Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 16. júní 2017fréttir Slugs í nefndum Alþingis n Yfir helmingur mála dó í nefndum n Skipulagsleysi formanna og vísvitandi töfum kennt um A ðeins 45 prósent þeirra mála sem lögð voru fram á Alþingi eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisn- ar og Bjartrar framtíðar tók við völdum voru afgreidd af þinginu. Dæmi eru um að fastanefndir Al- þingis hafi ekki komið frá sér nema einu máli til afgreiðslu. Ekki er hægt að kenna tímaskorti alfarið um þegar kemur að frammistöðu nefndanna, þótt hann kunni að vera orsaka- þáttur í einhverjum tilfellum. Fjöldi mála, sem ekki hlutu afgreiðslu út úr nefndunum, var lagður fyrir þing- ið og kom til umfjöllunar í nefndun- um, snemma árs, svo snemma sem 1. febrúar. Skýringanna er fremur að leita annars staðar, í skipulags- leysi og slugsi af hálfu nefndarfor- manna en einnig í vísvitandi töfum til að koma í veg fyrir að mál fengju afgreiðslu. Verða að taka mál til meðferðar Ferill mála á Alþingi er með þeim hætti að þau eru lögð fram á þinginu og framsögumaður mælir síðan fyrir þeim. Þá tekur við umræða um málin og atkvæðagreiðsla um þau en að því loknu er málum vís- að til þeirrar nefndar sem þau heyra undir. Nefndunum ber síðan að fjalla um mál, leita umsagna um þau eft- ir tilfellum og skila áliti sínu. Það er forsenda þess að hægt sé að taka mál til umræðu í þinginu að nýju og síð- an afgreiða þau. Mál komu seint fram DV fjallaði um það 17. mars síðast- liðinn að mikill seinagangur ríkti hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar hvað það varðaði að leggja fram boðuð þingmál. Tveimur vikum áður en frestur til þess að leggja fram þing- mál rann út höfðu ráðherrar í ríkis- stjórn Bjarna Benediktssonar aðeins lagt fram 23 mál af þeim 101 sem boðað var í þingmálaskrá. Ráðherrar tóku sér þó tak og skiluðu inn mörg- um þeirra mála sem boðuð voru en ljóst var að tími til að fjalla um þau í nefndunum takmarkaðist nokkuð sökum þess hversu seint þau voru framkomin. Frost fram í maí 1.maí síðastliðinn flutti DV síð- an fréttir af því að algjört frost væri í fjölda fastanefnda þingsins þegar kæmi að því að fjalla um og afgreiða mál sem vísað hefði verið til þeirra. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti að slíta þingi í lok maí og því orðinn verulega knappur tími til að afgreiða framlögð þingmál. Nefndirnar átta höfðu aðeins skilað af sér álitum í 24 málum af 126 sem vísað hafði verið til þeirra 16. maí. Meðal annars hafði atvinnuveganefnd ekki afgreitt eitt einasta mál á þeim tíma og umhverf- is- og samgöngunefnd hafði aðeins skilað áliti í einu máli. Innan við helmingur afgreiddur Niðurstaðan varð sú að til fastanefnda Alþingis var vísað 139 málum og hlutu 63 þeirra afgreiðslu þingsins. Í sárafáum tilfellum þeirra 76 mála sem ekki hlutu afgreiðslu Alþingis skiluðu nefndirnar áliti og komu þau því ekki til annarrar um- ræðu. Flest málanna sem ekki voru afgreidd voru þingmannamál, það er þingmál lögð fram af þingmönn- um ýmist stjórnar eða stjórnarand- stöðu. Þau mál eiga almennt erfið- ar uppdráttar í þinginu en þingmál ríkisstjórnarinnar, svo sem skilja má. Engu að síður var nokkur fjöldi þing- mála ríkisstjórnarinnar sem sat eft- ir án afgreiðslu eins og rakið er hér á eftir. Tókst ekki að afgreiða nafnbreytingu Tíu málum var vísað til atvinnu- veganefndar frá því að ríkisstjórnin tók við. Fjögur þeirra mála voru samþykkt sem lög eða ályktun frá Alþingi. Allt voru það mál lögð fram af ráðherrum ríkisstjórn- arinnar. Tvö stjórnarfrumvörp voru hins vegar ekki afgreidd út úr nefndinni, annars vegar breyting á lögum um lax- og silungsveiði, og hins vegar breyting á ýmsum lögum vegna heitis Einkaleyfastofu. Frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna heitis Einkaleyfastofu gekk til nefndarinnar 3. mars og sendi nefndin beiðni um umsagn- ir út sjötta sama mánaðar. Frum- varpið gengur út á breytingu á nafni Einkaleyfastofu í Hugverkastofu. Fjórar umsagnir bárust um málið, ein jákvæð en þrjár misneikvæðar. Ekki var aftur fjallað um frumvarpið í nefndinni fyrr en 11. maí og svo fór að málið sofnaði í nefnd. Auk þess lágu fjögur önnur mál óbætt hjá garði nefndarinnar, frum- varp um útboð viðbótarþorsk- kvóta sem var lagt fram 2. febr- úar, þingsályktunartillaga um kjötrækt sem var lögð fram 23. mars, Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Yfir helmingur mála dettur dauður niður Seinagangur í nefndum Alþingis veldur því að ríflega helmingur mála sem lögð eru fram í þinginu dagar uppi. MYnd SIgTRYgguR ARI Kvartaði undan vinnuálagi Nichole Leigh Mosty, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, kvartaði í byrjun maí yfir því hversu mörg mál væru að koma inn til nefndarinnar. Á þeim tíma hafði nefndin hins vegar aðeins skilað áliti í tveimur málum af 21. Þar af voru fjögur mál lögð fram í febrúar og sjö í mars. MYnd BjöRT FRAMTíð Flest mál kláruð Tíu af þrettán mál- um sem utanríkis- málnefnd, undir for- ystu Jónu Sólveigar Elínardóttur, fékk til umfjöllunar náðu fram að ganga. MYnd VIðReISn Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.