Fréttablaðið - 07.10.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.10.2017, Blaðsíða 34
Rúnar Kristinsson er kominn heim og heldur um stjórnar-taumana í KR næstu þrjú árin. Eða, hann s k r i f a ð i u n d i r samning til þriggja ára og eins og hann hefur nú fengið að reyna þá skipast fljótt veður í lofti – sérstaklega í fótbolta- heiminum. Rúnar snýr aftur í Vesturbæjarstórveldið núna þegar félagið stendur á ákveðnum tímamótum. Varla hefur verið negldur nagli í Frostaskjóli síðan 1999 og lítið hefur breyst varðandi aðstöðu undan- farin ár. Á meðan hafa Vesturbæingar þurft að horfa á Valsmenn, FH, Blika og Stjörnuna byggja upp sín svæði svo eftir hefur verið tekið. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR og bróðir Rún- ars, leiðir vinnu um að endur- s k i p u l e g g j a Frostaskjól og fékk sá er þetta skrifar að kíkja á hugmynd- irnar sem eru á borðinu. Það verður að vi ður - Hjartað réð för kennast að verði helmingurinn af hugmyndunum að veruleika verður KR-svæðið huggulegra en flest íþróttasvæði landsins. Jónas vill að sjálfsögðu sjá allt verða að veruleika með tveimur stúkum um völlinn, knatt- og íþróttahúsi auk þess sem félagsheimilið verður endurbyggt. „Auðvitað vildu allir KR-ingar að hér væru búnar að eiga sér stað einhverjar breytingar. Að aðstaðan hefði batnað í takt við hin félögin því KR hefur setið á hakanum. Auðvitað er þetta allt pólitík. En það er margt farið af stað og það er betra að gera það sem á að gera vel. Ég held að menn séu að horfa fram í tímann og ætli að nýta þetta litla svæði sem við höfum sem allra, allra best,“ segir Rúnar. Aðstaðan hjá KR, sem eitt sinn var stærsti og flottasti völlur landsins, hefur lítið breyst frá því að stúkan var stækkuð og þak sett á. En allt horfir þetta til betri vegar. Jónas bendir á að Valsmenn hafi verið í mörg ár að berjast við kerfið og það hafi tekið félagið langan tíma að komast á þann stað sem það er á núna. Rúnar segir að það skipti máli að æfa á einum og sama stað. Það geti verið þreytandi til lengdar að þvælast fram og til baka úr Vesturbænum og upp í Egilshöll með allan æfingafatnað og þau tæki og tól sem þarf til æfinga. „Það er mikilvægt að geta æft á einum og sama stað. Þegar ég var að þjálfa síð- ast hér á landi þá vorum við í Kórnum og þá þarf að fylla skottið á bílnum af boltum og keilum og öðru tilfallandi. Svo var það Egilshöll seint á kvöldin. En það er enginn svo sem að væla yfir þessu, þetta er það sem við búum við, en vonandi munum við ná að breyta þessu með betri aðstöðu í Vesturbænum í framtíðinni. Það myndast ákveðin stemning þegar leikmenn koma saman inni í sama klefa, þessi klefastemning. Þá er leik- maður með allt sitt dót á sama stað og allt auðveldara.“ Rúnar tekur við starfi Willums Þórs Þórssonar sem stýrði KR í eitt og hálft ár. Rúnar hefur þjálfað norska félagið Lilleström og belgíska félagið Lokeren síðan hann hætti með KR-liðið eftir 2014 tímabilið. Hann var látinn fara á báðum stöðum. Rúnar var með KR-liðið frá 2010 til 2014 og á þeim tíma vann liðið fimm titla, tvo Íslandsmeistaratitla (2011 og 2013) og þrjá bikarmeistaratitla (2011, 2012 og 2014). KR vann titil síðustu fjögur tímabilin sem Rúnar var með liðið. Hann var á sínum tíma leikmaður KR og lék 140 leiki með liðinu í efstu deild frá 1987 til 1994 og svo 2007. Hann er eini leikmaður karlalandsliðsins sem hefur náð því að spila yfir hundrað landsleiki fyrir Íslands hönd. KR endaði í fjórða sæti Pepsi-deildar karla á síðasta tímabili og missti af Evrópukeppn- inni. Sumarið 2018 verður fyrsta sumarið í áratug þar sem KR-ingar eru ekki í Evrópukeppni. „Þegar ég fór í það að þjálfa KR á sínum tíma var ég harðákveðinn í því að gera það af fullum krafti. Ég vildi ná árangri og vildi komast út að þjálfa. Ég náði mér í þær gráður sem til þurfti og ætlaði mér