Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Page 30
Helgarblað 20.–23. janúar 201722 Fólk Viðtal
Glæsibæ • www.sportlif.is
PróteinPönnukökur
Próteinís Próteinbúðingur
niður og ekkert seldist. Ég held að
það hafi verið 6 þúsund niðurhöl og
það var einmitt það sem við vorum
að vonast til að selja – en í staðinn
seldum við í kringum 6 eða 7 hund-
ruð. Unga fólkið í dag vill fá hlutina
ókeypis, á Spotify og Netflix og allt
þetta. En einhvers staðar verða
listamenn að fá pening, enda eru
núna tónleikar nánast upp á hvern
einasta dag,“ segir Laddi.
Annað nýja lagið þitt, „Hér er ég“,
sýnir svolítið nýja hlið á þér. Það er
glaðlegt kántrípopp, og þar er ekkert
grín í gangi, bara léttleikandi ástar-
óður sunginn af ljúfsárri einlægni.
„Já, þetta er eiginlega það sem
mig langaði alltaf að gera. Ég ætl-
aði alltaf að vera afskaplega alvar-
legur þegar ég samdi tónlist. Fyrsta
sólóplatan mín, Deió, átti að verða
þannig. Gunni [Þórðarson] hins
vegar neitaði: „Það vantar allt grín
í þetta, það vill enginn hlusta á
þetta!“ og rak mig heim til að semja
nýja texta. Þannig að þetta nýja lag
er tónlist eins og ég vildi alltaf gera.“
Er auðveldara að vera alvarlegur
með aldrinum?
„Nei,“ svarar Laddi eftir svolítið
hik. „Ég vil ekki vera of alvarlegur.
Ég er það nú eiginlega aldrei. Ég vil
bara vera með svona léttleika. Það
er bara ég.“
Heimsmet í karaktersköpun
Ef við snúum okkur aftur að gríninu,
þá langar mig að spyrja þig hverjir
hafa verið þínir helstu áhrifavald-
ar þar?
„Í gamla daga var það Chaplin
í þöglu myndunum og svo var það
Jerry Lewis sem var alltaf með Dean
Martin. Hann var mitt ídol. Hann
var með allar þessar grettur og
geiflur sem ég hermdi svolítið eftir.
Hann gerði karakterinn Nutty Pro-
fessor sem mér fannst algjör snilld.
Mér fannst svo áhugavert að búa
til karaktera og breytast algjörlega.
Ég fór þá sjálfur að fíflast með að
búa til einhverja karaktera, án þess
að gefa þeim nöfn fyrst um sinn.
Svo komu kvikmyndaleikarar eins
og Peter Sellers, ég dýrkaði hann.
Hann átti örugglega metið í að gera
marga karaktera – en ég held ég hafi
örugglega toppað það met. Gísli
Rúnar heldur því reyndar fram að
ég eigi heimsmet í að búa til marga
karaktera sem eru svo þekktir að
þeir eru nánast með kennitölu.“
Fylgist þú mikið með íslensku
gríni í dag?
„Ég verð að játa að ég fylgist ekki
mikið með nema það sem kemur í
sjónvarpi. Ég hef ekki mikið verið
að fara á uppistandssýningar nema
kannski Mið-Ísland til að byrja
með. Mér finnst Ari Eldjárn standa
upp úr, þó það séu margir mjög fín-
ir. Þetta er orðið svo mikið – það eru
allir uppistandarar í dag.“
Nú er sonur þinn, Þórhallur Þór-
hallsson, einmitt nokkuð áberandi
uppistandari. Getur þú eitthvað
sagt honum til á þeim vettvangi?
„Ég reyni að gefa honum góðar
ábendingar, en sennilega fer hann
ekkert eftir þeim. Ég er bara með
eitthvert gamalt grín. Þetta er að-
eins öðruvísi í dag. Ég er ekki beint
uppistandari því ég hef alltaf notað
tónlistina með, eða gert sýningar og
einhvers konar kabarett. Maður er
svolítið fastur í því.“
Of mikið af klámbröndurum í dag
En hvernig finnst þér íslenskt grín í
dag, finnst þér það fyrst og fremst
vera formið sem hefur breyst, eða
hefur það breyst í grunninn?
„Það er aðallega formið sem hef-
ur breyst en svo eru það líka aðrar
áherslur. Hjá þeim sem eru nýbyrj-
aðir er það oft svolítið mikið klám,
typpi og rass. Það er svo auðvelt að
fara út í það og mér finnst fólk gera
of mikið af því. Ég hef einmitt ver-
ið að skamma Þórhall fyrir það! Við
Halli náðum að vera alveg lausir
við það – fórum aldrei út í slíkt. En
kannski er þetta það sem fólkið vill
í dag og það er kannski þess vegna
sem ég hef ekki meiri áhuga.“
Það er áhugavert að þú segir
þetta, því það er oft talað um að í
dag séum við sérstaklega viðkvæm
og talað um pólitískan rétttrúnað.
