú er búist við því að katalónska
þingið lýsi yfir sjálfstæði á þingfundi
á þriðjudag. Til stóð að gera það á
mánudag en stjórnlagadómstóllinn
setti lögbann á þann fund. „Allar til-
raunir spænsku ríkisstjórnarinnar til
að hindra framgang mála hafa reynst
tilgangslausar og í raun gert stöðuna
verri,“ sagði Raul Romeva, utanríkis-
málastjóri héraðsins, í gær. – þea
Biðst afsökunar
á framgöngu
lögreglu Spánar
Lögreglan á Spáni slasaði
hundruð Katalóna þegar
kosið var um sjálfstæði
héraðsins á sunnudaginn.
7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A u g A r D A g u r18 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
0
7
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
C
-1
B
6
0
1
D
E
C
-1
A
2
4
1
D
E
C
-1
8
E
8
1
D
E
C
-1
7
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
0
s
_
6
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K