Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Page 16
Helgarblað 17.–20. febrúar 201716 Fréttir
K
eyptir verða tveir nýir raf
magnsbílar til afnota fyrir
starfsfólk Ráðhúss Reykja
víkur á næstunni. Þetta var
samþykkt á fundi borgar
ráðs í síðustu viku. Allir bílar sem
ætlaðir eru til notkunar innan
stjórnkerfis borgarinnar eru vist
vænir og ríkir mikil ánægja með þá
þróun að sögn formanns umhverfis
og skipulagsráðs.
Aðeins 4 ráðherrabílar vistvænir
DV greindi frá því í lok janúar að á
síðustu tveimur árum hefðu átta af
tíu ráðherrabílum stjórnarráðsins
verið endurnýjaðir og þörf væri á
endurnýjun þeirra tveggja síðustu,
auk þess sem nauðsynlegt væri að
kaupa ellefta bílinn eftir að ráðherr
um var fjölgað. Athygli vekur að að
eins fjórir ráðherrabílanna geta
talist vistvænir upp að einhverju
marki, þ.e. fjórir bílanna eru tengi
tvinnbílar sem ganga bæði fyrir raf
magni og jarðefnaeldsneyti.
Breytingar gerðar
á síðasta kjörtímabili
Þessu er öfugt farið hjá Reykja
víkurborg þar sem lögð hefur verið
áhersla á vistvæna kosti í samgöng
um. Þá er það aðeins borgarstjórinn,
Dagur B. Eggertsson, sem hefur sér
stakan bíl til afnota. Um árabil höfðu
bæði borgarstjóri og forseti borgar
stjórnar bíl til afnota og störfuðu
tveir bílstjórar hjá borginni í þessu
skyni. Á síðasta kjörtímabili var
staða forsetabílstjórans hins vegar
lögð niður og báðir bílarnir seldir.
Þess í stað var árið 2014 keyptur
Volkswagenskutbíll sem gengur
fyrir bæði metani og bensíni. Sam
kvæmt upplýsingum frá skrifstofu
borgarstjóra er sá bíll notaður bæði
til að koma borgarstjóra milli staða
í borginni í opinberum erindum en
einnig er hann notaður í sendiferðir
af öllu tagi fyrir borgarkerfið.
Einnig í boði að fá hjól
Með kaupunum á
raf magnsbílunum sem borgarráð
samþykkti verða rafmagnsbíl
ar sem starfsfólk ráðhússins hef
ur aðgang að orðnir fjórir en tveir
bílar voru þegar í notkun. Auk þess
eru rafmagnsbílar til sömu nota
á Höfðatorgi. Bílarnir eru ætlaðir
starfsfólki til að sinna erindum og
fara á fundi milli starfsstöðva. Með
því að síðustu misseri hefur fólk af
starfsstöðvum um bæinn verið flutt
í nokkrum mæli í ráðhúsið hefur
ferðum af því tagi fjölgað nokkuð
og því var talin ástæða til að fjölga
bílunum. Þá hefur starfsfólk borg
arinnar aðgang að hjólum til að
komast á milli í styttri ferðum.
Mikilvægt að borgin
sýni gott fordæmi
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi
og formaður umhverfis og
skipulagsráðs Reykjavíkurborgar,
segir að innan borgarkerfis
ins sé ánægja með þá stefnu sem
uppi hefur verið í þessum efnum.
„Borgin leggur áherslu á bæði
breyttan ferðamáta en líka að þeir
sem þurfi að vera á bílum hugi
að orkuskiptum og notist við vist
vænni bíla. Því þarf borgin að sýna
gott fordæmi í þessum efnum, það
er mjög mikilvægt.“
Hjálmar bendir á að notkun á
rafbílunum hafi verið veruleg og
sömuleiðis hafi notkun á hjólum
borgarinnar einnig verið talsverð.
Almennt sé horft til þess í sam
göngustefnu borgarinnar að hvetja
starfsmenn til að nýta sér vistvænar
samgöngur þegar þess er kostur
og þetta sé liður í því. Reykjavíkur
borg hlaut náttúru og umhverfis
verðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið
2014 og þar var meðal annars tiltekið
að 87 prósent ökutækja borgarinnar
gengju fyrir rafmagni eða gasi og
ekki væri vitað um annað sveitar
félag sem hefði viðlíka hlutfall um
hverfisvænna ökutækja. n
Ánægja með vist-
vænan bílaflota
n Reykjavíkurborg fjölgar rafmagnsbílum n ber höfuð og herðar yfir stjórnarráðið
„Því þarf
borgin
að sýna gott
fordæmi í þessum
efnum
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is
Hjálmar Sveinsson Formaður umhverfis-
og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórabílinn Bifreiðin sem borgarstjóri hefur til afnota er einnig notuð í ýmsar
sendiferðir í borginni.
Vistvænn bílafloti
Árið 2014 voru 87
prósent ökutækja
borgarinnar vistvæn.
Þú færð fallega borð-
búnaðinn og fullt af fíneríi
frá greengate hjá okkur
Austurvegi 21, Selfoss / Sími 482 3211
facebook.com/sjafnarblom
Höfðabakka 3, Reykjavík / Sími 587 2222
facebook.com/litlagardbudin