Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Síða 16
vikublað 7.–9. mars 201716 Fréttir Erlent
K
ínverskir karlmenn sem eru
komnir yfir þrítugt og eru
enn ókvæntir eru í Kína kall-
aðir „afgangs-menn“. Ástæð-
una má rekja til þess að árið
1979 var tekin upp svokölluð eins
barns stefna en allt fram til ársins 2015
máttu flestar konur í landinu aðeins
eignast eitt barn. Af stefnunni leiddi
mikil kynjaskekkja en töluvert fleiri
karlmenn eru í Kína en konur.
Þrátt fyrir að stefnunni hafi verið
kastað fyrir róða árið 2015 mun
áhrifa hennar gæta næstu áratugi, hið
minnsta. Kynjaskekkjan hefur orðið
til þess að mörgum kínverskum karl-
mönnum hefur reynst erfitt að kynn-
ast konum sem þeir hafa hug á að
verja lífinu með.
Afleiðingar eins barns stefnunnar
Þá er talið er að kynjabilið eigi enn
eftir að stækka. Talið er að árið 2020
verði 30 milljónum fleiri karlmenn en
konur sem eru að leita sér að lífsföru-
naut í Kína. Bandaríski hagfræðingur-
inn Nicholas Eberstadt spáir því að
meira en fjórðungur kínverskra karl-
manna verði ókvæntir árið 2030.
Þar sem vandamálið er nú þegar
orðið stórt í Kína og margir karlmenn
eiga í mestu vandræðum með að finna
sér maka þá hafa fjölmargir tekið upp
á því að eyða gríðarlega miklum tíma
og peningum í að keppast um athygli
kvenna. Til dæmis hugsa þeir einstak-
lega vel um útlitið og klæðnað sinn.
Þá hefur það færst í vöxt að kínversk-
ir karlmenn leigi sér kærustur til að fá
frið frá uppáþrengjandi ættingjum.
Árið 2015 kærði kínverskur við-
skiptajöfur á fertugsaldri fyrirtæki í
Sjanghaí sem sérhæfir sig í að finna
maka fyrir ólofaða karlmenn. Hann
var einstaklega ósáttur við að starfs-
fólki fyrirtækisins tókst ekki að finna
eiginkonu fyrir hann þrátt fyrir að
hann hefði borgað sem samsvar-
ar tæplega sjö milljónum íslenskra
króna fyrir þjónustuna.
Þá hafa stefnumótahefðir Kínverja
einnig breyst töluvert síðustu ár. Æ
fleiri Kínverjar finna ástina á spjall-
síðum. „Þetta er orðið allt annað. Fólk
er orðið miklu opnara og vestræn
gildi eru orðin töluvert meira við lýði
nú en áður. Þá er ungt fólk að mestu
leyti hætt að gifta sig einstaklingum
sem foreldrar telja ákjósanlega heldur
fylgja þess í stað hjartanu,“ segir Jun
Li, sem er tvítug, einhleyp kona frá
Suzhou í Jiangsu-héraði í Kína.
Vilja yngri konur
Hong Yang, sem er gift kona á þrítugs-
aldri, segir að svokölluð tengda-
mömmuhagfræði sé vel þekkt fyrir-
bæri í Kína. „Ef menn vilja kvænast
dætrum þessara kvenna þá þurfa þeir
að vera búnir að kaupa hús áður en
hægt er að ræða næstu skref í ferlinu.
Þetta er ein ástæða þess að húsnæðis-
verð hefur hækkað svo ört í Kína síð-
ustu ár.“
Þessi fjárhagslega byrði á karl-
menn hefur einnig gert kínverskum
konum erfitt um vik að finna sér
maka. Þar sem karlmenn þurfa að
vera fjárhagslega vel stæðir til þess
að eiga möguleika á því að kvænast
þá eru þeir orðnir töluvert eldri þegar
þeir loks ganga í hjónaband.
Þá velja mennirnir yfirleitt kon-
ur sem eru yngri en þeir sjálfir þegar
þeir eru loks orðnir nógu fjárhags-
lega sterkir til að stofna fjölskyldu en
það er mjög algengt í Kína að aldurs-
bil hjóna sé 10 til 20 ár. Því eru ekki
aðeins karlmenn sem sitja í súpunni
sökum eins barns stefnu Kínverja
heldur milljónir fjölskyldna um allt
land. n
hörð barátta um hylli kvenna
Afdrifaríkar afleiðingar eins barns stefnunnar í Kína
Eins barns
stefna Kínverja
Stefna Kína um eitt barn á sér langa sögu.
Undir stjórn Maó Zedong á 7. áratug síðustu
aldar var kínverska þjóðin hvött til að eignast
eins mörg börn og mögulegt var þar sem Maó
taldi fólksfjölgun undirstöðu vaxtar. Á árunum
1949 til 1976 fjölgaði Kínverjum úr 540 í 940
milljónir.
Í upphafi 8. áratugarins mæltust stjórnvöld
til þess að fólk léti tvö börn duga.
Í lok 8. áratugarins, þegar Deng Xiaoping hafði
tekið við völdum, reiknaði hópur stærð-
fræðinga sig niður á þá lausn að 700 milljónir
væri kjöríbúafjöldi landsins.
Hófust stjórnvöld þá handa við að draga úr
fólksfjölgun og árið 1979 var hin svokallaða
eins barns stefna tekin upp og var markmiðið
að árið 2080 yrði íbúafjöldinn kominn í 700
milljónir.
Talið er að stefnan hafi hindrað fæðingu um
400 milljóna barna síðan hún var tekin upp.
Eins barns stefnunni hefur þó ekki verið fylgt
út í hörgul. Kínversk yfirvöld veita margar
undanþágur og þjóðarbrot sem heyra til minni-
hlutahópa eru ekki undir hana sett. Þannig náði
stefnan einungis til 36 prósenta þjóðarinnar
árið 2007 og 53 prósent til viðbótar máttu eign-
ast annað barn ef frumburðurinn var stúlka.
Með afnámi eins barns stefnunnar vilja kín-
versk stjórnvöld ná fram hægari en stöðugum
vexti til framtíðar.
Þá eru þetta einnig viðbrögð við þeirri
staðreynd að vinnuafl í Kína hefur elst á undan-
förnum árum. Samhliða auknum lífslíkum og
lækkandi fæðingartíðni fækkaði vinnufærum
Kínverjum í fyrsta skipti í tvo áratugi í fyrra.
Fréttirnar af stefnubreytingu stjórnvalda
í Peking höfðu umsvifalaust áhrif á markaði
því verð hlutabréfa í Danone, einu stærsta
framleiðanda heims á sviði barnamatvæla,
hækkuðu um þrjú prósent og hefur ekki verið
hærra síðan í apríl.
Kínverjar verja árlega 19 milljörðum króna í
barnamat og er Kína orðinn stærsti mark-
aðurinn fyrir barnamat en veltan þar hefur
tvöfaldast undanfarin fimm ár.
Kristín Clausen
kristin@dv.is