Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 24
Helgarblað 17.–20. febrúar 2017
Heimilisfang
Kringlan 4-12
4. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
24 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson
Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Hér hefur ekki
dropi lekið
Sigurður Guðjónsson hafnar því að Hafró hafi lekið upplýsingum um loðnukvóta. – mbl.is
Dugnaður Ásmundar
Ásmundur Friðriksson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör-
dæmi, ræðir um dugnað sinn í
færslu á Facebook. „Ég vinn alla
daga, kvöld og helgar. Svara öll-
um tölvupóstum, helst sama dag
og þeir berast og svara símanum
hvar og hvenær sem er, á jólum
og áramótum,“ skrifar Ásmundur
en í færslu sinni er hann að gagn-
rýna Ólafíu B. Rafnsdóttur, for-
mann VR, sem Ásmundur segir
að noti öll tækifæri til að krefjast
þess að laun þingmanna verði
lækkuð. Sé horft á þingmannsferil
Ásmundar má velta fyrir sér hvort
dugnaður hans sé umtalsverður.
Á síðasta þingi lagði Ásmundur
fram þrjár þingsályktunartillög-
ur, var fyrsti flutningsmaður að
einu endurfluttu frumvarpi og bar
upp þrjár fyrirspurnir. Ekki er sér-
stakur dugnaður í því. Hann tók
sjötíu og sjö sinnum til máls og
talaði alls í fjórar klukkustundir
úr ræðustól Alþingis. Ekki er það
nema í meðallagi miðað við hinn
almenna þingmann og langt frá
því sem mestu ræðuskörungar
þingsins afreka.
Óvænt forsjárhyggja
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
verið kenndur við forræðis-
hyggju. Það kom því verulega á
óvart þegar Ás-
dís Halla Braga-
dóttir, sem lengi
var áhrifakona
innan flokks-
ins, lýsti skoðun
sinni á verslun
með áfengi og
tóbak. „Ég vil tóbakið aftur inn í
ÁTVR, fækka útibúunum, stytta
opnunartímann, hafa allt lokað
um helgar og líka á sumrin þegar
börnin vafra um göturnar,“ sagði
hún. Víst er að einhverjum Sjálf-
stæðismönnum hefur brugðið
við að heyra af þessum tillögum.
Þ
egar sex af hverjum tíu Ís-
lendingum fá bók í jólagjöf má
segja að þjóðin standi undir
því að kallast bókaþjóð. Þjóð-
in stendur líka undir því nafni þegar
hún tekur þátt í hinum árlega landsleik
Allir lesa, sem senn lýkur. Á þeim tíma
sem lestrarátakið hefur staðið hafa Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin verið
veitt og sömuleiðis Íslensku þýðingar-
verðlaunin.
Bóklestur er gefandi og þroskandi.
Allir eru sammála um mikilvægi þess
að halda bókum að börnum og meðal
gleðilegra tíðinda í nýliðnu jólabóka-
flóði var hversu vel barna- og ung-
lingabækur seldust. Um leið er vitað að
lesskilningur barna og unglinga mætti
vera svo miklu betri. Með öllum til-
tækum ráðum þarf að stuðla að því að
börn og unglingar hafi greiðan aðgang
að lesefni við hæfi. Börn nenna ein-
faldlega ekki að lesa bækur sem þeim
þykja leiðinlegar, lái þeim hver sem vill.
Þau þurfa að hafa aðgang að bókum
sem vekja áhuga þeirra og þar skipta
bókasöfn máli. Formaður Félags ís-
lenskra bókaútgefenda, Egill Jóhanns-
son, nefndi í ræðu sinni við afhendingu
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
að þess finnist mörg dæmi að skóla-
bókasöfn hafi ekki árum saman haft
fjármuni til að kaupa nýjar bækur. Það
er sitthvað að ef barn sem fer á skóla-
bókasafn getur ekki fundið þar vinsæl-
ar nýútkomnar bækur. Það fer sannar-
lega ekki saman við metnaðarfulla
menningarstefnu að skólabókasöfn
séu fjársvelt.
Í ræðu sinni furðaði formaður bóka-
útgefenda sig á því að hér á landi skuli
enn vera ríkisrekin námsbókaútgáfa
en erlendis sjá almennir útgefendur
um slíka útgáfu. Auðvitað vekur þetta
furðu og er ekki í samræmi við þrótt-
mikla menningarstefnu. Ríkis rekin
kennslubókaútgáfa er tímaskekkja á
árinu 2017 – nema í Norður-Kóreu. Al-
mennum útgefendum er sannarlega
treystandi fyrir því að gefa út þroskandi
og skemmtilegar kennslubækur og
ekki er að efa að fjölbreytnin yrði mikil.
Sjálfsagt er verið að bera í bakka-
fullan lækinn þegar því er svo velt upp
hvort ekki sé tímabært að lækka virð-
isaukaskatt á bækur, sem er hærri hér
á landi en víðast hvar annars staðar,
eða hreinlega bara fella hann niður.
Stjórnmálamenn hafa víst engan
áhuga á því, þótt þeir þreytist ekki á
að vitna í skáld og skáldskap á tylli-
dögum. Þannig eru stjórnmálin of oft
– mikið er talað en ekki nægilega að-
hafst. n
Hvar er hin metnaðarfulla
menningarstefna?
» Loftsíur
» Smurolíusíur
» Eldsneytissíur
» Kælivatnssíur
» Glussasíur
Túrbínur
Bætir ehf. býður upp á
viðgerðarþjónustu fyrir
flestar gerðir túrbína.
Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík
Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár
Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann
hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum
mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða
varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá:
Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel®
Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation.
MynD SiGtryGGur Ari
„Ríkisrekin
kennslu-
bókaútgáfa er
tímaskekkja á ár-
inu 2017 – nema í
Norður-Kóreu.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Myndin Það er milt Veturinn hefur verið mildur jafnvel þótt lægðir hafi heimsótt okkur. Síðustu daga hefur reyndar bæði verið bjart og lygnt svo minnir á vor um miðjan febrúar.
MynD SiGtryGGur Ari
Við munum prófa
það eitthvað áfram
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari um leikkerfið 3-5-2. – ruv.is
Kast ljós inu hef ur loks ins verið
beint að „skít seiðis-lek ur un um!“
Donald trump vegna Mike Flynn-málsins. – Twitter