Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2017, Page 34
Helgarblað 20.–23. janúar 201726 Skrýtið Sakamál
Inni- og
útilýsing
Sími: 565 8911 & 867 8911 - www.ledljos.com - ludviksson@ludviksson.com
Led sparar
80-92% orku
Ledljós
Ludviksson ehf
Kvennamorðinginn „Cody“
Einnar viku morðæði kostaði þrjár konur lífið
Þ
að var engu tauti komið
við þriggja dómara teymi í
Jefferson-sýslu í Colorado
í Bandaríkjunum þann 29.
september 1999. Þrátt fyr-
ir að William „Cody“ (sennilega
til „heiðurs“ William Frederick
„Buffalo Bill“ Cody) Neal sværi og
sárt við legði að hann væri ekki leng-
ur sami maður og myrti með hrotta-
legum hætti þrjár konur í vikulöngu
morðæði í júlí 1998. William sagð-
ist vilja lifa svo hann gæti unnið
verk Guðs innan veggja fangelsisins,
en honum tókst ekki að sannfæra
dómarana sem ákváðu að lífi hans
yrði ekki þyrmt og hann þess í stað
dæmdur til dauða.
Neydd til að horfa á
William, sem fæddist árið 1955, ját-
aði sig sekan um að hafa barið til
dauðs Angelu Fite, Candace Walters
og Rebeccu Holberton með bolöxi.
Ein kona, 22 ára, lifði af kynni sín
við William, en hún bar fyrir dómi að
hann hefði bundið hana við rúm í
húsi því sem hann nýtti til morðanna.
William neyddi hana til að horfa
á þegar hann braut höfuðkúpuna á
Angelu Fite með fleyg. Að því loknu
nauðgaði hann konunni.
Eini viðeigandi dómurinn
Við dómsuppkvaðninguna sagði einn
dómaranna, Thomas Woodford, við
William að glæpir hans væru „hrotta-
leg, tilefnislaus dráp“ að ónefndum
þeim harmi sem hann hefði valdið
ættingjum fórnarlambanna.
Woodford sagði að dómararnir
hefðu „komist að þeirri niðurstöðu
að eina refsingin sem hægt væri að
beita, sem samræmdist þeim lög-
um sem dómararnir hefðu svarið að
framfylgja, væri dauðadómur.“
Sá sjálfur um vörnina
Ákæruvaldið vísaði á bug fullyrðing-
um Williams, sem sá um eigin vörn,
um að hann hefði myrt konurnar í
þeim tilgangi að fela að hann hafði
rænt þær fé.
Sjálfur bar William aldrei brigð-
ur á ákæruatriðin og afþakkaði, þá
tíu daga sem réttarhöldin stóðu, að
gagnspyrja vitni ákæruvaldsins.
William fór ekki í launkofa með þá
skoðun sína að hann ætti enga mis-
kunn skilda, en sagði, sem fyrr segir,
að hann væri breyttur maður og hefði
gengið Guði á hönd.
Sú fullyrðing féll í grýtta jörð
hjá saksóknara Jefferson-sýslu,
Dave Thomas, og hafði hann á orði
að glæpir Williams væru „klæð-
skerasniðnir“ að dauðarefsingu.
Níu önnur ákæruatriði
Hver veit nema Dave Thomas hafi
haft eitthvað til síns máls því lýs-
ingar lögregluþjóna sem komu á
vettvang gætu allt eins hafa átt við
sláturhús. Thomas hafði enda á orði
að hann hefði ekki heyrt viðlíka vitn-
isburð í 26 ára starfi sem saksóknari:
„Mér rann kalt vatn milli skinns og
hörunds.“
Þegar þarna var komið sögu stóð
William frammi fyrir níu öðrum
ákæruatriðum tengdum morðun-
um; kynferðislegu ofbeldi, mann-
ránum og þjófnuðum þar á meðal.
Í lokin er vert að geta þess að árið
2003 var dómur yfir William Neil
mildaður og í stað dauðarefsingar
fær hann að dúsa á bak við lás og slá
það sem eftir er ævinnar. n
Fórnarlömb Williams Rebecca Holberton, Candace Walters og Angela Fite.
„Hafði hann á orði
að glæpir Williams
væru „klæðskerasniðnir“
að dauðarefsingu.
William „Cody“ Sá um eigin vörn.