Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Síða 54
Helgarblað 17.–20. febrúar 201750 Fólk V e g a m ó t a s t í g u r 4 | 1 0 1 R e y k j a v í k | s í m i 5 1 1 3 0 4 0 | v e g a m o t @ v e g a m o t . i s FRÁ 11–16 „Ég er alltaf að hugsa um hann“ n Dagbjartur svipti sig lífi 11 ára í kjölfar eineltis n frásögn foreldranna vakti þjóðarathygli Þ ann 15. febrúar síðastliðinn hefði Dagbjartur Heiðar Arnarsson orðið 17 ára gamall. Dagbjartur var að- eins 11 ára þegar hann féll fyrir eigin hendi, þann 23. septem- ber 2011. Ástæðan var einelti. Saga Dagbjarts vakti þjóðarathygli eftir að foreldrar hans, Kaja Emilsdóttir og Arnar Helgason, stigu fram í við- tali við Kastljós árið 2012, í þeim til- gangi að opna augu fólks fyrir þessu grafalvarlega samfélagsmeini. Dagbjartur Heiðar var næstelstur fimm systkina en hann fæddist með alvarlegan hjartagalla og glímdi einnig við ADHD og ein- hverfu. Hann var fórnarlamb ein- eltis alla sína skólagöngu og hafði gert nokkrar tilraunir til sjálfsvígs fyrir 11 ára aldur. Kaja og Arnar hafa undanfarin ár rætt opinskátt um andlát sonar síns og aðdraganda þess, en meðal annars hefur kom- ið fram að lítið hafi verið gert til að sporna við eineltinu sem Dag- bjartur varð fyrir. Snæða alltaf makkarónugraut Það er fastur liður hjá Erlu Kaju og systkinum snæða makkarónugraut á afmælisdegi hans Dagbjarts enda var það hans uppáhaldsmatur. „Síðan höfum við haft það fyrir venju að fara út í kirkjugarð með blóm eða engil og gefa honum af- mælisgjöf, og stundum syngjum við afmælisönginn líka. Síðan hlustum við alltaf á eitt ákveðið lag á þessum degi, þetta er eiginlega eini dagur- inn á árinu þar sem við leyfum okk- ur að hlusta á þetta tiltekna lag,“ segir Erla Kaja, Kaja eins og hún er alltaf kölluð, í samtali við blaða- mann DV. Umrætt lag er Home Sweet Home með Motley Crue. „Þegar Dagbjartur fæddist var hann mikið á spítala vegna hjartagalla. Við fórum með hann til útlanda í aðgerð og vorum með hann í mánuð á spítala hérna heima. Kvöldið þegar við vorum loks á leiðinni heim af spítalanum og vorum að keyra á Sandgerðis- heiðinni þá heyrðist þetta lag í út- varpinu. Okkur þótti titillinn á laginu eiga alveg einstaklega vel við og þetta lag festist einhvern veginn við Dagbjart. Þetta varð „hans“ lag.“ Kaja kveðst óneitanlega leiða hugann að því sem hefði orðið. Hefði Dagbjartur verið eins og aðr- ir 17 ára piltar, áhyggjulaus að sækja menntaskóla og með hugann við bílprófið? „Ég er alltaf að hugsa um hann. Alveg stöðugt. Þá velti ég því fyrir mér hvernig hann myndi líta út, hvernig persóna hann væri í dag og hvernig honum myndi líða.“ „Vildi ekki að dauði hans yrði til einskis“ Kaja telur að mikið vatn hafi runnið til sjávar á undanförum árum hvað varðar eineltismál og umræðuna um sjálfsvíg, sem og aðstoð til að- standenda. Hún segist sannarlega hafa orðið vör við þau miklu við- brögð sem frásögn hennar og föður Dagbjarts hefur vakið. „Ég held að þetta hafi að vissu leyti opnað augu fólks fyrir einelti og hversu mikil dauðans alvara það er. Mér finnst hafa orðið ákveðin vitundarvakning í kjölfarið á þessu, eins og fólk sé orðið meðvitaðra um vandann. Það er ekki lengur litið á þetta sem bara einhver „strákapör“,“ segir hún en hún kveðst einnig fagna því hversu mikið umræðan um sjálfsvíg hefur opnast á undan- förnum árum. Þó séu enn ekki allir sem geri sér grein fyrir því að sjálfs- víg ungra barna er staðreynd. Ókunnugir einstaklingar hafa sett sig í samband við Kaju og tjáð henni að þeir hafi íhugað sjálfsvíg en hætt við eftir að hafa heyrt sögu Dagbjarts. „Það var einmitt það sem við vildum, og það var ástæðan fyrir því að við töluðum svona opinskátt um þennan harmleik. Ég tók þá ákvörðun að ég vildi ekki að dauði Dagbjarts yrði til einskis. Ég vil að fólk læri af þessu. Bara það að þetta hafi bjargað, eða muni bjarga ein- um einstaklingi, það er nóg. Og það hefur hjálpað mér ólýsanlega mikið í gegnum þetta allt saman, að sjá að þetta hefur áhrif. Að vita til þess að þetta hjálpar öðrum gerir það auð- veldra að lifa með þessu.“ Í viðtali við Kastljós árið 2012 kom fram að þau Kaja og Arnar hefðu tekið ákvörðun um að leggja reiðina til hliðar og beðið um að drengirnir sem lögðu Dagbjart í einelti fengju aðstoð. Kaja kvaðst ekki vera reið út í drengina en viður- kenndi að hún fyndi stundum fyrir reiði í garð Dagbjarts. En hvernig stendur hún gagnvart því í dag? „Þessi reiði var í manni fyrst um sinn. En ég finn ekki fyrir henni í dag. Ég ákvað hrein- lega að ég ætlaði ekki að búa með þessari tilfinningu það sem eftir væri. En ég ákvað á sínum tíma að opinbera þessa reiði af því að ég held að þetta sé svo ótrúlega algeng tilfinning sem fólk síðan felur vegna þess að það skammast sín. Manni finnst svo rangt að vera reiður út í daginn. En að vera reiður í hljóði, það gerir bara illt verra. En svona leið mér og ég ákvað að segja frá þessu vegna þess að ég vildi að aðrir myndu sjá að það er ekki rangt að líða svona.“ n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Finnur fyrir viðbrögðum Kaja segir umræðuna um einelti hafa opnast á undanförnum árum: „Að vita til þess að þetta hjálpar öðrum gerir það auðveldra að lifa með þessu.“ „Þá velti ég því fyrir mér hvernig hann myndi líta út, hvernig persóna hann væri í dag og hvernig honum myndi líða. Dagbjartur Heiðar Arnarsson Svipti sig lífi í september 2011.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.