Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Page 16
Helgarblað 17.–20. febrúar 201716 Fréttir K eyptir verða tveir nýir raf­ magnsbílar til afnota fyrir starfsfólk Ráðhúss Reykja­ víkur á næstunni. Þetta var samþykkt á fundi borgar­ ráðs í síðustu viku. Allir bílar sem ætlaðir eru til notkunar innan stjórnkerfis borgarinnar eru vist­ vænir og ríkir mikil ánægja með þá þróun að sögn formanns umhverfis­ og skipulagsráðs. Aðeins 4 ráðherrabílar vistvænir DV greindi frá því í lok janúar að á síðustu tveimur árum hefðu átta af tíu ráðherrabílum stjórnarráðsins verið endurnýjaðir og þörf væri á endurnýjun þeirra tveggja síðustu, auk þess sem nauðsynlegt væri að kaupa ellefta bílinn eftir að ráðherr­ um var fjölgað. Athygli vekur að að­ eins fjórir ráðherrabílanna geta talist vistvænir upp að einhverju marki, þ.e. fjórir bílanna eru tengi­ tvinnbílar sem ganga bæði fyrir raf­ magni og jarðefnaeldsneyti. Breytingar gerðar á síðasta kjörtímabili Þessu er öfugt farið hjá Reykja­ víkurborg þar sem lögð hefur verið áhersla á vistvæna kosti í samgöng­ um. Þá er það aðeins borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, sem hefur sér­ stakan bíl til afnota. Um árabil höfðu bæði borgarstjóri og forseti borgar­ stjórnar bíl til afnota og störfuðu tveir bílstjórar hjá borginni í þessu skyni. Á síðasta kjörtímabili var staða forsetabílstjórans hins vegar lögð niður og báðir bílarnir seldir. Þess í stað var árið 2014 keyptur Volkswagen­skutbíll sem gengur fyrir bæði metani og bensíni. Sam­ kvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjóra er sá bíll notaður bæði til að koma borgarstjóra milli staða í borginni í opinberum erindum en einnig er hann notaður í sendiferðir af öllu tagi fyrir borgarkerfið. Einnig í boði að fá hjól Með kaupunum á raf magnsbílunum sem borgarráð samþykkti verða rafmagnsbíl­ ar sem starfsfólk ráðhússins hef­ ur aðgang að orðnir fjórir en tveir bílar voru þegar í notkun. Auk þess eru rafmagnsbílar til sömu nota á Höfðatorgi. Bílarnir eru ætlaðir starfsfólki til að sinna erindum og fara á fundi milli starfsstöðva. Með því að síðustu misseri hefur fólk af starfsstöðvum um bæinn verið flutt í nokkrum mæli í ráðhúsið hefur ferðum af því tagi fjölgað nokkuð og því var talin ástæða til að fjölga bílunum. Þá hefur starfsfólk borg­ arinnar aðgang að hjólum til að komast á milli í styttri ferðum. Mikilvægt að borgin sýni gott fordæmi Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður umhverfis­ og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að innan borgarkerfis­ ins sé ánægja með þá stefnu sem uppi hefur verið í þessum efnum. „Borgin leggur áherslu á bæði breyttan ferðamáta en líka að þeir sem þurfi að vera á bílum hugi að orkuskiptum og notist við vist­ vænni bíla. Því þarf borgin að sýna gott fordæmi í þessum efnum, það er mjög mikilvægt.“ Hjálmar bendir á að notkun á rafbílunum hafi verið veruleg og sömuleiðis hafi notkun á hjólum borgarinnar einnig verið talsverð. Almennt sé horft til þess í sam­ göngustefnu borgarinnar að hvetja starfsmenn til að nýta sér vistvænar samgöngur þegar þess er kostur og þetta sé liður í því. Reykjavíkur­ borg hlaut náttúru­ og umhverfis­ verðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 2014 og þar var meðal annars tiltekið að 87 prósent ökutækja borgarinnar gengju fyrir rafmagni eða gasi og ekki væri vitað um annað sveitar­ félag sem hefði viðlíka hlutfall um­ hverfisvænna ökutækja. n Ánægja með vist- vænan bílaflota n Reykjavíkurborg fjölgar rafmagnsbílum n ber höfuð og herðar yfir stjórnarráðið „Því þarf borgin að sýna gott fordæmi í þessum efnum Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Hjálmar Sveinsson Formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Borgarstjórabílinn Bifreiðin sem borgarstjóri hefur til afnota er einnig notuð í ýmsar sendiferðir í borginni. Vistvænn bílafloti Árið 2014 voru 87 prósent ökutækja borgarinnar vistvæn. Þú færð fallega borð- búnaðinn og fullt af fíneríi frá greengate hjá okkur Austurvegi 21, Selfoss / Sími 482 3211 facebook.com/sjafnarblom Höfðabakka 3, Reykjavík / Sími 587 2222 facebook.com/litlagardbudin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.