Kannski eru aðrir hlutir sem virka.
Ég velti til dæmis fyrir mé hvort að
lag eins og „Hún er allt of feit“ eða
karakter eins og Grínverjinn myndu
ganga í dag?
„Ég er ekki viss um það. Meira að
segja þegar Of feit kom út var þetta
umdeilt. Ég var að árita plötur og þá
kom ein kona og var alveg brjáluð.
Hún sagði að ef við værum í Banda-
ríkjunum væri búið að kæra mig. Ég
benti henni reyndar kurteisislega á
að þetta væri bandarískt lag, og ég
hefði hálfþýtt textann – lagið heitir
„She‘s too fat for me“ – en sá söngv-
ari var ekki settur í fangelsi. Varð-
andi Grínverjann þá var mér sagt
að Kínverjar á Íslandi hefðu móðg-
ast yfir þessu, þannig að ég hætti
að koma fram með hann. Þetta var
viðkvæmt og hvað þá heldur núna –
það myndi aldrei ganga.“
Þannig að þegar grínið er farið að
særa þá hættir þú?
„Já, þá stoppar maður. Þá er það
ekki alveg að gera sig.“
Óttast mest að missa getuna til
að spila golf
Það eru nokkrir mánuðir síðan
Laddi eignaðist sitt fyrsta barna-
barnabarn og er því orðinn langafi.
En hvernig finnst manninum að eld-
ast?
„Bara frábært, já, já. En ég fór
samt að velta þessu fyrir mér núna
í kringum afmælið. Mér fannst svo
stutt síðan ég varð sextugur. Þessi
áratugur hefur verð svo fljótur að
líða! Ég staldraði því aðeins við og
fór að hugsa. „Vá, sjötugur, hvað er
langt eftir?“ Það er nefnilega ekki svo
mikið, kannski 10 eða 20 en varla 30
ár. Ég næ vonandi tíu góðum árum,
en svo fer að halla undan fæti.“
Hvernig líður þér með þetta?
„Mestu áhyggjurnar eru að ég
missi getuna til að spila golf. En ég
sá reyndar nýlega viðtal við 88 ára
gamlan mann sem var enn að spila.
Hann var með 13 í forgjöf og ég er
með 11 núna, þannig að ég er ekki
mikið betri en hann! Ég verð rosa-
lega sáttur ef ég verð með 13 í forgjöf
á þeim aldri. En golfið heldur manni
líka gangandi, heldur manni ung-
um. Maður labbar gríðarlega mik-
ið, sjö kílómetra á dag, allt sumar-
ið. Það er ástæðan fyrir því að konan
mín leyfir mér að vera í golfi alveg
eins og ég vil.“
En hefur þú líka farið að líta yfir
farinn veg, velt fyrir þér hvort þú sért
sáttur við ferilinn eða hvort það sé
eitthvað sem þú sérð eftir?
„Ég er ekki beint farinn að hugsa
þannig. Þessa stundina sé ég ekki
eftir neinu, en kannski fer ég meira
að horfa til baka þegar ég verð kom-
inn á níræðisaldurinn. Þá getur vel
verið að maður sjái eftir einhverju,
en ég vona ekki. Núna horfi ég fram
á veginn.“
Ég hef frétt að þú sért farinn að
einbeita þér að myndlistinni í aukn-
um mæli, er það ekki rétt?
„Já, reyndar ætlaði ég að verða
myndlistarmaður þegar ég var tólf,
þrettán ára. Ég og Bjarni Ragnar vin-
ur minn stefndum báðir á það. Hann
varð myndlistarmaður en ég er fyrst
núna að byrja að einbeita mér að
því. Ég ætla að taka myndlistina svo-
lítið alvarlegar heldur en grínið. Það
er minn draumur að fara til Spánar
og fara á myndlistarnámskeið. Mig
langar að gera þetta fljótlega, helst
næsta vetur.“
Þannig að planið er að lifa lúxus-
lífi á ellilífeyrinum á Spáni?
„Ég er kominn á þann aldur að ég
á að fá ellilífeyri, en ég fæ bara eigin-
lega ekki neitt. Maður má ekki þéna
meira en einhvern hundrað þúsund
kall á mánuði annars er allt tekið
af, og þar sem ég hef verið svo lengi
sjálfstætt starfandi þá er lífeyrissjóð-
urinn mjög lélegur hjá mér. Þannig
að ég hef ekkert efni á að hætta.“
Þannig að fólk þarf ekki að hafa
áhyggjur af því að sjá minna af þér á
næstunni?
„Nei, nei. Eða kannski örlítið
minna, en ég verð alltaf viðloðandi
þetta, að minnsta kosti á meðan fólk
vill ennþá heyra í mér og sjá.“ n
„Það voru ein-
hverjir rapparar
að tala um þetta við mig
um daginn og þeir héldu
jafnvel að þetta væri eitt
fyrsta rapplagið á ís-
lensku.