Fréttablaðið - 07.10.2017, Blaðsíða 105
Glowie, Aron Can, JóiPé og Króli og
Vök hita upp fyrir Airwaves á Kexi
hosteli. FréttAblAðið/SteFán
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Sunnudagur
hvar@frettabladid.is
8. október 2017
Tónlist
Hvað? Sveiflukvartettinn
Hvenær? 16.00
Hvar? Hótel Höfn, Höfn í Hornafirði
Sveiflukvartettinn er létt-djassaður
kammerkvartett sem heldur tvenna
tónleika á Austurlandi um helgina.
Á efnisskránni er Svíta fyrir flautu og
djasspíanótríó eftir Claude Bolling
og einnig verk eftir Händel og Bach
sem flutt eru með djasslegu yfir-
bragði. Efnisskráin er til þess fallin
að draga athygli að því hvað barokk-
tónlist og djass eiga margt sam-
eiginlegt. Kvart ettinn er skipaður
Snorra Birgissyni á píanó, Gunnari
Hrafnssyni bassaleikara, Óskari
Kjartanssyni trommuleikara og Guð-
rúnu Birgisdóttur flautuleikara. Fyrri
tónleikar hópsins eru í kirkjunni
á Djúpavogi klukkan 20 á laugar-
dagskvöld. Seinni tónleikarnir eru á
Hótel Höfn á sunnudaginn.
Viðburðir
Hvað? Leiðsögn um sýninguna
Leiðangur
Hvenær? 14.00
Hvar? Kjarvalsstöðum
Leiðsögn um sýninguna Leiðangur
með Önnu Líndal og Ólöfu K. Sig-
urðardóttur, sýningarstjóra og safn-
stjóra Listasafns Reykjavíkur.
Hönnunarfyrirtækið Tulipop setti
í loftið nýja YouTube-rás í gær með
stuttum teiknimyndum byggðum á
ævintýraheiminum sem fyrirtækið
hefur hannað.
Það er þekktur handritshöfundur
í heimi teiknimyndanna sem skrifar
þættina í samvinnu við Signýju Kol-
beinsdóttur, yfirhönnuð Tulipop og
skapara Tulipop-heimsins, en hann
heitir Tobi Wilson og er einn helsti
handritshöfundur þáttaraðarinnar
The Amazing World of Gumball –
gríðarlega vinsællar seríu sem er sýnd
á Cartoon Network.
Ólafur Darri Ólafsson leikari talar
fyrir persónuna Fred í þáttunum. Það
er Herdís Stefánsdóttir sem sér um
tónlistina ásamt James Newberry.
Það eru komnir þrír þættir inn á
YouTube-rásina, en fleiri munu bætast
við á næstu vikum. Þættirnir gerast á
eyjunni Tulipop, sem er lifandi og
síbreytileg ævintýraeyja með engin
bein tengsl við raunveruleikann þó
að hún sé að miklu leyti innblásin af
Íslandi – þar er að finna heita hveri,
eldfjöll og ísjaka. Í þáttunum er fylgst
með kómískum ævintýrum Tulipopp-
aranna, sem eru yndislegir en mein-
gallaðir – svona eins og fólk er flest.
Framkvæmdastjóri Tulipop, Helga
Árnadóttir segir: „Þetta er stór dagur
fyrir okkur í Tulipop og við erum
alsæl með að geta nú leyft Tulipop-
aðdáendum að kynnast skringilegum
persónum ævintýraheimsins betur í
gegnum teiknimyndir sem við vonum
að muni gleðja krakka á öllum aldri.”
– sþh
Tulipop-teiknimyndasería á YouTube
Signý Kolbeinsdóttir yfirhönnuður og Helga árnadóttir framkvæmdastjóri.
Þetta er stór dagur
fyrir okkur í
tulipop.
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 57L A U g A R D A g U R 7 . o k T ó B e R 2 0 1 7
0
7
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
C
-0
C
9
0
1
D
E
C
-0
B
5
4
1
D
E
C
-0
A
1
8
1
D
E
C
-0
8
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
0
s
_
6
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K