alla leið í þessu. Það gekk allt eftir og ég komst út. Því miður náði ég ekki að festa mig í sessi þarna úti. Hlut- irnir gengu bara ekki alveg upp og ég var látinn fara. Það var sárt að missa starfið því ég hefði ég viljað vera aðeins lengur úti og búa mér til meira nafn þarna úti. Ég vissi það að ef hlutirnir myndu ekki ganga upp þarna úti gæti maður alltaf flutt aftur heim Hér er yndislegt að vera og fallið er því ekki neitt. Ég hafði val um nokkra staði en hjartað slær fyrir KR og hér er góður hópur af fólki og leikmönnum og ég valdi frá hjartanu. Manni rann blóðið til skyldunnar og það vó mest í því að ég skrifaði undir hjá KR.“ Vantar fagmennsku í flest lið Í skýrslu Borgarbrags, sem KR lét vinna fyrir sig, kemur fram að aðstöðumál KR hafa lengi setið á hakanum og nauðsynlegt sé að endurnýja ýmis mannvirki félagsins. Auk þess verður reist blönduð byggð meðfram svæðinu og aðstaða til knattspyrnuiðkunar bætt til muna með byggingu knatthúss, nýs keppnisvallar af fullkominni gerð, auk nýrra áhorfendastúkna beggja vegna vallarins. „Þetta er starf sem er búið að vera í gangi í nokkur ár og hefur breyst eitthvað frá fyrstu hugmyndum. Ég hef mínar skoðanir á svæðinu en ég hef ekki haft neina aðstöðu til að gauka hugmyndum að en ef ég er spurður er það sjálfsagt mál. Ef það á að vera nýr völlur þá þarf meistaraflokkur að hafa sína klefa og aðstöðu sem er hægt að nota allt árið. Þá er hægt að gera þetta af meiri fagmennsku,“ segir Rúnar. Hann bætir við að helsti munurinn á að þjálfa KR, Lilleström og Lokeren sé að erlendis sé aðeins hugsað um fótbolta. Í KR séu margar deildir. „Hér eru níu íþróttagreinar. Ekki það að skíðadeildin sé mikið hér í Frostaskjóli. Fótbolti og karfan eru mjög stór og barna- starfið sömuleiðis. Úti er bara fótbolti og ekkert annað og umgjörðin því mjög góð. Öll umgjörð í kringum A-landsliðið til dæmis hefur batn- að gríðarlega eftir að Lars Lagerbäck kom. Það finnst öllum frábært og breytingarnar þar eru miklar. Ef við ætlum að þróa fótboltann áfram þá þurfa félögin að fara í þetta saman. Aðeins að setja meira púður í umgjörð. Meistaraflokkar KR eru andlit félagsins og við erum að reyna ná árangri. Ef við ætlum að bæta menn og félagið um leið þá þarf að bæta aðstöðuna og umgjörð. Það vantar meiri fagmennsku í flest félög – og ég undanskil KR ekkert frá því,“ segir Rúnar. Hann segir að algengt sé, bæði í Noregi og Belgíu, að „minni“ félögin þar eyði frekar meiri peningum í leikmenn en aðstöðu, og stór munur sé á aðstöðu og umgjörð „litlu og stóru“ félaganna. Þegar hann kom til Lokeren tók hann eftir því að búningsklefarnir voru nánast eins og þegar hann var að spila þar. Gamli skápur- inn hans var meira að segja enn uppi. „Það er mismikið fjármagn sem félög hafa og menn eyða frekar meiri peningum í einn leikmann en í aðstöðu. Það upplifði ég í Lilleström og eins í Lokeren. Það gleymist oft að huga að þrifnaði og öðru þannig að mönn- um þyki notalegt að koma til æfinga og vinnu. Stóru klúbb- arnir úti hafa þetta tipp topp en ég u p p l i f ð i þ e tt a bæði í Noregi og Belgíu. Þar voru skelfilegir bún- ingsklefar og það er nú bara þannig að öll s m á a t r i ð i þ u r f a a ð vera í lagi til að ná árangri og þ a u Rúnar Kristinsson er kominn heim í KR. Hann á að stýra knattspyrnuliðinu upp í hæstu hæðir á ný. Hann er kominn með nóg af flutningum og ætlar ekki að halda á vit ævintýranna nema eitthvað mjög bitastætt verði á vegi hans. Hann ætlar að láta hendur standa fram úr ermum enda KR á tímamótum, ekki aðeins knattspyrnudeildin því þar hefur varla verið negldur nagli síðan 1999. ↣ Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is 7 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E C -6 0 8 0 1 D E C -5 F 4 4 1 D E C -5 E 0 8 1 D E C -5 C C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.