Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Síða 22
Helgarblað 20.–23. janúar 20172 Bílasölur - Kynningarblað Nýlegir bílar og hjólhýsi á sérlega áhugaverðu verði Höfðahöllin H öfðahöllin er rótgróin bílasala, staðsett að Funa- höfða 1, í miðju bílasölu- hverfinu á Höfðanum. Þar eru til sýnis og sölu bílar bæði á útistæðum og í björtum inn- isal. Eigandi fyrirtækisins, Indriði Jónsson, starfar á staðnum ásamt Árna Ágústi Brynjólfssyni, en þeir félagar hafa selt bíla í þúsundatali undanfarin ár. Báðir eru þeir með mikla bíladellu og hafa haldgóða þekkingu á þeim bílum sem þeir taka að sér að selja. Innflutningur á bílum Höfðahöllin hefur flutt inn nýlega bíla með góðum árangri undan- farna mánuði og oft boðið upp á spennandi kosti á frábæru verði. Nýjastir eru hinir vinsælu bílar frá Audi og VW, annars vegar Golf GTE og hins vegar Audi A3 E-tron plug in hybrid, en það stendur fyrir bíla með bensín- og rafmagnsmótorum með möguleikann á að hlaða með snúru þegar þörf er á. Núna eru sex slíkir bílar til sýnis og sölu á staðn- um og ekki síst til afhendingar strax meðan það hefur verið talsverð bið eftir þeim hjá umboðsaðila. Drægni þessara bíla er um 50 km eingöngu, en með fullum bensíntanki að auki má komast allt að 900 km að sögn framleiðanda. Innflutningur á hjólhýsum Nýverið komst Höfðahöllin í sam- band við umboðsmann Hobby- hjólhýsa á meginlandinu og eru þegar nokkur hús komin í ferli. Núna er rétti tíminn til að panta sér hús með sínum sérþörfum. Verðið er sérlega áhugavert, hafðu sam- band og fáðu tilboð. Nánari upplýsingar á bilo.is eða í síma 567 4840. Meðfylgjandi eru myndir af Audi A3 E-tron, Golf GTE og Hobby- hjólhýsi. n Nýlegir bílar á réttu verði og kaupendur njóta sterkrar krónu Nýja bílahöllin, Eirhöfða 11, Bílakjarnanum É g er búinn að starfa við bílasölu frá árinu 1982 og við sjálfstæðan rekstur frá árinu 1988,“ segir Ingimar Sigurðs- son, eigandi Nýju bílahallar- innar, sem stofnuð var fyrir 29 árum. Hún er með aðsetur í Bílakjarnan- um að Eirhöfða 11 í Reykjavík. Þar er góð aðkoma og frábær aðstaða til að skoða og sýna bíla. „Í gegnum tíðina höfum við tek- ið að okkur allar gerðir af bílum. Í upphafi lögðum við áherslu á ódýra bíla en undanfarin ár höfum við fært okkur meira yfir í að selja nýlega bíla. Stór hluti kaupenda eru bílaleigur en þær hafa verið uppistaðan í kaup- endahópi nýlegra bíla eftir hrun.“ Að sögn Ingimars er bílasala á uppleið. „Straumurinn undanfarin misseri hefur hins vegar meira legið í nýja bíla og það hefur aðeins slitn- að á milli sölu nýrra og notaðra bíla. Á þessu ári teljum við hins vegar að þetta leiti í sama far, þ.e. að sala á notuðum bílum muni haldast í hendur við sölu á nýjum bílum.“ Nýja bílahöllin er með yfir 150 bíla í sölu og afskaplega góða sýn- ingaraðstöðu: „Við erum með 10 bíla innisal og 150 bíla útisvæði. Það er fágætt að bílasölur bjóði upp á svona stórt útisvæði og innisal að auki,“ segir Ingimar. Að sögn Ingimars kappkostar Nýja bílahöllin að bjóða upp á rétt verð á notuðum bílum, í samræmi við verð á nýjum, og láta þannig kaupendur notaðra bíla njóta styrk- ingar krónunnar: „Við höfum reynt að hafa það að leiðarljósi að hafa verð á bílum rétt miðað við nývirði. Verð á notuðum nýlegum bílum, 3–5 ára, á að haldast í hendur við nývirði, með öðrum orðum að lækka eðli- lega, við reynum að hafa það eins rétt og mögulegt. Á síðustu 12 mánuðum hefur gengið styrkst um 17% sem þýðir að verð á nýjum bílum hefur lækkað og við erum að reyna að út- færa það á notaða markaðinn.“ Sem fyrr segir er Nýja bílahöllin til húsa að Eirhöfða 11, í Bílakjarnan- um. Opið er virka daga frá 10 til 18 og á laugardögum frá 12 til 15. Sími er 567 2277. Nánari upplýsingar á vef- síðunni nyja.is. n myndIr sIgtryggur arI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.