Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Síða 44
Helgarblað 17.–20. febrúar 201740 Menning Verið ávallt velkomin Almar bakari Bakarí og kaffihús Sunnumörk Opið frá 7-18 mánudaga til laugardaga og sunnudaga frá 8-17 Brauðin í okkar handverksbakaríi fá rólega og góða meðhöndlun. Þau eru kælihefuð í allt að 18 tíma og því notum við engan viðbættan sykur, minna salt og minna ger í hvert og eitt brauð. Með þessari meðferð verða þau bragðbetri og hollari. Nýjasta brauðið er súrdeigsbrauðið sem er steinbakað og súrinn lagaður af bakaranum. Það heitir Hengill og er bragðmikið og öflugt brauð með þykkri skorpu. Þjáningin skilaði Óskarsverðlaunum Leikarar þurfa oft að leggja mikið á sig í krefjandi hlutverkum. Hér eru dæmi um leikara sem þjáðust við tökur á kvik- myndum en eftir mikið erfiði uppskáru þeir Óskarsverðlaun.  Borðaði hráa lifur Leonardo DiCaprio fékk langþráð Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í The Revenant. Þar lék hann mann sem er einn í óbyggðum og þarf að berjast fyrir lífi sínu. Leikarinn lagði mikið á sig til að geta túlkað mann sem er særður og helkaldur. Hann sagði að í tugum atriða myndarinnar hefði hann gert hluti sem væru með því alerfið- asta sem hann hefði lent í á ævinni. Meðal annars borðaði hann hráa lifur úr vísundi, lagðist til sunds í ísköldum ám og svaf í dýrahræi. Hann þjáðist allan tímann af kulda.  Fór ekki úr hjóla- stólnum Daniel Day Lewis er þekktur fyrir að lifa sig inn í hlutverk sín. Árið 1989 lék hann fjölfatlaðan írskan listamann í myndinni My Left Foot. Til að setja sig sem mest inn í hlutskipti persónu sinnar fór leikarinn ekki úr hjólastólnum allan þann tíma sem unnið var að myndinni og á matmálstímum var hann mataður með skeið. Á þessum tíma rifbeinsbrotnaði leikarinn tvisvar. Hann fékk fyrstu Óskarsverðlaun sín af þremur fyrir frábæran leik í myndinni.  Nærðist á salati og haframjöli Anne Hathaway lagði ýmislegt á sig til að vera sannfærandi Fantine í Vesalingunum. Sítt hár sitt lét hún klippa stutt og hún léttist um 13 kíló með því að nærast á salati og haframjöli. Fyrir vikið varð hún svo mögur og viðkvæm að hún handleggsbrotnaði þegar hún féll af reiðhjóli. Hún segir það hafa tekið margar vikur að jafna sig eftir að tökum var lokið. Hún átti sannarlega skilið Óskarinn sem hún fékk fyrir leik sinn í myndinni.  Hélt að hún myndi deyja Natalie Portman missti 10 kíló og æfði ballet minnst átta tíma á dag fyrir hlutverk sitt í The Black Swan. Hún segist varla hafa bragðað mat á þeim tíma. Álagið var svo mikið að hún missti táneglur og brákaði rif. „Stundum hélt ég að ég myndi bókstaflega deyja,“ sagði hún. Það hljóta að hafa verið sárabætur fyrir allt erfiðið að hún skyldi vinna til Óskarsverðlauna.  Var tvo mánuði að jafna sig Árið 2008 lék Kate Winslet í myndinni The Reader og lék þar fangavörð í útrýmingarbúðum nasista. Hlutverkið tók mjög á leikkonuna sem var tvo mánuði að jafna sig eftir að kvikmynda- tökum var lokið. „Það var eins og ég hefði sloppið lifandi frá alvarlegu bílslysi og hefði þörf fyrir að skilja hvað hefði gerst,“ sagði hún. Leikkonan fékk bæði Golden Globe og Óskarsverðlaun fyrir frammistöðuna.  Óttaðist um geðheilsu sína Til að setja sig inn í hlutverk píanóleikara á ógnartímum nasista æfði Adrien Brody sig í fjóra tíma á dag á píanó. Persóna hans í myndinni var maður sem svalt og til að skilja hvernig tilfinning það er fór leikarinn í stranga megrun og missti 15 kíló á sex vikum. Brody sagði að hann hefði lifað sig svo mjög inn í persónuna að stundum hefði hann óttast um geðheilsu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.