Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 16. júní 2017fréttir
Slugs í nefndum Alþingis
n Yfir helmingur mála dó í nefndum n Skipulagsleysi formanna og vísvitandi töfum kennt um
A
ðeins 45 prósent þeirra
mála sem lögð voru fram á
Alþingi eftir að ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks, Viðreisn-
ar og Bjartrar framtíðar tók
við völdum voru afgreidd af þinginu.
Dæmi eru um að fastanefndir Al-
þingis hafi ekki komið frá sér nema
einu máli til afgreiðslu. Ekki er hægt
að kenna tímaskorti alfarið um þegar
kemur að frammistöðu nefndanna,
þótt hann kunni að vera orsaka-
þáttur í einhverjum tilfellum. Fjöldi
mála, sem ekki hlutu afgreiðslu út
úr nefndunum, var lagður fyrir þing-
ið og kom til umfjöllunar í nefndun-
um, snemma árs, svo snemma sem
1. febrúar. Skýringanna er fremur
að leita annars staðar, í skipulags-
leysi og slugsi af hálfu nefndarfor-
manna en einnig í vísvitandi töfum
til að koma í veg fyrir að mál fengju
afgreiðslu.
Verða að taka mál til meðferðar
Ferill mála á Alþingi er með þeim
hætti að þau eru lögð fram á þinginu
og framsögumaður mælir síðan
fyrir þeim. Þá tekur við umræða
um málin og atkvæðagreiðsla um
þau en að því loknu er málum vís-
að til þeirrar nefndar sem þau heyra
undir. Nefndunum ber síðan að fjalla
um mál, leita umsagna um þau eft-
ir tilfellum og skila áliti sínu. Það er
forsenda þess að hægt sé að taka mál
til umræðu í þinginu að nýju og síð-
an afgreiða þau.
Mál komu seint fram
DV fjallaði um það 17. mars síðast-
liðinn að mikill seinagangur ríkti hjá
ráðherrum ríkisstjórnarinnar hvað
það varðaði að leggja fram boðuð
þingmál. Tveimur vikum áður en
frestur til þess að leggja fram þing-
mál rann út höfðu ráðherrar í ríkis-
stjórn Bjarna Benediktssonar aðeins
lagt fram 23 mál af þeim 101 sem
boðað var í þingmálaskrá. Ráðherrar
tóku sér þó tak og skiluðu inn mörg-
um þeirra mála sem boðuð voru en
ljóst var að tími til að fjalla um þau
í nefndunum takmarkaðist nokkuð
sökum þess hversu seint þau voru
framkomin.
Frost fram í maí
1.maí síðastliðinn flutti DV síð-
an fréttir af því að algjört frost væri
í fjölda fastanefnda þingsins þegar
kæmi að því að fjalla um og afgreiða
mál sem vísað hefði verið til þeirra.
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti
að slíta þingi í lok maí og því orðinn
verulega knappur tími til að afgreiða
framlögð þingmál. Nefndirnar átta
höfðu aðeins skilað af sér álitum í 24
málum af 126 sem vísað hafði verið
til þeirra 16. maí. Meðal annars hafði
atvinnuveganefnd ekki afgreitt eitt
einasta mál á þeim tíma og umhverf-
is- og samgöngunefnd hafði aðeins
skilað áliti í einu máli.
Innan við helmingur afgreiddur
Niðurstaðan varð sú að til
fastanefnda Alþingis var vísað 139
málum og hlutu 63 þeirra afgreiðslu
þingsins. Í sárafáum tilfellum þeirra
76 mála sem ekki hlutu afgreiðslu
Alþingis skiluðu nefndirnar áliti og
komu þau því ekki til annarrar um-
ræðu. Flest málanna sem ekki voru
afgreidd voru þingmannamál, það
er þingmál lögð fram af þingmönn-
um ýmist stjórnar eða stjórnarand-
stöðu. Þau mál eiga almennt erfið-
ar uppdráttar í þinginu en þingmál
ríkisstjórnarinnar, svo sem skilja má.
Engu að síður var nokkur fjöldi þing-
mála ríkisstjórnarinnar sem sat eft-
ir án afgreiðslu eins og rakið er hér
á eftir.
Tókst ekki að afgreiða
nafnbreytingu
Tíu málum var vísað til atvinnu-
veganefndar frá því að ríkisstjórnin
tók við. Fjögur þeirra mála voru
samþykkt sem lög eða ályktun frá
Alþingi. Allt
voru það
mál
lögð fram af ráðherrum ríkisstjórn-
arinnar. Tvö stjórnarfrumvörp
voru hins vegar ekki afgreidd út úr
nefndinni, annars vegar breyting á
lögum um lax- og silungsveiði, og
hins vegar breyting á ýmsum lögum
vegna heitis Einkaleyfastofu.
Frumvarp um breytingu á ýmsum
lögum vegna heitis Einkaleyfastofu
gekk til nefndarinnar 3. mars og
sendi nefndin beiðni um umsagn-
ir út sjötta sama mánaðar. Frum-
varpið gengur út á breytingu á nafni
Einkaleyfastofu í Hugverkastofu.
Fjórar umsagnir bárust um málið,
ein jákvæð en þrjár misneikvæðar.
Ekki var aftur fjallað um frumvarpið
í nefndinni fyrr en 11. maí og svo fór
að málið sofnaði í nefnd.
Auk þess lágu fjögur önnur mál
óbætt hjá garði nefndarinnar, frum-
varp um útboð viðbótarþorsk-
kvóta sem var lagt fram 2. febr-
úar, þingsályktunartillaga um
kjötrækt sem var lögð fram
23. mars,
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is
Yfir helmingur mála dettur dauður
niður Seinagangur í nefndum Alþingis veldur
því að ríflega helmingur mála sem lögð eru
fram í þinginu dagar uppi. MYnd SIgTRYgguR ARI
Kvartaði undan vinnuálagi
Nichole Leigh Mosty, varaformaður
allsherjar- og menntamálanefndar,
kvartaði í byrjun maí yfir því hversu
mörg mál væru að koma inn til
nefndarinnar. Á þeim tíma hafði
nefndin hins vegar aðeins skilað áliti
í tveimur málum af 21. Þar af voru
fjögur mál lögð fram í febrúar og sjö í
mars. MYnd BjöRT FRAMTíð
Flest mál kláruð
Tíu af þrettán mál-
um sem utanríkis-
málnefnd, undir for-
ystu Jónu Sólveigar
Elínardóttur, fékk
til umfjöllunar náðu
fram að ganga.
MYnd VIðReISn
Eldbakaðar pizzur
hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni
salur
fyrir
hópa
sími 557 1007
hamborgarar,
salöt, pasta,
kjúklingavængir
og flEira