Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Side 47
Helgarblað 17.–20. febrúar 2017 Menning 43 R apparinn Emmsjé Gauti hlýt­ ur flestar tilnefningar til Ís­ lensku tónlistarverðlaun­ anna 2017 eða níu talsins. Hann er meðal annars til­ nefndur fyrir bestu rappplötu ársins, besta rapplagið, sem söngvari, texta­ höfundur, lagahöfundur og tónlistar­ flytjandi ársins í flokki dægurtónlistar. Tilnefningarnar í 29 flokkum voru kynntar í Hörpu á fimmtudag. Verðlaun verða líkt og áður veitt fyrir popp­ og rokktónlist, fyrir djass­ og blústónlist, sígilda og sam­ tímatónlist og í opnum flokki en nú bætast að auki við fjórir nýir verð­ launaflokkar: verðlaun fyrir plötu ársins í leikhús­/kvikmyndatónlist, í raftónlist og í rappi og hiphop en einnig er bætt við verðlaunum fyrir rapp og hiphop­lag ársins. Ljóst er að þessir nýju flokkar eru viðbrögð við harkalegri gagnrýni ýmissa hiphop­áhugamanna sem settu út á tilnefningar til verðlaunanna í fyrra og töldu þær ekki endurspegla hina miklu grósku í rappheiminum um þessar mundir. Í flokki dægurtónlistar hlaut hljómsveitin Kaleo sex tilnefningar, Júníus Meyvant fékk fimm og Mugi­ son og Sin Fang fengu fjórar tilnefn­ ingar hvor. Í flokki djasstónlistar var það ADHD sem fékk flestar tilnefn­ ingar eða þrjár alls en í flokknum sígild og samtímatónlist hljóta Schola Cantorum, Guðný Einars­ dóttir, fyrir flutning á orgelverkum eftir Jón Nordal, og Anna Þorvalds­ dóttir flestar tilnefningar, eða tvær. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Hörpu fimmtudaginn 2. mars og verða sýnd í beinni út­ sendingu á RÚV. n Allar tilnefningarnar má sjá á menningarsíðu dv.is. Bláuhúsin v. Faxafen s: 568 1800 s: 588 9988 s: 511 2500 Kringlunni Skólavördustíg 2 Bestir í sjónmælingum Tímapantanir í síma Emmsjé Gauti með flestar tilnefningar n Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2017 kynntar n Rappið hlýtur uppreisn æru Plata ársins – Rokk n Kaleo – A/B n Mugison – Enjoy! n Elíza Newman – Straumhvörf n Ceasetone – Two strangers n Skálmöld – Vögguvísur Yggdrasils Plata ársins – Popp n Júníus Meyvant – Floating harmonies n Sin Fang – Spaceland n Retro Stefson – Scandinavian Pain n Starwalker – Starwalker n Snorri Helgason – Vittu til Plata ársins – Raftónlist n Samaris – Black Light n Ambátt – Flugufen n Futuregrapher – Hrafnagil Plata ársins – Rapp og hiphop n Reykjavíkurdætur – RVK DTR n Emmsjé Gauti – Vagg og Velta n Aron Can – Þekkir Stráginn Bjartasta vonin – Dægurtónlist (Verðlaun veitt í samstarfi við Rás 2) n Aron Can n Soffía Björg n Auður n RuGL n Hildur Plata ársins – Leikhús- og kvikmyndatónlist n Blái hnötturinn; tónlist við leiksýningu Borgarleikhússins n Jóhann Jóhannsson: Arrival n Úlfur Eldjárn: InnSæi – The sea within Plata ársins – opinn flokkur n My Bubba – My big bad good n Gyða Valtýsdóttir – Epicycle n Tómas R. Einarsson – Bongo n Amiina - Fantómas n Tómas Jónsson – Tómas Jónsson n Arnar Guðjónsson – Grey mist of Wuhan Tónlistarhátíð ársins n Eistnaflug n Mengi n Iceland Airwaves n Cycle Listahátíðin n Óperudagarnir í Kópavogi Plata ársins – Sígild og samtímatónlist n Guðrún Óskarsdóttir – In Paradisum n Bryndís Halla Gylfadóttir – J.S. Bach, Sex svítur fyrir selló n Schola Cantorum – Meditatio n Elfa Rún – J.S. Bach, Partítur fyrir einleiksfiðlu n Jón Nordal – Choralis, Sinfóníuhljóm- sveit Ísland Tónverk ársins – Sígild og samtímatónlist n Hugi Guðmundsson – Hamlet in Absentia n Áskell Másson – Gullský n Haukur Tómasson – From Darkness Woven n María Huld Markan Sigfúsdóttir – Aequora n Anna Þorvaldsdóttir – Ad Genua Tónlistarviðburður ársins – Sígild og samtímatónlist n Évgeni Onegin – eftir Pyotr Ilyich Tchaikovsky í uppfærslu Íslensku óper- unnar n UR_ – ópera eftir Önnu Þorvaldsdóttur í uppfærslu á Listahátíð Reykjavíkur n Arvo Pärt og Hamrahlíðarkórarnir – Sinfóníuhljómsveit Íslands n Orgelverk Jóns Nordal – í flutningi Guðnýjar Einarsdóttur á tónleikum á Myrk- um músíkdögum n Upphafstónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands – Lugansky og Tortelier Plata ársins – Djass og blús n Arve Henriksen, Hilmar Jensson, Skúli Sverrisson – Saumur n Stína Ágústsdóttir – Jazz á Íslensku n Þorgrímur Jónsson Quintet – Con- stant Movement Tónverk ársins – Djass og blús n ADHD – Magnús Trygvason Elíassen n Sunna Gunnlaugsdóttir og Maarten n Ornstein – Unspoken n The Pogo Problem – Difference of Opinion Tónlistarflytjandi – Djass og blús n ADHD n Arve Henriksen, Hilmar Jensson, Skúli Sverrisson – Saumur n Stórsveit RVK Ánægður Emmsjé Gauti er eflaust nokkuð sáttur með níu tilnefningar til Íslensku tónlistar- verðlaunanna 2017. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Kaleo Fær næstflestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverð- launanna, eða sex talsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.