Fréttablaðið - 07.10.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.10.2017, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Ekkert eitt mál hefur fengið nægjanlega vigt til að fanga um- ræðuna. Því var frískandi að heyra Benedikt Jóhannesson ræða efna- hagsmál í vikunni. Hann benti á að stærsta kjaramál þjóðarinnar væri að lækka vexti í landinu. Ég hlaut einu sinni ákúrur fyrir að segja eftirfarandi sögu. Nýlegir atburðir hafa orðið til þess að ég sé mig knúna til að rifja hana upp. Rekin inn í lögreglubíl Þann 8. maí árið 1938 birtist í Morgunblaðinu hvers- dagslegur listi yfir farþega sem siglt höfðu með Brúar- fossi til útlanda tveimur dögum fyrr. Upptalningin er sakleysisleg: Hörður Gunnarsson, Unnur Magnúsdóttir, Rottberger og frú með tvö börn. En bak við eitt þessara andlitslausu nafna er hrollvekjandi saga. Rúmri viku fyrr hafði mátt lesa eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu: „Lögreglan hefir vísað úr landi þýskum Gyðingi … Það verður að fagna því, að yfirvöldin skuli hafa tekið rögg á sig gagnvart þeim landshornalýð, sem flækst hefir hingað til lands í þeirri von, að ekkert eftirlit væri haft með dvöl þeirra … Vonandi sjá yfirvöldin til þess, að útlendingum verði sem minnst veitt hjer land- vistarleyfi og að það fólk erlent, sem hjer er nú án land- vistarleyfis, verði tafarlaust látið fara úr landi.“ Hans Rottberger var þrjátíu og tveggja ára Berlínarbúi. Hann hafði flúið hingað til lands árið 1935 eftir að hafa verið fangelsaður og pyntaður í heimalandi sínu fyrir að vera gyðingur. Kona hans, Olga, og kornung dóttir þeirra fylgdu í kjölfarið. Rottberger-hjónin hófu hér leðuriðju. En móttökur Íslendinga við flóttafólki sem leitaði undankomuleiða undan ofsóknum Hitlers voru að jafnaði óblíðar. Vorið 1938 bankaði lögreglan upp á hjá Rottberger-hjónunum. Hún lokaði leðurverkstæðinu. Hans, Olga og börnin þeirra sem þá voru orðin tvö voru rekin inn í lögreglubíl og þau flutt um borð í Brúarfoss. Að skýla sér bak við kerfi Fyrir þremur vikum stóð til að flytja nauðug af landi brott feðginin Haniye og Abrahim Maleki frá Afganistan. Geislandi bros hinnar tólf ára Haniye varð frægt er mikill mannfjöldi mætti í afmæli hennar á Klambratúni og fimmtán þúsund manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að endurskoða ákvörðun sína um að vísa feðginunum úr landi. Sumir settu sig þó upp á móti því að Haniye fengi ein- hvers konar „sérmeðferð“. Útlendingastofnun vildi að „kerfið“ yrði látið afskiptalaust því „jafnt ætti yfir alla að ganga“. Sjálfstæðismenn höfðu fyrir átyllu að breytingar á útlendingalöggjöf kynnu að hvetja til mansals. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði „flóttabörn ekki mikilvægari en sauðfjárbændur“. Það að menn reyni að bera af sér harðneskjulegt hugarfar með því að skýla sér bak við andlitslaust kerfi er ekki nýtt af nálinni. Á fjórða áratug tuttugustu aldar kvartaði Iðnráð Reykjavíkur yfir því við lögreglustjóra að Rottberger ræki hér atvinnu í heimildarleysi; hann hefði ekki iðnréttindi. Var þetta síður en svo í eina sinn sem verkalýðs- og iðngreinafélög reyndu að koma útlendingi úr landi sem þeim þótti skerða lífsviðurværi félags- manna. Gálgafrestur Nú, tæpum áttatíu árum eftir að Rottberger fjölskyldan var rekin burt, hryllir okkur við meðferðinni sem hún fékk. Fyrirsláttur samtíðarmanna um iðnréttindi og aðrar leikreglur er síst til að milda dóm okkar. Það varð Rottberger-hjónunum til lífs að Brúarfoss kom við í Danmörku þar sem þeim tókst að fá hæli. Haniye og faðir hennar hafa fengið gálgafrest. Frum- varp um breytingar á útlendingalögum sem samþykkt var á Alþingi fyrir þinglok tryggir Haniye efnislega með- ferð á máli sínu. En hvað svo? Við getum rökrætt um kerfi, lög, reglur og amstur sútara og sauðfjárbænda. Það breytir þó engu um merg málsins: Að senda Haniye til Afganistan er engu