Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Side 19
Helgarblað 17.–20. febrúar 2017 Neytendur 19 Áfylling á blekhylki Margir hvetja fólk til að beina viðskiptum sínum að Costco þegar kemur að prentarableki. Costco býður alla jafna mikið úrval af blekhylkjum til sölu á mjög hagstæðu verði. Hag- stæðast þykir þó að mæta með tómt blekhylki úr prentaranum og fá áfyllingu. Það ku vera margfalt ódýrara en að kaupa nýtt út úr búð. Dæmigert verð fyrir áfyllingu í Costco í Bandaríkjunum er um 1.000 krónur. Fylgstu með stjörnunni Í Costco eru vörutegundirnar um 3.800 talsins, samanborið við t.d. um 50 þúsund í Walmart. Vörurnar eru seldar í miklu magni, enda stillt upp á brettum, en þannig næst fram hagræðing og fyrirtækið þarf ekki að borga starfsfólki fyrir að handraða vörum. Ef þú sérð vöru sem þig langar í í Costco, en ert ekki viss um að þú viljir kaupa strax, er hér gott ráð. Efst í hægra horni verðmiðans er stundum stjarna. Hún er til marks um að varan komi ekki aftur. Ólíklegt er að þú getir frestað því lengi að taka ákvörðun um að kaupa stjörnumerkta vöru. Hvenær er rólegast? Gera má ráð fyrir að fyrstu dagarnir verði annasamir í Costco í Kauptúni. Þannig eru helgarnar alla jafna líka, sem og tíminn eftir vinnu. Samkvæmt bandarískum og breskum lífsstílsbloggurum er rólegast í Costco yfir miðjan daginn eða síðdegis, frá 15–17. Spurning hvort það muni einnig eiga við um Ísland. Klósettpappír Hreinlætisvörur og þurrvörur eru góð dæmi um hluti sem endast lengi og skemmast seint eða alls ekki. Í Costco eru vörur seldar í stórum einingum, sem ekki er víst að henti smærri heimilum. Klósett- pappír, eldhúsrúllur, bleyjur (eftir atvikum) og ruslapokar eru þó dæmi um vörur sem allir meðlimir Costco ættu að horfa til. Flestum ber saman um að þessar vörur fáist á áberandi hagstæðu verði í Costco. Klósettpappír er raunar sú vara sem Costo selur mest af á ársgrundvelli. Það er líklega ekki tilviljun. Nammi fyrir jólin Sælgæti er selt í stórum einingum í Costco, eins og svo margt annað. Og á Youtube mæla lífsstílsfrömuðir sterklega með verðinu á þeim vöruflokki. Augljós galli á gjöf Njarðar eru lýðheilsusjónarmið – en fæstir Íslendingar hafa gott af því að kaupa sælgæti í stóru upplagi. Einna helst væri hægt að ráðleggja slíkt í aðdraganda stórhátíða. Hafðu með þér tilboðsbæklinga Verðvitund Íslendinga er ekki alltaf upp á sitt besta enda breytist verðlag á Íslandi hratt. Einn lífsstílsbloggari ráðleggur fólki að safna saman tilboðsbæklingum frá verslunum áður en farið er í Costco. Þannig væri til dæmis hægt að bera saman einingaverð í Bónus eða Krónunni og verð í Costco. Það er ekki lögmál að ódýrara sé að kaupa meira magn í einu, en það er þekkt trix á meðal verslunareigenda að telja fólki trú um að svo sé. Ekki kaupa þessar vörur Nokkrar vörur segja lífsstílsfrömuðir að fólk ætti ekki að kaupa í Costco, en í þeim dæmum er viðmiðið auðvitað verð- lag í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þannig þykir í Bandaríkjunum ekki hagstæðast að kaupa gos í Costco en safar þykja einnig dýrir miðað við það sem gerist annars staðar. Þá þykir ferskvara, eins og ávextir og grænmeti, ekki sérstaklega ódýr í Costco, miðað við það sem gerist í öðrum bandarískum verslunum. Hvort það sé vísbending um hvað koma skal í Costco í Kauptúni skal ósagt látið. Svona verslar þú án aðildar Costo selur einstaklingum árgjald að versluninni á 4.800 krónur. Samkvæmt áðurnefndum lífsstíls- og neytendafrömuðum á Youtube er hægt að komast hjá því að verða meðlimur, ef maður vill. Ef þú þekkir einhvern sem er meðlimur og vilt geta verslað geturðu beðið meðliminn að kaupa svokallað „Cash card“ eða inneign. Þú getur fram- vísað því við innganginn og fengið að versla. DV hefur ekki upplýsingar um hvort þetta verði í boði hér en þetta virðist í það minnsta í boði í Bandaríkjunum. Kökur fyrir afmæli Eitt af því fyrsta sem lífsstílsfrömuðir á Youtube nefna við Costco er úrval af nýbökuðu brauði og bakkelsi. Þar er til dæmis hægt að fá nokkuð úrval af kökum og tertum fyrir afmælisveislur, án þess að panta þurfi með fyrirvara. Bakkelsið þykir mjög ódýrt í Costco, miðað við bandarískt verðlag, en eins og um svo margt annað er óvíst hvað þetta mun kosta í Costco hér heima. Ódýrasti skyndibitinn Tilbúinn matur er seldur í miklu magni í Costco. Grillaður kjúklingur er ódýrari í Costco en í öðrum verslunum í Banda- ríkjunum og Bretlandi en óvíst er hvað verður verður hér. Þá hefur Costco frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar selt pylsu og gos á einn og hálfan dollara. Það eru innan við 180 krónur. Ef verðlagningin verður á svipuðu róli í Kauptúni, má gera ráð fyrir að þar fari ódýrasti skyndibiti landsins – fyrir meðlimi. Barna- og útiföt Í lífsstílsmyndböndunum á Youtube tala flestir um að gott sé að kaupa fatnað á börn í Costco. Þar er góð merkjavara á mjög hagstæðu verði. Minnt skal á að engir mátunarklefar eru í Costco svo það er mjög mikilvægt að vera með stærðirnar á hreinu, áður en farið er í verslunarferð. Carters-náttföt eru nefnd til sögunnar yfir hagstæð kaup sem og útivistarfatnaður á börn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.