Fréttablaðið - 07.10.2017, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 07.10.2017, Blaðsíða 25
Fótbolti Heimir Hallgrímsson brosti breitt eftir sigurinn frækna á Tyrkjum í Eskisehir í gær. „Þetta var stór og mikill sigur, miðað við allt. Það var magnþrung- ið að vera á þessum velli og þetta var risa karaktersigur, að ganga frá þeim í fyrri hálfleik,“ sagði Heimir í sam- tali við Fréttablaðið eftir leikinn. Íslenska liðið var afar vel skipu- lagt í leiknum í gær og leikplanið gekk fullkomlega upp. Varnarleik- urinn var þéttur, sóknarleikurinn beittur og vinnusemin í íslenska liðinu til mikillar fyrirmyndar. „Við vissum að við þyrftum að spila góðan varnarleik gegn þeim. Við vorum varkárir í hálfleik og vissum að við myndum fá færi og við nýttum þau. Það skipti sköpum. Hrós til strákanna fyrir gott skipu- lag og ótrúlega vinnusemi. Alfreð og Jón Daði voru gríðarlega vinnu- samir og lokuðu á margar af þeirra sóknum,“ sagði Heimir sem breytti aftur yfir í leikkerfið 4-4-2, eftir að hafa notað þriggja manna miðju í síðustu þremur landsleikjum. „Það vantaði Emil og svo var Aron Einar tæpur. En það var þannig að annar framherjinn datt alltaf niður.“ Úrslit gærdagsins þýða að Íslandi dugir að vinna Kósovó á Laugar- dalsvellinum á mánudaginn til að tryggja sér farseðilinn til Rússlands þar sem HM fer fram á næsta ári. Heimir segir mikilvægt að íslensku leikmennirnir séu með báða fætur á jörðinni og einbeit- ingin sé til staðar. „Nú er það okkar í kringum liðið og ykkar fjölmiðlanna að passa að menn fari ekki fram úr sér. Við áttum í erfiðleikum í fyrri leiknum gegn Kósovó og vitum hvað þeir geta gert. Við munum líka eftir leikj- unum gegn Kasakstan og Lettlandi í síðustu keppni. Við áttum erfitt með að taka síðasta skrefið. Nú verðum að gíra okkur upp og einbeita okkur 100% að því að ná okkur fyrir næsta leik,“ sagði Heimir. Vinnusemin var ótrúleg Íslendingar fylgjast spenntir með stöðunni í leik Króatíu og Finnlands í sím- anum hjá liðsstjóranum Sigurði Þórðarsyni, Sigga Dúllu. Fréttablaðið/eyÞór Aron Einar eftir leik „Það heppnaðist allt sem við gerðum. Leikaðferðin og allt sem við lögðum upp með heppnaðist í dag. Þeir urðu sjokkeraðir yfir hversu vel skipulagðir við vorum,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn í gær. „Ég held að það sé ekkert skemmtilegt að spila á móti okkur og maður tekur eftir því sjálfur á æfingum þegar við erum að spila vörn gegn sókn. Það er ekkert auðvelt að brjóta okkur niður og í dag vorum við bara 100% í öllu saman; skipulagið, samvinna, vilji, barátta og gleði. Þetta heppnaðist allt og það eru ekkert mörg lið sem koma hingað og vinna 0-3,“ sagði Aron Einar sem hrósaði Jóni Daða Böðvarssyni sem lagði fyrstu tvö mörk Íslands upp. „Mér gæti ekki verið meira sama þó hann skoraði ekki neitt. Þessi gæi er ótrúlegur og ég verð að hrósa honum. Þetta er gæi sem gerir bara það sem honum er sagt. Þetta er þannig töffari.“ Helgin laugardagur: 05.50 F1: tímataka í Japan Sport 12.00 alfred Dunhill links Golfst. 15.50 bosnía - belgía Sport 5 15.50 Svíþjóð - lúxemborg Sport 3 15.50 Færeyjar - lettland Sport 2 16.20 Stjarnan - breiðablik Sport 4 18.35 búlgaría - Frakkland Sport 18.35 H-rússland - Holland Sport 18.35 andorra - Portúgal Sport 20.45 HM Markasyrpa Sport 02.00 UFC 216 Sport Sunnudagur: 04.30 Formúla í Japan Sport 2 11.30 alfred Dunhill links Golfst. 15.50 Slóvenía - Skotland Sport 2 15.50 litháen - england Sport 15.50 Danmörk - rúmenía Sport 4 17.00 Steelers - Jaguars Sport 2 17.50 Stjarnan - Valur Sport 3 18.35 tékkland - San Marínó Sport 18.35 Þýskal. - aserbaíd. Golfst. 18.35 Noregur - N-Írland Sport 3 20.20 Cowboys - Packers Sport 2 20.45 HM Markasyrpa Sport Domino’s-deild karla í körfu: S19.15 Grindavík - Þór Þorl. Domino’s-deild kvenna í körfu: l16.30 Keflavík - Valur l16.30 Stjarnan - breiðablik l17.15 Haukar - Njarðvík S19.15 Skallagrímur - Snæfell Olís-deild karla í handbolta: S17.00 Fjölnir - ÍbV S19.30 Grótta - Stjarnan Olís-deild kvenna í handvolta: l18.00 Stjarnan - Valur evrópukeppni karla í handbolta: l17.00 FH - St. Petersburg HC Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir í Reykjavík? Málþing 2017 Borgarstjórinn í Reykjavík býður til málþings um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík föstudaginn 13. október 2017 kl. 9-11 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30. Allir eru velkomnir. Dregin verður upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla í kynningu borgarstjóra verður á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi. Dagskrá: kl. 08.30 Létt morgunhressing kl. 09.00 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík kl. 10.00 Ýmis uppbyggingarverkefni: Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði: Staða og þróun á húsnæðismarkaði. Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt hjá umhverfis- og skipulagssviði: Úlfarsárdalur - fjölgun íbúða Sigurður Bessason, formaður Eflingar og varaforseti ASÍ: Leiguíbúðir á viðráðanlegu verði Ásdís Helga Ágústsdóttir, arkitekt hjá Yrki: Íbúðir Bjargs við Móaveg Íbúðir í Reykjavík - málþing reykjavik.is/ibudir LEiðiR HEiMis og FH sKiLJA FH teflir fram nýjum þjálfara á næsta tímabili en félagið hefur látið Heimi guðjónsson fara. Heimir var 17 ár hjá FH, sem leik- maður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og svo þjálfari í 10 ár. Undir hans stjórn vann FH sex stóra titla. Á síðasta tímabili endaði FH í 3. sæti Pepsi-deild- arinnar. Í gær var einnig greint frá því að Ágúst gylfason hefði verið ráðinn þjálfari Breiða- bliks. Ágúst hafði stýrt Fjölni síðan 2012. Við vorum varkárir í hálfleik og vissum að við myndum fá færi og við nýttum þau. Það skipti sköpum. Heimir Hallgrímsson S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 25l A U G A r D A G U r 7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E C -5 6 A 0 1 D E C -5 5 6 4 1 D E C -5 4 2 8 1 D E C -5 2 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.