minni hrottaskapur en að senda Rottberger fjölskylduna í gas- klefann. Dómur framtíðar er handan hornsins. Hver erum við í augum komandi kynslóða? Við erum það sem við kjósum. Gleymum því ekki 28. október. Við erum það sem við kjósum Kosningaumræðan hefur hingað til snúist um menn frekar en málefni. Það sem þó hefur ratað í umræðuna hefur frekar verið í slagorða- eða stikkorðastíl og lítið kjöt á beinunum.Sjálfstæðismenn virðast fyrst og fremst ætla að láta kosningarnar snúast um traust og stöðugleika, jafnvel þótt engum flokki hafi tekist jafn illa að halda ríkis- stjórnum saman undanfarin ár. Öll barátta Framsóknar og Miðflokksins virðist ætla að snúast um persónur og leikendur. Katrín Jakobsdóttir virðist ætla að halda uppteknum hætti og láta eins lítið til sín taka og mögulegt er. Þó lýsti hún því yfir á dögunum að hún ætlaði að taka fyrir bónusa í fjármálageiranum – vissulega er það líklegt til vinsælda, en á því máli hefur löngu verið tekið og hvergi annars staðar er fjármálafyrirtækjum jafn þröngur stakkur sniðinn í þessum efnum og hérlendis. Þetta getur varla verið forgangsmál. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík lýstu því yfir að aðalmálið væri baráttan gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Væntanlega geta allir flokkar sammælst um það. Ekkert eitt mál hefur fengið nægjanlega vigt til að fanga umræðuna. Því var frískandi að heyra Benedikt Jóhannesson ræða efnahagsmál í vikunni. Hann benti á að stærsta kjaramál þjóðarinnar væri að lækka vexti í landinu. Hann benti á þá staðreynd að Íslendingar þurfa að vinna klukkustund lengur á dag en íbúar evruríkjanna til að mæta auknum kostnaði sem til fellur hér vegna hárra vaxta. Benedikt fórnaði Evrópuhugsjón sinni að vísu til að komast í ríkisstjórn eftir síðustu kosningar, en batnandi mönnum er best að lifa. Einfaldasta leiðin til að lækka vaxtastig er að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. Í þeim efnum er evran langraunhæfasti kosturinn, enda er evrusvæðið okkar lang- stærsta viðskiptasvæði. Líkt og formaður Viðreisnar benti á væri eðlilegt fyrsta skref að festa gengi krónunnar við evruna, það mætti gera án fullrar aðildar að ESB. Tveir þrautreyndir menn úr viðskiptalífinu skrifuðu greinar hér í blaðið um krónuna í vikunni. Þórður Magnús- son benti á að skýra mætti þriggja til fjögurra prósenta mun í vaxtastigi einfaldlega með tilvísan í að gengisáhætta af íslensku krónunni væri verðlögð inn í vaxtakjörin. Hann benti jafnframt á að íslensk fyrirtæki og fjárfestar stæðu höllum fæti gagnvart erlendum keppinautum sem geta fjármagnað sig í erlendum gjaldmiðlum með tilheyrandi sparnaði. Afleiðingin af þessu er ekki bara sú að innlend fyrirtæki eiga bágt með að keppa við erlenda keppinauta, líkt og Costco, þegar kemur að verðlagningu, heldur einnig sú að erlendir fjárfestar eiga auðveldara með að fjármagna kaup á innlendum eignum. Þessi þróun leiðir til þess að íslenskar eignir falla erlendum aðilum í skaut með til- heyrandi útflæði á peningum. Í annarri aðsendri grein benti Ole Anton Bieltvedt á að sex ára bílalán á Íslandi sé fimmfalt dýrara á samningstím- anum en sambærilegt lán í Þýskalandi. Hann hittir naglann á höfuðið: „Væntumþykja margra á krónunni er óskiljan- leg. Þetta er einhver tilfinningasemi, nánast þjóðernisleg ofsatrú, sem ekkert hefur með skynsemi, rök eða stað- reyndir að gera.“ Gjaldmiðilsmál hafa hingað til ekki verið líkleg til vin- sælda meðal kjósenda. Er skýringin kannski sú að stjórn- málamönnunum hefur mistekist að skýra hvers konar kjarabót lægra vaxtastig væri fyrir þjóðina? Hvar eru málefnin? Þangað mæta allir sem koma að húsnæðismálum á Íslandi Skráning á ils.is/husnaedisthing 7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E C -2 F 2 0 1 D E C -2 D E 4 1 D E C -2 C A 8 1 D E C -2 B 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.